Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. apríl 1990 Tíminn 3 Jóhannes Nordal flytur ræðu sína á ársfundi Landsvirkjunar á föstudag. Tilbúnir í nýjar stórframkvæmdir „Um síðustu áramót nam eigið fé Landsvirkjunar 23 milljörðum króna, sem jafngilti tæpum 38% af heildar- eign. Hefur eigið fé fyrirtækisins u.þ.b. tólffaldast ffá upphafi, sem jafngildir u.þ.b. ll%aukningu eigin- fjár að meðaltali á fostu verðlagi,“ sagði Jóhannes Nordal stjómarfor- Verslanir 645 13,1% Sjávarafúrðir 1.092 13,7% Landbúnaður 463 5,7% Flutningar 32 19,0% Umb.l. og ýmissl. 7 8,3% Móttektið hráefni fiskvinnslunnar minnkaði umtalsvert milli ára, bæði vegna minnkandi aflakvóta og færri skipa í viðskiptum. Bolfískaflinn minnkaði um 1.600 tonn og varð 10.900 tonn í fyrra. Af humarhölum komu nú 105 tonn sem var 30% sam- dráttur. Eðlileg viðbrögð við minnkandi hráefni er að leita allra leiða til að auka verðmæti þess, segir Hermann. Og niðurstaðan varð 71 m.kr. hagn- aður í stað 44 m.kr. taps árið áður. Halli á versluninni minnkaði úr 39 niður í 11 m.kr. á síðasta ári. Aðeins 1% hækkun varð á rekstrargjöldum þar á milli ára. Hermann segir oft rætt um þjón- ustuþáttinn í rekstri kaupfélagsins, ekki síst versluninni þar sem talin sé skylda að veita þjónustu sem afar óliklegt sé að standi undir sér. „Hins vegar hljótum við að spyija: Ber okk- ur ekki meiri skylda til að skila hagn- aði heldur en veita þjónustu sem vit- að er að er með tapi?“ Hvers vegna kaupfélag? Og síðar sagði Hermann: „Erfiðleikamir í rekstri SIS og kaupfélaganna hafa orðið til þess að menn velta fyrir sér hvort formið sé úrelt, hvort samvinnuhugsjónin sé dauð og hvað eigi að taka við. Hið gamla form samhjálpar og samvinnu maður Landsvirkjunar á ársfúndi fyr- irtækisins á fostudag. Jóhannes sagði meðal annars að á þeim 25 ámm sem liðin em ffá stofn- un Landsvirkjunar hefði raforku- ffamleiðsla á landinu sjöfaldast og 93% hennar væm á vegum fyrirtæk- isins. Þá væri Landsvirkjun nú, bæði í krafti fjárhagsstöðu, tækniþekking- ar og reynslu, vel í stakk búin til að ráðast í stórffamkvæmdir í orkumál- um sem hugsanleg bygging nýs 200 þúsimd tonna álvers mun krefjast. Auk Blönduvirkjunar mun að sögn Jóhannesar þurfa að ráðast í stór- felldar orkuffamkvæmdir í þrem landshlutum: Búrfellsvirkjun verði stækkuð um 100 MW og ljúka þurfi síðasta áfanga Kvíslaveitna. Á Áust- urlandi verði byggð stórvirkjun á Fljótsdal sem verði jafn stór og Búr- fellsvirkjun er nú. Loks verði byggð gufúaflsvirkjun á Nesjavöllum sem verður í eigu Hitaveitu Reykjavíkur. Heildareign Landsvirkjunar nam um síðustu áramót alls um 61 millj- arði króna og skuldir vom 38 millj- arðar. Eigið fé jókst um 36,8% á ár- inu, einkum vegna þess að eignir vom endurmetnar. Rekstrartekjur ár- ið 1989 námu 5.359 milljónum króna og rekstrargjöld vora 4.645 milljónir kr. Mismunurinn var því hagstæður um 544 milljónir og hefúr afkoman ekki verið betri í annan tíma. Halldór Jónatansson forstjóri þakkar þessa hagstæðu afkomu einkum því að tek- ist hefúr að lækka fjármagnskostnað fyrirtækisins með hagstæðum skuld- breytingum samtímis því að lang- tímaskuldir hafa lækkað á fostu verð- lagi. Jaffiffamt hefur orkuverð til stóriðjufyrirtækjanna hækkað að raungildi milli ára. — sá Sjötíu ára Kaupfélag Austur-Skaftfellinga með 42 m.kr. hagnað í fyrra: Sparnaðaraðgerðir snúið dæminu við „Þótt ytri skilyrði hafi ótvírætt haft áhrif til bættrar afkomu er ég ekki í vafa