Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 AH0LAST0L Ekki geymir íslandssagan dæmi um marga einstaklinga, sem eru í senn svo stórfelldir hvað persónugerð og harmræn örlög áhrærír, að þýði að jafna við Jón biskup Arason. Sennilega er Snorri Sturíuson honum einna líkastur, en báða prýddi að þeir voru gæddirtvímælalausum for- ystuhæfileikum og réðu víðlendum héruðum og mannmergð um sína daga. Þó má færa rök að því að þarna hafi Jón þó staðið Snorra framar, er Snorri var fæddur til auðs og metorða, en Jón ekki. Honum hlotnaðist það fyrst og fremst fýrir mannkosti sína, þótt ekki sé dregin fjöður yfir það sem hann ávann sér vegna metnaðar og ráðríkis. Báðir voru þeir Snorrí andans menn, þótt á ólíku sviði værí: Aðal Snorra var lærdómur hans og stílfimi, en Jón Arason hefur senni- lega ekki þurft að leita lengi að jafnoka sínum í kirkjulatínu og guðfræði, sem var lærdóms- grundvöllur hans tíðar. Aftur á móti verðskuldar hann skáldanafn litlu síður en Snorrí, þótt það sé fremur fátt og sunduríeitt sem eftir hann liggur. En það eru dramatisk ævilok beggja, sem sjálfsagt tengja þá sterkast saman í huga manna — þar sem báðir lágu eftir í val sögunnar á tímum þegar útlendir konungar seildust til aukinna valda og áhrífa á landi hér. Hér á eftir segir eitt og annað af Jóni Arasyni. Farin er sú leið að gengið fram hjá stóratburðum á vargöld sjálfra siðaskiptanna, sem tengjast afdrifaríkasta og um leið þekktasta skeiði ævi hans. Þess í stað einskorð- um við okkur við uppruna hans og æskuár og ýmsa atburði sem mörk- uðu leið hans til biskupstignarinnar á Hólurn. Frásagan sannar að snemma hafa verið komnir í ljós drættir, sem æ upp frá þvi hafa verið hluti af þeirri risamynd, sem skjótlega eftir lát Jóns Arasonar var tekið að draga upp af honum í vitund þjóðar hans. Fyrstu æviár Jóns Arasonar eru myrkri hulin og hafa fræðimenn komið fram með ýmsar tilgátur um hvert hið raunverulega og rétta fæð- ingarár hans sé. I ævisögubroti, sem runnið er frá sonarsyni hans, Magn- úsi Björnssyni, er hann sagður fædd- ur 1484. Hefur þvi ártali oftast verið haldið á lofti sem fæðingarári hans. Hér verður þó haft fyrir satt að hann sé ekki fæddur fyrr en 1480 og eigi síðar en 1483. Til þess liggja þær or- sakir að eldri maður en sjötugur hefði vart getað staðið í þeim stórræðum, sem hann gerði síðustu ár sín og yngri en 24 ára hefur hann trauðlega verið, er hann hlaut prestsvígslu, því að nefndur er hann með vissu í prestastétt 1507. Yngri menn en 24 ára hlutu ekki hina síðustu vígslu til prestsembættis — nema með undan- tekningum væri. Fæðingarstaður Jóns er af flestum talinn Grýta í Eyja- firði, kotbýli í grennd Munkaþverár. Getur hann þess bæjar í gamanvísu, sem hann orti á fullorðinsárum og er á þessa leið: Ýtar buðu Grund við Grýtu, Gnúpufell og Möðruvelli, en ábótinn vildi ekki láta aðalból nema fylgi Hólar. I vísunni lætur ábótinn þess engan kost að láta Grýtu fyrir helstu stór- býli Eyjafjarðar, nema sjálfir Hólar fylgi þeim í kaupbæti. Annars er vísa þessi gott dæmi um þann létta blæ kimni og hálfkærings, sem einkennir veraldlegan kveðskap Jóns. Um ætt Jóns Arasonar er það að segja að faðir hans var Ari, sonur Sigurðar priors á Möðruvöllum, kominn af mektarfólki i ættir fram. Verður ætt hans jafhvel rakin til hins mikla höfðingja Eyfirðinga á sögu- öld, Guðmundar rika á Möðruvöll- um. Ókunnugt er um móðurætt Ara. Móðir Jóns var Elín Magnúsdóttir