Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 10. apríl 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Mikhaíl Gor- batsjof hyggst auka þrýsting á Lithauga með það í huga að fá þing Lithaugalands til þess að afturkalla sjálfstæð- isyfirlýsinguna frá því 11.mars. TÍFLIS — Rúmlega 60 þús- und Georgíumenn kröfðust sjálfstæðis við sérstaka minningarathöfn um fallna Georgíumenn. LJUBLANA — Kommún- istaflokkurinn I Júgóslavíu beið mikla hnekki í kosning- um sem fram fóru í Slóven- íu, þeim fyrstu frjálsu frá því í stríöslok. Kommúnistaflokk- urinn beið algert afhroð í kosningunum og er búist við að valdatími kommúnista í Júgóslavíu sé að renna út. AUSTUR-BERLÍN — Gengið hefur verið frá nýrri ríkisstjórn Austur- Þýska- lands sem er samsteypu- stjórn á breiöum grundvelli. Jafnaðarmenn er féllust á stjórnarsamstarf við kosn- ingabandalag hægrimanna fá 7 ráðherra af 24. PARÍS — UNITA skæru- liðahreyfingin í Angóla hefur farið fram á beinar friðarvið- ræður við ríkisstjórn marx- ista og að þeir væru reiðu- búnir að lýsa yfir vopnahléi nú þegar eftir 15 ára borg- arastyrjöld. JERÚSALEM - Verka- mannaflokkurinn í (srael með Shimon Peres í for- svari, segist staðráðinn í að hefja friöarviðræður við Pal- estínumenn og hvetja hægri menn til þess að taka þátt í þeim. Öruggt er talið að Per- es myndi meirihlutastjórn um leið og þing hefur störf að nýju eftir páska. BRATISLAVA - Vacláv Havel forseti Tékkóslóvakíu sem hefur hvatt til þess að skapað verði nýtt öryggis- kerfi í Evrópu, fékk lítinn stuðning frá leiðtogum Pól- verja og Ungverja við hug- myndir sínar. LONDON — Fangelsisyfir- völd í Bretlandu náðu aftur völdum í Horfield fangelsinu þar sem óeirðir brutust út um helgina. Hafa 14 manns nú fallið í óeirðum í breskum fangelsum sem hófust með fangauppreisn í Strange- ways fangelsinu fyrir rúmri viku. Blóðbaðið utan við konungshöllina í Kathmandu hafði sín áhrif á Birenda konung: Starfsemi stjórnmála- flokka leyfð í Nepal Blóði þeirra fimmtíu Nepalbúa sem lögregla og hermenn skutu til bana í Kathmandu á föstudag var ekki úthellt til einskis. í kjöl- far blóðbaðsins lét Birenda konungur og einvaldur í Nepal und- an kröfum stjómarandstæðinga og aflétti 30 ára banni á starf- semi stjómmálaflokka í landinu. Konungurinn skýrði frá þessari ákvörðun sinni á sunnudagskvöld eftir að hafa átt viðræður við leiðtoga stjómarandstöðunnar og í gær aflétti ríkisstjóm kon- ungs úrgöngubanni því er ríkt hefur í Kathmandu, höfuðborgar Nepal, frá því á föstudag. Götur Kathmandu fylltust strax fagn- andi fólki sem hrósuðu sigri gegn ein- valdinum og ríkisstjóm hans, en tug- þúsundir manna hafa barist fyrir því síðastliðinn mánuð að þing landsins verði endurreist og lýðræði innleitt í Nepal. Tugir hafa fallið í átökum mót- mælenda og lögreglu síðan andófsað- gerðir hófúst, en fyrir þeim stóðu stjómarandstöðuflokkamir, Kongress- flokkurinn og Kommúnistaflokkurinn, sem starfað hafa í leyni þau 30 ár sem starf stjómmálaflokka hefur verið bannað í Nepal. Gert var ráð fyrir að viðræður hæfúst milli ríkisstjómar Birenda konungs og leiðtoga stjómarandstöðunnar um myndun bráðabirgðarstjómar allra flokka sem ríki í landinu uns allsherjar- kosningar fara ffam. Birenda hefur heitið ítarlegri úrbótum í stjómmálum landsins, en hann hefúr ekki gefið eftir einveldisvald sitt, þó hann samþykki myndun nýrrar ríkis- stjómar allra flokka sem verði honum ráðgefandi. Hins vegar herma fregnir að hann sé að íhuga það hvort hann gangi að kröfum stjómarandstöðu- flokkanna um að stjómarskránni verði breytt á þann veg, að í Nepal muni ríkja þingbundin konungsstjóm í framtíð- inni. Birenda hefúr hingað til þegið ein- veldi sitt úr guðlegum höndum Hindúaguðsins Vishnu, en konungar Nepal hafa verið taldir i Vishnu. f Fjórir breskir hermenn falla á Noröur-írlandi Mitsotakis leiötogi grískra íhaldsmanna, verðandi forsætisráðherra Grikklands Gríski íhalds- flokkurinn nær þingmeirihluta Fjórir breskir hermenn fómst er bifreiðar þeirra óku á jarðsprengju þar sem þeir vom á eftirirtsför næni Downpatrick á Norður-íriandi í gær- morgun. Hemiennimir vom allir úr svokallaðri Vamardeild Ulster, en hermenn úr þeim' deild breska hers- ins em vinsæl skotmörk IRA, írska lýðveldishersins, enda liðsmenn hennarírskir. Svasðinu kringum sprengjustaðinn var snarlega lokað og liðsmanna IRA ákaft leitað. Liðsauki hefúr