Tíminn - 30.03.1990, Síða 3
Föstudagur 30. mars 1990
Tíminn 3
Forsætisráðherra segir beiðni Litháa um að Islendingar haldi samningafundi á
milli þeirra og Sovétmanna staðfesta framgang okkar í þessu máli:
„Höfum gengið lengra
en nokkur önnur þjóð“
Litháar hafa borið upp við íslendinga, Norðmenn og Dani,
hvort til greina komi að friðar- og samningafundir fari fram á
milli Litháa og Sovétmanna í einhverju þessara landa. íslend-
ingar hafa svarað beiðninni játandi og Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra segir beiðni Litháa staðfestingu á því að
þessar þjóðir hafi gengið hvað lengst fram í stuðningi við sjálf-
stæðisbaráttu þeirra.
Steingrímur tók fram í samtali við
Tímann í gær að Alþingi hefði verið
fyrsta þjóðþingið sem sendi Litháum
heillaóskir vegna yfirlýsingar sinnar
um sjálfstæði og íslendingar auk
þess fyrstir meðal vestrænna þjóða
til þess að skora á Sovétmenn að
grípa ekki til vopnavalds í Litháen.
„Eg vil leggja áherslu á að við höf-
um í þessum efnum, gengið lengra
en nokkur önnur þjóð,“ sagði Stein-
grímur.
Forsætisráðherra sagði augljósar
skýringar liggja að baki því hiki,
sem Svíar og flest lönd NATO, með
Bandaríkin í fararbroddi, hafi sýnt
varðandi málefni Litháen. „Ögrun
gæti orðið til þess að þama kæmi til
vopnaviðskipta og það yrði til þess
að verulegt þakslag yrði í allri fram-
kvæmd perestrojkunnar og allri við-
leitni Gorbatsjofs sem er ákaflega
mikilvæg fyrir vestrænar þjóðir,"
sagði forsætisráðherra. „Mér finnst
þeirra afstaða skiljanleg, þó að ég sé
afar ánægður með það að við íslend-
ingar höfum gengið jafnlangt og
ffekast er unnt í þessum málum.“
Sendinefndin frá ríkisstjóm Litháen
gekk í fyrradag á fund Haraldar
Kröyer, sendiherra íslands í Osló, og
bar þar formlega upp fyrirspum til
íslenskra stjórnvalda um hvort ís-
lendingar vildu bjóða upp á fundar-
stað undir áðumefndar samningavið-
ræður. Sams konar fyrirspurn var
komið til norsku ríkisstjórnarinnar.
Neíhdin fór síðan í gær til Danmerk-
ur, þar sem hún lagði fyrir dönsk
stjómvöld sams konar beiðni og ís-
lensk og norsk stjómvöld. Islending-
ar og Norðmenn hafa nú þegar svar-
að erindi Litháa játandi. í svari frá
utanríkisráðuneytinu segir að ríkis-
stjórn íslands sé reiðubúin til að
annast milligöngu til að greiða fyrir
ffiðsamlegri lausn deilunnar, þannig
að komið verði til móts við réttmæt-
ar óskir litháísku þjóðarinnar um
frelsi og sjálfstæði. Ríkisstjómin sé
þess vegna reiðubúin, svo framar-
lega sem báðir aðilar óska eftir því,
að bjóða Reykjavík fram sem fund-
arstað, þar sem viðræður samnings-
aðila gætu farið fram.
Steingrímur Hermannsson
sagðist þeirrar skoðunar að þó svo
að við yrðum við þeirri beiðni að
halda umræddan samningafund yrði
það að vera í nánu samráði við sam-
bandsríki okkar í Atlantshafsbanda-
laginu. Hvort liklegra væri að fund-
urinn yrði haldinn hér en annars
staðar, ef af honum verður, vildi for-
sætisráðherra ekki segja til um, en
benti þó á að Island hefði unnið sér
ákveðinn sess á þeim vettvangi með
leiðtogafundinum í Reykjavík 1986.
Hjá sendinefndinni kom ffam stað-
festing á því að í þeirra augum lægi
ljós fyrir staðfesting íslendinga á
sjálfstæði landsins allt frá 1923. Þá
Steingrímur Hermannsson
lætur neíndin einnig I ljós þakklæti
til íslendinga fyrir að hafa gengið
hvað ákveðnast fram í málefnum
Litháa. Þetta viðhorf kemur jafn-
framt fram í bréfinu til forseta ís-
lands frá \fytautas Landsbergis, for-
seta Æðsta ráðs Litháen.
Talið er líklegt að Danir muni fara
að dæmi Islendinga og Norðmanna
og lýsa sig reiðubúna til að halda
samningafund á milli Sovétmanna
og Litháa. Næstu skref í málinu
byggjast á viðbrögðum sovéskra
stjómvalda við beiðni Litháa. Tals-
menn rússneska sendiráðsins á ís-
landi sögðust ekki geta tjáð sig um
þetta mál í gær, en þeir hefðu fyrst
heyrt um beiðni Litháa í hádegis-
fféttum útvarps.
- ÁG
I
Z/reymir þig stundum
um að viiina miiljónir?
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002