Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 6
16 HEUGIN Laugardagur 17. mar? 1990 Laugardagúr 17. mars 1990 | VINCENT SSEBO L Hollandi hefur veriö lýst sem veislustaö fyrir þá sem njóta list- ar. í lok þessa mánaö- ar verður þeim búin einstæð veisla í tilefni af því aö hundraö ár eru liðin frá dánar- dægri Vincents van Gogh. Yfir 400 olíu- málverk og teikningar eftir hann verða til sýn- is í van Gogh safninu og Kröll-Möller safn- inu. Einnig veróa sér- stakar minningarsýn- ingar í Stedelijk safn- inu og í Haag. Sama Sebo býöur til veislu af öóru tagi. Amsterdam er fræg fyrir fjölbreytta og góða veitingastaði og Sama Sebo er einn þeirra. Eftir að hafa notið listar van Goghs, er tilvalið aó njóta 26 rétta rijstaffel á Sama Sebo. Það kostar auk þess ótrúlega lítió. Þann 30. apríl nk. lætur Sveinn Sæmundsson, af störfum hjáFlugleiðum, en hann mun þá hafa unnið að íslenskum flugmálum í rúmlega 33 ár, fýrst hjá Flugfélagi íslands, en síðar hjá Flugleiðum. Þetta er orðinn ærið langur tími og segja má að hann kveðji flugið með glæsibrag, því hann vinnur nú að rítun á sögu íslenskra flugmála, „Fimmtíu flogin ár“, ásamt Steinari J. Lúðvíkssyni. Fyrra bindi þessa verks kom út um síðustu jól og er hin veglegasta bók, svo sem flestum mun kunnugt. Á slíkum tímamótum þótti vel við hæfi að við blaðamenn heilsuðum upp á Svein, og þökkuðum farsælt samstarf, en hann hefur veríð stéttinni nákominn sem „Já, satt er það, þetta er langur tími,“ segir Sveinn. „Ég byrjaði árið 1957 sem blaðafulltrúi hjá Flugfélagi Is- lands og starfaði áfram á þeim vett- vangi eftir sameiningu félaganna og stofnun Flugleiða árið 1973 og allt til ársloka 1986. Þá gerðist ég sölustjóri innanlandsflugs um þriggja ára skeið og tók að því búnu við starfi sölu- stjóra norðurlandaflugs. Ég var því blaðafulltrúi og yfirmaður kynning- ardeildar Flugleiða i tæp þrjátíu ár og samanlagður er starfstími minn 33 ár og 17 dagar.“ Þú byggir því á talsverðri eigin reynslu í bók ykkar Steinars um ís- lenska flugsögu? „Já, víst ætti það að vera. Um þetta verk er það annars að segja að þótt bókin heiti „Fimmtíu flogin ár“, þá spannar hún lengri tíma, því hún byrjar með fyrsta fluginu á íslandi ár- ið 1919. En ákveðið var að ráðast í ritun hennar í tilefni af fimmtíu ára afmæli atvinnuflugs á íslandi, sem hófst árið 1937, og þannig stendur á nafninu. Það var stjóm Flugleiða, sem ákvað að þessi saga yrði skráð og geymd og var vonast til að hún yrði tilbúin á afmælinu. En þetta dróst á langinn og fengum við loks Steinar J. Lúðvíksson til þess að skrá söguna. Fór hann þá fram á að ég að- stoðaði sig sem meðhöfúndur, en ég hafði verið skipaður í ritneíhdina AUÐVITAÐ ÞEKKI ÉG VAN GOGH, EN HVER ER ÞESSI SAMA SEBO? ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477. Leifsstöó, sími 50300. ásamt fjórum mönnum öðrum. Ég féllst á það og var það bæði ljúft og skylt. Við höfum unnið þetta í mjög náinni samvinnu, þótt Steinar hafi skrifað sjálfa söguna að mestu, en ég fremur innskotskafla og sérhæfðara efni. Þetta kemur af því að sagan er að mestu í bókum, fúndargerðum og blöðum ýmsum, en mörgu sem lítið hefur verið skráð um hefúr orðið af safna hjá fólkinu sjálfú, starfsfólkinu. Þar hefúr það komið mér að notum hve lengi ég hef starfað hér og á því greiðan aðgang að mönnum. Saman höfúm við Steinar unnið að mynda- þættinum. Hann er ákaflega mikil- vægur, því svona saga verður ekki sögð nema með því að styðjast við ógrynni af myndum. í fyrra bindinu eru á Qórða hundrað myndir og ég gæti ímyndað mér að þær yrðu á fimmta hundrað í síðara bindinu. Síðara bindið mun fjalla um flugið ffá 1973, þegar Flugfélag íslands og Loftleiðir sameinuðust, og til okkar daga, þ.e. fram að afmælinu 1987. í þessu verki er að fmna upplýsing- ar sem allir flugáhugamenn mun fagna að eiga aðgang að, m.a. um ýmis sérverkefni, sem félögin hafa tekið að sér. Þama er skrá um alla stjómendur, um allar flugvélar og fleira og myndir þessu tengdar. Ég er afar hrifinn af hvemig Steinar hefur staðið að því sem að honum snýr í þessu, en hann er útgáfústjóri Fróða, sem gefur bókina út. Já, það er ánægjulegt að standa að slíku riti í lok starfsferils míns hér, en flug og ferðamál hafa ætíð verið mér mjög hugstæð.