Tíminn - 30.03.1990, Side 10
10 Tíminn,
Föstudagur 30. mars 1990
Tilkynning um
fflgatnagerðargjöld
'I/í Reykjavík
Að gefnu tilefni er vakin athygli á ákvæðum
reglugerðar nr. 511, 1988 varðandi gatnagerðar-
gjöld í Reykjavík og breytingu á þeim, sem verður
1. júlí 1990. Til 1. júlí n.k. ber samkvæmt
reglugerðinni að greiða hálft gatnagerðargjald af
nýbyggingum og stækkunum húsa á eignarlóðum
og leigulóðum, sem borgarstjórn Reykjavíkur
úthlutaði fyrir 4. maí 1984, nema sérstakir samn-
ingar leiði til annars. Grundvöllur gatnagerðar-
gjalds er samþykkt byggingarnefndar á teikningum
og miðast ofangreint því við, að teikningar af
nýbyggingum eða stækkun húsa hafi verið sam-
þykktar í byggingarnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júlí
1990. Eftir þann dag ber að greiða fullt gatnagerð-
argjald af byggingum á öllum lóðum í Reykjavík,
sem ekki eru sérstaklega undanþegnar með
samningum eða á annan hátt.
Athygli er vakin á því, að því fyrr, sem teikningar
eru lagðar fyrir byggingarnefnd, er líklegra, að
unnt verði að afgreiða þær fyrir 1. júlí n.k.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
F.h. Innkaupanefndar sjúkrastofnana o.fl. er óskaö eftir tilboöum í
eftirfarandi:
1. Bleiur fyrir börn og fullorðna.
2. Undirlegg.
3. Dömubindi.
4. Fæöingabindi.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík qeqn
greiöslu kr. 500,-
Tilboð veröa opnuð á sama stað þriðjudaginn 26.04. 1990 í viðurvist
viðstaddra bjóðenda.
INIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS
________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Kl' TRYGGINGASTOFN U
aiJ RÍKISINS
Breyttur
afgreiðslutími
Frá aprílmánuði 1990 verður afgreiðsla vor í
Tryggvagötu 28 opin frá kl. 8.15 til 15.00 daglega.
DAGBÓK
Leikstjóri og leikarar á æfingu NFFA á gamanleikritinu IMYNDUNARVEIKINNI.
ffL—1 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Staða reynds aðstoðarlæknis við geðdeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til
umsóknar.
Staðan veitist frá 1. jún í 1990. Umsóknarfrestur er
til 20. apríl 1990.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf, sendist yfirlækni deildarinnar, Sigmundi
Sigfússyni,semjafnframtveitirnánari upplýsingar.
Viljum ráða í stöðu hjúkrunarfræðings á 10 rúma
lyflækningaeiningu, sem opin er frá mánudegi til
föstudags. Á einingunni fer fram hjúkrun sjúklinga
með meltingarfærasjúkdóma og annarra, sem
þurfa skamma innlögn. Um er að ræða 80% starf
og er æskilegt að viðkomandi geti hafið starf í
byrjun apríl.
Nánari upplýsingar gefur Sonja Sveinsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri.
Laus er til umsóknar 50% staða læknafulltrúa I
við gjörgæsludeild.
Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A., Vigni
Sveinssyni, fyrir 10. apríl nk.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
sími 96-22100.
-
Cl AiriTCCT A
rkvnngg ■ m ni- |
Keflavík
Fundur verður um kosningastarfið laugardaginn 31. mars kl. 11.00 í
Félagsheimilinu, Hafnargötu 62.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓæ
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-1. fl. 15.04.90-15.04.91 kr. 2.598,14
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, mars 1990
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
/----------------------S
Gód rád eru tíhi
ím eftír þeim!
Eftir einn
-ei aki neinn
Það er þetta með
bilið milli bíla...
Leikklúbbur Nemendafélags Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi sýnir:
ÍMYNDUNARVEIKINA
eftir Moliére
Laugardagskvöldið 31. mars kl. 20:30
frumsýnir Listaklúbbur Nemendafélags
Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi
(NFFA) gamanleikritið ÍMYNDUNAR-
VEIKINA eftir franska leikritaskáldið
Moliére.
Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir og
yfirumsjón með búningum og leikmynd
hefur Helena Guttormsdóttir.
