Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 2
12 Tíminn Laugardagur 17. mars 1990 Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Sigurður Geirdal HalldórÁsgrimss. Sigrún Magnúsd. Guöm. Bjarnason Dagskrá: Mánudagur 19. mars Kl. 20:00 Setning Gissur Pétursson, form. SUF Kl. 20:15 Stjórnsýslan - uppbygging Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnsýslufr. Kl. 21:30 Fjölmiðlar og stjórnmál Helgi Pétursson, fjölmiðlafræðingur Miðvikudagur 21. mars Kl. 20:00 Félagsstörf - fundarsköp Egill Heiðar Gíslason, fulltrúi Kl. 21:30 Landbúnaður • framtíð Jón Helgason, alþingismaður Fimmtudagur 22. mars Kl. 20:00 Efnahagsmál - hagstjórnartækni Bolii Héðinsson, efnahagsráðgj. rCkisstj. Kl. 21:30 Menntakerfið - vakandi eða sofandi Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri Mánudagur 26. mars Kl. 20:00 Umhvcrfismál - málefni framtíðar Hermann Sveinbjörnss.on aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Kl. 21:30 Alþjóðastjórnmál • þróun Ásta R. Jóhannesdóttir, form. utanríkismálan. Framsóknarflokksins Miðvikudagur 28. mars Kl. 20:00 Framsóknarflokkurinn - innra starf Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins Kl. 21:30 Stjórn fískveiða - framtíð sjávarútvegs Halldór ÁsgrCmsson, sjávarútvegsráðherra Fimmtudagur 29. mars Kl. 20:00 Heilbrigðiskerfið óbreytanlegt? Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra Kl. 21:30 Sveitarstjórnamál - nánasta umhverfið Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Sunnudagur 1. apríl Kl. 14:00 Skoðunarferð um Alþingi starf þess og uppbygging Jón Kristjánsson, alþingismaður Kl. 16:00 Stjórnmál framtíðarinnar ísland framtíðarinnar SteíngrCmur Hermannsson, forsætisráðherra Kl. 18:00 Afhending skírteina - skólaslit Skráning þátttakenda fer fram í síma 91-24480 hjá Agli Heiðari eða Þórunni Guðmundardóttur. Námskeiðsstaður: Nóatún 21, Reykjavík Jón Helgason Þóröur Ingvi Helgi Péturss. Egill Heiðar Bolli Héðinsson Áslaug Brynjólfsd. Jón KristjánsB. Gissur Péturss. Hermann Sveinbjörnss. Asta R. Jóhannesdóttir Steingrímur Hermannss. IBARNA- SKÓLA að kyrja fullum hálsi danska her- mannasönginn: „Den gangjeg drog afsted min pige vilde med... “ En þegar hann var í miðjum söngnum heyrðist til Helgesens frammi á ganginum, svo að Sigurður flýtir sér í sæti sitt aftur og situr þar eins og uppmálað sakleysið, þegar karlinn þrífur upp hurðina og gusast inn í bekkinn með miklu fasi. Skimar hann fyrst um bekkinn, snippar og grípur svo um nefið, um leið og hann segir: „Hver af ykkur var að syngja hér inni í bekknum?" Allir sátu kyrrir, grafalvarlegir og steinþegjandi. Þá snýr Helgesen sér að okkur Helga Péturs og segir byrstur: „Það voruð þið, ormarnir! Þið voruð að syngja. Ó, víst, eins og ég viti það ekki - báðir frá músikheimil- um!