Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 10. apríl 1990 Timinn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaðaráskrift i kr. 1000,-, verö I lausasölu í 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Að gefnu tilefni Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins er fastur greinahöfundur í Morgunblaðinu. Birtist eftir hann stjómmálagrein í hverju laugardagsblaði með viðhöfn, sem sæmir stjómmálaforingja Morgun- blaðsmanna, þótt hún afsanni um leið tilkall Morg- unblaðsins til þess að vera óháð Sjálfstæðisflokkn- um. Það er hluti af boðskap Þorsteins í síðustu Morgun- blaðsgrein sinni að halda því fram að Tíminn skrifí og tali gegn stefnu ríkisstjómarinnar í EB/EFTA við- ræðunum. Nú er það að vísu rangt að Tíminn hafi í þessu máli lagst gegn ríkisstjóminni, og þó svo hefði verið er engin ástæða fyrir Þorstein að gera það að ásökunarefni á blaðið, því að það er frjálst að sinni eigin túlkun og málflutningi um það sem snertir al- menn þjóðmál. Ekkert launungarmál er, að Tíminn styður við bakið á núverandi ríkisstjóm, svona álíka eins og Morgunblaðið dregur taum Sjálfstæðis- flokksins. Tíminn hefur talið það sjálfsagt mál að íslendingar, sem em fullgildir aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), taki þátt í viðræðum EFTA-ríkj- anna við Evrópubandalagið á þeim gmndvelli sem formlega hefur verið lagður í því sambandi. Hins vegar hefur Tíminn bent á að til þess geti komið, að Islendingar láti reyna á fyrirvara sem hreyft hefur verið um ýmis atriði, sem þessar viðræður snúast um. Hlutur Tímans hefur m.a. verið sá að sýna fram á að viðræðupunktar í þessu samskiptamáli EB og EFTA séu þess eðlis að hafa verði á alla gát um með- ferð og endanlega samningsniðurstöðu. Tíminn hef- ur haldið því fram, að svo gæti farið að íslendingar yrðu að taka upp tvíhliða viðræður við EB um ýmsa þætti þessara mála. Þetta ætti ekki að koma Þorsteini Pálssyni neitt á óvart. Þegar Tíminn boðar aðgæslu- stefnu í svo afdrifaríkum samningum sem hér um ræðir, felur það ekki í sér neina andstöðu við stjóm- arstefnuna, heldur ítrekun á sjónarmiðum sem blað- ið vill leggja áherslu á og er ætlað að ná til allra, sem fjalla um þessi samningamál, þ.á m. Þorsteins Páls- sonar sjálfs. Þorsteinn segir í grein sinni að Tíminn hafi látið í ljós undrun yfir því að Evrópumálin snúist um efna- hagsmál. Nokkuð er þetta missagt hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. Það sem Tíminn hefur sagt er, að Evrópuumræðan snúist nær eingöngu um ætlaðan efnahagslegan ávinning, en ekki um stjómmálaaf- leiðingar ýtmstu hugmynda Evrópusinna um stjóm- skipulag „sameinaðrar" Evrópu. Blaðið hefur bent á að efnahagslegu rökin yfirskyggi svo Evrópuum- ræðuna að búið sé að aftengja þetta stórpólitíska mál augljósum stjómmálarökum og umfjöllun um stjómarskrármál. Þess vegna er rétt að endurtaka það sem Tíminn hefur áður sagt, að tímabært sé að skerpa pólitíska, sögulega og lögfræðilega umræðu um Evrópumálin í stað þess að hjakka alltaf í sama farinu um hvemig þessi mál horfi við ffá sjónarmiði rekstrarhagfræðinga. Þorsteinn Pálsson ætti að gefa sér tíma til að hugleiða „Evrópumálin“ í þessu ljósi. Tvö framboð - einn flokkur Þá hefur Alþýðubandalagið úrslit úr þeim tveimur prófkjörum, sem það stöð að vegna væntanlegra borgarstjórn- arkosninga. Efstu sætin skipa þau Sigurjón Pétursson og Guörún Ágústsdóttir hjá móðurflokkn- um, en Ólína Þorvarðardóttir, fengin að láni hjá sjónvarpinu, og Kristin Á Ólafsdóttir úr Alþýðu- bandalagjnu hjá aukaflokknum. Þanníg hefur tekist í þessum tveimur prófkjörum bandaiags- ins að koma á sama mynstri hér og t.d. í Austur-Þýskalandi og Ungverjaiandi, svo einhverjar fyrirmyndír sé nefndar, þar sem kommúnistar hafa brugðið á það ráð að ikiæðast sauðargærum, ef það mætti verða til þess að