Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 10
22Tíminn Laugardagur 31. mars 1990 DAGBOK Guðlaug Uaría Bjarnadóttir og Þórdís Arnljótsdóttir í hlutverkum sínum í „Hjartatrompet" eftir Kristínu Ómars- dóttur Islenska leikhúsiö: HJARTATROMPET - 2. sýning í kvöld íslenska leikhúsið frumsýndi s.l. fimmtudag „Hjartatrompet" eftir Krist- ínu Ómarsdóttur rithöfund. Kristín hlaut I. verðlaun t leikritasamkeppni Þjóðleik- hússins fyrir einþáttunginn „Draumar á hvoifi", en hann var sýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins 1987. Pétur Einarsson leikstýrir þessu verki. íslenska leikhúsið er nýstofnaður at- vinnuleikhópur, sem hefur að markmiði að setja upp íslensk verk. Leikarar eru: Guðlaug María Bjarna- dóttir, Halldór Björnsson, Þórarinn Ey- fjörð og Þórdís Arnljótsdóttir. Halla Helgadóttir er búningahönnuður og Ingi- leif Thorlacius leikmyndatciknari. Sýnt er í „Leikhúsi Frú Emilíu", Skeif- unni 3C. 2. sýning er í kvöld, laugard. 31. mars. Næstu sýningar eru á morgun sunnudag 1. apríl og á fimmtud.nk. Símanúmer fslenska leikhússins er 679192. Hótel Lind hefur tekið upp þá ný- breytni að sýna verk ungra myndlistar- manna í veitingasal hótelsins. Anna Gunnlaugsdóttir er sú fyrsta sem sýnir verk þar og mun hennar sýning standa yfir til 27. maí nk. Flest málverkin eru unnin á Kýpur í febr.-apríl á síðasta ári. Anna Gunnlaugsdóttir útskrifaðist úr Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, laugardag. Kl. 14:00 frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 dansað. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 31. mars kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomn- ir. Fundur Kvenfélags Háteigskirkju Kvenfélag Háteigskirkju heldur fund þriðjudaginn 3. apríl kl. 20:30 í Sjó- mannaskólanum. Gestur fundarins verð- ur biskupsfrúin Ebba Sigurðardóttir og mun hún segja frá ferð þeirra hjóna sl. haust til Brasilíu. Einnig verða kaffiveit- ingar. „Gallerí Einn • Einn“ Sýning á málverkum og teikningum Kristbergs Péturssonar í Gallerí Einn - Einn, Skólavörðustíg 4A stendur til og með 8. apríl. Sýningin er opin daglega kl. 14:00-18:00. Lúðrasveit Verkalýðsins í Langholtskirkju Lúðrasveit Verkalýðsins heldur tón- leika í Langholtskirkju í dag, laugardag- inn 31. mars kl. 17:00. Stjórnandi er Jóhann Ingólfsson. Á efnisskrá eru lög eftir Jónatan Ólafs- son, Jón Múla Árnason, Sigfús Einars- son, Árna Björnsson, Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Sveinbjörn Svein- björnsson, Karl O. Runólfsson, Sousa, W. Rimmer, Rimsky-Korsakoff og A. Matt. Tónleikarnir eru öllum opnir og að- gangur ókeypis. Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðs- þjónusta kl. 14:00. Þriðjudag cr föstu- guðsþjónusta kl. 20:30. Orgellcikari Pa- vel Smid. Cecil Haraldsson málaradeild Myndlista- og handtðaskóla íslands 1978. Hún dvaldi í París veturinn 1978-’79 við nám í Ecole des supereurdes Bcaux arts. Lauk námi úr auglýsingadeild MHÍ vorið ’83.Anna hefur haldið þrjár einkasýningar og auk þess tekið þátt í nokkrum samsýningum. Daglegur sýningartími fylgir opnunar- tíma veitingasalarins. Kvikmynd eftir Rjazanov sýnd í MÍR Sunnud. 