Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. mars 1990 Tíminn 7 Upplýsingaflóðið gerir nú- tímamanninum lífið leitt Miðað við þá þekkingu sem til er verður vitneskja hvers og eins sífellt minni. Á hveijum fimm árum tvöfaldast flöldi þeirra upplýsinga sem fyrir hendi eru. Þessi yfirþyrmandi fossaföll nýjunga vekja sektarkennd eða jafnvel sálrænar kvalir hjá tilfinn- inganæmum nútímamönnum. En sérfræðingar gefa þeim ráðið: Lesið og gleymið Dante Alighieri, guðlega skáldið á síðmiðöldum, hefði e.t.v. getað tek- ið við allri vitneskju heimsins sem þá lá fyrir. 1338 rit var að finna í hinu margrómaða bókasafni Sor- bonne í Paris árið 1300. Heimspek- ingurinn Gottfried Wilhelm Leibn- iz í Leipzig, sem ferðaðist linnulaust um Evrópu 370 árum seinna í leit að upplýsingum, var vafalaust mjög menntaður maður. En eitt vantaði á að hann vissi allt. Þegar hér var komið sögu voru í bókasafninu í Oxford 25.000 rit. Þeir sem uppi eru á árinu 1990 eru, miðað við þá vitneskju sem nú ligg- ur fyrir í heiminum, orðnir ennþá fjær því að vita allt. Bókasafn bandaríska þingsins í Washington hreykir sér af því að vera “stærsta og aðgengilegasta safnið þar sem mannleg þekking er saman komin”. í árslok 1989 voru geymd í bókasafni þingsins 98.645.249 bókatitlar, handrit, kort og hljóðbönd, minnisblöð, tímarit og ritgerðir um tæknileg efni. Heilafrumurnar hafa nóg aö gera — og hafa ekki undan Jafnvel þessi gífúrlegi fjöldi er ein- göngu úrval. Þekkingin sem sí- rannsakandi mannkyn grefúr upp, eykst stöðugt. Það er mat upplýs- ingasérffæðinga að á hverjum 5 árum tvöfaldist fjöldi þeirra gagna sem 14 milljarðar heilafruma raða niður og breyta þannig í nýjar upp- lýsingar. Efnafræðingur sem vill á hverjum tíma vera fullkunnugur því allra nýjasta sem fram hefúr komið á hans sviði, yrði að lesa 530.000 rannsóknaskýrslur, doktorsritgerðir og greinar i fagtímaritum, sem koma út á hveiju ári. Afþessariá- stæðu “missir ffæðimaður í ger- mönskum ffæðum kjarkinn frammi fyrir ógurlegum birtingarstraumi á ffæðisviði sínu,” segir yfirmaður ríkis- og háskólabókasafnsins í Bremen en hann hefúr ásamt konu sinni gefið út alþjóðlega germanska bókaskrá. Þegar þriðja bindið var komið út gáfúst hjónin upp, en þar voru á 1396 bls. taldir upp 23.132 titlar þess framlags í germönskum bókmenntum sem út komu 1982. “Það var of mikið,” segja höfund- amir. Erffitt aö velja og hafna Upplýsingaósköpin sem falla yfir mannkyn eins og skæðadrífa setja nútímamanninn í óttalega aðstöðu. Bæði í starfi og fyrir sjálfan sig verður hann að beina upplýsinga- streyminu í farvegi, sífellt taka á- kvörðun um hvort hann verður að vita eitt og getur látið annað liggja milli hluta. Og þá er það spumingin um það, hvað er mikilvægt og hvað ekki. Sálffæðingar kunna að segja ffá sjúklingum sem lenda i sálarkvöl vegna hins stöðuga þrýstings um að taka ákvörðun. Taugaóstyrkir laun- þegar fyllast ótrú á sjálfum sér vegna þess að starfssystkinin em alltaf betur upplýst — eða láta a.m.k. svo! “Aldrei fyrr hefúr maðurinn þjáðst vegna of mikilla upplýs- inga, fremur hið gagnstæða,” segir í nýútkominni bók. Þar segir líka að þar sem hvorki tæknileg upplýsingaþróun né henni tengd menningarleg bylt- ing sé yfirsjáanlcg, verðum við að setja fjölmiðlaraunv'eruleik- ann skör lægra lífsraunveruleik- anum. M.