Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 31. mars 1990 Tíminn 5 Ný útfararþjónusta í Reykjavík býður upp á betri og áður óþekkta þjónustu: Valkostir bodnir, út yfir gröf og dauöa Horfur eru á að til starfa taki á næstu vikum ný útfararþjón- usta í Reykjavík. Eftir því sem Tíminn kemst næst er m.a. ætl- unin að bjóða til sölu dýrar og íburðarmiklar kistur frá útlönd- um. Efnið í þeim verður af ýmsum gerðum og innri klæðning einnig. Boðið verður upp á kistur með glerloki og blýslegnar , kistur. Glæsilegur líkbíll mun vera á leiðinni til landsins. Lokaskýrsla skilanefndar Útvegsbankans senn lögð fyrir Alþingi. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Skýrslan aö koma Bréfaskriftir hafa farið fram milli nýju útfararþjónustunnar og stjómar Kirkjugarða Reykjavikur. Stjómin hefúr nú ákveðið að veita henni sömu aðstöðu og þeirri einu einkareknu út- fararþjónustu sem fyrir er í Reykja- vík. Kirkjugarðamir munu áffam sjá um líkflutninga í líkhúsið í Fossvogi, töku grafa, rekstur og umönnun garð- anna. Þeir sem standa að stofnun nýju út- fararþjónustunnar vildu ekki tjá sig um málið við Tímann þegar eftir þvi var leitað. Að sögn þeirra er málið enn í undirbúningi og ekki komið á það stig að hægt sé að greina nánar frá því. Tíminn hefur hins vegar fengið staðfest að fyrmefndar kistur séu meðal þess sem hinum dauðu verður boðið upp á. Að sögn Asbjöms Bjömssonar, for- stjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, hefur sú stefna verið rekin hjá fyrirtækinu að reyna að halda kostnaði við útfar- arþjónustu niðri. Kirkjugarðamir reka smíðaverkstæði og hefur verð á kist- um miðast við að þær standi undir rekstri. Kistur kosta nú 19.800 kr. auk virðisaukaskatts. Búnaður í kistu og líkklæði koma þar til viðbótar. Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á meiri þjónustu en að smíða kistur. Þeir sjá um greiðslur til prests, organ- ista, söngfólks o.s.frv. Kirkjugarðam- ir annast um 80% af útförum í Reykjavík. Ásbjöm var spurður hvort hann teldi að menn væm sáttir við þá þjónustu sem Kirkjugarðamir veita. „Það virðast allir hafa hingað til ver- ið sáttir við okkar fyrirkomulag, að allir væm jafnir eftir andlátið, þ.e. jarðaðir í eins kistum. Það hefur hins vegar komið fyrir í einstökum tilfell- um að fólk hefur beðið um eikarkist- ur, sem við höfum þá smíðað úr gegnheilli eik. En það em aðeins örfá stykki á ári, eitt eða tvö á síðasta ári. Eikarkistur eru þrefalt dýrari en venjulegar kistur." Ásbjörn sagði að sér þætti það óæskileg þróun ef stofna ætti til met- ings eða samanburðar i þessum efn- um í þeim tilgangi að fá fólk til að borga sem mest. Hann benti á þá þró- un sem orðið hefur í Bandaríkjunum og sumum nágrannalöndum okkar, en þar er mikið reynt að spila á tilfinn- ingar fólks með snobbi og metingi. Ásbjöm sagði einnig að erfisdrykkj- ur væra að verða dýrari á seinni ár- um. Áður var algengast að þeim nán- ustu væri boðið í kaffi, oftast í heima- húsum. Nú er hins vegar orðið al- gengara að öllum viðstöddum sé boð- ið í erfisdrykkju á veitingahús. Ekki er ótítt að þetta séu í kringum 150 manns. -BG „Lokaskýrslan hefur tafist vegna anna skilanefndarmanna. Þá stóð lengi á því að fjármálaráðherra viður- kenndi skuldabréfið eða uppgjörsbréf- ið. Sú viðurkenning er nú komin,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra þegar hann var spurður um hvað liði lokauppgjöri Útvegsbankans gamla. I upphaflegu samkomulagi ríkissjóðs og Útvegsbanka íslands hf. sem gert var þegar Útvegsbanki íslands hf. keypti „þrotabú" Útvegsbankans, var stofnaður sérstakur biðreikningur. Á biðreikninginn skyldi sérstök skila- nefnd gamla Útvegsbankans færa skuldbindingar tiltekinna viðskipta- vina bankans sem óvíst var að nokkm sinni tækist að innheimta og skyldu þær falla á ríkissjóð en ekki fylgja með við sölu bankans til Útvegsbank- ans hf. Þegar öllu væri til skila haldið á þessum biðreikningi skyldi ríkis- sjóður gefa út skuldabréf fyrir þeim kröfum sem ekki tækist að innheimta. Upphaflega var gert ráð fyrir því að biðreikningnum skyldi lokað um ára- mótin 1988—1989, en var ffestað um eitt ár eða fram til síðustu áramóta. Nú mun þessu uppgjöri lokið og nið- urstöður liggja fýrir. Stærstu kröfumar sem falla á ríkissjóð munu tengdar gjaldþroti Nesco, Fiskiðjunni Freyju á Súðavík, Nígeríuskreið sem aldrei fékkst greidd, strandferðaskipinu Drangi á Akureyri