um að markvissar aðgerðir til spamaðar og tekjuaukningar hvar- vetna í rekstrinum hafa einnig haft áhrif‘, segir Hermann Hansson kaup- félagsstjóri Kf. Austur-Skaftfellinga m.a. í ársskýrslu. Umtalsverðar breytingar til batnaðar komu ffam é rekstri félagsins í fyrra. Rekstrar- hagnaður var þá 47,5 m.kr. í stað 111,8 m.kr. halla árið áður. Rekstrartekjur félagsins vora um 2.310 m.kr. á s.l. ári, sem var um 12% aukning ffá árinu áður. Hins vegar varð aðeins 5,5% hæklcun á al- mennum rekstrargjöldum. Rekstrar- tekjur skiptast þannig effir greinum taldar í milljónum króna (og breyting ffá 1988); sem gaf svo góða raun í lok síðustu aldar og fyrri hluta þessarar þótti sjálfsagt þá við þær kringumstæður sem þjóðin bjó við. Nú virðist ekkert gilda nema hinn kaldi veraleiki efhishyggjunnar. Hin peningalega afkoma gildir í sam- skiptum fólks og fýrirtækja. Ef fyrir- tæki eins og Kaupfélag Austur- Skaftfellinga ætla að halda áfram að vera til og vera metin sem fúllgildir þátttakendur í atvinnustarfsemi á ís- landi hljóta hin efnislegu rök að verða að gilda. Á því herrans ári 1990, þegar Kaup- félag Austur-Skaftfellinga hefiir starfað í 70 ár og að flestra eða allra mati verið styrkasti burðarásinn í uppbyggingu atvinnulífs og byggðar hér í sýslu, þurfúm við þess vegna að spyija: Hversvegna kaupfélag? Get- um við ekki eða viljum við ekki leysa málin með öðram hætti? Sjálfsagt og eðlilegt hlutverk hvers einasta fyrirtækis er að þjóna sem best hagsmunum eigendanna. Eig- endur kaupfélagsins era félagsmenn- imir, fólkið í byggðarlaginu. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur öll að íhuga alvarlega hvort við telj- um félagið með því formi sem það nú er þjóna hagsmunum okkar eigend- anna eða hvort við viljum gera rót- tækar breytingar“. - HEI ... á við bestu galdraþulu! Ef þér finnst eitthvað vanta upp á bragðið af súpunni, pottréttinum, heitu sósunni, salatsósunni eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 18% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 9.7 37 1 msk (15 g) 29 112 100 g 193 753 Þýðendur skora á menntamálaráðherra: Lög um þýðingar! A sameiginlegum fúndi stjórna Félags sjónvarpsþýðenda RUV og Félags þýðenda Stöðvar 2 var skor- aði á menntamálaráðherra og Al- þingi um að sjá til þess að sett verði lög um hæfniskröfúr þýðenda á kvikmynda- og sjónvarpsefhi. Fé- Iögin vilja einnig að lögin geri dreifmgaraðila ábyrga fýrir því að þýðingar verði ekki í höndum fúsk- ara. Fundurinn lýsti ánægju sinni á lögfestingu þýðingarskyldunnar í nýjum útvarpslögum. AUK hf k3d-76-728 AÐALFUNDUR Aðalfimdur íslandsbanka hf. áríð 1990 verður haldiim íÁtthagasal Hótels Sögu mánudaginn 30. apríl oghefsthaim kl. 16:30 Dagskrá: 1. Aðalfmdarstörfí samrœmi við ákvœði 28. gr. samþykkta fyrir bankann. 2. Stofnun Menningarsjóðs íslatidsbanka. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfmdinum skuiu í samrœmi við ákvoeði 25. gr. samþykkta fyrír bankann gera skrífega kröfi þar að lútandi til bankaráðs, Krínglunni 7, Reykjavík, ísíðasta lagi 18. apríl 1990. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvœðaseðlar verða afientir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu íslandsbanka, Krínglunni 7,1. hœð, dagana 25.-27. apríl 1990 kl. 9:15-16:00, svo og á fmdardag við innganginn. Reykjavík, 3. apríl 1990 F.h. bankaráðs íslandsbanka hf. Ásmundur Stefánsson, formaður ISLANDSBANKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.