Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. mars 1990 Tíminn 3 Mikið um dýrðir á Vetraríþróttahátíð á Akureyri: Fveði irl leyfi ir“ Dagskrá Vetraríþróttahátíðar á Ak- ureyri verður í fullum gangi nú um helgina. A dagskránni eru m.a al- þjóðamót i alpagreinum karla og kvenna, landskeppni í boðgöngu, úr- slit í hestaíþróttum, auk fjölmargra greina sem almenningi er boðið að taka þátt í. Reyndar væri kannski rétt að hnýta aftan við þetta setningunni „ef veður leyfir," því dagskrá hátíðarinnar hef- ur farið talsvert úr skorðum vegna umhleypinga í veðri. En helgardag- skráin er á þessa leið: Vetrarþriþraut: Skíðaganga 2.2 km, hlaup 4 km, sund 200 m. Hefst kl.l 1.00 í Kjamaskógi. Skautatrimm á Skautasvelli kl. 10.00 og kl. 18.00 Skíðatrimm fyrir 12 ára og yngri: þrautabraut-alpagreinar kl. 12.00 þrautabraut-skíðaganga kl.13.00 Sunnudagur: Alþjóðamót í Hliðarfjalli: Alpagreinar kvenna kl.9.00 Boðganga, landskeppni kl. 11.00 í Hlíðarfjalli. Alpagreinar karla kl. 12.00 Hestaíþróttir: Úrslit í tölti í fullorðinsflokki, Úrslit í A og B flokkum gæðinga, 150 m skeið og sýning. Hefst kl. 12.00 við Leikhúsið. Skautatrimm kl. 10.00 á skautasvelli. Leiðbeinandi verður á svæðinu. Verðlaunaafhending kl. 17.00 í Göngugötu. Vetraríþróttahátíð slitið kl. 17.30 Lokáhófkl. 19.00 í Sjallanum. hiá akureyri. 160 SYNGJA í MIÐGARÐI Sannkölluð sönghátíð verður í fé- lagsheimilinu Miðgarði í kvöld því þar munu koma saman 4 kórar sem samanlagt telja um 160 manns. Þama er um að ræða karlakórinn Heimi undir stjóm Stefáns Gíslasonar og Rökkurkórinn sem Sveinn Amason stjómar, undirleikarar beggja kór- anna em hjónin Jaclin og Richard Simm, en auk þeirra leikur Mitte Vorell undir hjá Rökkurkómum. Einnig munu koma fram karlakórinn Hreimur úr Aðaldal og kór Jám- blendifélagsins á Grundartanga. Kór- amir munu fyrst syngja hver fyrir sig en allir sameiginlega í lok skemmt- unarinnar. Með kórunum mun koma fram fjöldi einsöngvara. Þessi söng- hátíð er árlegur viðburður í starfi skagfirsku kóranna en Heimir byrjaði að halda þessa samkomu fyrir all- mörgum árum. A hana er árlega boð- ið einum til tveimur aðkomukómm. Sönghátíð þessi nýtur mikilla vin- sælda, t.d. var húsfyllir á samkom- unni í fýrra. Söngskemmtunin hefst kl. 20.30. Að henni lokinni verður dansleikur þar sem hljómsveit Geir- mundar mun halda uppi Ijörinu. Ö Þ. Laugardagur: Alþjóðamót í Hlíðarfjalli: Alpagreinar kvenna kl.9.00 Alpagreinar karla kl. 12.00 Skíðaganga kl. 14.00 í Hlíðarfjalli Ski-cross/þrautabraut allir aldurs- hópar kl. 14.00 Hestaíþróttir: Gæðingaskeið, sýning, skíðatogreið og úrslit í töltkeppni unglinga kl. 14.00 við Leikhúsið. Íshokkíleikur fullorðinna kl. 17.00 á skautasvelli. Almenningsíþróttir: Björgun ‘90 Björgun ‘90 eryfirskrift viðamikill- ar ráðstefnu og sýningar sem Lands- samband hjálparsveita skáta gengst fyrir á Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur á morgun, 1. apríl. Helstu