Tíminn - 17.03.1990, Side 3
Laugardagur 17. mars 1990
Tíminn 13
var. í skúrnum var steingólf, og var
það nokkru hærra en básarnir í
fjósinu og stóðu kýrnar þarna á
þurru. - Það mun hafa verið í þessu
sama flóði, sem flæddi í kindakofann
hans Halldórs Kr. Friðrikssonar í
Kirkjustræti 12, og voru ærnar flutt-
ar inn í Alþingishúsið, er þá var í
byggingu. Þótti það kynleg tilviljun
að kindurnar voru 32, eða nákvæm-
lega jafnmargar þingmönnum þeirra
tíma.
Til allrar hamingju stóð þetta flóð
ekki lengi og ekki varð truflun á
kennslunni í barnaskólanum nema
einn dag. Með næsta útfalli sjatnaði
sjórinn svo að gangfært varð milli
húsa, en slabb var þó á götunum
fyrst á eftir.
Annars eru það engar ýkjur, þótt
sagt sé að einlægur flaumur væri í
miðbænum, áður en höfnin var
byggð og uppfylling gerð framan við
Hafnarstrætið. Féll sjór undir allan
miðbæinn og mun þannig hafa haft
fleiri leiðir að Tjörninni en sjálfan
Lækinn. Þetta sást best þegar farið
var að grafa fyrir ýmsum stórhýsum
í Miðbænum, eins og t.d. Alþingis-
húsinu, bönkunum, Austurstræti 16
og fleiri húsum. Þá fylltust grunnarn-
ir stöðugt um stórstraumsflæði, en
um fjöruna féll út úr þeim, og upp
úr þeim kom fyrst leir og síðan
hreinn sjávarsandur, þegar grafið
hafði verið djúpt niður. Eftir því
sem innar eða sunnar í bæinn dregur
dýpkar svo jarðvegurinn, en þó
ímynda ég mér að einnig sé neðan-
jarðarfarvegur milli Tjamar og sjáv-
ar suður í Skerjafjörðinn.
Árin sem ég var í bamaskólanum
voru mestu harðinda - og hallærisár.
Veturinn, sem flóðið, er minnst var
á, varð í bænum, var harðindavetur-
inn mikli 1881, en árið þar á eftir
gengu mannskæðir mislingar. Komu
þeir upp árið 1882 og bárust til
landsins með póstskipinu frá Dan-
mörku, en einn af farþegunum hafði
veikst af mislingum á leiðinni. Var
heimili hans sett í sóttkvf og strangur
vörður hafður við húsið dag og nótt,
en ekkert dugði. Mislingarnir
breiddust út og dó úr þeim og
afleiðingum þeirra fjöldi manns, svo
að um tíma mátti daglega og jafnvel
oft á dag heyra líkhringingar frá
Dómkirkjunni. Voru mislingarnir að
sínu leyti engu minni blóðtaka fyrir
bæjarfélagið en spanska veikin 1918,
þegar tekið er tillit til fámennis í
bænum á þessum árum. Um helm-
ingur bæjarbúa mun hafa lagst í
veikinni, enda höfðu mislingar þá
Annað hús frá vinstri hér á mynd-
inni er hið svonefnda „Bierings-
hús“, en þar var barnaskóli Helge-
sens til húsa, uns byggingin var
rifin 1882. Horft er vestur Hafnar-
stræti.
ekki gengið hér í 30 - 40 ár, svo að
fólk undir þeim aldri var næmt fyrir
þeim.
Heima lögðumst við bömin öll í
mislingunum, og er mér minnisstæð-
ur fyrsti dagurinn, sem ég fékk að
fara út eftir leguna, en þá sat ég í
garðinum sunnan megin við húsið.
Allt í einu sá ég hvar reykjarmökkur
mikill steig upp við apótekið við
Kirkjustræti. Hafði kviknað þar í
lyfjageymslunni og brann hún, svo
að litlu eða engu varð bjargað af
lyfjunum, en þetta var eina lyfjabúð
bæjarins þá og má nærri geta hver
áhrif lyfjabruninn hefur haft í þeim
veikindum sem geisuðu í bænum.
Þegar hér var komið hafði ég
lokið námi í barnaskólanum og var
tekinn til við lestur undir Lærða
skólann. Ég var í síðasta árganginum
sem nam í gamla barnaskólahúsinu
við Hafnarstrætið, því að sumarið
1882 var það rifið og þá hafin
bygging á nýju barnaskólahúsi úr
steini, og er það nú hús Lögreglu-
stöðvarinnar í Pósthússtræti.
OSTA- 0G SMJÖRSALAN SF.
BITRUHÁLS 2 • P0 BOX 10100 • 130 REYKJAVÍK • rt 691600 • FAX 673465
Viðskiptavinir, athugið
Helgina 17.-18. mars verður skipt um
símanúmer hjá fyrirtækinu.
Nýja símanúmerið okkar verður 69 16 00.
Beint innval á söludeild verður 69 16 20.
Hópferðaleyfi
Samkvæmt lögum og nýrri reglugerð nr. 90/1990
um fólksflutninga með langferðabifreiðum skal
hver sá sem hyggst stunda hópferðir í atvinnuskyni
sækja um leyfi til Skipulagsnefndarfólksflutninga.
Athygli skal vakin á því að allar breytingar á
bifreiðakosti og skráningarnúmerum frá síðustu
leyfisveitingu skulu tilkynntar Skipulagsnefnd.
Ennfremur skal bent á að við eigendaskipti á
hópferðabifreið fellur hópferðaleyfi úr gildi.
Umsækjandi um hópferðaleyfi skal útfylla þar til
gerð umsóknareyðublöð er liggja frammi á skrif-
stofu Skipulagsnefndar fólksflutninga í Umferðar-
miðstöðinni í Reykjavík. Skipulagsnefnd mun
senda umsóknareyðublöð sé þess óskað.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k.
Skipulagsnefnd fólksflutninga
Umferðarmiðstöðinni
Vatnsmýrarvegi 10
101 Reykjavík
Sími 91-19220
Fax 91-29973
Hl HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR
BARÓNSSTÍG 47
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
óskar að ráða eftirtalið starfsfólk:
Hjúkrunarfræðinga m.a. við heilsugæslu í skól-
um og til sumarafleysinga á barnadeild, húð- og
kynsjúkdómadeild og við heimahjúkrun.
Ljósmæður á mæðradeild til sumarafleysinga.
Sjúkraliða við heimahjúkrun til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400
(milli kl. 9-10 f.h.)
Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur fyrir kl. 16.00 mánudaginn 26.
mars 1990.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og í Starfs-
mannahaldi Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16,
Reykjavík.
Alþingi útboð
ÍSLENDINGA
Skrifstofa Alþingis óskar eftir tilboðum í tölvubún-
að: þjónustustöð, netbúnað og einkatölvur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að
Vonarstræti 8, annari hæð.
Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en
þriðjudaginn 27. mars 1990 kl. 12.00. Þau verða
þá opnuð að Vonarstræti 12 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Skrifstofa Alþingis - Tölvudeild
Félagsmálstofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, sími 678500
Félagsráðgjafi
óskast nú þegar í 50% starf á hverfaskrifstofu
félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Upplýs-
ingar veitir Anni G. Haugen í síma 625500.
Umsóknum skal skilatil starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð á umsóknar-
eyðublöðum sem þar fást.
BÍLALEIGA
meö útibú allt í kringum
landið. gera þér mögulegt
að leigja bíl á einum stað
og skila honum á öðrum
Reykjavík
91-686915
Akureyri
96-21715
Pöntum bíla erlendis
interRent
Europcar