Forstöðumenn sýningarinnar segja:
„Uppsetningin er frábrugðin öðrum upp-
setningum á þessu leikriti að því leyti, að
við höfum kosið að halda okkur ekki við
neinn tíma, og því er „tímaleysi" ráð-
andi.“
Þetta er 11. uppsetning NRRA og er
áhugi á leiklist mikill í skólanum. Alls
hafa um 40 manns staðið að uppsetningu
verksins, sem er vönduð í alla staði.
Frekari upplýsingar og miðapantanir
eru í síma 93 - 12744 eftir kl. 18:00
sýningardagana.
Fyrstu þrjársýningar á ímyndunarveik-
inni eru:
Frumsýning: laugardag 31. mars
2. sýning mánud. 2. apríl og 3. sýning
þriðjud. 3. apríl. Allar þessar sýningar
eru kl. 20:30.
Fundur Kvenfélags
Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund
þriðjudaginn 3. apríl kl. 20:30 í Sjó-
mannaskólanum. Gestur fundarins verð-
ur biskupsfrúin Ebba Sigurðardóttir og
mun hún segja frá ferð þeirra hjóna sl.
haust til Brasilíu. Þá verða kaffiveitingar.
Ulli og Jonni í Logskeranum eru leiknir
af Hjálmari Hjálmarssyni og Steini
Ármanni Magnússyni
Örleikhúsið sýnir
L0GSKERANN á Hótel Borg
Örleikhúsið sýnir um þessar mundir
leikritið Logskerann eftir Svíann Magnús
Dahlström, en frumsýning fór fram á
Litla-Hrauni fimmtud. 29. mars.
Örleikhúsið er atvinnuleikhópur sem
stofnaður var í janúar sl. Aðstandur
Logskerans eru: Finnur Magnús Gunn-
iaugsson, leikstjóri, Hjálmar Hjálmars-
son og Steinn Ármann Magnússon,
leikarar, Alma Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastjóri og Kjartan Árnason, þýð-
andi leiksins. Leikmynd gerði Kristín S.
Reynisdóttir, skúlptúrlistamaður.
Logskerinn (Skárbrannaren) var sam-
inn 1985 í tengslum við leikritasamkeppni
Fria Pro leikhússins í Svíþjóð og hlaut þar
fyrstu verðlaun sem besta frumraun.
Logskerinn hefur verið settur upp víða á
Norðurlöndum, bæði sem vinnustaðasýn-
ing og á sviði. Leikritið hefur einnig verið
flutt í sænska sjónvarpinu.
Örleikhúsið sýnir Logskerann á Hótel
Borg þriðjudags- og fimmtudagskvöld út
leikárið. fdag, föstud. 30. mars verður 2.
frumsýning í hádeginu á Hótel Borg. Frá
14. apríl verða hádegissýningar þar virka
daga kl. 12:00 með léttum hádegisverði.
Sýningartími er um 45 mínútur.
Kvöldsýningar verða í samvinnu við
Bjartmar Guðlaugsson, alþýðuskáld, sem
mun flytja sérstaka tónlistardagskrá að
lokinn leiksýningu.
Samtímis verður verkið sýnt á vinnu-
stöðum. Seinna verður farin leikför í alla
landsfjórðunga.
Skemmtikvöld Félags eldri
borgara í Kópavogi
Félag eldri borgara í Kópavogi heldur
skemmtikvöld föstudaginn 30. mars í
Félagsheimili Kópavogs og hefst það kl.
20:00.
Spiluð verður félagsvist, hálft kort, en
síðan verða gamanmál: tónlist og dans til
miðnættis.
Skemmtinefndin
Ráðstefna um hlutverk
háskólans
í umhverfismálum
Föstud. 30. mars kl. 13:45 verður
haldin í Odda, húsi Háskóla íslands,
ráðstefnan Hlutverk háskólans í umhverf-
ismálum. Jafnframt verða verkefni og
starfsemi hins nýja umhverfisráðuneytis
kynnt og rætt um með hvaða hætti
háskólinn með rannsóknum sínum getur
orðið ráðuneytinu að liði í störfum þess.
Rektor Háskóla íslands, Sigmundur
Guðbjarnason prófessor, flytur ávarp og
Júlíus Sólnes umhverftsráðherra ræðir
um umhverfísráðuneytið og starfsemi
þess.
Sex fyrirlesarar frá háskólanum skýra
hver verkefni háskólans eru og hafa verið
á sviði umhverfismála. Einnig verður rætt
hvert þjónustur og rannsóknarhlutverk
háskólans getur orðið á þessu sviði í
framtíðinni.