ö.o. láta upplýsinga- sorpið Iönd og leið. Sumir segja að við verðum að hafa þetta rosalega upplýsinga- flóð þar sem upplýsingaþörfin sé svo gífúrleg. Þar að auki byggjum við ekki upp skapstyrk nema með því að kunna að velja og hafna. En það ráð er látið að fylgja að rétt eins og fólk notar björgunarvesti í straumhörðu fljóti, skuli það “lesa og gleyma”! A hverju ári koma ffam á bóka- messunni í Frankfúrt meira en 100.000 nýir bókatitlar og næstum eins mörg tónlistarverk á plötum og snældum. Og ekki má gleyma öll- um auglýsingablöðunum í millj- ónaupplögum, allt frá prentuðum auglýsingamiðum og veggspjöld- um húsveggjum til prentuðu upp- lýsinganna í lyfjapakkningunum. Við háskólann í Saarbriicken hefúr verið rannsakað hvemig fólk verst þessum upplýsingasprengjuárás- um. Þar kom m.a. í ljós að með les- hraðanum 200 orð á mínútu og meðallengd lesningar, sem á hverj- um degi sveiflast milli 13 mínútna (tímarit) og 30 mínútna (dagblöð) tekur meðalneytandinn ekki einu sinni eftir 10% upplýsinganna. Samandregnar niðurstöður úr könnuninni voru þær, að “Sé maður hliðhollur fjölmiðlunum gæti mað- ur sagt að þar sé ríkulegt upplýs- ingaffamboð”. En ffá sjónarmiði neytandans “væru upplýsingar framleiddar og boðnar fram í skelfilegu magni sem greinilega væri engin eftirspum elfir.” Gegn hinum harðsnúnu upplýs- ingamiðlum hefúr náttúran byggt inn síu til vamar manninum. Vís- indamenn hafa reiknað út að á opnu auga hvíli á hverri sekúndu um 10 milljónir upplýsinga. Augað getur á þessu tímabili aðeins ráðið við hálfan annan tug þeirra og sent á- ffam. Heilinn tengir þessi upplýs- ingabrot við geymda vitneskju en skiptir sér ekki lengi af því sem lærist á þennan hátt. Allt að 80% af því sem nýlega er lært er gleymt þegar eftir einn sólarhring. Að því komst ffumkvöðull minnisrann- sókna, Hermann Ebbinghaus, þegar fyrir meira en einni öld. Enn þann dag í dag em rannsóknaniðurstöður Ebbinghaus í fúllu gildi. “Best skipulagða gagnasafh í al- heimi,” nefndi bandariskur tauga- líffræðingur mannsheilann og hann er brögðótt lífíæri. Heilinn byggir þann tíundahluta upplýsinga sem hann tekur á móti — sem að mestu leyti er sérlega geðugt úrval þeirra upplýsinga sem boðið er upp á — upp í hundrað. “Bíóið mitt í höfð- Þeir sem vilja fá sér lesefni á lestarstöðinni í Köln fyrir ferð- ina geta valið milii 6500 titla fræðingurinn. “Nú em það umbúðimar sem skipta mestu máli.” Á sjónvarpsskenninum birt- ist nýtt sjónvarpstæki á hvítri sand- strönd í Suðurhöfum, sem brátt breytist í örbylgjuofn sem paradís- arfugl hefur tyllt sér á, báðar jafn- sparlega textaðar. Þar bregður ekki fyrir minnstu gagnlegum upplýs- ingum um þessi tæki. Hið róttæka fráhvarf frá gagnleg- um auglýsingum, sem fyrir þrem áratugum höfðu það fyrst og fremst að markmiði að gefa skýrar og ótví- ræðar upplýsingar, bitnar af fullum krafti á kynslóð “sjónvarpsbam- anna”, en það hugtak notar banda- rískur rithöfúndur og sjónvarps- maður um þann sívaxandi meirihluta neytenda sem hefur alist upp í skini sjónvarpsskermanna. Að áliti hans hafa þessi