bláhosa. Helst er þess að geta að móðir hennar var Þóra brók ísleifs- dóttir, beltislausa, systir Einars, ábóta í Munkaþvérárklaustri, lærdóms- manns mikils. Hungursögur Ari Sigurðsson mun hafa komist til nokkurra metorða, því að hans er get- ið sem ráðsmanns að búi Hólastóls i Miklagarði í Eyjafirði. Umboðsmað- ur stólsjarða var hann og milli Varð- gjár í Eyjafirði og Mýrarkvíslar í Reykjahverfi í Þingeyjarþingi. Hefur Jón því ekki átt langt að sækja ráð- deild og skörungsskap í gæslu fiár- muna. Sennilega hefur Ari Sigurðs- son látist meðan Jón var enn ungur að árum og hafa þau hjón þá að líkind- um verið flutt að Laugalandi. Sumar heimildir greina svo frá að þau mæðgin hafi orðið að þola sárustu neyð eftir lát fyrirvinnunnar, og er sú saga tilfærð þvi til styrktar að haust eitt hafi matbjörg verið þrotin á bæn- um og ekkert til í búinu utan ein kýr snemmbær, sem komin var að burðí. Leigujörðum fylgdu jafhan kúgildí, sem leigutakar máttu ekki skerða bótalaust, en Jón ámálgaði við móður sína að þau skæru eina kind af þeim stofhi sér til bjargar. Bað móðir hans hann lengst allra orða að gerast ekki sauðaþjófur, þvi að ekkert væri til endurgjalds fyrir ána. Gekk í þrefi um þetta þrjú kvöld i senn, en þar kom að Jón þóttist ekki lengur geta borið hungrið og leiddi ána heim til slátrunar. En sem Jón mundaði skurðarhnífinn, bar kýrin og barg öllu við. Er frá því sagt að Jón hafi síðar minnst atviks þessa, er hann var orðinn biskup. Þá er enn til sú hungursaga af Jóni ungum að honum hafi orðið tíðförult að Munkaþverá til þess að biðja sér matar og hafi frændi hans, ábótinn, brugðist vel við og satt hungur hans. Þá er bætt við að Einar ábóti hafi beðið munkana leynilega að gefa litla frænda sínum sinn bitann hver. Hann yrði siðar sér meiri maður, þótt fá- tækur væri nú. Ekki verða þessar og aðrar sögur frá uppvexti Jóns Ara- sonar seldar dýrara en þær voru keyptar. Oftsinnis hafa menn hneigst til að ætla þeim sem hafist hafa til vegs og virðingar lakari æskukjör, en þau voru raunverulega. Með því móti varð sá ljómi skærari, sem af þeim stafaði á manndómsárum, og þar við bættist einnig að á íslandi hafa menn úr almúgastétt jafhan mátt muna tím- ana tvenna, ef þeir síðar komust til mannvirðinga. Það verður og að telj- ast fremur ólíklegt að Ari Sigurðsson Róðukross sá er Jón Arason lagði Hólakirkju til. hafi ekki verið sæmilega bjargálna og látið ekkju og syni eftir nokkurn lífeyri til viðurværis, þar sem hann var umboðsmaður Hólastólsjarða, en það starf hlaut að gefa nokkuð af sér. Mín er lyst í ferð- um fyrst... Sagt er að Jón hafi fengið kennslu i klaustrinu á Munkaþverá, og kann hann að hafa notið þar frændsemi við ábótann, Einar ísleifsson, enda þótt hann væri látinn er Jón var á náms- aldur kominn. Nám prestsefna þeirra tíma var ekki upp á marga fiska, ef borið er saman við það sem síðar varð — og jafnvel það sem tíðkaðist í stólskólunum, meðan þeir voru enn við lýði. Mun einkum hafa verið kenndur lestur, skrift og söngur. Þá má ætla að prestar hafi hlotið þá fræðslu í latínu sem nægði þeim til tíðasöngs og meðferðar á helgisiða- formálum. I heimildum er tilfærð vísa, sem Jón á að hafa kastað fram við prest nokkurn, sem Böðvar hét og andmælti biskupskosningu Jóns, vegna ónógrar þekkingar hans á lat- ínu. Vísan hljóðar svo: Látína er list mæt lögsnar Böðvar; í henni eg kann ekki par, Böðvar. Þætti mér þó rétt þitt svar, Böðvar, míns ef væri