Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 1
Arni Thorsteinsson minnist barnskólagöngu sinnar fyrir 110 árum Árni Thorsteinsson, tónskáld og lengi Ijós- myndari í Reykjavík, var sonur Árna Thor- steinssónar, landfógeta og því afabarn Bjarna amtmanns Thorsteinssonar. Hann fæddist árið 1870 í landfógetahúsinu við Austurvöll, sem þá var enn kargaþýf ður og ógirtur. Var völlurinn þá löngum tjaldstæði og eins konar samkomu- staður utanbæjarmanna, er þeir komu lestar- ferðirtil bæjarins. Þetta umhverfi, Austurvöllur og byggðin næst honum, var umgjörð bernsku- ára Arna og hef ur hann lýst því og fólkinu sem þarna bjó á hugnæman hátt í endurminningum sínum, sem hann nefnir „Harpa minninganna". Koma þar margir einstaklingar við sögu, sem nú er margra minnst sem brautryðjenda á ýms- um sviðum, einkum þó á tónlistarsviðinu. Einn þessara einstaklinga var Jónas Helgason, kór- stjóri og tónskáld, en hann var meðal kennara Árna er hann nam við barnskóla Helga E. Helge- sen. Hér á eftir greinir Árni frá námsdvöl sinni meðal þessara merku uppfræðara. stofur og eitt herbergi, sem kallað var leikstofa. Þar fengu nemendur að hafast við í frímínútum, þegar vont var veður, svo að ekki yrði farið út. Uppi á lofti j skólahúsinu var svo íbúð skólastjóra. „Tvo vetur stundaði ég nám í barnaskóia. Áður hafði ég fengið tilsögn í lestri, skrift og reikningi hjá Thomsens - systrum, sem þá höfðu á hendi smábarnakennslu í litlu timburhúsi í Tjarnargötu, beint á móti þar sem Steindórsprent var sfðar. Eftir barnaskólanámið hóf ég svo undirbúningsnám undir Lærða skólann hjá Jóni Sveinssyni, síðar presti á Akranesi. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég gekk í tímana til Thomsens - systra, og þó að vegalengdin væri ekki löng heiman að og niður íTjarnargötuna, bar þó við að ferðin sæktist seint. Það gat orðið erfitt að kafa fönnina á Austurvelli og Kirkjustræti og stundum lenti maður í snjókasti við stráka úr Vesturbænum, sem þótti talsvert púður í því að kaffæra embættismannssoninn í snjónum, og þóttust menn að meiri fyrir tilvikið. Eftir að í barnaskólann kom varð samkomulagið annars hið besta, og eignaðist ég þar marga góða félaga og engu síður úr hópi þeirra, sem áður höfðu bekkst til við mig og kaffært mig á leiðinni til Thomsens- systra. Barnaskólinn var þá til húsa ná- lægt þeim stað sem nú er Ingólfshvoll við Hafnarstræti eða þó öllu heldur núverandi Pósthússtræti, og mundi húsið standa úti í miðri götunni, ef það væri enn við lýði. Upphaflega var Barnaskóli Reykjavíkur stofnað- ur 1830, en lagðist niður um skeið eftir 1848 vegna féleysis. En nú hafði skólinn fyrir nokkru tekið til starfa á ný og var aðeins tveir bekkir. Á neðri hæð hússins voru tvær kennslu- „Fjárans koparnaglar" Þá var skólastjóri Helgi Einarsson Helgesen, oftast aðeins nefndur Helgesen. Hann var sonur Einars snikkara Helgasonar, bróður Árna stiftprófasts í Görðum, sem ég er heitinn eftir. Helgi Helgesen var guðfræðingur að mennt, en tók aldrei vígslu. Aðalkennslugreinar hans við skólann voru kristinfræði og danska. Helgesen var mjög trú- rækinn og hófst hver kennsludagur með guðræknistund, bæn og söng, en Helgesen var sjálfur forsöngvari. Hann var þó enginn söngmaður, en söng einkennilega fram í nefið, svo að pípti í. Þótti okkur bænasöngur- inn á morgnana þó hátíðlegur og hefðum fyrir engan mun viljað missa af honum. Söngkennari skólans var annars Jónas Helgason, dómkirkjuorgan- leikari, bróðir Helga Helgasonar, tónskálds. Jónas var járnsmiður að iðn, en mikill tónlistarfrömuður, eins og alkunna er. Hann var ötull og góður kennari og lagði á það ríka áherslu að við lærðum rétt og leggð- um okkur kennslu hans á minnið. Ef honum þótti linlega tekið undir í söngtímum eða þegar honum fannst eitthvað skorta á fjörið og sönggleð- ina, var hann vanur að segja: „O, bölvaðir sleðarnir; þið eruð fjárans koparnaglar!" Kom þar upp í honum málmsmiðurinn. Okkur þótti inni- lega vænt