Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 31. mars 1990 Tíminn 7 GrýlukertasinfónÍB Timamynd Pjetur og dýjum, túnin liggja undir skemmdum af sandfoki og grjót- hruni, aflinn hefúr brugðist árum saman, rekinn hefúr verið bærilegur einhvem tíma í íymdinni, en nú sést varla kefli, laxinn er stemhættur að ganga í ámar. Sá er lakur búmaður sem ekki kann að beija sér!“ En þótt Jón geri nokkuð úr bar- lómnum og væni bændur um að vilja sýnast fátækari en þeir kannski voru, af ótta við skattagleði kon- ungs, sér hann auðvitað að jarða- bókina verður að lesa með jákvæðu hugarfari en ekki háðslegri tor- tryggni. Hann segir: „Að lesa hana (jarðabókina) er eins og að ferðast um landið, líta inn á hvert heimili, heilsa upp á hvem bónda og heyra hann skýra ffá högum sínum. Svona bjó hann, þetta hafði hann af skepn- um. svona var túnið, svona voru engjamar. Okkur er skýrt frá, hve mikils jörðin er metin, hvers eign hún var, hvemig ábúandi greiddi landskuld sína, hvort hann reri til fiskjar, hvort hann veiddi silung eða sel, hvort hann hafði grasatekju eða sölvafjöm og þar ffam eftir götun- um. Undir þessu var öll afkoma fólksins og lífsbjörgin komin. Á hverri blaðsíðu birtast ný örlög, ný lífsbarátta, sífellt strið á sjó og landi að hafa í sig og á, fábreytilegt að vísu en ávallt nýtt. Meðan nokkur maður er til, sem lætur sig nokkru skipta hvernig mannfólkið hefur dregið fram lifið á landi vora fyrr á öldum, verður jarðabókin lesm.“ Eldur og sprenging í Kaupinhafh En svo liðu aldimar, að jarðabók Áma og Páls var ekki auðsótt lestr- arefni fyrir hvem þann sem Iét sig nokkra skipta mannlíf á íslandi fyrr á öldum. Það gátu ekki aðrir en þeir sem áttu aðgang að handritinu í Ríkisskjalasafninu í Kaupmanna- höfn og vora auk þess læsir á gamla skrift. Þá varð það að ósíngjam og ffamtakssamur sagnffæðingur, Bogi Th. Melsteð, formaður nýstofnaðs Fræðafélags í Kaupmannahöfn, beittist manna mest fyrir því að fé- lagið ákvað að hefja útgáfú ritsins, og kom fyrsta smáheftið af því út árið 1913 og síðan hvert heftið af öðra næstu ár, og reiknaðist mönn- um til að það myndi taka 60 ár að mjatla bókinni út með því lagi. Úr þessu rættist þó betur en á horfðist, þvi að 1943 hafði tekist að ljúka prentun alls ritsins í 11 bindum. Þetta var á stríðsárunum. Síðasta bindið hafði að geyma jarðalýsingar úr Þingeyjarsýslum, en hlaut þau örlög að lenda í sprengingu, sem beint var að prentsmiðjunni, sem hýsti bókabirgðimar, þótt ekki týnd- ust öll eintök bindisins við það sem betur fer. Þetta minnir á, sem al- kunna er, að þótt jarðabókin næði til landsins alls og allra sýslna eins og þeir Ámi og Páll gengu frá henni, er hluti hennar glataður því að handrit hennar lenti í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728 og fórast þar jarðalýsingar úr Múlaþingi og Skaftafellssýslum, svo að þær era aðeins til í stökum brotum. Þótt jarðabókin teldist fullprentuð árið 1943 var verkinu ekki fúlllok- ið, því að eftir var að „tína til margs konar smælki viðvíkjandi jarðabók- inni“, eins og Jón Hclgason orðaði það í grein um útgáfulokin 1943. Fræðafélagið hugðist koma þessu efni á prent þegar færi gæfist, en á því varð mikill dráttur, enda reynd- ist það meiri vinna en á horfðist, auk þess sem þeirri útgáfu áttu að fylgja skrár og töfiur og ýmsar grein- argerðir, sem vandi var að semja. _________Þjóðareign En nú er úr þessu bætt með þeirri ljósprentuðu útgáfú sem lokið er og tveimur viðbótarbindum sem fylgja. Tildrög þess að ráðist var í að ljós- prenta jarðabókina vora þau, að hún var uppseld á forlagi og illfáanleg á markaði, enda prentuð í tiltölulega fáum eintökum. Eftirspurn eftir henni virtist það mikil að stjórn Fræðafélagsins taldi sér skylt að fullnægja henni til nokkurrar fram- búðar. Félaginu hafði áskomast fé fram yfir það sem áður hafði verið, m.a. með arðbærri ávöxtun sjóða sinna í dönskum verðbréfum, sem ekki hefúr verið ótítt meðal íslend- inga í Danmörku, þar sem verð- bólgan hefur ekki verið látin éta upp allan spamað ráðdeildarsamra manna og gjafasjóði sem ætlað var að styrkja menningarstarfsemi. Þess háttar fjármálaástand hefur ek'ki þekkst í því landi síðan í Napóle- onsstyrjöldunum, eins og dr. Pémr Jónasson, prófessor við Hafnarhá- skóla og formaður Fræðafélagsins, orðaði það í viðtali við Tímann. Dr. Pémr hefur unnið af miklum áhuga að þessu útgáfumáli síðusm 10 ár með fúlltingi annarra stjómarmanna í Fræðafélaginu og dyggri aðstoð Sögufélagsins hér heima sem annast sölu bókarinnar. Viðbótarbindin tvö (12. og 13. bindi), sem bæst hafa við hina eiginlegu jarðabók, hafa að geyma atriðisorðaskrá og safn maigs konar efnis sem jarðabókinni tengist eins og fyrr hefúr verið minnst á og haft eftir Jóni Helgasyni. Það út- gáfúverk annaðist Gunnar F. Guð- mundsson sagnfræðingur af fag- mannlegri natni. Nú er með sanni hægt að segja að Jarðabók Áma og Páls ffá 1714 sé þjóðareign, því að vel hefur verið frá útgáfu hennar gengið, Hinu íslenska Fræðafélagi í Kaupmannahöfn til mikils sóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.