Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. mars 1990 HELGIN 15 Uppreisn var gerð um borð í sovésku freigátunni Storozhevoy í nóvember 1975. Byggð á sönnum atburðum hafði tekið stefiiuna á nálægustu sænsku landsýn, eyjuna Gotland í suðvesturátt. En í lofti yfir því var mikið um að vera. Orrustuflugvélar sovéska sjóhersins skutu yfir skipið og slepptu aðvörunarsprengjum á op- ið hafið fyrir framan það. Um 21 sjómílu utan sovéskrar land- helgi og í aðeins 50 mílna fjarlægð ffá öryggi sænskrar lögsögu var Storozhevoy stöðvað, menn komu um borð og skipinu var snúið til hafnarinnar í Liepaja í Lettlandi. Þar voru uppreisnarmennimir dregnir í hlekkjum frá borði til að mæta örlög- um sínum. Flestir hlutu þeir þau í þrælabúðum í Síberíu, en a.m.k. Sa- blin mætti þeim í formi byssukúlu KGB. Reyfarinn sannsögulegi Þetta hljómar eins og reyfari og reyndar varð þessi atburður að reyf- ara. Þetta er upphafið að atburðarás- inni í bók bandaríska rithöfúndarins Toms Clancy, „The Hunt for Red October", sem var fyrst gefin út af út- gáfústofnun bandaríska sjóhersins 1984 og hefúr nú verið gerð að met- aðsóknarkvikmynd með Sean Conn- ery í hlutverki Markos Ramius flota- foringja, forsprakka uppreisnarmanna. Clancy tekur sér skáldaleyfi í bók sinni til að auka á spennuna. Hann breytti staðsetningu atburðanna til ís- kaldra heimskautahafa til að gera hana stórkostlegri, og hækkaði ffei- gátuna í tign, í kjamorkuknúinn kaf- bát í leynileiðangri. En Clancy hefúr alltaf haldið því fram að saga hans byggðist á raun- verulegum atburðum. Hinn venjulegi fyrirvari í formálanum að allar per- sónur bókarinnar væm hugarfóstur höfundar, tilgreinir eftirfarandi und- antekningar: sovésku aðmírálamir Sergey Gorshkov og Yuri Padorin, sovéski leyniþjónustumaðurinn Oleg Penkovsky og breski njósnarinn Gre- ville Wynne sem var milligöngumað- ur Penkovskys þegar hann vildi kom- ast vestur yfir. Wynne er nýlátinn. Og einn maður enn taldist til undantekn- inganna, Valeri Sablin, sem í skáld- sögunni var fengið minni háttar hlut- verk en hann hann lék í raunverulegu atburðarásinni. I skáldsöguformi var þetta þess hátt- ar æsingsefni sem áróðursmenn í Kreml vom vanir að afgreiða með axlaypptingum og segja venjulegan kalda stríðs skáldskap. En nú hafa málin snúist þannig að jafnvel spennusagnahöfundur hefði ekki get- að séð það fýrir. Yfírvöld í Kreml hafa leyst ffá skjóðunni. Játningin um að uppreisnin á Storozhevoy væri ekki bara vestrænn uppspuni heldur hefði í raun átt sér stað, kom ekki fram í leyniskjölum sem James Bond náði með leynd ffá Kreml, heldur á baksíðu blaðs ríkis- stjómarinnar, Izvestia, í frétt sem þykir tíðindum sæta þar sem þar er í fýrsta sinn flett ofan af yfirhylming- um fýrri stjómvalda. Fréttin bar yfirskriftina „Var gerð uppreisn á sovéskum tundurspilli“ og var skipt í tvær greinilega aðskildar greinar. Sú fýrri er ffétt ffá fféttarit- ara blaðsins i Washington um þann öldugang sem nýja kvikmyndin veld- ur og langlífar kviksögur um sann- leiksgildi sögrmnar. Hin ffétt Izvest- ia, sú sem hefúr vakið mesta athygli, er skýring Boriskins yfirhershöfð- ingja, yfirmanns einnar hinna nýju eftirlitsskrifstofa vegna glasnost og er þama í fýrsta sinn upplýst um til- vem hennar. Opinberlega er Boriskin sá sem ábyrgð ber á uppreisn æru — venju- lega látins fólks — sem yfirleitt hefúr átt að geymast í gleymsku en hefúr nú verið úrskurðað dæmt ranglega. Fréttaritari Izvestiu í Washington byrjar frétt sína á að segja frá ráð- stefnu kvikmyndamanna í Ameríku fýrir allmörgum ámm, þar sem hann sá eintak af bók Clancys, sem þá var ekki komin á markað. Síðan segir hann ffá aðalheimildum fýrir vest- Sean Connery fer með hlutverk Markos Ramius skipstjóra í kvik- myndinni „The Hunt for Red October" sem gerð er eftir sam- nefndri sögu Toms Clancys og er nú sýnd við metaðsókn í bíóum vestan hafs. rænu útgáfúnni af uppreisninni á Storozhevoy, þ.e. James Oberg, bandariskum háskólamanni og sér- fræðingi um sovésk málefni, og dokt- orsritgerð Gregorys Young, liðsfor- ingja í bandaríska sjóhemum. „Enginn vafi leikur á,“ segir í blað- inu, „að það sem við birtum í dag svarar ekki öllum þeim spumingum sem enn lifa um uppreisnina á Storozhevoy. í dag höfirm við tekið fýrsta þýðingarmikla skrefið í áttina til þess að upplýsa smærri atriði þess- arar sögu. En allir atburðir varðandi Storozhevoy og Sablin þriðja skip- herra hafa verið óskýrir undanfarin 15 ár vegna margvíslegra kviksögna sem okkur er ekki kleift að kanna. Það er þess vegna æskilegt að fá vitnisburð áhorfenda og þátttakenda um það sem gerðist 8.