Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. mars 1990 Tíminn 7 Fyrsti forseti lýðveldisins ísland undirritar eiðstaf á Þingvöllum 17. júní 1944, 1 framhaldi af þessari kenningu (um jafnrétti ríkjanna) ber hann saman stöðu Kaliforníu, Oregon og Nevada og ríkja í hugsanlegu ríkjabandalagi Evrópu, og leiðir sá samanburður til þess að evr- ópska ríkjabandalagið yrði stjórnskipulega sömu gerðar og Bandaríki Norður-Ameríku.“ Er ekki að orðlengja það að Brian Walden líst illa á slíka réttarstöðu fyrir hönd Stóra- Bretlands, því ekki fer miklum sögum af fullveldi einstakra ríkja Bandaríkja Norður-Amer- íku, hvort heldur á í hlut sú volduga Kalifornía eða smáfylk- in Oregon og Nevada. „Þótt ég dáist að hreinskilni Marquands prófessors,“ segir Walden í grein sinni, „ber ég litla virðingu fyrir þeim rökum sem hann ber fram til þess að réttlæta það að víkja til hliðar fullveldi þjóðríkj- anna. Rök hans í því efni eru samsafn alls hins versta af pólit- ískum glappaskotum aldarinnar og þannig túlkað að slík rök séu heilagur sannleikur." Ríki Habsborgara Því næst vísar Walden í þau orð hagfræðiprófessorsins, þar sem hann lýsir yfir því að „áhrifamesta móteitrið gegn út- lendingahræðslu og sundurmal- andi þjóðrembu" sé yfirþjóðlegt vald. Þessari fullyrðingu segist Brian Walden vilja mótmæla, enda sýni Evrópusagan sjálf að yfirþjóðlegt alríkisvald hafi síð- ur en svo stuðlað að friði milli ólíkra þjóðerna og tryggt ein- ingu Evrópuþjóða. Bendir hann á að veldi Habsborgara hafi byggst á yfirþj óðlegri alríkis- stefnu sem fjarri fór að leiddi til friðar í ríkinu heldur hið gagn- stæða, því að hún ól á tómum illindum milli þjóðanna í hinu víðlenda ríki Habsborgarkeis- ara. Um þetta segir Walden nánar: „Á árunum fyrir heimsstyrj- öldina sem hófst 1914, stóðu sakir þannig í keisaraveldi Aust- urríkis og Ungverjalands að „úr- valskynþættir“ ríkisins (því að þar varð þetta hugtak fyrst til), þ.e.a.s. Þjóðverjar, Ungverjar og Pólverjar, litu hverjir aðra hornauga, en Tékkar, Slóvakar, Rúmenar, Serbar, Króatar, Slóvenar, Úkraínumenn og ítal- ir hötuðu úrvalskynþættina og stundum hver annan. Þetta keis- aradæmi með sínu yfirþjóðlega valdi var lengi við lýði og hlaut verðugan reynslutíma. En allt endaði það í þjóðernishatri, svo megnu, að varla sér fyrir endann á því enn þann dag í dag. Þegar David Marquand er að tala um „ríkjasamband margbreytninn- ar“ í skrifum sínum, þá er þar um að ræða skipulag sem hvergi getur heppnast í veröldinni. Við þurfum ekki annað en virða fyrir okkur ástandið í Sovétríkj- unum nú um stundir, jafnvel það sem er reyndin í okkar eigin landi (Bretlandi). Eru Skotar, Walesbúar og írar fullkomlega aðlagaðir Sameinaða konungs- ríkinu okkar? Reyndar hyggur Marquand sjálfur að svo muni ekki vera, því að hann er uppi með þau rök að flytja þurfi völd til einstakra þjóða og landshluta innan Sameinaða konungsríkis- ins. Marquand lifir í þeirri trú, og það er hans villa, að sé alríkisheildin nógu stór og hafi innan sinna vébanda nógu marg- ar þjóðir, þá dugi það til þess að temja þjóðemishyggju fyrir fullt og allt, lækna þjóðir af þjóð- rembu á yfirskilvitlegan hátt. Hann vill troða okkur inn í ríkjasamband vegna þess að ný- frjálsar Austur-Evrópuþjóðir vilji einnig vera þar með, sem er næsta hæpin kenning og batnar ekki við það að finna henni réttlætingu með efnahagslegum rökum.