“ Að svo mæltu gekk hann til okkar og rétti okkur sinn undir hvorn með flötum lófa, svo að small í og undan sveið. Pó að Helgesen væri svona bráðlyndur var hann besti karl og okkur þótti vænt um hann. Sjálfir vorum við heldur engir alfullkomnir englar, og komið gat það fyrir að glest væri við hann. Ég man að eitt sinn var ég með í þeim hrekk að hnupla frá honum prammanum hans á Tjörninni, en honum var ákaflega sárt um þennan pramma. Þetta var grænmáluð fleyta og kallaði Helgesen bátinn Móses. Lá pramminn í víkinni niður undan kálgarði Helgesens, en hann hafði þá byggt sér íbúðarhús við Kirkju- stræti, þar sem Hótel Skjaldbreið var síðar. Það var ein allra mesta freisting, sem borið gat fyrir okkur drengina, ef við sáum einhvers stað- ar bát, hvort heldur það var niðri við sjó eða á Tjörninni. Og þarna lá nú Móses og árarnar í honum; gátum við ekki séð að hann hefði neitt þarfara að gera en fleyta okkur út á Tjörnina og ákváðum að taka hann traustataki. Stigum við því út í prammann, þrír eða fjórir félagar, ýttum frá landi og tókum knálega tl áranna. En ekki vorum við komnir langt, er við sjáum hilla undir Helge- sen á Tjarnarbakknum, baðandi út öllum öngum og hrópandi hástöfum: „Skilið þið prammanum, strákar! Strax - eða ég lumbra á ykkur!“ Tvísté hann þarna á bakkanum og steytti hnefana, en hljóp svo með- fram Tjörninni að vestanverðu í áttina sem hann sá okkur stefna. En við sáum hvað honum leið og rerum nú lífróður í gagnstæða átt, þvert yfir Tjörnina og upp að bakkanum austanmegin. Það langt vorum við komnir frá landi að Helgesen sá ekki hverjir voru í prammanum. Þegar við náðum landi hlupum við sem fætur toguðu upp öll tún og hurfum upp í Þingholtin, og aldrei komst Helgesen að því hvaða stórsyndarar það voru, sem tóku Móses hans. Jónas Helgason, tónskáld. Helgi E. Helgensen gat verið snöggur upp á lagið. Lúlli í Hólakoti Ekki verður með sanni sagt að neinir verulegir óknyttastrákar væru í barnaskólanum á minni skólatíð, þó að smáglettur gætu átt sér stað endrum og eins. Samtíma mér var þar þó einn töluvert brellinn piltur. Hét sá Lúðvík og var alltaf kallaður Lúlli í Hólakoti. Hann var fjarska ódæll og hyskinn við námið. Oft var hann látinn sitja eftir og lokaður inni í annarri hvorri kennslustofunni, en það var sem engin hús héldu honum, þótt rammlæst væru. Þegar hann var settur í skammakrókinn og lokaður inni var það næstum segin saga að þegar Helgesen kom að vitja „fang- ans“ var stofan tóm og Lúlli allur á bak og burt. Hafði hann þá tíðum brotið gluggann og skriðið út, ef hann komst með engu móti út um dymar. Hann gat iíka fundið upp á hinum ótrúlegustu hrekkjum utan skólans og var um tíma talinn hrein bæjarplága. En það er síðar af Lúlla í Hólakoti að segja að hann endaði feril sinn hér með því að strjúka og vissi enginn hvað af honum varð. Löngu síðar fréttist að hann hefði komist á útlent skip og farið til Englands. Og víkur nú sögunni um stund til ársins 1892, en þá var ég fyrir tveimur árum kominn á Garð í Kaupmanna- höfn og bjó þar ásamt fleiri íslensk- um stúdentum, m.a. þeim séra Frið- rik Hallgrímssyni og Guðmundi Sveinbjömssyni. Þá var það kvöld nokkurt, þegar ég var einsamall uppi á herbergi mínu, að til mín kemur dyravörður Garðs og segir að niðri bíði íslend- ingur, sem spyrji eftir mér, Friðriki eða Guðmundi, en hvorugur þeirra sé heima og hvort hann eigi að hleypa manninum upp til mín. Ég segi honum að láta hann koma, og innan stundar stendur frammi fyrir mér myndarlegur, ungur maður með hrafnsvart hár, fríður sýnum, vel klæddur og snyrtilegur. Hann horfir á mig um stund og ég virði hann einnig fyrir mér, en þekki hann ekki. „Þekkirðu mig ekki, Árni?