fleyta þeim yfír nokkra erfíðleika. Til eflingar íhaldi Það Uggur Ijóst fyrir að þeir hjá Aiþýðubandalaginu vilja ekki ræóa fortíð sína. Fyrir því liggur eiginiega flokksleg samþykkt. Engu að síður eru þeir svo skít- hræddir við þessa fortíð, að þeir komu sér upp einskonar járn- tjaldskosningum þótt ekkert járntjakl sé hér eða hafí verið og ekkert hafi verið að óttast nema sögulega fortið, sem þeir voru sammála um að ræöa ekki frekar. Þeir kusu heldur að efna til tvennskonar prófkjörs og höfðu auðvitað sigur í báðum. Þeim tókst jafnvel að fá Alþýöuflokk- inn til að taka þátt í öðru þeirra með þeim árangri að Bjarni P. Magnússon, borgarrulltrúi krata náði ekki nema þriðja sæti. Ámundi komst ekki á blað. Hið sama má segja um fulltrúa Borg- araflokksins. Ásgeír Hannes, þingmaður þess flokks, lenti enn aftar, eða á bekk nytsamra sak- leysingja. Árangur prólkjörsins Slgurjón Pétursson KrfetinÁ.Ólafedót* er sá helstur að efla enn mögu- leika íhaldsins á stærri meirihluta en það hafði vegna þess, að vitað mál er að eldri kratar kjósa frem- ur íhaldið og hafa gert það, held- ur en taka þátt í kosningununt undir oki kommúnista. Þeim fínnst þaö einnig í lagi vegna þess að fhaldið hefur „stolið“ öllunt helstu sósíal-málum krata og gert þau að sínum, eða a.m.k. ekki staðið lengi á móti þeim. Alþýðu- bandalagið ætlaði hins vegar að fella ihaldið með sínum tvcimur framboðum. Ná kratar vopnum sínum? Væntanlega hafa þau tvö fram- boð sem Alþýðubandaiagið hefur komið á fót bundið enda á frekari væringar innan bandalagsins. Nú getur bandalagið haldið eitt og sátt út í kosningaslaginn með all- ar þær væntingar sem svona „gambítum“ fylgja. Á latigardag birti Tíminn viðtal við Guðmund Agústsson, þingmann Borgara- flokksins, þar sem hann lýsti þvi yfir að ekki væri útséð með að nýtt framboð sæi dagsins Ijós. Þar hafa verið nefndir menn á borð við Jón Magnússon og Ellcrt B. Schram fyrir utan Guðmund. Niðurstaðan í prófkjöri Nýs vett- vangs hleypir byr í segl hugmynd- ar að enn einu framboði. T.d. væri hugsanlegt að Alþýðuflokkurinn vaknaði af rauðu martröðinni, og reyndi með einhverjum hættí að ná vopnum sínum, sem hafa með svo eftirminnilegum hætti verið slegin úr hendi hans. Enn eitt framboðið gæti orðið sá kostur sem Alþýðuflokknum þætti fýsi- legur. Járntjaldsóttinn Ljóst er að járntjaldsskrekkur- inn í Alþýðubandalaginu fleytir því stutt í borgarstjórnarkosning- unum. Tvö framboð í sama flokki eru augljóslega verri kostur en eitt framboð. En framboðin eru ef til vill í samræmi við ragnhlífar- kenningu Svavars Gestsson, þeg- ar hann hélt að tófuvinafélagið og önnur ámóta samtök vildu sitja undir stjóm bandalagsins. Eftir standa félagshyggjuöflin í borg- inni án járntjaldshyggjunnar og hafa ekki á neinn flokk að treysta nema gamla ihaldsandstæðing- inn, Framsóknarflokkinn, sem gengur heill og óskiplur til borg- arstjórnarkosninganna í Reykja- vík, og berst sem fyrr með Öllum tiltækum ráðum gegn ofurvaldi íhaldsmeirihlutans. Barátta hans verður erfíðari núna en oft áður. Skoðanakannanir sýna að ihaldið hefur mikið fylgi, og þó cinkum Davíð Oddsson, sem er á ieið á AI- þingi sem varaformaöur Sjálf- stæðisflokksins og aldamótaskáld hans. Framboðin tvö hjá Alþýðu- bandalaginu eru gagnslaus vegna járntjaldsótta forystunnar og grá- myglulegrar fortíðar, og Alþýðu- flokkurinn virðist á þcssari stundu hafa ákvcðið að vera ekki til hvað kosningar til borgar- stjórnar snertir. Þannig er Ijóst að Fruinsóknarflokkurinn stcndur einn uppi sem fhaldsandstæðing- ur, sem nokkurs er megnugur. Garri VÍTT OG BREITT Átök og innræting Fyrir áramótin gerði jöfúr mennta- mála eitt af sínum miklu átökum og var þá málrækt efld með miklum rembingi. Menntakerfið og fjöl- miðlaveldið tók mikið á og stigu á stokk og strengdu heit um að taka nú á honum stóra sinum