Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 31. mars 1990 Karen Gestsson Fædd 9. febrúar 1921 Dáin 21. mars 1990 Hetja hefur kvatt. Hún lést á sjúkra- húsinu á Selfossi eftir þungbær veik- indi. Á Selfossi settist hún að fyrir 45 árum. Á Selfossi bjó hún alla tíð eftir að hún kvaddi sitt foðurland, Dan- mörku, í stríðslokin og fylgdi manni sínum í ókunnugt umhverfi og ör- ugglega að mörgu leyti ffamandi. En Karen tengdist fólki undravel og tamdi sér þjóðarsiði, enda hafði hún mikla hæfileika til þess. Á sjúkrahúsið á Selfossi heimsótti ég hana síðast á dögunum. Þá sagði hún okkur hversu sæl hún væri að fá nú loksins tækifæri til að hafa Ing- ólfsfjall fyrir augum á ný, sömu sýn og úr eldhúsglugganum sínum á Reynivöllum, en Karen lá lengstum hér syðra í veikindum sínum. Fyrir tæpum þijátíu árum kynntist ég fyrst Karenu sem seinna varð tengdamóðir mín. Ég fann mig strax aufúsugest á heimili hennar og alla tíð bar aldrei skugga á samskipti okk- ar. Hún var þar gefandinn. Karen Marie Olesen hét hún fullu nafni, fædd á Nybro Kro, dönskum bóndabæ á Mið-Jótlandi, komin af dugmiklu dönsku bændafólki. Seinna bjuggu foreldrar hennar á stórbýlinu Langvang í nágrenni Ran- ders, eins mesta verslunarbæjar Jót- lands. Tólf ára gömul missir Karen föður sinn og flytur móðir hennar, Dorthe, þá fljótlega til Randers með bömin sín þrjú, Bcnt, Tage og Kar- enu, og bregður búi. Tengdaforeldrar mínir kynntust í Kaupmannahöfn á námsárum sínum. Hjalti var þá við nám í danska land- búnaðarháskólanum en Karen í íþróttakennaraskóla. Þau gengu í hjónaband í Kaup- mannahöfh 12. júní 1943 og eignuð- ust fjögur böm, þau era: Margrét, f. 1944, kennari, gift und- irrituðum og eiga þau þrjú böm, Höllu Karenu, Svövu og Hjalta. Ólafur, f. 1948, verslunarmaður, kvæntur Steinunni Ingvarsdóttur hjúkranarfræðingi og eiga þau eitt bam, Snæfríði, Steinunn átti áður einn son, Atla. Áður var Ólafur kvæntur Sigurlinu Margréti Ásbergs- dóttur, sem lést 1983, og áttu þau þrjú böm, Sólveigu, Hjalta og Maríu Kar- enu. Unnur, f. 1951, kennari, hennar maður er Friðrik Páll Jónsson frétta- maður og eiga þau þijá drengi, Pál, Magnús og Hjalta. Gestur, f. 1956, verslunarstjóri, kvæntu Sólveigu Ragnheiði Kristins- dóttur kennara og eiga þau tvær dæt- ur, Hildi og Kristínu. Þau eignuðust þriðju stúlkuna, Elísabetu, sem dó ung. Karen var einstakur gestgjafi. Hún var dugnaðarforkur sem miklaði ekki fyrir sér hlutina heldur gekk til verka órög. Hún unni Iandinu og ræktaði sinn garð vel, ekki síður í óeiginlegri merkingu, vinamörg og traust. Karen var listræn og bar heimili hennar þess fagurt vitni. Fáa staði eða enga hef ég séð glæsilegri á há- tíðastundu og veisluborðin hennar vora annáluð. Þetta var mikilvægur eiginleiki fyrir eiginmann hennar Hjalta sem gegndi allan þennan tíma forystuhlutverki fyrir sunnlensk bændasamtök. Hjá þeim hjónum var mjög gest- kvæmt. Oft birtust fyrirvaralítið hóp- ar manna á heimili þeirra, útlendir sem innlendir. Þá sáu menn glöggt að þar fór enginn meðalmaður þar sem Karen tók höndum til. Nú að leiðarlokum, er ég lít um far- inn veg, sé ég glögglega hversu margir eðliskostir hafa prýtt tengda- móður mína. Þar vil ég einkum nefna gjafmildi hennar og rausn og þar skyldi enginn undanskilinn. Ég minnist margra gleði- og hátíðar- stunda á Selfossi og eins í Miðnesi, vininni þeirra í Hreppunum. Með glaðværð sinni skapaði hún þessa dönsku hlýju. Henni var í blóð borin afskaplega mikil réttsýni og hélt hún óhikað fram rétti hins litla. Og mjög finnst mér lofsvert hversu henni tókst að aðlaga sig breyttum aðstæðum er hún flutti til Islands, aðstæðum sem vora henni gjörsamlega ífamandi og um sumt torleystar. Karen var hetja og hún skilaði sínu hlutverki frábærlega. Ég þakka fyrir kynnin góð og hjálp- semi alla. Ég bið henni blessunar Guðs og votta tengdaföður mínum, bömum, bróður hennar, skyldmenn- um og vinafólki hugheila samúð. Drottinn, gef þú dánum ró og hinum líkn sem lifa. Kristján