Tíminn - 30.03.1990, Page 8

Tíminn - 30.03.1990, Page 8
8 Tíminn Föstudagur 30. mars 1990 Föstudagur 30. máré 1990 Tíminn 9 Listahátíð í Reykjavík 1990 fer fram dagana 2. til 16. júní: List dreift um götur og garða Listahátíð í Reykjavík verður haldin dagana 2. til 16. júní næstkomandi. Þetta er í cllefta sinn sem Listahátíð í Reykjavík er haldin, en um svipað leyti verða liðin tuttugu ár frá því að fyrsta Listahátíðin var sett, 20. júní 1970. Heið- ursgestur Listahátíðar að þessu sinni er afríski rithöfúndurinn Wole Soyinka, sem hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1986. Það hefúr verið yfirlýst markmið Listahátíð- ar að kynna alþjóðlega, norræna og íslenska listsköpun. Á þeirri Listahátíð sem fram fer í sumar eru sautján atriði sem telja má alþjóðleg, þijú norræn atriði og íslensku atriðin eru sautj- án talsins. Af þessum þrjátíu og sjö atriðum eru um tuttugu og fimm þeirra að öllu leyti eða að hluta á vegum Listahátiðar, en önnur atriði telj- ast hluti af dagskrá hátíðarinnar, þó til þeirra sé stofnað af öðrum aðilum. Samkvæmt kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið er áætlað að kostnaður við Listahátíð í Reykjavík 1990 verði á bilinu 25 til 30 milljón- ir króna. Ríki og Reykjavíkurborg veita til Listahátíðar á þessu ári 7 milljónum króna hvor. Að auki munu íyrirtæki styrkja hátíðina á einn eða annan hátt. Aðgangseyrir á síðan að koma til grciðslu á því sem eftir stendur, en gert er ráð fyrir að miðaverð á einstaka atriði verði á bilinu 1000 til 2000 krónur. Inga Björk Sólnes, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, sagðist ekki telja að verið sé að taka of mikla áhættu hvað kostnað- inn varðar. „Ég held að við endum með að hafa þetta innan velsæmismarka," sagði Inga Björk. Ef litið er á megindrætti þeirrar dagskrár sem Listahátíð býður upp á að þessu sinni, kemur í ljós að hlutur erlendrar leiklistar verður veglegur. Hingað til lands koma þrjú útlend leikhús sem eiga það sameiginlegt að sýningar þeirra byggjast mikið á hreyfingum, sviðsbún- aði og tónlist, en síður á flutningi texta. Þessi skipan ætti þvi ekki að valda Islendingum veru- legum tungumálaerfiðleikum. Leikhópar þessir koma frá Póllandi, Finnlandi og Hollandi. Sá leikhópur sem kemur frá Kraká í Pól- landi heitir Cricot 2 og hefur á að skipa um þijá- tíu leikurum, undir stjóm Tadeusz Kantor. Sýn- ingar leikhópsins á leikritinu „Ég kem ekki aftur“ verða í Borgarleikhúsinu 5. og 8. júní. í tengslum við uppfærsluna verður væntanlega sýning á teikningum eftir Kantor og ferill hans og fyrri verk kynnt á myndbandi. Frá Finnlandi kemur Lilla Teatem. Leikhópurinn hefúr áður sýnt á Listahátíð hér á landi og er einn Islend- ingur þar á meðal leikenda, Borgar Garðarsson. Leikritið heitir Leikhús Nikitas eftirlitsmanns og verður það sýnt í íslensku óperunni 3. og 4. júní. Þriðji leikhópurinn, „Mexíkanskur hund- ur“, ffá Hollandi verður með leiksýninguna Norðurbærinn. Þar blandast saman rokktónlist, leikur sviðsmynd, lýsing og alls kyns uppátæki önnur. Sýningar þessa hóps verða 15. og 16. júní. Sem fyrr er sígild tónlist burðarás í dagskrá Listahátíðar og koma þar við sögu bæði inn- lendir og útlendir flytjendur. Listahátíð bendir á að í heild er meðalaldur flytjenda almennt ekki ýkja hár og þrátt fyrir að flestir hinna væntan- legu listamanna séu ungir að ámm, þá hafi þeir getið sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi. Má þar m.a. nefna rússneska píanóleikarann Andrej Gavrilov sem leika mun á tónleikum með Sin- fóníuhljómsveit íslands 2. júní. Þá mun einhver efnilegasta sópransöngkona, ítalska stúlkan Fi- amma Izzo d’Amico, syngja á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni og kór íslensku óper- unnar þann 7. júní. Vínardrengjakórinn verður einnig á meðal þeirra sem halda tónleika á Listahátíð. Tvennir tónleikar með Vínar- drengjakómum verða í Reykjavík dagana 3. og 4. júní, en að auki syngur kórinn á Akureyri þann 2. júní. Hér em aðeins taldir upp nokkrir af þeim flytjendum klassískrar tónlistar sem koma fram á hátíðinni. Af islenskri tónlist