Tíminn - 30.03.1990, Side 4

Tíminn - 30.03.1990, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 30. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Varnarmála- ráðuneyti Sovétríkjanna lýsti þvi yfir að allir þeir Lithaugar er yfirgáfu herdeildir sínar í sovéska hernum í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingu þings Lithaugalands hljóti fulla sak- aruppgjöf, svo fremi þeir snúi afturtil herþjónustu. Þá fengu Lithaugar stuðningsyfirlýs- ingu frá þinginu í Úkraínu. Sovésk yfirvöld segjast reiðu- búin til að ræða sjálfstæðis- málin við Lithauga. BEIRÚT — Kristnir menn berjast nú hatrammlega í fjöllunum austur af Beirút og eru bardagarnir þeir hörðustu í mánuð. HONG KONG — Hundruð manna voru handtekin á portúgölsku nýlendunni Macau, sem liggur rétt við Hong Kong og Kína, eftir að átök brutust út milli ólöglegra innflytjenda. PRAG — Upp hafa komið deilur milli Tékka og Slóvaka um það hvað kalla skuli ríkið Tékkóslóvakíu eftir að kommúnismanum var kastað fyrir róða þar á bæ. LYON — Franskir gyðingar hafa keypt afskekkt bónda- býli þar sem gestapóforing- inn Klaus Barbie handtók 44 gyðingabörn er síðar létu lífið í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. AUSTUR-BERLÍN — Sífellt fleiri sögur heyrast nú um grimmdarverk öryggislög- reglu Stalíns í Austur- Þýska- landi á eftirstríðsárunum eftir að tvær fjöldagrafir fundust og fólk á ekki á hættu að fá heimsókn frá hinni illræmdu Stasi öryggislögreglu ef það leysir frá skjóðunni um grimmdarverkin. PEKING — Hermenn sem sérþjálfaðir eru til að takast á við hryðjuverkamenn eru nú komnir til Peking þar sem undirbúningur fyrir Asíuleik- ana, sem fram fara í septem- ber, er í fullum gangi. Þá hef- ur lögreglan aukið öryggisvörslu til að koma í veg fyrir mótmælafundi námsmanna. IUTLOND Verkamannaflokkurinn í Ástralíu hélt velli í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi um helgina. Mun Bob Hawke, formaöur flokks- ins, því verða áfram forsætisráðherra Ástralíu, en Andrew Peacock, for- maður Frjálslynda flokksins, sem leiddi kosningabandalag flokksins og Þjóðarflokksins, hefur sagt af sér for- mennsku. Mjótt var á mununum í kosningun- um eins og hafði verið alla kosninga- baráttuna sem var mjög hatrömm. Hægri menn höfðu gert sér vonir um að komast til valda eftir þriggja kjör- tímabila stjóm Verkamannaflokks- ins, en sú von brást. Ekki er að fullu ljóst hve marga þingmenn Verkamannaflokkurinn hlaut, en að líkindum er aðeins tveggja þingsæta munur á flokknum og kosningabandalagi Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins. Hefur hann því tapað tuttugu þingsætum frá því í kosningunum árið 1987. Peacock skýrði frá ósigri sínum á sérstökum blaðamannaíundi í gær og sagðist mundi tilkynna skuggaráðu- neyti sínu afsögn sína á fyrsta þing- flokksfiindi. Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, fagnar fjórða kosningasigri Verkamannaflokksins undir hans stjóm, ásamt Hazel eiginkonu sinni. Peacock hefur verið harðlega gagn- hafa komið sér hjá því að segja ist takast á við skuldabagga og við- rýndur í kosningabaráttunni fyrir að hvemig skuggaráðuneyti hans hygð- skiptahalla Ástralíu. Verkamannaflokkurinn í Ástralíu hélt velli Blökkumannaleiðtogarnir Nelson Mandela og Mongosuthu Buthelezi hittast í fyrsta sinn: Ræða blóðug átök Zúlúmanna í Natal Tveir áhrifamestu blökkumannaleið- togar Suður-Afríku, þeir Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðs- ins og Mancosuthu Buthelezi Ieið- togi Inkatha hreyfingarinnar í Natal- héraði, ætla nú að hittast og ræða leiðir til að stöðva innbyrðis átök Zúlumanna í Natal. Blóðug átök undanfama tvo daga, A-Þýskaiand: