Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. apríl 1990 Tíminn 7 Kaj Munk: Friöur Guðs Það er danski presturinn, leikskáldið og píslarvott- urinn Kaj Harald Leininger Munk (1898 - 1944), sem er höfundur predikunarinnar sem hér fylgir, en hana samdi Munk til flutnings á sunnudegi í mið- föstu. Hún birtist fyrst á íslensku í þýðingu Sigur- bjarnar Einarssonar biskups árið 1945, í úrvali predikana skáldsins, „Með orðsins brandi". Eftir þetta fór Jesús burt til landsíns hinum megin við Galíleuvatnið, sem kennt er við Tíberías. En mikill mannfjöldi fylgdi honum, því að menn sáu þau tákn, sem hann gerði á hinum sjúku. En Jesús fór upp á fjallið og settist þar niður ásamt læri- sveinum sínum. En páskar, hátíð Gyðinga, voru í nánd. Þegar Jesús hóf upp augu sín og sá að fjöldi fólks kom til hans, segir hann við Filippus: Hvar eigum vér að kaupa brauð, til þess að menn þessir fái etið? En þetta sagði hann til þess að reyna hann, því að sjálfur vissi hann hvað hann ætlaði sér að gjöra. Filippus svaraði honum: Brauð fyrir tvö hundruð denara er ekki nóg handa þeim, til þess að hver einn fái lítið eitt. Segir þá einn af lærísveinum hans, Andrés, bróðir Símonar Péturs, við hann: Hér er ungmenni, sem hefir fimm bygg- brauð og tvo smáfiska, en hvað er þetta handa svo mörgum? Jesús sagði: Látið fólkið setjast niður. en mikið gras var á staðnum. Settust þá niður karl- mennirnir, að tölu nær fimm þúsundir. Jesús tók þá brauðin og er hann hafði gjört þakkir, skipti hann þeim meðal þeirra, sem sest höfðu niður; sömuleiðis og af fiskunum, svo mikið sem þeir vildu. En er þeir voru mettir segir hann við læri- sveina sína: Takið saman brauðbrotin, sem af- gangs eru, til þess að ekkert fari til ónýtis. Þeir söfnuðu þeim þá saman og fylltu tólf karfir með brotum af byggbrauðunum fimm, sem gengu af hjá þeim, sem neytt höfðu. Þegar fólkið nú sá það tákn, sem hann gjörði, sagði það: Þessi er sannar- lega spámaðurinn, sem á að koma í heiminn. Þegar Jesús varð þess var að þeir ætluðu að koma og taka hann með valdi, til þess að gera hann að konungi, veik hann aftur afsíðis upp á fjallið einn saman. jóh. 6,1. -15. Áheyrandi minn, þú, sem fylgir mér eftir í stólnum, ef ekki sunnudag eftir sunnudag, þá a. m. k. „langleiðina", eins og vér segjum á jósku, ég gasti hugsað mér - því hafi maður tilbeðið ein- hvern prédikara um stund, þá bregst ekki að maður verður áður en lýkur leiður á honum (má vera að það hafi verið að einhverju leyti þess vegna, sem Jesús fékk ekki að starfa nema í þrjú ár) — ég gæti hugsað mér, að þú mynd- ir vilja gera þessa athugasemd: Ósköp gengur annars alltaf á í þessum ræðum. Það er alltaf ver- ið að tala um, að vér eigum að stríða, alltaf um öll þau feikn, sem vér eigum að gera sjálfir. Vér heyrum aldrei neitt um frið trúarinnar. I hæsta lagi nokkrar myndir og sýnir inn í eilífðina og framtíðina, sem raunar hafa á sér full skáldlegan blæ fyrir oss hag- sýna hversdagsmenn. Vér fáum allt of lítið að heyra um þann frið Guðs, sem gefur rósemi, þótt vopnin gnýi allt í kring, þann frið hjartans við Drottinn, sem vér, kristnir menn, fáum að reyna þegar hér á jörðu. Og þó er einn; ig um hann talað í Ritningunni. í dag, á sunnudaginn í miðföstu, lætur Jesús mannfjöldann setjast niður úti á eyðimörkinni og sér um miklar góðgerðir handa þeim af