Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miövikudagur 4. apríl 1990 Sýning Skurðlistarskóla Hannesar Flosasonar Sýning á tréskuröarverkum nemenda Hannesar Flosasonar myndskurðarmeist- ara verður í smíðahúsi Hlíðaskóla við Hamrahlíð í 'Reykjavík laugardaginn 7. apríl kl. 14:00-18:00. Á sýningunni verða menn að störfum við tréskurð. Skurðlistarskóli Hannesar hefur starf- að frá árinu 1972. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Miðvikudaginn 4. apríl verða Há- skólatónleikar í Norræna húsinu kl. 12:30. Að þessu sinni koma fram flautulcikar- arnir Bernharður Wilkinson, Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau. Þau hafa hvert um sig vcrið virkir tónlistar- menn í Reykjavík á undanförnum árum, bæði sem hljóðfæraleikarar og kennarar. Þau hafa spilað saman í ýmsum kammer- hópum og hljómsvcitum, en þetta eru .. r kv/r\i\\Jvi i «r» r- Framsóknarfólk N-Eystra Ráðstefna til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum 1990 Fundarstaður: Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri Tími: Laugardagur 7. apríl 1990, kl. 13:00-18:00 Dagskrá: Kl. 13:00-13:30 “ 13:30-13:45 “ 13:45-14:00 14:00-14:15 14:15-14:30 14:30-15:30 15:30-16:00 16:00-16:30 16:30-17:30 17:30 Skráning Setning Hákon Hákonarson, form. KFNE Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga - Tekjustofnar sveitarfélaga Guðný Suerrisdóttir Verkaskipting - skólamál Valgarður Hilmarsson Verkaskipting - heilbrigðismál Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðh. Fyrirspurnir og almennar umræður Kaffihlé Undirbúningur kosninganna Valgerður Sverrisdóttir Fyrirspurnir og almennar umræður Ráðstefnuslit Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðh. Ráðstefnustjóri: Jakob Björnsson GuömundurG. Alexander Davíð Akurnesingar, nærsveitamenn Stóriðja og Hvalfjarðargöng er fundarefni laugardaginn 7. apríl kl. 14 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Frummælendur: Guðmundur G. Þórarinsson Alexander Stefánsson Davíð Alexandersson Allir velkomnir Framsóknarfélögin Akranesi Til sölu Tveggja ára 38 rúmm. fjölhnífavagn, meö hliðar- mötun í blásara. Upplýsingar í síma 95-38263 fyrstu tónleikar þeirra sem flaututríó. Á efnisskránni eru verk eftir J.B. Boismortier (1691-1755), Gaspard Kummer (1795-1870), Martial Nardeau (f. 1957) og Henri Tomasi (f. 1901). Verk Martial Nardeau, Pastorale, er í þremur köflum og verður frumflutt á tónleikun- um Háskólafyrirlestur um Bellman í Norræna húsinu Bo Arne Skjöld, fyrrum lektor við Kennaraháskólann í Stokkhólmi flytur opinberan fyrirlestur í boði Heim- spekideildar Háskóla Islands og Norræna hússins fimmtudaginn 5. apríl kl. 20:30 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist „Carl Michael Bellman 250 ár“ og verður fluttur á sænsku. Bo Arne Skjöld hefur starfað sem lektor í sænsku, fyrst í ýmsum mennta- skólum í Stokkhólmi, en u.þ.b. síðustu 25 árin við Kennaraháskólann í Stokk- hólmi. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að höfuðskáldi Svía, Carl Michael Bellman. Einnig hefur hann stundað rannsóknir á því, hvernig megi bæta kennsluaðferðir til að ná virkri þátttöku nemenda í tímum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. EDI-félagið og ICEPRO halda aðalfund Aðalfundur EDI-félagsins og ICEPRO verður haldinn fimmtudaginn 5. apríl að Hótcl Sögu. Á fundinum, um kl 15:20, mun Hollendingurinn P.J. Munsterman flytja erindi, sem fjalla mun um reynslu Hollendinga af skjalaluusum viðskiptum með tölvum. Hér er einstakt tækifæri fyrir fólk að kynnast stöðunni í þessum málum hjá öðrum þjóðum. Stjórn EDI-félagsins ECEPRO Sumarferð MlR til Sovétríkjanna Undanfarin ár hefur félagið MÍR, Mcnningartengsl Islands og Ráðstjórnar- ríkjanna, skipulagt hópferðir til Sovét- ríkjanna. ( ár verður farin slík hópferð á vegum MfR dagana 4.