sérfræðingar landsins og fleiri landa flytja erindi um björg- unar-, öryggis- og almannavamamál og yfir 30 fyrirtæki sýna alls konar vömr fyrir björgunarþjónustu. Björgun ‘90 lýkur með opnu húsi og pallborðsumræðum um björgun- armál síðdegis á morgun, sunnudag. Þátttakendur í umræðunum verða dr. Ólafur Proppé, formaður Landssam- bands hjálparsveita skáta, sem stýrir umræðunum, Guðjón Petersen, for- 'stjóri Almannavama ríkisins, Har- aldur Henrysson hæstaréttardómari, forseti Slysavamafélags íslands, og Sturla Þórðarson, yfirlögfræðingur lögreglustjóraembættisins í Reykja- vík. Stjómstöð Almannavama ríkisins í lögreglustöðinni við Hverfisgötu verður með opið hús í dag, laugar- dag, frá kl. 17.00 til 19.00. Auk þess verða til sýnis björgunarskip SVFÍ, Henry A. Hálfdansson, og skóla- skipið Sæbjörg. A morgun, sunnu- dag, er björgunartækjasýning opin almenningi frá klukkan 11.00 til 18.00 hjá Slysavamasveit Reykja- víkur, Gróubúð og einnig björgunar- stöðvar Flugbjörgunarsveitarinnar og Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. —ABÓ Skyr til BNA? Viðræður standa nú yfir milli banda- rískra aðila og Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði um útflutning á íslensku skyri til Bandaríkjanna. Ahugi Bandaríkjamanna á þessum viðskiptum er tvíþættur. Annars veg- ar em þeir að leita að hollum og handhægum mat sem sé tilbúinn til neyslu beint úr umbúðunum. Hins vegar er litið svo á að minni meng- unar gæti á Islandi en í öðmm lönd- um sem til greina koma, auk þess sem flutningsvegalengd sé viðráðan- leg. Gert er ráð fyrir að selja vömna dýrt, en ekkert hefur verið ákveðið um verðið. Rætt er um að selja um 20 tonn á viku til Bandaríkjanna. Ef samningar nást er hugsanlegt að fullvirðisréttur íslenskra bænda til mjólkurframleiðslu aukist um 2—5 milljónir lítra. — EÓ Sedan CHARADEI “Grænn bíll” frá Brimborg Reynsluakstur a staðnum Brimborg hf. Faxafen 8 • sími (91)685870 Daihatsu Charade Sedan Stóri smábíllinn meö stóru véiina Daihatsu Charade Sedan er nýr rúmgóöur 5 manna fjölskyldubíll meö sérstaklega stóra farangursgeymslu (288 Iftra) sem mjög auðvelt er að hlaöa. Charade Sedan er ríkulega búinn staðalbúnaöi sem talinn er til aukahluta í mörgum öörum bílum. Þú verðarað reyns/uaka kraftmikium Charade Sedm Ótrúlega hagstætt verö Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra kr. 757.000 stgr. á götuna Daihatsu Charade Sedan SG sjálfskiptur kr. 819.000 stgr. á götuna Fjölskyldubíll meö skemmtilega öfluga 90 hestafla vél Daihatsu Charade Sedan er búinn nýrri 90 hestafla, 1.3 lítra, 16 ventla vél meö beinni innspýtingu og mengunarvörn sem uppfyllir ströngustu kröfur. Þessi vél er ótrúlega kraftmikil og gerir hún aksturinn auöveldan og skemmtilegan. Vélin er hljóölát og einstaklega sparneytin eins og ávallt frá Daihatsu. Opiö laugardagkl. 10:00 - 16:00 • Opið sunnudagkl. 13:00 - 16:00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.