sjónvarps- böm sameiginlegt einkenni sem skilur þau greinilega frá kynslóð foreldra þeirra, þ.e. hvemig þau skynja upplýsingar, vinna úr þeim og byggja úr þeim hugmynda- heima. Þeir fullorðnu, sem hlust- uðu þolinmóðir á leikrit og frétta- skýringar í útvarpinu og urðu ekki handgengnir sjónvarpi fyrr en undir tvítugt, lifðu skv. kjörorðinu: “Að- eins eitt mál í einu”. Blaðagrein var lesin ffá orði til orðs frá byrjun til enda, síðan átti kannski símtal sér stað eða kveikt var á sjónvarpinu. “Sjónvarpsbömin” eiga greinilega ekki í neinum vandræðum með að gera þetta allt í einu, grípa á lofti allar upplýsingar og raða þeim því næst niður, segir sjónvarpsmaður- inn. Sú staðreynd að fyrir þessa nýju fjölmiðlakynslóð tilheyrir það nú hversdagslífinu að skipta á milli sjónvarpsstöðva er orðin á allra vit- orði. Til að halda viðskiptavinum sínum við skerminn em nú sjón- varpsstöðvar erlendis famar að grípa til þeirrar tækni að sýna marg- ar myndir á skjánum í einu (split screen), þar sem atburðimir em sýndir jafnóðum og þeir gerast. Það em líka komin á markað er- lendis sjónvarpstæki sem þarf ekki annað en að þrýsta á hnapp, þá er skipt um stöðvar svo að útkoman verður svipuð og bútateppi. Áhriff upplýsingaáreitis á andlega líöan Það er enginn vafi á því að sjón- varpsdagskrár, sem hafa sérhæft sig i útsendingu “fyrirsagnafrétta”, þar sem tónlistarauglýsingum er skotið hratt inn á milli, eða það sem Þjóð- veijar kalla “götupressu”, þar sem ffá upphafi til enda em stuttar og harðar fréttir með brotakenndum “Sjónvarpsbörnin” geta tekið á móti upplýsingaáreiti úr mörg- um áttum í einu. ingamar samkvæmt mínum eigin óskum og hugmyndum, þannig að einstaklingar taka eftir mjög mis- munandi atriðum,” segir sálffæð- ingur einn. Þessi einkenni heilans, sem greinilega koma í ljós við hin- ar margvíslegu og ólíku ffásagnir sjónarvotta að sama atburðinum, hafa slæmar afleiðingar, að sögn þessa sálffæðings. Hann segir að upplýsingamiðlarinn sem skilji starf sitt, troði nefnilega því sem hann vill koma á framfæri sem frétt, í geðuga hlutann, sem líkleg- astur er til að tolla í minni neytand- ans. Fréttaþulurinn leggur sína túlkun í fféttina með áherslum og undirtóni, fréttastjórinn með vali á filmubútum og myndum, auglýs- ingateiknarinn með glæsilegum myndum og slagorðum. Öllum upplýsingum er stjórnaö “Öllum upplýsingum er stjómað,” segir sálffæðingurinn. Augljóst er að slikum áhrifúm er beitt í auglýs- ingum. Auglýsingagerðarfólk stendur ffammi fyrir því verkefni að koma ákveðinni vöm rækilega í hug neytandans, sem sífellt verður fyrir meiri og meiri ásókn upplýs- inga. “Tímaritaauglýsingar innihalda að meðaltali upplýsingar sem tekur 35-40 sekúndur að innbyrða,” segir þýskur neytendasérfræðingur. En rannsókn hefúr leitt í ljós að meðal- lesandinn eyðir tæpum tveim sek- úndum í einstaka auglýsingu, og því er sambandið við auglýsinga- boðskapinn rofið eftir að aðeins 5% upplýsinganna sem boðið er upp á em komin til skila. Auk þess vita auglýsingasérfræðingar að neyt- andinn eyðir meira en helmingi at- hugunartimans í mynd á auglýsing- unni og aðeins um 2% í textann. Auglýsingamenn hafa bmgðist við þessari vitneskju um