verið sendur til hersveitanna á þessum slóðum og er þyrlum beitt í leitinni að tilræðismönn- unum. Vamardeild Ulster er stærsta herdeildin innan breska hersins og em nú 20 ár lið- in ffá stofnun hennar. Alls hafa 169 her- menn úr deildinni fallið í átökum við Irska lýðveldisherinn þessa tvo áratugi og hafa margir þeirra verið drepnir utan þess tíma er þeir gegna herþjónustu. Maigir þeirra starfa við annað utan þess tima er þeir gegna herþjónustu og em þá auðveld skotmörk IRA. Hins vegar hcfur Vamardeild Ulster sætt gagnrýni, sérstaklega frá kaþólikk- um, enda em 97% liðsmanna herdeildar- innar mótmælendur. Em liðsmenn deild- arinnar sakaðir um að beita kaþólikka harðræði auk þess leki þeir upplýsingum til ólöglegra vopnaðra sveita öfgasinn- aðra mótmælenda, um grunaða liðsmenn IRA sem síðan verði skotmörk öfga- sveitanna í þessu blóðuga striði öfga- manna beggja trúarhópanna á Norður-Ir- landi. Vom 20 liðmenn Vamadeildar Ulster handteknir í október síðastliðn- hum og fúndnir sekir um slíkan leka. Gríski íhaldsflokkurinn hefur tryggt sér meirihluta á griska þinginu eftir kosningamar sem fram fóm um helgina og munu Ihaldsmenn mynda ríkisstjóm einhvem næstu daga. Mun það verða fyrsta ríkisstjóm þeirra ffá árinu 1981 og mun Constantine Mitsotakis, hinn sjötugi formaður íhaldsflokksins, verða forsætisráðherra. Kosningamar á sunnudag vom þriðju þingkosningamar í Grikklandi á tíu mánuðum, en enginn stjómmálaflokk- UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐyÉ^sS^ ur hafði náð að skapa sér nægilega sterka valdaaðstöðu til að mynda starf- hæfa ríkisstjóm. Ihaldsflokkurinn, sem kallar sig Nýtt lýðræði, vann 150 þingsæti af 300 og vantar eitt þingsæti til að hljóta hreinan meirihluta. Sósíalistar hlutu 123 þing- menn og kosningabandalag kommún- ista 19. Smáflokkar og óháðir hlutu 8 þingsæti. Hefur Mitsotakis tryggt sér stuðning úr þeirra hópi til að mynda rík- isstjóm. íhaldsmenn riktu á Grikklandi allt ffá því herforingjastjómin þar lét af völd- um árið 1974 og þar til kosningabanda- lag sósíalista undir stjóm Papandreous náði meirihluta árið 1981. Mitsotakis hefur heitið þvi að ffam- lengja herstöðvasamninga við Banda- ríkjamenn og taka upp stjómmálasam- band við ísrael. Ungverjar hafna vinstristefnu í þingkosningunum Lýðræðislegur vettvangur varð ótvíræður sigurvegari kosninganna í Ungverjalandi, en síðari umferð þeirra fór fram á sunnudag. Að Lýðræðislegum vettvangi standa stjómmálaöfl á miðju og til hægri í ungverskum stjómvöldum og byggja mjög á ungverskum hefð- um. Bám þeir sigur af helsta keppi- nautnum Bandalagi fijálsra lýðræð- issinna sem er samtök fijálslyndra stjómmálaflokka á vestræna vísu. Kosningingasigur Lýðræðislegs vettvangs er í stíl þeirra kosninga- úrslita í Austur-Evrópu sem hafha alfarið vinstristefnu, en mið- og hægriflokkar em í miklum meiri- hluta á ungverska þinginu. Lýðræð- islegur vettvangur hlaut 165 af 386 þingsætum á ungverska þinginu. Bandalag ftjálslyndra Iýðræðis- sinna hlaut 92 þingsæti, Sjálfstæð- isflokkur þeirra Ungveija, sem er hægriflokkur, hlaut 43 þingmenn og Kristilegi lýðræðisflokkurinn hlaut 21 þingsæti. Gert er ráð fyrir að þessir flokkar reyni að mynda samsteypustjóm á breiðum gmnd- velli, en þessir flokkar hafa 321 þingsæti til samans. Sósíalistaflokkurinn sem nú er við völd og er arftaki gamla kommún- istaflokksins, hlaut 33 þingsæti og Samtök ungra jafnaðarmanna, sem em samtök rótækra ungmenna, hlaut 21 þingsæti. Smáflokkar og óháðir hlutu alls 11 sæti. Lettland mun lýsa yf ir sjálfstæði Lettland mun fylgja fordæmi Lit- haugalands og Eistlands og lýsa yfir sjálfstæði áður en langt um líður. Frá þessu skýrði Anatolijs Gorbunovs forseti Æðsta ráðs Lettlans í gær á sama tíma og stjómvöld í Moskvu skýrðu ffá því að Sovétmenn muni enn herða tökin á Lithaugum til að bijóta sjálfstæðishreyfingu þeirra á bak aftur. -Það er erfitt að segja hvers konar sjálfstæði þingfúlltrúamir munu lýsa yfir, en það er staðreynd að fúlltrú- amir munu lýsa yfir sjálfstæði, um það efast ég ekki, sagði Gorbunovs á blaðamannafundi í Sviss í gær. Nýkjörið þing Lettlands mun koma saman í Ríga, höfúðstað Lettlands 3.maí. Bendir allt til þess að þjóðem- issinnar sem vilja sjálfstæði Lettlands hafi tilskyldan meirihluta á þinginu til að breyta stjómarskrá sovétlýð- veldisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.