guðdómsmætti sínum. Vér vildum líka fá eitthvað að heyra um þann Jesúm hér í Guðs húsi. En vera má, að þú sért sjálfur þjökuð sál og þekkir ekki friðinn við Drottinn og getir þess vegna ekki vitnað um sannleikann fyrir söfnuði þínum. Þú hefur alveg rétt fyrir þér, kæri gagnrýnandi minn, ég get ekki vitnað um allan sannleik- ann. Ég verð að flýta mér að bæta við að ég hef aldrei þekkt neinn, sem gat það, — jú, einn. Það er Jesús. Hann er líka sá eini sem ég hef kynnst og skilist að hann hafi þekkt tilveruna á bæði borð. Veistu, hverju Vilhelm Beck svaraði, þegar honum var álasað fyrir, að hann væri einhliða: „Al- hliða er enginn, sem er til, að undanteknum Guði". En raunar gæti ég vel, hvað sem því liður, vitnað um friðinn hjá Guði. Eg hef bæði reynt friðinn hjá Guði og friðleysið án hans. Ég þekki þær dýru stundir þegar frelsarinn er alveg hjá manni, svo nærri, að það er ekkert til í heim- inum nema hann. Ég horfi á hann, í björtu augun hans, þar sem ekkert er skráð nema kær- leikur, hendurnar gegnum- stungnu, sem minna á dóminn. Mín auðæfi eru hans fullkomn- aða verk, blóðið frá Golgata og sólskin páskamorgunsins. Ég er einn þeirra, sem hafa reynt, að hann kom til mín í eyðimörkinni, og sjá, þegar í stað var gróðrar- skrúð þar sem ég stóð, og unað- arsæll niður barst frá lindinni í grennd, og hann lét mig setjast niður og hann hann hressti mig með því brauði og því yíni, sem hann hafði blessað. Ég þekki friðinn hjá Guði svo náið, að á stundum friðleysisins hef ég get- að sagt við sjálfan mig: „Nú er heimtað af þér, að þú sért trúr því sem þér var gefið þá... svo kveð- urðu þá, með broshýrri brá, þinn bölmóð og efa og trega". En að ég tala ekki meira um hann en ég geri, stafar af því að ég veit hvílik hætta er hér fólgin. Þeir menn eru til, sem mér liggur við að kalla ofneyslumenn friðar, nokkurs konar andlegir drykkju- rútar, sem neyta friðar Guðs í óhófi. Þeir eru andlega nautna- sjúkir, eins og stundum er sagt. Þegar Drottinn réttir þeim vínið, hrifsa þeir kaleikinn til sín og svolgra öllu í sig, og þeir búa þá viðburði til handa sjálfum sér, sem menn hafa ekki rétt til, nema þegar þeir eru gefnir af Guði. Þess vegna tala ég með varúð um hamingju þess að eiga friðinn, ég vil ekki örva nautnasýkina, enda er ekki nein ástæða til að tala um hamingjuna, hún talar fyrir sig sjálf, þegar hún kemur, og vér tökum á móti henni — án allrar eggjunar — með opnum örmum. Öðru máli gegnir um sársaukann og boðin. Einnig textinn í dag varar oss við. Sjálfur Jesús gat ekki per- sónulega látið jarðneska blessun í té, án þess að verða misskilinn. Hann gerði þetta mikla tákn fyrir mannfjöldann, til þess að gefa þeim dæmi um almætti Guðs og gæsku. Þessi mettun, sem hann veitti þeim þarna í eyðimörkinni, Kaj Munk getum treyst Guði, en þó er það því aðeins gott, að það geri oss framtakssama. Friður Guðs er oss ekki gefínn til þess að vér skulum kjamsa á honum, heldur til þess að hvíldin í honum gefí oss styrk til baráttu. Það er aldrei heilsusamlegt að eta yfir sig, ekki einu sinni í nafni Guðs. Það er heilnæmara að hafa nauman skammt. En ekki skyldi notkunin felld niður af ótta við misnotkun. Hvernig getum vér annað en þakkað Guði fyrir, að við og við er oss leyft að finna til þess án tvímæla að þetta, sem vér aðeins eygjum í þoku, meðan augað er blátt, það lifir