Tíminn - 30.03.1990, Page 16

Tíminn - 30.03.1990, Page 16
AUOLÝSINOASÍMAR: 680001 — 686300 | RfKlSSKiP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 PÓSTFAX Ét»o'BILAsr0 TÍMANS ÞRðSTUR 687691 685060 VANIR MENN Tíniinn FÖSTUDAGUR 30. MARS 1990 Bjartari horfur í efnahagsmálum var yTirskríftin á flölmennum fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur á Hótel Sögu í gærkvöldi. Steingrímur Hermannsson var aðalræðumaður kvöldsins og kom víða við í máli sínu, en rauði þráðurínn í málflutningi hans var þó þau straumhvörf í efnahagsmálum sem orðið hafa í tíð núverandi ríkisstjómar. Forsætisráðherra benti þó á að þótt horfumar væm góðar yrðu menn að vera á varðbergi gagnvart þenslu, sem auðveldlega gæti stefnt efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu. Nánar verð- ur fjallað um fundinn í blaðinu á morgun. Tímamynd: Ámi Bjama Ekkert samkomulag í sjónmáli milli ísals og starfsmanna álversins: Gírað niður í nótt? Nú stefnir í verkfall í álverinu og ágreiningsefnið er núll komma núll eitthvað af hagnaðarhlutdeild síðasta árs, eins og einn starfsmaður álvers- ins orðaði það í gær. Fundur var með deiluaðilum hjá sáttasemjara í gær og miðaði ekkert í átt til samkomu- lags. Því stefnir í vinnustöðvun og verður að líkindum byrjað að hægja á starfseminni á miðnætti. Sérstakt samkomulag frá árinu 1986 milli ísal og starfsmanna ál- versins er i gildi um framkvæmd vinnustöðvunar. Þar er tíundað hvemig hægja skuli á álbræðslunni og stöðva hana á 14 dögum svo ker- in og búnaður þeirra skemmist ekki. Af hálfú starfsmanna er talið að allir starfsmenn álversins skuli vinna þá fjórtán daga sem tekur að stöðva ál- verið. —sá Það óhapp varð við Gullinbrú í Reykjavík síðdegis í gær að drasl, sem var aftan á vörubílspalli, fauk á annan vöruflutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Eins og sjá má á myndinni skemmdist vöruflutninga- bíllinn talsvert Ökumaöur hans mun þó ekki hafa orðiö fyrir miklum meiðslum. Tfmamynd Pjetur íslenskur körfuknattleiksmaður varð banda- rískur meistari með háskólaliði sínu: Herfoert meistari á sínu fyrsta ári Keppni háskólaliðanna í Banda- ríkjunum, svokölluð NCAA- keppni, stendur nú sem hæst og á morgun hefjast undanúrslit. Þar mætast lið Arkansas og Duke ann- ars végar og hins vegar UNLV Las Vegas og Georgia Tech. Keppni í 2. deild NCAA-keppninnar er hins vegar lokið. Lið Kentucky Wesley- an háskólans varð háskólameistari eftir 93-79 sigur á Bakersfield State frá Kaliforníu í úrslitaleik. Herbert Amarson, tvítugur körfu- knattleiksmaður úr IR, leikur sem nýliði með þessu liði og er því bandarískur háskólameistari 1990. Herbert hafði áður lcikið í 3 ár með menntaskólaliði frá Madison- ville í Kentucky, en áður en hann hélt til Bandaríkjanna lék hann með yngri flokkum ÍR. Með ÍR vann Herbert nokkra íslandsmeist- aratitla og bikarmeistaratitla og nú hefúr hann bætt bandaríska meist- aratitlinum í safn sitt. Urslitaleikurinn fór fram á mánu- dagskvöld í Springfíeld í Massac- husetts, en á sunnudaginn sigraði lið hans lið North Dakota háskóla 101-92 í undanúrslitum keppninn- ar. Bakersfield vann þá Morehouse 85-60 og komst í úrslitaleikinn gegn Kentucky Wesleyan. Arangur Kentucky liðsins í vetur var frábær, liðið vann 31 leik og tapaði aðeins 2. Þetta er í sjötta sinn sem þessi skóli sigrar í 2. deild NCAA-keppninnar, skólinn vann 1966, 1967, 1968, 1973, 1987 og nú. Enginn háskóli í Bandaríkjunum hefúr oftar orðið háskólameistari í körfuknattleik, hvorki í 1. né 2. deild. Herbert, sem eins og áður segir er á sínu fyrsta ári í skólanum, kom inn á undir lokin og skoraði þriggja stiga körfú. Hann fékk all- Tvö stig í uppsiglingu hjá Herbert f metfeiknum gegn NKU fyrr í vetur erliðið sigraði 117-47. mörg tækifæri í leikjum liðsins í vetur og var með um 6 stig að meðaltali í leik og 3 ffáköst. Fyrr í vetur setti Kentucky W. lið- ið nýtt skólamet er liðið sigraði Northern Kentucky University með 70 stiga mun 117-47. I þeim leik skoraði Herbert 17 stig og var næststigahæsti leikmaður liðsins. BL Forstjóri Arnarflugs segir lokun ávísana- reikningsins hjá íslandsbanka ástæðulitla: Höfum góðar tryggingar „Það er auðvitað hið versta mál að mennirnir skyldu gera þetta. Bankinn er hins vegar ekki í vondum málum vegna okkar ef þú spyrð um það. Hafi ég ein- hvern tímann séð banka sem er gulltryggður fyrir sínum við- skiptum þá er það í þessu tilfelli. Hann hefur ekki eina einustu krónu í hættu okkar vegna,“ sagði Kristinn Sigtryggsson, for- stjóri Arnarflugs, í gær. Þau tíðindi gerðust fyrir skömmu að Islandsbanki, viðskiptabanki Amarflugs, lokaði tékkareikningi .Arnarflugs og búist var við að hann innkallaði ávísanir siðustu tíu daga. Astæðan mun hafa verið yf- irdráttur umfram heimild. Kristinn sagði að félagið hefði undanfarið verið að bíða eftir fyrir- greiðslu frá Framkvæmdasjóði. Því hefði verið tjáð að viss fjárupphæð myndi verða lögð inn á reikning þess eftir að ákveðnum formsatrið- um hefði verið fullnægt. Síðan hefðu tæknilegir annmarkar komið í ljós og innborgunin tafist. Hlutafé Amarflugs var aukið um 200 milljónir fyrir skömmu og mun félagið hafa farið fram á að Framkvæmdasjóður snaraði út þessum 200 milljónum eða allt að því og ábyrgðust nýju hluthafamir lánið gagnvart Framkvæmdasjóði. „Eftir þau góðu samskipti sem við höfum átt við Islandsbanka og áður Utvegsbankann þá komu okk- ur harkalegar aðgerðir bankans á óvart og fínnst þær í það harðasta," sagði Kristinn. Arnarflug er nú án nokkurrar millilandaflugvélar þar sem eig- endur sænsku vélarinnar, sem fé- lagið hefur haft á leigu frá degi til dags að undanfomu, tóku vélina í önnur verkefni. Kristinn sagði að búið væri að leysa flugvélarmálið og kæmi ný vél til starfa frá Bret- landi á morgun sem yrði notuð fram til 1. maí þegar félagið fær vél til ffambúðar. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.