verður einnig nokkuð. Við opnun Listahátíðar í Borgarleikhúsinu frumflytur Sinfóníuhljómsveitin tónverk eftir Lcif Þórarinsson og þann 6. júní verður dagskrá helguð Magnúsi Blöndal Jóhannessyni. Þá mun Mótettukórinn undir stjóm Harðar Áskelssonar flytja fimm mótettur eftir Bach í Langholts- kirkjuþann 10. júní. Eflir Agnar Óskarsson Það sem einkanlega vekur athygli er að ekki em famar troðnar slóðir, þegar komið er að djass og dægurtónlist á hátíðinni. Djassinn kemur að þessu sinni frá Sovétríkjunum og dægurtónlistin frá Frakklandi, auk þess kemur 17 manna hljómsveit frá Afríku sem fært hefúr sér tækni Vesturlanda í nyt og býður upp á „tæknivædda Aftíkutónlist". Á síðustu Listahá- tíðum hefur að jafhaði verið boðið upp á þekkt- ari hljómsveitir, en af því verður ekki nú. Ástæðan er fyrst og fremst kostnaður sem því fýlgir. Egill Helgason, blaðafúlltrúi Listahátíð- ar, sagði að þessi mál hafi verið könnuð og þeir kostir sem í boði hafi verið þóttu ekki fýsilegir, m.a. í ljósi þess að á síðustu Listahátíð varð mikið tap á popptónleikunum sem þá vom haldnir. Þess ber að geta að tónleikar frönsku hljómsveitarinnar og þeirrar aftísku fara fram á Hótel Islandi sem hefúr í för með sér að aldur- stakamark verður í fullu gildi og því hafa ung- lingar ekki tækifæri á að heyra í þessum hljóm- sveitum. Af dansi á Listahátíð verður líklega eitthvað fyrir alla. Helgi Tómasson og San Francisco ballettinn munu halda tvær sýningar. Ráðist hefúr verið í að kaupa til landsins sérstakt dans- Leikhópurinn Cricot 2 frá Kraká í Póllandi heldur tvær sýningar hér á landi á vegum Listahátíðar. Leikritið heitir „Ég kem ekki aftur“. gólf, þar sem hér á landi er ekki til neitt dans- gólf sem fullnægir gæðakröfúm atvinnudans- ara, hvað mýkt varðar. Dansgólfið er keypt af Listahátíð og Islenska dansflokknum og er um „faranddansgótf* að ræða, sem hægt er að setja upp svo til hvar sem er. Fyrir bömin efhir Is- lenski dansflokkurinn til sérstakrar sýningar og Maria Gísladóttir, aðaldansari við Richmond ballettinn í Bandaríkjunum, mun dansa við opn- un Listahátíðar. Ur heimi myndlistar og höggmynda verður einnig margt á boðstólum. Eitt það athyglis- verðasta er að myndhöggvarinn Richard Serra ætlar að setja upp landslagsverk úr íslensku stuðlabergi sem staðsett verður á norðvestur- hluta Viðeyjar. Listaverkið sem samanstendur af 18 stuðlabergssúlum er gjöf listamannsins, en sett er það skilyrði að stofnaður verði sjóður til styrktar ungum íslenskum myndhöggvurum. Fjöldi myndlistarsýninga verður í sýninga- sölum víðs vegar í Reykjavík. Sem dæmi má nefna að á Listasafhi íslands verður sett upp sýning á verkum franska málarans André Mass- ons og á Kjarvalsstöðum verður yfirlitssýning íslenskrar höggmyndalistar. Það sem eflaust á eftir að koma fólki mest á óvart er sérstök sýn- ing sem Nýlistasafnið stendur fyrir í görðum og á götum úti I Þingholtunum. Þessi sýning sem gerð er í samvinnu við íbúa í Þingholtunum er liður í að færa listina úr sýningasölum út undir bert loft. Listamönnunum eru lítil takmörk sett og má því búast við fjölbreyttum uppákomum, gjömingum, höggmyndum, dansi og tónlist í Þingholtunum á meðan Listahátíð stendur yfir. Þá daga sem Listahátíð fer fram verður efnt til svokallaðrar Grasrótarhátíðar, þar sem sköp- unarkraftur, lýðræði og veður verða allsráðandi. Grasrótarhátíðin fer fram í miðbæ Reykjavíkur, í Austurstræti, á Lækjartorgi, í garði Hressing- arskálans og innandyra í Café Hressó. Þeir sem leið eiga um stræti og torg hátíðardagana mega því eiga von á hljóðfæraslætti, dansi, ljóðalestri, leik og söng. Sérstök bamadagskrá verður í Gerðubergi, sem byggirað mestu leyti á sumamámskeiðum sem halda cru undir yfirskriftinni „Gagn og gaman". Gert er ráð fyrir að bömin verði sjálf flytjendur og skaparar, en ekki þiggjendur. Fiamma Izzo d'Amico, sópransöngkona Yuzoko Horigome, fiðluleikari Helgi Tómasson, balletdansari Gunter Schuller, hljómsveitarstjóri María Gísladóttir, dansari Leifur Þórarinsson, tónskáld Tadeuz Kantor, leikhúsmaður

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.