og Sjöstjömunni í Keflavík. Samkvæmt heimildum blaðsins mun kostnaður ríkisins vegna gamla Út- vegsbankans og sölu hans nema minnst þrem milljörðum á núvirði. Fjármálaráðherra mun hafa fengið drög að uppgjöri í hendur fyrir nokkr- um vikum og sagan segir að honum hafi bmgðið í brún að sjá þá fulgu sem félli á ríkissjóð að standa skil á. „Það var nú aðallega af því að hann hafði ekki áttað sig á að hann ætti sjálfur að skrifa undir skuldabréfið,“ sagði viðskiptaráðherra aðspurður um málið. —En em þessar töpuðu skuldir þá miklu hærri en reiknað hafði verið með við sölu bankans? „Nei, í skýrslunni sem ég skilaði 1988 munar mjög litlu á því hversu mikið fé var áætlað að tapaðist og nú virðist. Það munar kannski 100— 200 milljónum ffá þvf sem reiknað hafði verið með. Hins vegar em þetta mjög háar tölur, en þær em næstum því samhljóða tölunum í þessari skýrslu sem var lögð fram í þinginu 1988,“ sagði viðskiptaráðherra ennffemur. —sá Frá fundinum á Hótel Borg í gær. Menn velta því nú fyrir sér hvað Óli Þ. Guðbjartsson, varaformaöur Borgaraflokksins, muni gera þegar kemur að því að greiða atkvæði um beiðni kjördæmisráðsins í Reykjavík um Qárstuðning frá þingflokknum. Meirihluti innan þingflokks Borgara kemur í veg fyrir fjárstuðning til S-framboðs í Reykjavík? Framboðið til borgar- stjórnar veltur á Óla Ásgeir Hannes Eiríksson, þingmað- ur Borgaraflukksins í Reykjavík, stóð fyrir opnum fundi á Hótel Borg í gær, þar sem boðuð var stofnun nýs borg- arafélags, sem mun ganga til liðs við Nýjan vettvang í borgarstjómarkosn- ingunum. Þá mun vera ákveðið að Ásgeir taki sæti á lista Nýs vettvangs. Fundurinn var fjölmennur og það vakti athygli að meðal fundaimanna vom þau Oli Þ. Guðbjartsson, varaformaður Borgaraflokksins, og Aðalheiður Bjam- freðsdóttir, þingmaður flokksins í Reykjavík. Með öðrum orðum, á fund- inum var meirihluti þingflokks Borgara- flokksins, einungis vantaði Guðmund Ágústsson formann þingflokksins og Júlíus Sólnes, formann Borgaraflokks- ins. I ljósi þess að kjördæmisráð flokks- ins í Reykjavik hefur óskað eftir fjár- stuðningi ffá þingflokknum vegna ffam- boðs til boigarstjómar, hlýtur sú spum- ing að vakna eftir þennan fund, hvort meirihluti sé fyrir slíkum stuðningi inn- an þingflokksins. Beiðni Reykjavíkurfélagsins var tekin fyrir á ftmdi þingflokksins sl. miðviku- dag. Þar var ákveðið að beiðnin yrði tek- in til jákvæðrar athugunar þegar ffam- boðið lægi fyrir, ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun. Það virðist ljóst að Ás- geir Hannes og Aðalheiður munu leggj- ast gegn því að þingflokkurinn styrki framboðið, en Guðmundur Ágústsson og Júlíus Sólnes vera því hlynntir. Gangi það eftir veltur framboð flokksins í Reykjavík á atkvæði Ola Þ. Guðbjarts- sonar, en samkvaant heimildum Tímans er ekki til staðar virkt tekjujöfhunarkerfi hjá flokknum og þess vegna hæpið að fara út í ffamboð, sem gæti kostað á annan tug milljóna án þess að hafa tryggt fjármagn á bak við það. Þing- flokkurinn mun væntanlega ekki taka af- stöðu í þessu máli fyrr en eftir páska þegar fyrir liggur hveijir munu verða á lista flokksins í Reykjavík. Fari hins vegar svo að Óli Þ. Guðbjartsson greiði atkvasði gegn þvi að kjördæmisráðið í Reykjavík verði styrkt, verður það að túlkast sem sigur fyrir Ásgeir Hannes, en ósigur formanns flokksins og for- manns þingflokksins. En það er víðar ágreiningur en í Reykjavík. Kjördæmisráð Borgara- flokksins á Vestfjörðum hefur eins og það leggur sig sagt sig úr flokknum ffá og með deginum í gær. Samkvæmt heimildum Tímans er þar um persónu- legan ágreining að ræða, tengdan máli Jóns Oddssonar hrl. Af þessu er ljóst að flokkurinn á í verulegri tilvistarkreppu um þessar mundir og óvíst að hann lifi hana af. Aðrir vilja ganga lengra og segja að Boigaraflokkurinn hafi í raun klofnað þegar valið var í bankaráð Bún- aðarbankans á dögunum og Guðmundur Ágústsson laut í lægra haldi fyrir Aðal- heiði Bjamffeðsdóttur. Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar, var ftíndarstjóri á Hótel Boig í gær. í kjölfar þess komst sú saga á loft að ,Jakinn“ væri einn af vamtan- legum kandídötum Nýs vettvangs gegn íhaldinu í borgarstjóm. Þessu neitaði Guðmundur í samtali við Tímann í gær og sagði nærvem sína á ftíndinum ein- ungis hafa verið persónulegan greiða við vin sinn Ásgeir Hannes Eiríksson. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.