þó í oss? Hvenær hefur þú fundið það skýrast, áheyrandi minn? Var það þegar þú tókst affurhvarfi, ef þú ert þér þess vitandi að hafa tekið því, á þeirri stundu, er þér virtist þér takast að gefa honum, hinum mikla og ósýnilega, heilshugar og fullkomið jáyrði hins hrædda og þreytta hjarta þins? Eða er það þegar þú beygir þig yfír litla rúmið og biður kvöldbænina með barninu þínu? Hvað um það: Eg skal ekki hrófla við leyndarmáli „Friður Guðs er oss ekki gefinn til þess að vér skulum kjarnsa á honum, heldur til þess að hvíldin í honum gefi oss styrk til baráttu" átti að gefa þeim styrk til þess að þola hungur í framtíðinni, ef nauðsyn krefði, en þess í stað fyllti þetta þá græðgi. Þeir þótt- ust sjá sér leik á borði að gefa leti sinni lausan taum: Gerum hann áð ráðherra! Þá verður þó fyrir okkur séð af því opinbera, svo um munar! Þá veik hann aftur afsíðis upp á fjallið, aleinn. Þáð er gott fyrir oss kristna menn að vita að vér þínu. En ég vil gjarnan segja þér frá mínu leyndarmáli. Það var þegar ég var ungur stúdent, sem ég eignaðist ríkasta reynslu guðs- friðarins. Ég hafði farið inn í rómversk-kaþólska kirkju, kraup niður eða settist á bekkinn, lét augu mín töfrast (vertu ekki að víta mig fyrir orðalagið, sjálfur Jesús beitir hvort sem er nokkr- um töfrum í guðspjallinu!) af rauða lampanum fyrir altarinu, og það var svo hljótt þarna inni og litirnir voru svo fagrir, ó, hví- lík kyrrð! Allar ungar, heitar hugsanir, sárar og flöktandi, stilltust og friðuðust af sjálfu sér, þarna sat maður mitt í tímanum með aldir að baki, aldir fram undan, og svo var það sjálf ei- lífðin, sem maður var genginn inn í með þessum þrem skrefum frá „Strikinu", því frelsarinn var hérna, ljóslifandi, í holdi, maður þreifaði á því. Síðan ég varð prestur hef ég - það held ég mig mega trúa yður fyrir - oftast fundið frið Guðs í sakramentunum: Þegar ég stóð við æruverða steinfontinn hér og tók á móti börnunum yðar fyrir hönd Drottins míns, eða þegar ég stóð við steínaltarið við stóru alt- arisgöngurnar um þrettándaleytið og hundruð lifandi ljósa fylltu litlu kirkjuna ljóma og ilmi, og vér söfnuðumst saman uppi hér og þáðum frelsarans ;,fullkomnað allt" í gjöfum brauðsins og víns- ins. Já, þá hef ég ósjaldan fundið að á þeirri eyðimerkurför, sem starf prestsins getur stundum orðið, að nokkru að sjálfs hans sök, var Jesús Kristur sjálfur kominn til vor og endurtók kraftaverk mettunarinnar. En raunar er þessi predikun alls ekki rétt. Friður Guðs er í raun- inni ekki neitt sem vér finnum sjálf til, hann er ekki neins konar þægilegt ástand. Ef til vill erum vér ríkastir af honum, er vér vit- um alls ekki um, að vér höfum hann. Og aldrei skaltu fara að liða sjálfan þig sundur, rannsaka hjarta og nýru til þess að sjá, hvort þú getur fundið hann þar. Þegar ég sný mér við fyrir altar- inu og boða þér, að Drottinn upp- lyfti augliti sínu yfir þig og gefi þér frið, þá þýðir það þetta: Hann gefur þér svo mikinn styrk, að þú ert aflögufær, getur barist fyrir meira en sjálfan þig. Að eiga Guðs frið er hér á jörðu, að vera vígbúinn af Guði - í himninum er það annað, þar er það hvíldin eft- ir stríðið. Já, Guð gefi þér þann frið, sem er meiri en englavörður, þann frið, sem gerir þig rósaman í vígunum og lætur þig brosa við dauðanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.