“ Grein sinni lýkur Brian Wald- en með því að hrósa prófessor Marquand enn á ný fyrir að hafa talað einarðlega sem ákafur Evr- ópubandalagssinni ogengu leynt af því sem honum og hans líkum býr í brjósti um framtíð sjálf- stæðra þjóðríkja, þ. á m. Stóra- Bretlands. „En úr því að hann talar svo umbúðalaust um þetta mál, er þá ástæða til að svara honum engu?“ spyr Brian Walden. „Ur því að hann er svona opinskár, vil ég fá að heyra og allur breskur al- menningur á heimtingu á því líka, hvað aðrir stjórnmálamenn hafa um málflutning hans að segja. Skoðanakannanir sýna að flestir landsmenn (Bretar) styðja aðildina að Evrópu- bandalaginu, en þeir eru andvíg- ir því að stofnuð verði Bandaríki Evrópu. Kannske segja skoð- anakannanirnar rangt til um það. Hvað sem því líður, er ekki þörf frekari umræðu um málið?" Þannig spyr fréttaskýrandi Sunday Times. Ólík viðhorf Hér að framan hafa verið raktar skoðanir tveggja máls- metandi Breta, sem eru á önd- verðum meiði í margumræddum Evrópumálum. Ef til vill eru þeir ekki ósammála um aðild Breta að bandalaginu eins og nú er, en þeim ber á milli um það hvers konar ríkjabandalag Evr- ópubandalagið eigi að vera og verða í framtíðinni. Annar vill að bandalagið þróist til þeirrar áttar að verða voldug bandaríki í líkingu við Bandaríki Norður- Ameríku, þar sem þjóðríki fyrirfinnast ekki og alríkisvaldið er allt í öllu. Hinn bendir á, að Bandaríki Evrópu eigi engan rétt á sér við þær aðstæður sem ríkja í álfunni. Sá fyrri trúir því að þjóðernishyggja sé svo skaðleg, að henni verði að eyða með því að allar þjóðir álfunnar lúti einu miðstjórnarvaldi öflugs stórríkis. Sá síðari bendir á söguleg rök fyrir því að þau stórríki sem verið hafi í álfunni hafi ekki stuðlað að friði milli ólíkra þjóða sem þau náðu til, þar hafi allt logað í illindum og þjóðernisátökum. Brian Wald- en nefnir sérstaklega keisararík- ið Austurríki-Ungverjaland. Nærtækt ætti að vera að minna á Sovétríkin í þessu sambandi. Ekki skortir þar þjóðamergðina og minnihlutahópana og vold- uga alríkisstjórn, sem margir hafa trúað að hefði fullt vald á einingu ríkisheildarinnar og engir fremur en æðstu ráðamenn í Moskvu, sem lagt hafa í það dirfskuverk að aflétta ritskoðun og koma á fundafrelsi í þeirri von að þá færu sovétþjóðirnar að ræða efnahagsvanda sinn og lífskjör eins og þau birtast í hagskýrslum og helst ekki annað. Það hafa sovét-þegnar vafalaust gert, en meira ber þó á hinu, að funda- og ritfrelsið hafi verið notað til þess að krefjast þjóðfrelsis, að losna undan miðstjórnarvaldi stórrík- isins. Moskvuvaldið hefur feng- ið að kenna á því að þjóðernis- tilfinningin er lifandi stjórn- málaafl. Hvort sem menn vilja halda því fram að ósæmilegt sé að bera saman leninískt ríkja- bandalag og bandaríki, sem lúta vestrænu lýðræðisstjórnskipu- lagi, og hvort sem söguleg reynsla gömlu keisaradæmanna sé algild viðmiðun eða ekki, þá verða menn eigi að síður að taka með fyrirvara og gagnrýni því tísku- tali sem yfirskyggir alla umræðu um efnahags- og utanríkismál, að ekkert sé til bjargar friði og velferð í Evrópu en að stofna þar eins konar keisaradæmi sem öllum þjóðum sé skylt að lúta, ella skuli þær hafa verra