um Jónas gamla, eins og hann var venjulega nefndur. Hann var köllun sinni trúr og vann ís- lenskri söngmennt ómetanlegt gagn, eins og nánar verður vikið að síðar. Einn af kennurum mínum við barnaskólann var Morten Hansen, síðar skólastjóri. Hann kenndi aðal- lega landafræði og reikning. Þá kenndi við skólann Davíð Scheving Thorsteinsson, síðar héraðslæknir á ísafirði, en hann var þá ungur stúdent. Skipti þetta kennaralið með sér verkum eftir því sem þurfa þótti og á stóð á hverjum tíma, og allt voru þetta afbragðskennarar og bestu menn. Helgesen skólastjóri gat verið nokkuð bráðlyndur, en venjulega var fljótt úr honum aftur, þótt hann stykki upp á nef sér. Hann lét töluvert að sér kveða í ýmsum málum og var meðal annars áhuga- maður um leiklist. Um jólaleytið var það venja að leikið væri í barna-1 skólanum, og var þá Helgesen sjálf- ur leiðbeinandi og potturinn og Árni Thorsteinsson á unga aldri. pannan í öllum undirbúningi sýning- arinnar. Leiklist Samtímis mér í skólanum var Árni Eiríksson, er síðar varð kunnur leikari og einn af frumherjum leik- listarinnar í höfuðstaðnum. Mun hann í fyrsta sinn hafa komið á svið í skólanum hjá Helgesen, en leik- sviðið þar voru skólabekkirnir, sem þá voru baklausir og raðað hlið við hlið í annan enda skólastofunnar, þar sem leiksýningin fór fram. Þann- ig fékkst upphækkaður pallur fyrir leikendurnar. Fortjaldið var gömul brekán, en leiktjöldin pokar eða teppi, sem mislitur pappi eða bréf var límt á. Táknaði þetta glugga og leit það ékki svo ósennilega út, séð framan af áhorfendabekkjunum. Meiri kröfur en þetta voru ekki gerðar í þá daga, enda voru þessar sýningar einungis fyrir nemendur skólans, og þótti okkur þetta ekki svo lítill leiklistarviðburður. Meðal þeirra leikrita sem ég minnist frá þessum skólasýningum eru „Narfi" og „Bónorðið". Um þetta leyti var í skólanum Helgi Sveinsson, síðar bankastjóri á ísafirði, og varð hann góður leikari og mikill áhugamaður um leiklist. Hann var frændi Helgesens og bjó hjá honum. Nutum við þess á jólum, því að þá bauð Helgesen sambekk- ingum Helga Sveinssonar til fagnað- ar á heimili sínu og konu sinnar, en hann var kvæntur Magdalenu Jó- hannesdóttur Zoega. Var okkur veitt þar af hinni mestu rausn og örlæti; smurt brauð, kókur, kaffi eða límónaði og margs konar annað góðgæti. Á eftir var sest að spilum og tók Helgesen þátt í spilamennsk- unni. Þegar leið á kvöldið eða um kl. 10, var borin fram stór skál, full af rauðum og fögrum eplum, og var flestum nýnæmi að bragða á þeim. En þegar að eplunum kom vissum við að tími var kominn til þess að standa upp og þakka fyrir sig, því að þá var Helgesen vanur að segja: „Hana nú, takið þið ykkur epli - og farið svo!" Ég naut þeirra hlunninda að fá frí úr skólanum á afmælisdaginn minn og þurfti ekki einu sinni að minna á það. En svo stóð á því að við Helgesen áttum sama fæðingardag. Helgesen var ríflega meðalmaður á hæð, rauðbirkinn í andliti, og þann kæk hafði hann að grípa öðru hverju upp í nefið, þegar hann talaði. Sérstaklega varð honum tíðgripið til nefsins, ef honum sinnaðist eða var mikið niðri fyrir, en hann var ákafa- maður mikill og skapbráður, eins og áður er að vikið. „Það voruð þið, ormarnir!" Eitt atvik er mér minnisstætt úr skólanum, sem vitnar um fljótfærni og bráðlæti Helgesens, en í það skipti bitnaði þetta á okkur Helga Péturs, en Helgi var mesta stilling- arljós, prúður og óáreitinn. Við Helgi sátum saman á fremsta bekk næst kennaraborðinu og áttum því flestum óhægara um vik að hreyfa nokkru sprelli í tímum. Einhverju sinni sem oftar brá Helgesen sér frá í kennslustund og skrapp upp í íbúð sína á loftinu, en það gerði hann stundum. Þá notaði einn drengjanna tækifærið og tók að liðka raddbönd- in. Var þetta Sigurður Valdimar frá Brunnhúsum. Þegar Helgesen var nýgenginn út úr stofunni, stökk Sigurður upp á einn bekkinn og tók T.T.T.l.Ti' iaæssssasasaaaas^^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.