Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 10. apríl 1990 Verð á veitingahúsa og hótela hækkað langt umfram utanlandsferðir og framfærsluvísitölu: Veitingar og rúm hækkað langt umfram vísitölur Verðlag á veitingahúsum og kaffihúsum, hótelgistingu og hóp- ferðum á íslandi hefur á fimm árum hækkað nær fjórðungi meira heldur en verð á ferðalögum til útlanda og framfærslu- vísitalan, sem raunar hefur hækkað minna en allur þessi ferðakostnaður 1984 til 1989. Svo dæmi sé tekið þýðir þetta að utanlandsferð sem kostaði um 20.000 kr. á meðalverði 1984 hefur hækkað í 59.200 kr. m.v. meðalverð í fýrra. En 20.000 kr. innlendur veitinga, hótel og ferðakostnaður hefur hins vegar á sama tíma hækkað í um 71.500 krónur. Á þessu árabili hefur veitingastöðum og hótel- um í landinu þó fjölgað verulega sem væntanlega hefur leitt til aukinnar samkeppni. Upplýsingar þessar koma fram í áfangaskýrslu ferðamálanefndar sam- gönguráðuneytisins, sem hefur unnið þær upp úr liðnum „Veitingahúsa- og hóteljónusta" í grunni vísitölu fram- færslukostnaðar með útgangspunkti í febrúar 1984. Ef tekið er dæmi um; veitingar, hótelþjónustu og utanlands- ferð sem þá hefði kostað 20.000 kr., hvert um sig, hefúr hækkunin til desem- ber 1989 verið þessi: Veitingar 87.600 kr. Hótel 83.400 kr. Utanlandsferð 71.800 kr. Verðtryggður með vísitölu ffamfærslu- kostnaðar hefur 20 þúsundkallinn hækkað i 68.000 kr. á sama tíma, eða mun minna heldur en öll ffamangreind þjónusta. Hótel og hópferðakostnaður- inn hefur öll þessi ár nema 1985 hækk- að töluvert umfram almennar verð- hækkanir í landinu. Verðlag á veit- inga— og kaffihúsum hefiir sömuleiðis ávalt hækkað talsvert umfram ffam- færsluvísitölu þar til á síðasta ári, að verð á veitingum hækkaði um 5% minna en vísitalan. Verðlag á utanlands- ferðum hefur aftur á móti í stórum drátt- um fylgt verðbólgunni (hækkun fram- færsluvísitölunnar) þar til á síðasta ári að þasr hækkuðu umtalsvert meira. Um 62% flölgun hótelrúma. I skýrslu ferðamálanefndar kemur einnig ffam að haustið 1984 var íjöldi rúma 2.360 á 46 hótelum og gistiheim- ilum. S.l. haust stóðu gestum hins vegar til boða 3.820 rúm á 71 hótel og gisti- heimili sem er um 62% fjölgun. Yfir sumarið voru rúm 6.340 rúm á 118 hót- elum. Vandamálið virðist hins vegar að hótelgestum Qölgar ekki jafn ört og rúmunum. ..en fleiri og fleiri standa auð Tölur um rúmanýtingu ná aðeins til 1988. Þá haíði nýting minnkað úr hátt í 60% sumarið (maí/ágúst) 1984 niður í l.ínurit 6. ÚR VÍSITÖLU FRAMFÆRSLUKOSTNAÐAR 1984 TIL 1989 — Veiiinga og kaffihiis — Feröalög lil úilanda — Framfærsluvísit.alls Efsta línan sýnir hve verðlag á á íslenskum veitingahúsum hefur haekkað langt umfram almennar verðlagshækkanir inn- anlands, þ.e. framfærsluvísitölu, sem er neðra hreina strikið. Daufa strikiö sýnir verðþróun utanlandsferða, sem í stórum dráttum hefur fýlgt vísitölunni þar til á síðasta ári. Þróun hótelkostnaðar hefur hins vegar verið mjög svipuð og á verðlagi hjá veitingahúsunum. kringum 55% árin 1985—87 og síðan niður í rúmlega 50% sumarið 1988. Enda