Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 4. apríi 1990 Kjöt á bók frá Menningarsjóði Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefúr gefið út leikritíð Kjöt, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikrit þetta var fiumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 26. janúar sl. Leikritið gerist í Kjötbúð og eru per- sónur þess sjö talsins. Þessi útgáfa er fjórða leikritið í ritröð Menningarsjóðs Islensk leikrit, en áður hafa komið út hjá forlaginu „Dansleikur", eftir Odd Bjömsson (1983); „Týnda teskeiðin" eftir Kjartan Ragnarsson (1988); og „Haustbrúðuri' eftir Þórunni Sigurðar- dóttur. Útgáftmefiid „íslenskra leikrita skipa þeir Úlfiir Hjörvar frá Mennta- málaráði, Stefán Baldursson frá Leik- listarráði og Ámi Ibsen frá Leikskálda- félaginu. Kjöt er 84 bls. og er útgáfan unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar og kápu gerði Sigurður Öm Brynjólfsson. -BG Ólafur Haukur Símonarson Norrænir bankamenn þinga um bylgju bankasameininga um öll Norðurlönd: Verkfallssjóðir vænir nema hér Sú bylgja í samruna bankastofnana sem gengiö hefur yfir um öll Norðurlönd undanfarin misseri er höfuðbiðfangsefni sér- stakrar ráðstefnu er Norræna bankamannasambandið heldur í Reykjavík. Ráðstefnan verður daginn eftir stjórnarfund Nor- ræna bankamannasambandsins (NBU) sem verður haldinn á Hótel Sögu 4. apríl n.k. Á stjómarfimdinum verður m.a. fjallað um hið árlega trúnaðarmannanámskeið NBU, sem nú verður haldið í fýrsta sinn hér á landi — á Hótel Örk í Hveragerði 11. til 16. júní í sumar. Jafnframt hyggj- ast menn leita eftir þvi hvort einhvem lærdóm megi draga af margra vikna verkfollum bankamanna í Svíþjóð og Finnlandi fýrr á þessu ári. Ráðstefhuna, sem haldin verður 5. apr- íl, sækja auk 25 stjómarmanna, 15 full- trúar sem boðið var til fimdarins vegna sérþekkingar sinnar á sameiningarmál- um eða starfa á vegum bankamanna- sambandanna í tenglsum við þessi sam- einingarmál. Þar verður m.a. fjallað um afleiðingar bankasamruna fýrir starfs- mcnn bankanna og stéttarfélög þeirra. Félagsmenn NBU telja nú nær 170.000 hvar af um 3.800 em í Sambandi ís- lenskra bankamanna. Sambandið ræður m.a. yfir öflugum sameiginlegum verkfallssjóði. í þeim sjóði eru nú rösklega 1,3 milljarðar sænskra króna (13 milljarðar ísl.kr.), hvar af 100 millj. sænskra króna era ávalt lausar til útboigunar ef til vinnu- deilu kemur hjá einhveiju aðildarsam- bandanna. Sænskir bankamenn fengu td. um 100 millj. skr. að láni úr þessum sjóði í veikfalli sínu í febrúars.l. Eign íslenskra bankamanna í verkfalls- sjóði er með eindæmum rýr borið saman við hin Norðurlöndin. Eignir verkfalls- stjóra danskra bankamanna vora hlut- fallslega mestar, um 10.200 sænskar krónur að meðaltali á hvem félagsmann. Á sama tíma var verkfallssjóður is- lenskrabankamannaum71 sænskkróna á hvem félagsmann SÍB (en mun að vísu hafa þrefaldast síðan). Á hinum Norðurlöndunum var í verkfallssjóðum frá 4.300 til 7.900 sænskar krónur á hvem félagsmann, þ.e. að lágmarki 60 sinnum hærri upphæð heldur en í sjóði SIB. - HEI Helstu fylkingar innan Nýs Vettvangs með þriðjung frambjóðenda hver: 23 ERU í FRAMBOEN Alls gáfu 23 einstaklingar kost á sér í prófkjöri framboðs Nýs vettvangs en framboðsfrestur rann út á mið- nætti sl. laugardag. Framoðið hefur sótt um listabókstafinn „H“ sem auðkenni 1 kosningunum. Að þessu framboði standa nokkrar fylkingar sem era í fýrsta lagi Fulltrúaráð al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík. í öðru Alþýðubandalags fólk þ.e. ÆFR, Félag ungra alþýðubandalags- manna, Reykjavíkurfélagið og svo fjölmargir einstaklingar úr stjóm- málafélaginu Birtingu. í þriðja lagi nýstofnuð samtök um borgarmál með Ásgeir Hannes í broddi fylking- ar. í fjórða lagi era það Samtök um Nýjan Vettvang sem framboðið dregur nafn sitt af. Svo virðist sem frambjóðendur skiptist nokkuð jafht í þrjá hópa, þannig að u.