Samsteypu- stjórn í deiglunni Samsteypustjóm kosningabanda- lags hægri manna og Jafnaðar- mannaflokksins er nú í deiglunni í Austur-Þýskalandi. Viðræður milli leiðtoga þessara aðila hófú stjómarmyndunarviðræður í gær og er gert ráð fyrir að ný rikis- stjóm verði mynduð á breiðum gmndvelli fyrir miðjan aprilmán- uð. í fyrstu neituðu jafnaðarmenn að taka þátt í samsteypustjóm með hægri mönnum, en nú hefúr orðið stefnubreyting þar á bæ. Stjómarmyndunarviðræður þess- ar falla nokkuð í skuggann af þeirri staðreynd að einhverjir hinna nýkjömu þingmanna þess- ara flokka vom að líkindum á mála hjá hinni illræmdu Stasi. Vegna mikils þrýstings almenn- ings hefúr þingið ákveðið að greiða atkvæði um það hvort rann- saka skuli bakgrann allra þing- manna í Volkskammer með tengsl við Stasi í huga eða ekki. þar sem átján manns hafa fallið og hundmð manna orðið heimilislausir, urðu til þess að mælirinn fýlltist og Ieiðtogamir ákváðu að reyna ná sam- komulagi eftir samningaleiðinni. Á þriðja þúsund manns hafa fallið í irin- byrðis átökum Zúlúmanna í Natal undanfarin þrjú ár. Greinir Zúlúmenn á um það hvemig binda eigi enda á aðskilnaðarstefnuna í Suður- Afríku. Inkathahreyfingin vill halda í ættar- veldi og hefðir Zúlúmanna í eigin heimalandi, óháð öðmm hlutum Suð- ur-Afríku, og hins vegar vinstri sinn- uð samtök er tengjast Afríska þjóðar- ráðinu sem berjast fyrir sameinaðri Suður- Afríku án heimalandanna. 16 falla í Srinagar Að minnsta kosti sextán manns, flestir óbreyttir borgarar, féllu í skotbardög- um indverskra herlögreglumanna og skæruliða múslíma í Srinagar í Ka- smírhéraði í gær. Skotbardagar brutust út á að minnsta kosti sjö stöðum í þessari fomu borg. I það minnsta sex herlögreglumenn og sex óbreyttir borgarar særðust alvarlega að auki. Átökin bruúrst út í byijun fjögurra klukkustunda tímabils þar sem fólki er leyft að vera á ferli í boiginni, en ann- ars ríkir algert útgöngubann í Srinagar. Réðust vopnaðir skæruliðar Þjóðfrels- isfýlkingar Jammu og Kasmir á varð- stöðvar herlögreglu. í yfirlýsingu þeirra kom ffam að á meðal árasar- mannanna væru tólf skæruliðar sem flúðu úr fangelsi um helgina. Armenía: Byggja nýja borg fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna Stjómvöld í Armeníu munu hefja bygg- ingu nýrrar borgar sem hýsa skal stóran hluta fómarlamba jarðskjálftanna miklu í Armeníu. Borgin, sem hljóta skal nafn- ið Europolis, mun hýsa 200 þúsund manns, en alls urðu 700 þúsund manns heimilislausir i jarðskjálftunum miklu. Europolis mun verða byggð 40 km suð- írakar: Neita smygltilraun íröksk stjómvöld hafa neitað þvi staðfastlega að eiga nokkum þátt í smygltilraun þriggja starfsmanna ír- akskra ríkisflugfélagsins sem hand- teknir vom á Heathrowflugvelli með tæknibúnað sem nauðsynlegur er til þess að koma af stað kjam- orkusprengju. Hins vegar fullyrðir ritstjóri her- málaritsins Jane’s Defence Weekly að írakar verði búnir að framleiða kjamorkusprengju innan fimm ára. austur af Jerevan, höfúðboig Armeníu, utan virkustu jarðaskjálftasvæðanna í Armeníu. Er gert ráð fýrir að það taki tíu ár að byggja borgina og munu frarn- kvæmdir hefjast 7.desember, tveimur ár- um eftir að jarðskjálftamir miklu dundu yfir Armena með þeim afleiðingum að minnsta kosti 25 þúsund manns fórust. Engar byggingar munu verða hærri en þriggja hæða í þessari framtíðarborg. Alþjóðasamtök munu leggja fram 500 milljónir dollara til að reisa boigina og mun Hollendingurinn Robert Nieland verða verkefnisstjóri. -Þetta er ömggasta svæðið í Armeníu, sagði Nieland á blaðamannafúndi er haldinn var í gær vegna þessa máls.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.