“ Hvaða breytingar sem orðið hafa frá 1957, þegar þú hófst störf, eru enn í fömm og fleiri skip. Það kost- aði því mikið átak í kynningu og áróðri að fá fólk til þess að velja flug- ið. En svo kom að því að t.d. í milli- landaferðum tók flugið alveg yfir- höndina. Þetta var að vísu þróun sem gerðist á mörgum ámm og hélst í hendur við það að ferðatíðnin jókst ákaflega mikið. Með þotufluginu 1967, þegar F.í. eignaðist sína fyrstu þotu og síðar Loftleiðir árið 1970 varð gjörbreyting á ferðamáta land- ans. Nú tók ekki nema tvo og hálfan tíma að fljúga til Kaupmannahafhar og enn skemmri tíma til London. Nú fór sama vélin tvær ferðir á dag til út- landa, en áður var oft flogið út einn daginn og ekki heim fyrr en daginn eftir. Þama kom að því að flugið varð almenningseign og margir telja nú „Já, þar vom foreldrar mínir til heim- ilis fyrstu tvö og hálfa árið i sínum hjúskap, En þá byggðu þau sér hús á Akranesi og fluttust þangað. Þar átti Um bdlrð í Goðafosi á N — Atlantshafi 1951. Frá vinstri: Sveinn Sæmundssona, Einar Siguijónsson og Ós car Ólafsson. 4 Lagið tekið um borð í Goðafossi. Frá vinstri: Pétur H. Ólafsson, Haukur Hólm, Helgi Halldórsson og Sveinn. Rætt við Svein Sæ- mundsson, sem brátt lætur af störfum eftir rúmlega 33 ára feril hjá íslenskum flugfélögum þér efst í huga nú? „Breytingamar em alveg ævintýra- legar. Þegar ég byrjaði vorið 1957 var farþegafjöldinn ekki svo afskap- legur, enda þá alls ekki sjálfgefið að fólk sem ætlaði til útlanda færi með flugvél. Menn fóm allt eins með skipum. Sama máli gegndi hér innan- lands. Þá vom strandferðaskipin, þessi fallegu skip, Heklan og Esjan, HELGIN'. 17 Sveinn Sæmundsson: „Lukkulegur með að örlögin skyldu hafa beint mér inn á þessa braut á sínum tíma“. ég svo heima til fímmtán ára aldurs. Ég lærði rafvélavirkjun, enda ætlaði ég mér aldrei annað en að verða tæknimaður. Því var mestur hluti minnar skólagöngu á því sviði. Raf- vélavirkjun lærði ég hjá bræðrunum Ormson og vann mikið við alls lags röntgengtækni. Árið 1947 fór ég síð- an á sjóinn og sigldi á farskipum til 1955. Mest sigldi ég á skipum Eim- skip, svo sem Goðafossi, Tröllafossi og Lagarfossi. Hluta þessa tíma, eða í eitt ár, bjó ég þó í Kanada og var þá um hríð á norsku skipi, sem sigldi á Kyrrahafinu. Til Kananda fór ég ann- ars til þess að auka við kunáttu mlna í rafvélavirkjuninni. Því námi hélt ég svo áfram í Þýskalandi. Já, ég kom víða á þessum árum, enda var það þannig að eftir að ég byrjaði að vinna við flugmál liðu tíu ár áður en ég sté fæti á erlenda grund sem ég ekki hafði áður komið til. Samt verð ég að taka fram að það er talsvert ólíkt að koma til annars lands af hafi eða lenda á flugvelli!“ En þrátt fyrir tækninámið valdir þú þér síðan allt annað starfssvið? „Já, stundum gerist það í lífinu að þótt maður hafi sett sér eitthvert markmið, þá geta komið upp atvik sem bera mann I einhveija allt aðra átt. Ég býst við að dvöl mín utan- lands hafi orðið til þess að ég fékk áhuga á öðrum málum og er ég kom heim árið 1955 fór ég beint í blaða- mennsku, réð mig á Tímann. Við blaðamennskuna var ég I tvö og hálft ár. Þá voru þeir ritstjórar Haukur Snorrason og Þórarinn Þórinsson, miklir öndvegismenn, og sama mátti segja um blaðamennina, en meðal þeirra voru þá þeir Indriði G. Þor- steinsson, Olafúr Gaukur, Andrés Kristjánsson, Hallur Símonarson og Guðni Þórðarson. Já, ég var löngu byijaður að fást við ritstörf þegar ég byrjaði í blaða- mennsku. Ég hef verið sískrifandi frá því er ég man eftir mér. Til dæmis skrifaði ég heil ósköp meðan ég var á sjónum, þótt það kæmi hvergi til birt- ingar. Mér hefúr alltaf þótt sem mig vantaði eitthvað ef ég ekki skrifaði. Þetta er einhver innri þröf. Ég hef aldrei reykt, en gæti trúað að þetta sé svipað og þegar reykingamann lang- ar í sígarettu. Það var mjög gott andrúmsloft fyrir er lokadagur pantana í næstu afgreiðslu á Macintosh-tölvubúnaði með verulegum afslætti, samkvæmt ríkissamningi þeim, sem gerður var á milli Innkaupastofnunar ríkisins og Radíóbúðarinnar hf. Pantanir berist til Kára Halldórssonar, Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844, íyrir 28. mars 1990. Radíóbúðin hf. Apple-umboðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.