“ segir hann loks. „Nei - hver er maðurinn?" spyr ég- „Manstu ekki eftir honum Lúlla í Hólakoti?" svarar hann. Á dauða mínum átti ég von en ekki honum. En þarna var hann sem sé ljóslifandi kominn, óþekktar- strákurinn - um það var ekki að villast. Það sá ég nú við nánari athugun. Ég bauð honum sæti og tókum við nú að spjalla saman og rifja upp ýmislegt frá gömlu dögunum í barna- skólanum hjá Helgesen. Síðar um kvöldið fórum við saman í Tívolí og að endingu fylgdi ég honum til skips, en hann var þá fyrsti stýrimaður á stóru, ensku flutningaskipi. Sagði hann mér að hann mundi sjálfur fá skip, þegar til Englands kæmi og sigla á því sem skipstjóri. Þetta kvöld sagði hann mér sitthvað af högum sínum og því sem á daga hans hefði drifið frá því er hann strauk að heiman. Sagðist hann hafa komist á enskt flutningaskip í Reykjavík og haldið með því til Englands. Síðan hefði hann stundað siglingar á ýmsum enskum skipum í nokkur ár, en að því búnu farið í sjómannaskóla; væri hann nú kvænt- ur á Englandi, ætti þar konu og þrjú böm og hyggði nú gott til framtíðar- innar, er hann yrði skipstjóri. Þetta hafði þá ræst úr Hólakots- stráknum og skildi þama með okkur, er hann gekk um borð, fríður og glæsilegur, eins og ævintýraprins. Aldrei hef ég neitt af honum frétt síðan, og ekki veit ég hvort hann hefur nokkum tíma komið til íslands eftir þetta. Þannig liggja leiðirskólafélaganna í ýmsar áttir. Viðfangsefnin verða margbreytileg og ólík þegar út í lífsbaráttuna kemur - og enginn skyldi álíta þá glataða menn um alla framtíð, sem baldnir eru í æsku. Dómkirkjan umflotin Annan veturinn, sem ég var í barnaskólanum, bar svo við einn daginn að ekki var fært að skólahús- inu vegna flóðs á götum bæjarins. Var miðbærinn sem hafsjór yfir að líta og varð ekki komist milli húsa öðmvísi en í bátum. Raunar kom það oftar fyrir í stórstreymi að flæddi yfir bakka Lækjarins á stöku stað og Tjörnin stækkaði, en aldrei man ég eftir öðm eins flóði og þessu. Lagðist allt á eitt: geysimikið flæði, svo og hitt, að asahláka var og bráðnaði snjórinn og varð að einum flaumi, en krapaelgurinn stíflaði all- ar rennur og rásir. Mér var bannað að fara út fyrir hússins dyr þennan dag, enda hafði verið gefið frí í bamaskólanum og átti maður því ekkert erindi út. Hins vegar féll kennsla ekki niður í Lærða skólanum og man ég eftir að mér varð litið út um austurgluggana heima og sá þá hvar verið var að ferja kennara og nemendur upp í skóla. Dómkirkjan var umflotin á alla vegu og voru kennaramir, sem heima áttu fyrir vestan Læk, ferjaðir um miðbæinn og yfir Lækinn hjá Skólabrúnni, en þar stigu þeir upp úr bátnum upp á skólablettinn. Þá reri fólk á flatbotna kænum eftir Austurstræti, það sem þurfti nauð- synja sinna í búðir og annað milli heimila. Víða flæddi inn í hús og kjallarar fylltust af sjó. Stóð fólk í austri lengi dags, en ekki vissi ég til þess að neins staðar þyrfti að yfirgefa íbúðir vegna flóðsins. Aftur á móti flæddi svo inn í sum gripahús að bjarga varð skepnunum út. Til dæm- is flæddi svo inn í fjósið í portinu heima að leysa varð kýmar af básun- um og leiða þær inn í skúrinn við íbúðarhúsið, þar sem bakgangurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.