-9. nóvember. Dómur hefúr verið felldur yfir að- stoðarskipstjóranum. En enn er ekki öll sagan kunn um hvemig hann komst að þeirri niðurstöðu að gera það sem hann gerði og hvað hann hafði í huga...“ Ósamræmi í frásögnunum Þó að staðreyndir sögunnar séu svipaðar í frásögnunum tveim, er ósamræmið mikið. T.d. er bandaríska útgáfan sögð í talsvert meiri smáat- riðum en hjá Boriskin. Báðum sög- unum ber saman um að margir sjólið- anna um borð hefðu ekki haft minnstu hugmynd um að þeir væm blandaðir í uppreisn fyrr en uppátæk- ið var komið vel á veg. Skv. frásögn- inni frá Washington komst upp um hvað til stóð þegar einn dyggur sjó- liði stökk fyrir borð þegar skipið var að sigla frá landi og tilkynnti um fyr- irætlunina. A meðan hafði einum yfirmannanna um borð á Storozhevoy tekist að losna úr böndunum, komast í sendi- tæki og senda áríðandi skilaboð þar sem sagði að uppreisn væri gerð um borð og það stefndi á haf út. Skila- boðin vom ekki á dulmáli og sænskir fjarskiptaáhugamenn hlustuðu á. I bandarísku útgáfunni er sagt að miklum sannfæringarkrafti hefði orðið að beita sovésku onustuflug- mennina áður en þeir hefðu fengist til að gera loftárás á eitt af sínum eigin skipum. Að sögn Boriskins var ekki gerð bein árás á skipið sjálft og hann segir að enginn hafi særst né látið lífið um borð, nema Sablin sjálfúr. „Skipstjór- inn hleypti af skammbyssu sinni þeg- ar hann var að reyna að koma aftur á lögum og reglu um borð á herskipinu og við það særðist Sablin," segir Boriskin. Sömuleiðis ber ekki saman frásögn- um af örlögum uppreisnarmannanna. í bandarísku útgáfúnni segir að Sa- blin og 82 aðrir hafi verið teknir af lífi. í frásögn manns Izvestia í Wash- ington er bætt við innan sviga: „Þessi tala virðist nokkuð augljóslega ýkt.“ Boriskin vísar tölunni ffá sem „fá- ránlegri" og heldur til streitu að Sa- blin hafi verið sá eini sem hlaut dauðadóm. Helsti vitorðsmaður hans hafi fengið 8 ára dóm og 6 yfirmenn til viðbótar og 11 undirforingjar fengið þann dóm að hafa verið leidd- ir í villu og því fengið vægari dóma. Væri litið öðrum augum á pólitískar skoðanir Sablins nú en 1975? Fyrir herrétti 13. júlí 1976 játaði Sablin að „markmiðið hefði verið óvinveitt Sovétríkjunum, að breyta uppbyggingu ríkis og þjóðfélags, skipta um stjómarfar, með valdi ef nauðsynlegt yrði.“ Meðan á réttar- höldunum stóð, rétt eins og meðan hann stýrði uppreisninni, segir Bori- skin að Sablin hafi sýnt rósemi og ekki iðrast pólitískra skoðana sinna. Afall það sem rússneskir lesendur verða nú fýrir er vegna þessarar játn- ingar. í stað þess að almenningi var áður fýrr aðeins sagt frá iðrun glæpa- manns áður en hann vartekinn aflífi, má nú segja frá því að a.m.k. einn þeirra gekk í dauðann í þeirri trú að hann hefði fundið miklu betri kost. Rússar eru vanir að lesa milli lín- anna í dagblöðunum og það era þeim byltingarkennd skilaboð að Sablin kynni fremur að hafa verið afvega- lcidd hetja en hreinn glæpamaður. I frásögn Boriskins kemur ffam við- urkenning á þeim möguleika að les- endur nú á tímum kynnu að hafa samúð með foringja uppreisnar- manna. „Margir segja að stjómmála- skoðanir Sablins væra liúiar allt öðr- um augum nú en þær vora 1975. Getur ekki verið að hann hafi verið undanfari perestrojkunnar okkar, um- bótanna nýju?“ Niðurstaða Boriskins er ákaflega varfærin þar sem hann leggur áherslu á að uppreisn sé glæpur sem enginn her geti umborið. Izvestia hins vegar gerir það ljóst að þetta er hans skoðun og lætur þetta atriði liggja opið fýrir til umræðu. Versta áfallið er að uppgötva lygavefinn Yfirvöld í Kreml hafa nú í raun við- urkennt að hinn raunveralegi harm- leikur varðandi Storozhevoy sé ekki hin óþægilega staðreynd að tilraun var gerð til uppreisnar og hún síðan bæld niður, heldur í þeim lygavef sem sovéskt þjóðfélag hefúr byggst á. Fréttaritari Izvestia i Washington segir ffá sögunni að baki „Red Octo- ber“ á því kalda stríðs máli sem hún var skrifuð á — þar sem málsaðilar era „við“ og „þeir“ - - en kemst að biturri niðurstöðu: „Það er ömurlegt ástand þegar menn á Vesturlöndum geta skrifað og kann- að rit um atburði í landi okkar sem við sjálf vitum ekkert um. Það er móðgandi þegar við verðum að læra um okkar eigin sögu úr bókum er- lendra rithöfúnda og kvikmynda leik- stjóra þeirra...því miður skrifúðu þeir um það þegar við gerðum það ekki.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.