Guðmundsson Ég ætla að skrifa nokkur þakkarorð við andlát ömmu minnar, Karenar. Ég á alltaf eftir að minnast heim- sókna minna til afa og ömmu á Sel- fossi, en þangað kom ég oft við ólík tækifæri. Þegar við frændsystkinin komum til þeirra í helgarheimsókn var amma búin að láta afa kaupa allt sem okkur líkaði best að borða. Hún dekraði svo sannarlega við okkur. Amma var alltaf svo skilningsrík og var mér veralega góð amma. Hún tók mér eins og jafningja sínum, hlustaði á mig, hvatti mig og leiðbeindi mér. Ég man bara eftir ömmu hressri og kátri. Hún kom öllum í gott skap. Hún hafði unun af því að gefa og gleðja aðra. Vinir mínir, sem heim- sóttu hana með mér, höfðu það allir á orði hvað amma væri gestrisin og góð kona. Amma var merkileg kona. Hún yfir- gaf Danmörku, giftist afa og settist að hér á landi þar sem enginn þekkti hana. Það þarf öragglega mikið þrek til að yfirgefa sína fjölskyldu og fara út í algjöra óvissu, en amma átti þó alltaf afa að. Verð á Subaru Legacy Sedan 1,8 16 ventla, GL, gjörsamlega hlaðinn öllu því besta, kr. 1.299.000,- stgr. GERDU SAMANBURD - ÞAD GERUM VID STÓDUGT Ingvar Helgason ht Sævarhöfða 2 sími 91-674000 ■-■■■ I Hún skilur eftir sig stórt skarð. Ég sakna hennar mikið en minningin bjarta um hana lifir og samskiptin við hana hafa kennt mér margt og nú geri ég best í því að tileinka mér hennar góðu viðhorf. Halla Karen Þann 21. þ.m. andaðist á sjúkrahús- inu á Selfossi ffú Karen Gestsson eft- ir löng og erfið veikindi. Karen fædd- ist og ólst upp í Danmörku. Ung gekk hún að eiga Hjalta Gestsson frá Hæli og fluttist með honum til íslands sumarið 1945. Karen gekk þegar örðulaust inn í íslenskt þjóðlíf og siði. Fljótlega settust þau að á Sel- fossi og bjuggu þar alia tíð. Þau eign- uðust 4 böm, gjörvilegt fólk og dug- mikið. I æsku mun Karen hafa búið við all- mikið eftirlæti foreldra sinna og vandamanna. Kom margt til, glæsi- leiki, glöð og létt lund, meðfædd háttvisi og góðvild til allra sem hún umgekkst. Lítt var henni haldið til vinnu í æsku. Þegar bamauppeldi þeirra hjóna var lokið og böm þeirra flutt að heiman sótti Karen nokkra vinnu utan heim- ilisins. Kom þá fljótt í Ijós að þar fór engin meðalmanneskja. Karen var lagvirk, kappsöm og þrekmikil og haföi hvetjandi áhrif á öll vinnu- brögð. Þar kom líka hin óhvikula réttlætiskennd hennar í ljós, að öllum bæri sami réttur og að ekki væri troð- ið á þeim smáa, enda var það svo að hvarvetna sem hún sótti vinnu tók hún þá að sér sem minna máttu sín og sá til þess að ekki væri hallað á þá. Lífsform þetta var henni svo tamt að æ fóra saman orð og athafhir. Þá var viðbragðið hversu ósérhlífin hún var. Fljót var hún til hvar sem leggja þurfti hönd að verki og greip þá sjálf inn í þótt verkstjórafyrirmæli væra ekki til staðar. Karen var hreinskiptin og þagði heldur ekki við öllu röngu. Karen leiddist fávíslegt og óviður- kvæmilegt tal, ekki síst hjá ungling- um, og vandaði um slíkt og varð mik- ið ágengt þar eins og annars staðar þar sem hún lagði hlut sinn að. Mikill persónuleiki og menningarleg ffam- koma studdu hana I þessu eins og öðra. Karen var bæði virt og dáð af samstarfsfólki sínu. Eins og fyrr segir bjuggu þau Karen og Hjalti allan sinn búskap á Selfossi. Gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna því margir áttu erindi við húsbónd- ann. Öllum tók Karen með sama hlýja viðmótinu, fyrir henni vora all- ir jafnir. Sem húsmóðir var Karen bæði höfðingleg og viðræðugóð og eftir að hún var orðin líkamlega hjálparvana og helsjúk þá gat hún enn tekið á móti gestum á eftirminni- legan og ánægjulegan hátt. Karenar er nú sárt saknað meðal vina og vandamanna og jafht þótt erfitt væri að horfa á að þungbær sjúkdómur væri að eyða líkamsþrótti hennar og lífsmöguleikum. Þegar Karen er kvödd era mér þakkir í hug til hennar og manns hennar og niðja. Eftirlifandi eiginmanni hennar og bömum óska ég farsældar um ókomna ffamtíð. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.