Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 8
18 1 HELGIN Laugardagur 17. mars 1990 Sveinn ( beinnl útsendingu í sjónvarpi f Vfnarborg f desember 1966.1 salnum voru um 500 áheyrendur. f Bresku Kólumbíu 1953. Auk Sveins eru á myndinni einn frí, Kan- adamaöur og Skoti. skriftir á sjónum, því ég var með svo frábærum mönnum. Ekki aðeins frá- bærum sjómönnum, heldur líka gáfu- mönnum og skáldum, sem sannar- lega höfðu mikið til brunns að bera í andlegum efnum. Ég kom því „skrifandi" í blaða- mennskuna og hef alltaf verið tengd- ur henni sem skilja gefur, eftir að ég gerðist blaðafulltrúi og forstöðumað- ur kynningardeildarinnar hér. Já, ég hef haldið áfram að skrifa í tómstundum eftir að ég hætti á sjón- um og alls hef ég skrifað níu bækur. Sú fyrsta vár „í brimgarðinum". Þessar bækur hafa flestar fjallað um sjómennsku og sjómenn, ég held sjö þeirra, og það var í samráði við minn fyrsta ágæta útgefanda, Ambjöm Kristjánsson í Setbergi, að ég tók það efni fyrir. Svo á ég nóg í handraðan- um, því menn skrifa nú gjama miklu meira en kemur nokkm sinni á prent. Þó hefúr ráðrúm til þessa minnkað mikið eftir sameiningu félaganna, því þá gerðist starfið umfangsmeira og krafðist tíma manns í auknum mæli. Nei, ég get ekki svarað því hvort ég muni sinna ritstörfúm meira en áður, eftir að ég hætti hjá Flugleiðum. Ég er satt að segja ekkert farinn að hugsa fyrir því enn hvemig ég mun verja því næði sem þá býðst. En áreiðan- lega mun ég ferðast talsvert. Við kona mín eigum sumarbústað austur á Héraði og þar dveljum við löngum og stundum silungsveiðar og skóg- rækt. Annars er fátt sem ég get sagt þér af tómstundaiðju, því hún hefúr verið fólgin í skriftunum að mestu. Ég hef þó gaman af tónlist og minnist þess með mestu ánægju að ég var lengi í lúðrasveitinni Svan á yngri árum. Ég hafði þá verið að spila á harmonikku á böllum um tíma, og fór svo að læra á komet að hvatningu ágæts tónlist- armanns, Haraldar Guðmundssonar, sem löngum bjó á Neskaupstað. Þetta hefúr verið 1941, og á trompet lærði ég í þrjá vetur hjá Karli O. Runólfs- syni. Með þeim Svansmönnum lék ég til 1947, eða þar til ég fór á sjóinn. f=LUGJF'É'JL A €7 Fjölskyldan við komu fýrstu þotu Islendinga, Gullafaxa Flugfélags Islands 24. júní 1967. Frá vinstrí: María Jónsdóttir, Sindrí Sveinsson, Goði Sveinsson og Sveinn Sæmundsson. Við ferðuðumst talsvert á sumrin og spiluðum, m.a. á héraðsmótum og þá var gaman að lifa. Þrír okkar léku þá oft fyrir dansi á eftir. Vom þeir auk mín þeir Ami Bjömsson, sem stjóm- aði sveitinni um það leyti og Hösk- uldur Þórhallssson, en hann var ágætur trommu og trompetleikari. Lýðveldissumarið 1944 man ég að við spiluðum hverja einustu helgi eft- ir 17. júní og fram í lok ágúst. En eft- ir þennan tíma með lúðrasveitinni hef ég lítið sinnt tónlistinni." Nú er vart einn og hálfur mánuð- ur eftir af starfstímanum hjá Flug- leiðum. Þú hlýtur að kveðja með nokkurri eftirsjá? „Vissulega geri ég það. Starflokin bar líka nokkuð brátt að þar sem ekki var ákveðið fyrr en sl. haust að menn skyldu láta af störfúm við 67 ára ald- ur. Ég hefði kosið lengri aðdraganda. En við það verð ég að sætta mig, því þeir sem stjóma stóru fyrirtæki verða að hafa það í hendi sér hvemig þeir ráða málefnum þess. En jafnframt er ég lukkulegur með það að örlögin skyldu hafa beint mér inn á þessa braut á sínum tíma. Það er gaman að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.