móðurlands málfar, Böðvar. Þessi vísa hefur mönnum þótt styrkja þá skoðun að Jón Arason hafi verið lítt lærður á latínu, en lélegt sönnunargagn verður hún að teljast, ef ekki kæmi annað til. En það striðir gegn heimildum að ætla honum mikla kunnáttu i þeirri tungu. En hvað sem allri latínukunnáttu líður, hefur Jón Arason verið bráð- gjör og miklum hæfileikum búinn. Komst hann snemma til mikilla met- orða í prestastétt landsins og vann sér skjótt hylli biskups, sem síðar mun sagt verða. Snemma tók hann að láta fjúka í kviðlingum, svo sem marka má af vísu sem hann á að hafa ort í uppvexti. Falaði Jón þá hest einn, móálóttan kostagrip, af bónda þeim sem Jón hét. Kvað bóndi hann skyldu fá hestinn ef hann gæti ort vísu, þar -rakin saga bernsku. uppvaxtar og prests- skaparára Jóns Arasonar sem Móalingur væri nefridur í öðru hverju yísuorði, meðan hann gengi einn hring kring um hestinn. Er vísan á þessa lund: Mín er lyst í ferðum fyrst að fara í kringum Móaling, finna þann hinn fróma mann, er fær mér slyngan Móaling. Átt hefi eg í aurum fátt iinnaö þing sem Móaling. Því er mín bón, að bóndinn Jón bringi mér sinn Móaling. Enginn viðvaningsbragur er á vís- unni, sem er ort undir dróttkvæðum hætti, sjökvæðum. Hlaut Jón síðan hestinn að bragarlaunum. Leiðin til Hóla Þessu næst er þar til að taka er Jón er kominn til Hóla og hefur skipað sér í raðir kennimanna, því að prestur er hann nefhdur árið 1507. Þá var bisk- up á Hólum Gottskálk Nikulásson, sem fyrr er nefhdur. Komst Jón skjótt í kærleika við biskup og hækkaði sól hans ört á himni embættisframans. Þetta sama ár vígðist hann til Helgastaða í Reykjadal í Þingeyjarþingi, sem var að vísu heldur rýrt brauð, enda er óvíst að hann hafi nokkurn tíma setið staðinn, heldur aðeins hirt tekjur brauðsins. Árið eftir, 1508, var hann orðinn prestur að Hrafnagili í Eyja- firði, sem var hið ágætasta brauð og enn ári síðar er hann orðinn prófastur og almennilegur dómari milli Varð- gjár og Glerár, það er að segja í Eyja- firði fram. Tveir prestar og jafhmarg- ir djáknar áttu að sitja að Hrafhagili. Ósjaldan kom það fyrir að klerkar á slíkum stórstöðum sinntu öðrum störfum jafhframt, því að þeir höfðu býsna frjálsar hendur. Á þessum ár- um mun Jón hafa haft sýsluvöld um Eyjafjörð, þar sem hann í bréfi einu er sagður hafa umboð konungs fyrir norðan Öxnadalsheiði. Það var ekki svo fátítt að andlegrar stéttar menn tækju sýslur, ef hugur þeira stóð til veraldarvafsturs. Meira að segja eru þess dæmi að biskupar hafi farið með hirðstjórn hér á landi. Fleiri embætti hlóðust á Jón Arason um þessar mundir, því að 1515 gerð- ist hann ráðsmaður Hólastóls, sem var hið umfangsmesta trúnaðarstarf og einkum fólgið i því að fara með fjármál stólsins. Var biskupi ofvaxið að annast það starf, svo að það var jafnan falið presti í fremstu röð. Slík- ir fjármunir fóru um greipar ráðs- mannsins að vart höfðu starfið með höndum aðrir en þeir, sem loðnir voru um lófana og gátu staðið í skil- um ef vanhöld urðu á fjármunum. Tvívegis er þess og getið að hann hafi farið utan í erindum Gottskálks biskups. Enn er ótalið að 1519 fékk Jón veitingu fyrir stórstaðnum Odda á Rangárvöllum, en á þeim stað var erkibiskupsveiting. Þetta ár var bisk- upslaust í Skálholti, svo að Gottskálk biskup mun hafa haft hönd í bagga með þessari ráðstöfim. Aldrei sat Jón í Odda, þótt hann héldi staðinn til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.