og rækta það ástkæra og ilhýra af alefli. Launaðir starfsmenn voru settir í átakið og kýldu það af alefli í gegn- um kerfin og flögguðu þeir sjálfúm sér af álíka eldmóði og sjálfu mál- ræktarátakinu. Um skeið var maður jafnvel farinn að halda að íslensk arfleifð og sú menning sem á henni byggir væri til einhvers nýt í hugum málræktar- eflisins. En allar hugmyndir um slíkar villukenningar runnu út í sandinn að átaki loknu, því að á þeim mánuðum sem síðan eru liðn- ir hefur alþjóðahyggjan tröllriðið húsum á hrikalegri hátt en nokkru sinni fyrr. Áróðurinn fyrir að sjálfsforræði þjóðarinnar og auðlindir hennar verði afhentar ríkjabandalagi sem enginn mannleg sála veit hvað verður eftir einhver ár, er rekinn af meira oflorsi en nokkru sinni íyrr og ríkisstarfsmenn garga sig hása dag eftir dag við að boða kenningar um að Island sé og eigi að vera það allragagn, sem í draumsýnum er gjaman kallað sameining mann- kynsins. Sameiningarsinnar auðhringa og mannkyns harðbanna alla umræðu og úthúða þeim sem gerast svo djarfir að setja sprunginarmerki aft- an við einfóldustu athur asemdir. Þeir sem hafa rétt sér þurfa enga umræðu og vita að skoðanir andstæðar sínum eru rangar og það er ósvífni að setja þær fram. Þess vegna á enginn að spyrja hvers vegna verið er að gera mál- ræktarátak í landi sem hamast er við að gera útlenskt eða hvers vegna þjóðemiskennd og varð- veisla tungumála er lofleg í Eystra- saltsríkjunum og Georgíu, en á að lýsa viðurstyggilegri mannfyrirlitn- ingu í öðmm heimshomum. Hins vegar hlýtur að vera leyfilegt að spyija hvort innræting, hvort sem hún fer fram í átökum eða með samfelldu auglýsingaskrumi mann- aldur eftir mannaldur hafi þann til- gang sem að er stefnt. Svo bar til um nýliðna helgi að í vikulegu rabbi Mogga um fjölmiðla birtist grein sem skrifuð er af ein- hverju viti og jafnvel þekkingu á efninu. Sá sem bryddi upp á þessari nýjung er Olafur Þ. Harðarson, há- skólakennari, sem veltir fyrir sér áhrifamætti fjölmiðla og hvert hann er ekki ofmetinn þegar allt kemur til alls. Skoðanakúgun Innræting allra mögulegra ríkis- kerfa og fjölmiðla í kommúnista- ríkjunum beindist öll að því marki að upphefja hugmyndafræði marx- lenínismans og allar aðrar skoðanir voru bannaðar. Samt hrundi hugmyndaffæði al- ræðisins og megnar ekkert áróðurs- átak að skjóta stoðum undir hana á nýjan leik. Árif innrætingar fjölmiðla og menntakerfa geta því orðið næsta lítil þegar upp er staðið og þótt villt sé um fyrir fólki og þvi sagt að halda kjafti, jafnvel kynslóð fram af kynslóð, kemur í ljós að skoðana- kúgunin hafði engin áhrif nema á yfirborðinu. í grein sinni bendir Ólafúr á vel þekkt fyrirbæri um áhrifavald fjöl- miðla, sem haft er í felum af Qöl- miðlabullumum og auglýsingas- skrumurum hérlendis. Það er að áhrifamáttur blaða er á vissum svið- um í öfúgu hlutfalli við útbreiðslu þeirra. En þau mál verða ekki rædd vegna þess að þau eru andstæð hagsmunum þeirra sem halda þurfa annarri hugmyndafræði á lofti, sem er sú að stórt, fyrirferðarmikið og hávaðasamt sé aðlaðandi og eftir- sóknarvert. Andstæðan er ljót og leiðinleg. í þeim löndum sem svo á að heita að ríki mál- og ritfrelsi eru ávallt einhverjir til staðar sem reyna að ná þeim miðlum undir sig sem ákvarða hvert frelsið skal vera og hvaða skoðanir hljóta náð og hverjar eru beinlínis rangar og er stutt i huga- myndafræðina og skoðanakúgun- ina hjá þeim sem ná tangarhaldi á átökum og almenningsvilja, sem ekki er til. Hugmyndffæðíngamir gera til að mynda tilraunir með að gera sjálfa sig að þjóðarsál og -vilja og skrifa baksvið fjölmiðlavisku og endur- taka þar aftur og aftur óhróður um litlu blöðin sem enginn vill lesa og eru líklega famir að trúa sjálfir að þeir séu óskeikulir eins og kommis- ara er háttur. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.