af. Enn skal það ítrekað að ís- lensk stjórnvöld hafa engin áform um að íslendingar afsali sér sjálfstæði og fullveldi í þágu þessarar hugsjónar um Evrópu- ríkið. íslendingar geta sem best látið þessar hugmyndir afskipta- lausar, einkum þegar hæst lætur um framtíðarspárnar um ríkja- skipulagið á meginlandi Evrópu. En því er nú verr, að áróðurs- maskína nýkapitalistanna á ís- landi er ekki aldeilis á því að láta draumsýnir auðhringanna þegj- andi framhjá sér fara. Þótt of- sagt kunni að vera, að þeir séu eins skýrir og afdráttarlausir og prófessor David Marquand, sem hér hefur verið til umræðu, þá munar þar ekki miklu, nema þá helst það, að Marquand rökstyð- ur ekki allt mál sitt efnahags- lega, því að hann virðist trúa á Evrópuveldið sem pólitíska alls- herjarlausn á þjóðernisvanda- málum álfunnar, sem honum eru mikill þyrnir mikill þyrnir í augum. Það er út af fyrir sig pólitísk hugsun. Þjóðríki eða bandaríki? Brian Walden spyr þeirrar spurningar, hvort Bretum sé ekki nauðsyn að ræða nánar og frá fleiri sjónarmiðum en gert hefur verið hugmyndina um það að Bretland afsali sér fullveldi með fortakslausri aðild að Bandaríkjum Evrópu þar sem höfuðborg þess væri Brússel eða Berlín. Ef það er nauðsynjamál fyrir Breta að brjóta það efni til mergjar, ætli það sé þá ekki sýnu meira nauðsynjamál fyrir íslenska ráðamenn að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að Island gerðist fylki í slíku stór- ríki? Vissulega hafa margir stjórnmálamenn á íslandi áttað sig á hvaða réttarstaða biði ís- lendinga í draumaríki „Evrópu- hugsjónarinnar", þar sem alrík- ið er allt, en fylkin eins og einhvers konar Oregon eða Sov- ét-Litháen eða suður-afrískt „heimaland". En þó að núverandi ríkis- stjórn og margir íslenskir stjórn- málamenn geri sér þessa grein, fer því fjarri að allir íslenskir áhrifamenn hafi komið auga á pólitískar afleiðingar þess að þjóðin afsali sér sjálfstæði og fullveldi. Hvað sem líður hinni opinbéru stefnu ríkisvaldsins um aðgát og varfærni í Evrópumál- um, lætur hærra í hinum, sem líta á pólitískt sjálfstæði og full- veldi þjóðarinnar í núverandi mynd sem úrelt fánýti og hindr- un efnahagslegum framförum og dragbít á lífskjör almennings, enda telja þeir fullveldisstefnu íslenskrar stjórnarskrár sam- svara einangrunarstefnu sem útiloki íslendinga frá alþjóða- hyggju viðskiptanna, sjálfum nútímanum. Állt á þetta að byggjast á efnahagslegum rökum. Spurningum ósvarað En er ekki komið nóg af efnahagslegum rökum í þessari umræðu um ísland og Evrópu- þróunina? Er ekki tímabært að skerpa pólitíska, sögulega og lögfræðilega umræðu um þetta vandasamasta verkefni íslenskra stjórnmála? Eða á það að verða ein af leiðunum til þess að auðvelda innlimun íslands í Bandaríki Evrópu að þegja um valdaafsalið sem slíku fylgir? Þegja um þá sögulegu kúvend- ingu sem það er að Lýðveldið ísland breytist í eitt af fylkjum Bandaríkja Evrópu? Þegja um þá réttarstöðu, stjórnkerfi, stjórnarfar og dómaskipun, sem íslendinga bíður við það að játast undir stjórnarskrá alríkis- ins? Auðvitað á ekki að þegja við þessum spurningum, þeim ber að svara, þær á að ræða. Að aftengja „Evrópumálin" stjórn- mála- og stjórnarskrárumræðum eru fræðileg og pólitísk svik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.