lesendavenjur. Á sjöunda áratugnum var hluti myndefnis á auglýsingum á neyt- endavamingi í almennum tímarit- um í Vestur-Þýskalandi enn ekki nema 50%. Nú er hann milli 70 og 80%. Oft er lesmálið ekki meira en slagorð og nafn framleiðslunnar eða framleiðandans. upplýsingapunktum, heyra til ein- kenna upplýsingaaldarinnar. Það er líka augljóst að þetta “risa- vaxna flóð heftir gífurleg áhrif á sálræna vellíðan,” segir sálfræðing- ur. Hann segir ffá bömum og ung- lingum sem nú sýni miklu ffekar en áður viðbrögð eins og óróa og litla einbeitingu, aukna virkni og sífellt ið, sem sé allt afleiðing aukins ut- anaðkomandi áreitis. Hann segir það vísindalega ömggt, en þó að merkilegt megi virðast hafa enn sem komið er samt ekki verið gerð- ar neinar rannsóknir þar að lútandi. Það kann líka að liggja i því að sú huglæga tilfinning að maður sé að dmkkna í upplýsingaflóðinu er sjaldan svo skýr að viðkomandi leiti Iæknishjálpar. Maðurinn er nógu sveigjanlegur og aðlögunar- hæfur til að geta lært að lifa við allt þetta áreiti. Þar sem fjöldi upplýsinga eykst í það óendanlega, gleymast líka oft uppýsingar sem enn em álitnar á- kaflega mikilvægar. Á hundmðum þúsunda segulbanda em t.d. geymdar upplýsingar sem banda- rískir gervihnettir og geimför hafa safnað. Enginn hefúr enn haff yfir- sýn yfir þetta risavaxna magn vís- inda og skv. orðum bandarísks vís- indamanns verður heldur aldrei hreyft við þeim. Það má segja að kaupendur met- sölubókarinnar Nafn rósarinnar eft- ir Umberto Eco liggi jafhókönnuð hjá eigendum sínum. Bókaversanir í Hamborg sendu sálffæðinema á stúfana að kanna hversu vel kaup- endur bókarinnar heföu lesið hana. Þeir sem spurðir vom svömðu allir játandi þegar þeir vom spurðir hvort þeir heföu lesið doðrantinn. Þeir mundu líka eftir ákveðnum stað í bókinni. En þegar var farið betur í saumana komust sálfræðinemamir að því að flestir kaupendumir höfðu að með- altali aðeins lesið affur að bls. 80. Þegar komið var í aðra heimsókn þrem vikum seinna kom í ljós að staðurinn í bókinni sem spurt haföi verið um og var lýst 200 síðum aff- ar hafði verið lesinn eftir fyrri heimsóknina. Þessa hegðun er sögð ákaflega eðlileg viðbrögð við yfirþyrmandi upplýsingaáreiti: “Kaupa, kíkja á, leggja til hliðar.” Kannski felst björgun meðalneyt- andans, sem stendur hjálparlaus frammi fyrir upplýsingaflóðinu, í fordæmi og áliti bandaríska rithöf- undarins og kennarans Warren Bennis. Bennis lýsir sjálfum sér eins og upplýsingafikli holdi klæddan í bók sinni Hugsanir fómarlambs upplýs- ingaflóðsins. Hann segist vera á- skrifandi að 225 tímaritum og öðr- um ritum og segir það vægt áætlað. Hann raðar þeim eftir “mikilvægi”. Hins vegar hefúr þessi niðurröðun engin áhrif á lestrarafköst hans þar sem henn eyði mestum hluta tíma síns í að skammast sín fyrir að lesa innan við 1% bunkans “algerlega bráðnauðsynlegt”. En þessari skömmustutilfinningu tekur Bennis af léttlyndu kæmleysi. “Jafnvel þó að ég læsi öll tímaritin og bækumar, öll blöðin, alla út- drættina, myndi ég ekki vita nándar nærri því eins mikið um heiminn og Palestrina, Erasmus, Galilei eða Aristóteles vissu á sínum tíma,” segir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.