-21. ágúst. Flogið verður með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og gist þar eina nótt, en haldið morguninn eftir með Aeroflot, sovéska flugfélaginu, til Leningrad. Þar býr hópurinn á hóteli í miðborginni frá 5. til II. ágúst ogverðaskipulagðarskoðun- arferðir hvern dag. Síðan er flogið II. ágúst til Kherson í Ukraínu, borgar við ósa Dnépr-fljóts og dvalist þar til 14. ágúst og einnig farnar skoðunarferðir. Þá er lialdið með bifreið vestur á bóginn, um Odessa við Svartahaf, til Kishinjov, höf- uðborgar Moldavíu. Dvalist þar til 18. ágúst. en þá flogið til Moskvu. Bæði í Kishinjov og Moskvu verða farnar skoð- unarferðir. Heim verður haldið um Kaup- mannahöfn frá Moskvu 21. ágúst. FREYR 86. árg. 2.tbl. Búnaðarblað ( 2. tölublaði þessa árgangs af Frey er ritstjórnargrein, þar sem grcint er frá breytingum á búreikningum bænda vegna virðisaukaskatts. Þá er rætt við Pál Richardson, formann Félags ferðaþjón- ustu bænda: Gistiflakkarakerfið reynist vel er fyrirsögn viðtalsins. Ketill A. Hannesson skrifar: Leiðbeiningar um bókhald og önnur grein er sem nefnist Átak í bókhaldsmálunt bænda. Eölileg hlutdeild nautakjöts í kjötfram- leiðslunni er eftir Ólaf E. Stefánsson, BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík Árshátíð Félags eldri borgara veröur haldin á Hótel Sögu miðvikudaginn 11. apríl n.k. Upplýsingar og miðapantanir á skrifstofu félagsins. Sími 28812. 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar nautgriparæktarráðunaut. Þá er ferða- saga eftir Eirík Helgason um ferð til Tékkóslóvakíu sl. sumar. Sagt er frá afgreiðslu mála frá Framleiðsluráði land- búnaðarins og birtir eru kynbótadómar hrossa vorið 1990. Forsíðumynd er frá Hléskógum í Grýtubakkahreppi. Bjamti 84. árg. I.tbl. Kristilegt tímarit Af efni í fyrsta tölublaði Bjarma má m.a. nefna forsíðugreinina eftir ritstjór- ann Gunnar J. Gunnarsson: Ertu sof- andi? Þá er hugleiðing eftir Jón Viðar Guðlaugsson: Hann kemur til dyra. Þór- arinn Björnsson, guðfræðingur og framkv.stj. Landssambands KFUM og KFUK skrifar: Austangolan og andblær dauðans. Hann ræðir þar ástandið í ísrael. „Við höfum eignast bræður og systur," er fyrirsögn á bréfi frá Kenýu. Vitnisburður Vilborgaf Jóhannesdóttur í þessu blaði nefnist: Jesús dó fyrir mig. Ada Lum er í viðtali við Bjarma, en hún er frá Hawaii. Viðtalið nefnist: Konan sem gerir Bihlíuna lifandi. Fleiri þýddar greinar cru í blaðinu. Þá segir Skúli Svavarsson frá kristniboði í Eþíópíu og niargar fréttir eru af félagsstarfinu. 8«I. thl.^an.-ftbr. BÓKASAFNIÐ14. árg. Út er komið tímaritið Bókasafnið 14. árg. 1990. Að útgáfu blaðsins standa Bókavarðafélag (slands, Félag bókasafns- fræðinga og bókafulltrúi ríkisins. Mikill hluti blaðsins er helgaður ungu kynslóðinni, bóklestri og bókmenntum. M.a. skrifar Þorbjörn Broddason um Bóklestur og ungntenni, gerð er úttekt á barnabókum síðustu þriggja ára og fjallað er um lestrarárið 1990. Enn fremur eru greinar um siðfræði, stöðu starfsmanna bókasafna og nýja tækni. Blaðið er 64 síður í A-4 broti og er til sölu hjá Þjónustumiðstöð bókasafna. Austurströnd 12. Seltjarnarnesi, í Bók- sölu stúdenta, hjá Sigfúsi Eymundsson og Máli og menningu, Síðumúla. Á forsíðu blaðsins er mynd af Rósu Traustadóttur (t.v.) og Kristínu Jónsdótt- ur á Selfossi Sveitarstjómarmál 50. árg. Forustugrein blaðsins heitir Fjármál sveitarfélaga, þá eru menningarmálin, og er fjallað um Borgarleikhúsið í Reykja- vík. Á forsíðu eru myndir af húsinu, utan og innan. Þá er sagt frá nýju íþróttahúsi á Vopnafirði. fréttir eru frá Landshluta- samtökunum og rætt er í blaðinu um staðsetningu álvers. í þætti um almanna- varnir eru snjóflóð og skriðuföll tekin fyrir. Þá er sagt frá stjórn Hollustuvernd- ar ríkisins og rætt um landsbyggðarþjón- ustu SÁÁ. Ýmsar fleiri greinar eru um sveitar- stjórnarmál, svo sem fyrirhugaðar sveit- arstjórnarkosningar, kjaramál og um- hverfismál. Útgefandi er Samband íslenskra sveit- arfélaga, en ritstjóri Unnar Stefánsson. fréttabréf ÖRYRKJABANDAtAGS (SLANt Fréttabréf Öryrkjabandalags íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaðurFréttabréfs Öryrkjabandalags íslands er Helgi Seljan. Fremst í blaðinu er grein eftir Ásgerði Ingimarsdóttur: Virkir dagar. Þá koma minningargreinar um Odd Ólafs- son, heiðursformann Öryrkjabandalags- ins. Þórey Ólafsdóttir, ritari Ö.B.Í. skrif- ar greinina Flogaveiki. Minnst er 30 ára afmælis Félags heyrnarlausra og er birt hátíðarræða Hauks Vilhjálmssonar, for- manns félagsins. Þá er sagt frá ferð leikhópsins Perlunnar til Bandaríkjanna sl. sumar og margar greinar um félagsmál fatlaðra eru í blaðinu. Fréttabrél urn...■. : ViNNUVERNP Alvarleg vinnuslys skal tilkynna strax ia5* 1 •90 Fréttabréf um VINNUVERND í þessu blaði er greinin: Bitnar hagvöxt- ur á konum? Þá er grein um skýrar reglur um tilkynningu vinnuslysa, sagt er frá árangursríkum vinnustaðafundum með byggingarmönnum. Ýmsar fréttir og greinar um vinnuvernd eru í blaðinu. Ritstjóri þess er Hörður Bergmann, en blaðið er prentað í Prentsmiðjunni Gut- enberg hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.