1. apríl kl. 16:00 verður sov- éska kvikmyndin „Grimmileg ástarsaga“ sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Kvik- mynd þessi er byggð á einu verka rúss- neska leikskáldsins Ostrovskís. Leikstjóri er Rjazanov, einn kunnasti kvikmynda- leikstjóri Sovétríkjanna, en hann kom til íslands í nóvembermánuði sl. í tilefni sovéskrar kvikmyndaviku, sem þá var haldin í Regnboganum. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns: Elísabet Waage og Peter Verduyn Lunel leika á flautu og hörpu Elísabet Waage og Peter Verduyn Lunel Italda tónleika á vegum Musica Nova í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20:30. Á efnissk- ránni er tuttugustu aldar tónlist eftir Jón Nordal, Henk Badings, Robert Dick, Bernard Andrés, Willem Frederik Bon og Isang Yun. Verk Jóns Nordal „Nætur- ljóð á hörpu”, sem hann samdi sérstak- lega fyrir Elísabetu er nú flutt í fyrsta sinn á Islandi. Elísabet Waage stundaði nám við Tón- listarskólann i Reykjavík á píanó hjá Halldóri Haraldssyni og hörpu hjá Mon- iku Abendroth. Að loknu píanókennara- prófi hélt hún til Hollands þar sem hún stundaði framhaldsnám í hörpuleik já Edward Witsenberg við Konunglega Tónlistarháskólann í den Haag. Hún lauk kennaraprófi 1985 og einleikara prófi 1987. Elísabet hcfur komið fram á tón- leikum á íslandi, í Hollandi, Noregi og Wales og hefur gert hljóðritanir fyrir íslenska ríkisútvarpið. Peter Verduyn Lunel lærði á þverflautu hjá Paul Loewer og seinna hjá fleiri tónlistarkennurum. Jafnframt því að spila ýmiss konar kammertónlist er hann reglu- legur gestur í mörgum þýskum hljóm- sveitum, svo sem Múnchener Bach Col- legium og Heidelberg Kammerorkest. Saman mynda þau Elísabet og Peter „dúó“ og koma reglulega fram á vegum stofnunarinnar „Young Musician” sem er undir verndarvæng Yehudi Menuhins. Markmið stofnunarinnar er að koma ungu tónlistarfólki á framfæri. Síðastliðið sumar komu þau fram á Sumartónleikum í Skálholti. Listasafn Sigurjóns: Dagskrá um Ijóð Jónasar Hallgrímssonar á sunnudag Sunnud. 1. apríl verður bókmennta- dagskrá í Listasafni Sigurjóns og hefst hún kl. 15:00. Þá verður fjallað um nokkur Ijóð eftir Jónas Hallgrímsson, en leitað hefur verið til fjögurra einstaklinga og þeir beðnir að velja sér Ijóð og túlka það. Þetta eru: Bcrgljót Kristjánsdóttir kennari og bókmcnntafræðingur, Kristj- án Árnason skáld og bókmenntafræðing- ur, Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur og Þórarinn Eldjárn rithöfund- ur. Erlingur Gíslason leikari mun flytja þessi Ijóð Jónasar. Umsjón með dagskrá hafa þeir Páll Valsson og Guðmundur Andri Thorsson. Síðastliðna tvo vetur hefur Listasafn Sigurjóns boðið upp á fjölbreyttar bók- menntadagskrár einu sinni í mánuði og verður þetta síðasta dagskráin á þessum vetri. Örn Ingi sýnir í FÍM Örn Ingi frá Akureyri opnar sýningu á máluðum myndverkum í FÍM salnum við Garðastræti í dag, laugardaginn 31. mars kl. 14:00. Örn Ingi hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis og er þetta 20. einkasýning hans. Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Tónafórn J.S. Bachs á upprunaleg hljóð- færi í Skálholts- og Kristskirkju Helgina 31. mars og 1. april verður Tónafórn J.S. Bachs flutt á upprunaleg hljóðfæri á tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir verða í Skálholtskirkju á laugard. kl. 20:30, en þeir seinni í Krists- kirkju í Revkjavík á sunnudagskvöld kl. 20:30. Flytjendur eru: Helga Ingólfsdóttir, sem leikur á sembal, Kolbeinn Bjarnason á barokkflautu, Ann Wallström og Liija Hjaltadóttir, leika á barokkfiðlur og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á gömbu. Sömu flytjendur fluttu Tónafórnina á Sumartónleikum í Skálholtskirkju á sl. sumri og var það að öllum líkindum frumflutningur verksins hér á landi. Útivist um heigina Sunnud. 1. apríl verður Gönguskíöa- ferð. Gengið verður frá Þingvöllum eftir gamalli þjóðleið, svokölluðum Leggja- brjót yfir í Botnsdal í Hvalfirði. Brottiör kl. 10:00 frá Umferðarmiðstöð - bensín- sölu. Stansað við Árbæjarsafn. Grænadyngja - Sog. Sunnudaginn 1. apríl. Brottför kl. 13:00 frá Umferðar- miðstöð-bensínsölu. Ferðakynning: Næstu tvær helgar 31. mars-1. apríl og 7. - 8. apríl. Kynning á Útivist á 15 ára afmæli Ferðafélagið Útivist stendur fyrir kynn- • ingu á ferðum félagsins á Umferðarmið- stöðinni við Vatnsmýrarveg næstu tvær helgar. Kynnt verður ferðaáætlun félags- ins fyrir þetta ár, 1990: Dagsferðir, kvöld- ferðir, helgarferðir, páskaferðir, hvíta- sunnuferðir, sumarleyfisferðir og svo framv. Tilboð til allra 15 ára: I tilefni af fimmtán ára afmælis félagsins býður Útivist jafnöldrum sínum - öllum 15 ára - í fríar síðdegisferðir í vor og sumar. Örn Ingi við vinnu sína á vinnustofu Undanfarin ár hefur Örn Ingi unnið að þáttagerð, bæði fyrirútvarp og sjónvarp og er mörgum að góðu kunnur fyrir það. Sýning hans stendur til 17. apríl og er hún opin kl. 14:00-18:00 alla daga. Listaklúbbur NFFA á Akranesi frumsýnir „ÍMYNDUNARVEIKINA“ í kvöld, laugard. 31. mars kl. 20:30 frumsýnir Listaklúbbur Nemendafélags Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi (NFFA) gamanleikritið ímyndunarveik- ina eftir franska leikritaskáldið Moliére. Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir, en yfirumsjón með búningum og leikmynd hefur Helena Guttormsdóttir. í uppsetningu á leikritinu er „tíma- leysi“ látið ráða, en ekki bundið við neitt sérstakt tímaskeið. Miðapantanir eru í síma 93-12744 eftir kl. 18:00 sýningardagana. Önnur sýning er á mánudag 2. apríl kl. 20:30 og 3. sýning þriðjud. 3. apríl kl. 20:30. Hafnarborg um helgina í Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar stendur nú yfir sýning á málverkum úr Safni Hafnarborgar. Sýn- ingin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Sýningin stendurtil 16. apríl. Tónlist í Hafnarborg: Sunnud. 1. aprílkl. 15:30 verða haldnir tónleikar í Hafnarborg á vegum Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar og Hafnarborgar. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröð sem þessir aðilar gangast fyrir fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Á tónleikunum nú 1. apríl koma fram þeir Stefán Ómar Jakobsson básúnuleik- ari og Helgi Bragason orgelleikari. Þeir flytja verk eftir Johann frá Lublin, Henry Purcell, J.P. Kirnberger, J. S. Bah og J. E. Galliard. Laugardagsferð F.