fækkaði þá gistinóttum á hótelum í landinu um 20 þúsund ffá árinu áður á sama tíma og hótelrúmum fór fjölgandi. Nýting rúma á öðrum tímum ársins hafði minnkað nokkru minna en hún var í kringum 30% að meðaltali 1988. Engin flölgun í þijú ár Eftir um áratugs stöðnunartímabil fjölgaði erlendum ferðamönnum stór- lega á árunum 1984 til 1987, þegar um 130 þús. útlendingar lögðu hingað leið sína. hins vegar niáttu hótelhaldarar og veitingamenn horfa upp á það að sú tala hélst nær óbreytt árin 1988 og 1989. Og tölur á fýrstu mánuðum þessa árs virð- ast ekki gefa stórar vonir. Jafnaðarlega gista þessir ferðamenn líka stutt. Samtals gistu útlendingar í kringum 350.000 nætur á á hótelum landsins árin 1987 og 1988, sem þýðir vel innan við 3 nætur á hvem ferða- mann að meðaltali. - HEI Eldsvoði á íslandsskipi í fyrrinótt. írskur skipverji lét lífið: íkveikja. í Norrönu á miöju írlandshafi Aðfararnótt gærdagsins kom upp eldur í Seyöisfjarðarferjunni Norrönu þar sem skipiö var á siglingu á írlandshafi um 34 mílur frá strönd Wales. Einn skipverji lét lífið og 25 manns fengu reyk- eitrun eða meiddust og voru fiutt- ir með þyrlum á sjúkrahús. Meðal þeirra var barnshafandi kona sem flutt var á gjörgæsludeild. Talsmaður Smyril Line, útgerðarfé- lags Norrönu í Færeyjum, Jónfinn Simonsen sagði Tímanum í gær að talið væri víst að kveikt hefði verið í skipinu og allir sem um borð voru hefðu verið undir eftirliti og sætt yfir- heyrslum lögreglu í Pembroke í Wa- les í gær. 219 farþegar og 78 áhafnarmeðlimir voru um borð þegar eldurinn kom upp. Eftir að skipstjórinn hafði sent út neyðarkall kom þyrla frá strand- gæslunni í Wales með 14 slökkviliðs- menn sem, ásamt áhölhinni, tókst að slökkva eldinn áður en skipið náði höfn í Pembroke en þangað var skip- inu snúið. „Það voru engir farþegar í klefunum í þeim hluta skipsins þar sem eldur- inn kom upp. Skipið er einkum notað til að ferja vöruflutningabíla milli Wales og írlands og því ekki þörf fyr- ir allt farþegarými þess. Eldurinn kom upp ffemst í skipinu, undir bíladekkinu. Þama eru um tíu klefar og á þeim hafa orðið verulegar skemmdir af eldinum. Auk þess barst mikill reykur um allt skipið og það verður verulegt verk að hreinsa það og búast má við að skipta þurfi um öll teppi í því,“ sagði Jónfinn Simon- sen hjá Smyril Line. Skipveijinn sem lést í brunanum var írskur. Skipið hefur í vetur verið í leigu hjá útgerðarfyrirtæki sem heitir B&I Lines en að sögn Simonsen eru áhafnarmeðlimir ýmist frá Wales eða Irlandi utan fjóra færeyska menn ffá Smyril Line sem eru til eftirlits. Jónfinn Simonsen sagði að skipið hefði átt eftir um tvær vikur af leigu- tímanum hjá B&I útgerðinni. Þá hefði það átt að fara til viðgerða og viðhalds. Þá biðu skipsins nokkur verkefni, meðal annars sigling frá Alasundi í Noregi til Reykjavíkur áð- ur en sumaráætlun skipsins hæfíst. Ekki var enn ljóst í gær hversu mikl- ar skemmdimar á skipinu væru og hvort af þessum verkefnum gæti orð- ið. „Islandssiglingar Norrönu eiga ekki að byrja fyrr en 2. júní nk. svo ég á ekki von á að bruninn