þ.b. þriðj- ungur eru yfirlýstir Alþýðuflokks- menn, þriðjungur Alþýðubandalags- menn og þriðjungur hefur ekki verið kenndur við flokka eða koma úr Borgaraflokknum í gegnum Samtök um borgarmál. Prófkjörið fer ffam 7. og 8. apríl og er kosning bindandi í átta efstu sætin en uppstillingamefnd raðar í sætin ffá 9-30. Sæti á listanum felur jafn- framt í sér sæti í borgarmálaráði framboðsins sem starfa mun eftir kosningamar. Þessir gefa kost á sér. Aðalsteinn Hallsson, félagsmálafulltrúi, f. 1960; Ámundi Ámundason, markaðsstjóri, f. 1945; Ásgeir Hannes Eiríksson, alþingismaður, f. 1947; Bjarni P. Magnússon.borgarfulltrúi, f. 1948; Egill Helgason, blaðamaður, f. 1959; Gísli Helgason, tónlistarmaður, f. 1952; Guðmunda Helgadóttir, fangavörður, f. 1933; Guðrún Jóns- dóttir, arkitekt,f. 1935; Gunnar H. Gunnarsson, verkffæðingur, f. 1942; Gylfi Þ. Gíslason, nemi, f. 1963; Hlín Daníelsdóttir, kennari.f. 1944; Hrafn Jökulsson, rithöfundur, f. 1965; Hörður Svavarsson, fóstra, f. 1960; Jón Baldur Lorange, nemi, f. 1961; Kristín Dýrfjörð, fóstra, f. 1961; Kristín B. Jóhannsdóttir, nemi, f. 1959; Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi, f. 1949; Kristrún Guðmundsdóttir, bankastarfsmaður, f. 1953; Margrét Haraldsdóttir, stjómmálafræðingur, f. 1956; Ólína Þorvarðardóttir, dagskrárgerðarm.,f. 1958; Reynir Ingibjartsson, framkvstj.,f. 1941; Skjöldur Þor- grímsson, sjómaður, f. 1928. - BG Gallerí Borg í Reykjavík: Dali á uppboði Meðal mynda sem boðnar verða upp á listmunaupboði GaUeri Boigar í Reykja- vik annað kvöld veiður grafik- mynd eftír Salvador Dali. Myndin heitir ,Jvlose“ og er 40x25 cm á stærð. Samkvæmt upplýs- ingum frá Gallerí Boig lét eigandi mynd- arinnar kanna, á yfirlitssýningu á veikum Dalis í Loisanasafninu í Humlebæk í Danmörku hvort um upprunalega mynd vasri að ræða og reyndist svo vera og fýlg- ir vottoið um það með myndinni. Galleri Boig hefeur eftír uppboðshúsum í Dan- möiku að verðmæti myndarinnar sé um 25.000 d.kr. eða um 2,3 til 2,4 milljónir ísl. króna. Þá verður einnig boðin upp á fimmtu- dagskvöld tveggja alda gömul tniarmynd fra Tíbet ank mynda eftir helstu málara ís- lendinga, s.s.Kjarval, Jón Stefansson, Ás- grim Jónsson, Nínu Tiyggvadóttur, o.fl. Trúnaðarbréf afhent Helgi Ágústsson, sendiherra afhenti hinn 28. mars sl. Beatrix drottningu trúnaðarbréf sitt, sem sendiherra íslands í Hollandi með aðsetur í Lundúnum. Verðlaunahafar veita verðlaunum vlðtöku á Kjarvalsstöðum. —.Timamynd: Aml TILLAGA UM MUR í GELDINGANESI Kynntar hafa veríð niðurstöður úr verðlaunasamkeppni um skipulag á Geldinganesi. Fyrstu verðlaun fékk tillaga arkitektanna Hróbjarts Hróbjartssonar, Richards Ólafs Brí- em, Sigríðar Sigþórsdóttur og Sig- urðar BjörgúHssonar. f tiliögunni er gert ráð fyrir að byggður veröi svo- kallaður múr á miðju Geldinganesi sem myndaður verði af íbúðar-, verslunar- og þjónustubyggingum. Aðalskipulag Reykjavíkur 1984- 2004 sýnir Geldinganesið að mestu sem framtíðaríbúðasvæði, þó að hluta ætlað til atvmnustarfsemi. Vegna hinn- ar hröðu þróunar borgarinnar til norð- urs mátti ætla að Geldinganesið bygg- ist e.t.v. fýrr en aðalskipulagið gerði rað fýrir og því var það að borgarráð ákvað að efna til hugmyndasamkeppni lun skipulag á Geldinganesi. Keppendum í samkeppninni vora gefnar mjög frjálsar hendur hvað varðaði þéttleika byggðar eða fjölda húsa. Gefnar vora almennar ábending- ar um göngustíga, gatnakerfi, almenn- ingsvagnaþjónustu og fleira. Alls bárast 30 tillögur í keppnina. Fimm tillögur fengu viðurkenninguna „athyglisverð tillaga". Fjórar voru keyptar fýrir 301 þúsund krónur hver. Þriðju verðlaun og 903 þúsund krónur fengu arkitektamir Ómar Þór Guð- mundsson, Mark Mac Farlane og Öm Sigurðsson. Önnur verðlaun og 2.107 þúsund fengu Guðmundur Gunnars- son, Sveinn ívarsson og Pálmi Guð- mundsson. Fyrstu verðlaun og 3.010 fengu arkitektamir Hróbjartur Hró- bjartsson, Richard Ólafur Briem, Sig- riður Sigþórsdóttir og Sigurður Björg- úlfsson. í umsögn dómnefhdar um verðlauna- tillöguna segir: „Styrkur tillögunnar felst í einfaldri meginhugmynd sem er lipurlega útfærð og skilar góðum ár- angri. Umferðarkerfið er gott en nokk- uð umfangsmikið og strandvegurinn umhverfis nesið svo og húsagötur fýlgja landinu eðlilega. Götum sem liggja frá tengibraut að miðkjama er ekki ætlað nægilegt rými. Athafna- svæði í tengslum við viðlegukant að sunnanverðu er vel leyst. Gengið er á borgarvemdaða svæðið og aðkoma er ekki aðlaðandi. Múrinn á háhryggnum með margvíslegri þjónustu er skemmtilega hugsaður og skólar era vel staðsettir. íþróttasvæðið er ekki vel staðsett þegar litið er til þess að að- gangur almennings að slíkum svæðum er takmarkaður." -EÓ Skólatorg heítir mikið svæðl innan múrsins, en þar verður m.a. skóli og garður með trjágróðri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.