í. 31.mars kl.13 Árstíðarferð í Viðey. Ferðafélag ís- lands fer í Viðey kl. 13:00. Gengið um eyjuna og hugað að sögu og örnefnum. Kaffistopp í Viðeyjarnausti. Góð leið- sögn. Brottför frá Viðeyjarbryggju, Sundahöfn. Far 500 kr. en frítt er fyrir börn undir 12 ára aldri í fylgd fullorðinna. MINNING Hjónaminning: Guðný Einarsdóttirog Hálfdán Arason Fædd 21. ágúst 1892 Dáin 24. mars 1990 Fæddur 16. mars 189 Dáinn 30. ágúst 1981 Mig Iangar í fáum orðum að minn- ast ömmu og afa í Odda. Amma mín, Guðný Einarsdóttir, var dóttir hjón- anna Einars Þorvarðarsonar frá Bakka á Mýrum og Ingunnar Jóns- dóttur frá Odda í sömu sveit. Hún bjó þar sín æskuár til 1907 að hún fluttist ásamt foreldrum sínum að Brunnhóli í sömu sveit. Hún var elst af sex systkinum sem upp komust og eru 4 enn á lífi. Afi minn, Hálfdán Arason, var son- ur hjónanna Ara Hálfdánarsonar frá Fagurhólsmýri, Öræfúm, og Guðrún- ar Sigurðardóttur frá Kvísketjum í sömu sveit. Af sjö systkinum var hann yngstur ásamt Helga, en þeir voru tvíburar. Afi fæddist á Fagur- hólsmýri og bjó þar sín uppvaxtarár. Amma og afi giftu sig 29.6.1919 og bjuggu sin fyrstu búskaparár á Fagur- hólsmýri en árið 1922 fluttu þau að Bakka á Mýrum. Þau eignuðust 5 böm sem öll em á lífi. Talin í réttri röð: Einar, f. 4.6.1920, ókv. Ari, f. 30.5.1922, ókv. Inga, f. 30.1.1924, gift Eiríki Júlíussyni og eiga þau tvö böm. Guðrún, f. 30.1.1928, gift Svavari Vigfússyni sem er látinn og eignuðust þau fjögur böm. Helgi, f. 30.1.1928, giftur Vilborgu Einars- dóttur og eiga þau þijár dætur. Arið 1947 hættu þau búskap að Bakka og byggðu sér hús sem nefnt var Oddi, nú Svalbarð 3, Höfh. Afi vann fyrstu árin almenna verka- mannavinnu, einkum þó við ýmiss konar smíðar. Eftir að synir hans stofhsettu Vélsmiðjuna Ás var hann starfsmaður þar og siðar hjá Vél- smiðju Homafjarðar. Húsið þeirra er staðsett í grennd við bamaskólann. Mínar fyrstu minning- ar um ömmu og afa em hve stutt var frá heimili okkar til þeirra og eftir að skólagangan hófst var gott að koma þar f ffímínútum og þiggja hressingu. Alltaf var gott að koma í Odda og ekki minnist ég þess að þau afi hafi nokkum tíma skipt skapi hvemig sem látið var. Ófáar ferðimar var far- ið út á verkstæðið til að fá hluti lag- færða, s.s. hjól og fleira. Marga vetur fór ég með afa á laugardögum upp í kirkju kl. 18 en þá var kirkjuklukk- unum hringt, en hann var meðhjálp- ari Hafnarkirkju um langt árabil. Amma og afi vom ákaflega sam- rýmd og hlý, bæði hvort við annað og við okkur bamabömin. Afi var grannvaxinn og vel í meðallagi hár, hann var afskaplega handlaginn og gat smíðað flest sem honum datt í hug, hvort heldur í jám eða tré. Amma var fríð og nett kona, henni féll sjaldan verk úr hendi og marga vettlingana rétti hún okkur ásamt fleim. Síðustu árin hennar var minn- ið farið að gefa sig, en hún var vel á sig komin og hafði fótavist ffam yfir áramótin 1990. Síðustu árin nutu þau aðstoðar ffá Þorbjörgu systur ömmu, en hún var búsett hjá þeim ffá 1963. En einkum aðstoðuðu þær Guðrún og Inga við heimilisstörfm síðustu árin. Bamabömin þeirra em 9 og bama- bamabömin 22. Nú þegar hugurinn hefúr reikað aft- ur til hlýrra minninga um ömmu og afa hugsa ég til þess að nú em þau saman á ný. Elsku amma og afi, hafið þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu ykk- ar. Laufey Helgadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.