breyti þar neinu um,“ sagði Emil Öm Kristjáns- son framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar, umboðsaðila Smyril Line, útgerðarNorrönu í gær. Aðalverkefni Norrönu em sumar- siglingar milli Islands, Færeyja Nor- egs og Orkneyja yfir sumartímann. Að vetrarlagi er skipið leigt til ým- issa verkefna og í vetur hefur það verið í áætlunarferðum milli Wales og írlands. —sá Ökumaður bifreiðarinnar sem hér sést ók á staur við gatnamót Akrasels og Selásvegar á þriðja tímanum á sunnudag, með þeim afleiðingum að bflllnn valt Maðurinn var fluttur á slysadeild, en reyndist Iftið slasaður. Hann er gmnaður um ölvun við akstur. Tímamynd Pjetur Féll fyrir björg í Esjunni og lést Fjörtíu og fjögurra ára gamall maður, Sturla Pétursson, til heimils að Sæviðarsundi 27, lést er hann féll fyrir björg á efstu bungu Kerhóla- kambs við Blikadal í Esju á laugar- dagsmorgun. Sturla hafði gegnið við annan mann á Esjuna. Þegar þeir voru DÆMDUR 131/2 ARS FANGELSI Hæstiréttur hefur dæmt Guðna El- Hæstarétti 20. október 1989. Hæsti- íasson, til þriggja og hálfs árs fang- elsisvistar fyrir nauðgun. Til frá- dráttar dæmdri refsingu kemur gæsluvarðhald hans frá 9. apríl 1989. Þá er honum gert að greiða konunni 300.000 krónur í skaðabæt- ur með vöxtum frá 9. apríl 1989, auk sakarkostnaðar. Mál þetta var upphaflega flutt íyrir réttur óskaði eftir frekari rannsókn. Lak, ásamt blóðsýnum úr hinum ákærða og konunni voru send til rannsóknar í Bretlandi. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar kom í ljós að blettur sem var á lakinu reyndist vera sæðisblettur, en blóð- flokkagreining sem jafnframt var ffamkvæmd benti til þess að sæðið var ekki úr ákærða. í niðurstöðum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir nið- urstöður þessarar rannsóknar standi forsendur héraðsdóms fyrir sakfell- ingu hins ákærða óhaggaðar að öðru leiti. Því beri að staðfesta sakarmat héraðsdómara. Guðni var eins og áður sagði dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar að frádregnu eins árs gæsluvarðhaldi. Auk þess var honum gert að greiða sakar- kostnað. Mál þetta dæmdu hæstaréttardóm- aramir Guðmundur Jónsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason, Þór Vilhjálmsson og Gunnar M. Guð- mundsson settur hæstaréttardómari. —ABÓ komnir á efstu bungu Kerhólakambs gekk Sturla fram af bjargbrúninni, en mikil þoka var og hvasst, og göngufæri slæmt sökum hálku. Sam- ferðamaður Sturlu hélt þegar að bænum Esjubergi og gerði viðvart um slysið. Lögregla, björgunarsveit- ir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og héldu Björgunar- sveitarmenn úr Kyndli í Mosfellsbæ á snjósleðum inn Blikadal. Þyrlan flaug með þrjá björgunarmenn og manninn sem hafði verið í for með Sturlu og gat hann vísað þeim á þann stað er Sturla hafði fallið fram af. Það var síðan skömmu fyrir klukkan hálf þijú síðdegis á laugar- dag sem félagar úr Kyndli fundu Sturlu og var hann þá látinn. Mennimir voru báðir vanir fjalla- ferðum og kunnugir á þessum slóð- um. —ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.