Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 18. apríl 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu í 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samkeppni í siglingum Hörmulegt slys það sem varð í farþegaskipinu Scandinavian Star á fastri siglingaleið milli Noregs og Danmerkur, leiðir hugann að öryggismálum far- þega og áhafnar á skipum af þessu tagi, hvemig regl- ur eru settar og þeim framfylgt, hversu eftirliti er háttað með öryggisbúnaði af hálfú yfirvalda og hvaða virðingu útgerðarmenn og skipstjómarmenn sýna slíkum reglum. Rannsókn þessa tiltekna máls mun ekki að fúllu lokið. Eigi að síður er talið víst að upphafsorsök slyssins sé íkveikja brennuvargs. Við slíku er auðvit- að vandi að sjá, en eigi að síður skylt að gera ráð íyr- ir á farþegaskipum þar sem troðið er í hvert rúm og undankomuleiðir fáar ef út af ber. Hvað þetta um- rædda skip varðar er greinilegt að það var gert út samkvæmt fmmstæðum undirmálsstöðlum um bún- að skipa og öryggi á sjó. Skipið var skráð í vanmátt- ugu ríki, sem gerir sér það að tekjulind í fátækt sinni að vera skálkaskjól siðlausra útgerðarfyrirtækja sem fara í kringum lög og rétt með því að finna þar gróðabralli sínu málamyndaheimilisfang. Er dapur- legt til þess að vita að það skuli vera Norðurlanda- menn, sem bera ábyrgð á útgerð þessa skips, að það skuli geta gerst að Norðmenn og Danir sýni þá fífl- dirfsku að hafa slíkan farkost í farþegaflutningum milli landa sinna og undirbjóða siglingar á sínum eigin höfúm með allra þjóða samtíningi í áhöfn, sem naumast skilur það tungumál sem talað er á stjóm- palli og er ekki fær um að skilja fýrirskipanir eða taka leiðbeiningum þegar eitthvað ber út af. Alþjóðleg samkeppni í skipaútgerð er komin á al- gerar villigötur þegar hún er í vaxandi mæli látin velta á því að miða kostnað við lægstu öryggiskröf- ur og þrælalaun erfíðismanna í fátæktarlöndum. Slíka þróun ber að stöðva áður en hún nær því stigi sem allt stefnir að. Hér er um málefni að ræða sem taka verður upp sem alþjóðlegt samstarfsverkefni, enda ættu þegar að vera fýrir hendi alþjóðasamtök og stofnanir sem getu hafa til þess að taka þessi mál föstum tökum, ef vilji er til. Siglingar um heimshöfín verður að setja undir sterka stjóm, sem byggist á alþjóðlegum reglum, sem fullt eftirlit er haft með að sé hlítt. Að sjálfsögðu em til nokkrar einfaldar lágmarksreglur sem um þetta gilda og ekki verður undan komist að virða hvemig sem búnaði og öryggistækjum er arrnars fyr- ir komið. Á því er allur gangur sem ræðst af van- þroska viðskiptasiðferði alþjóðlegra útgerðarfyrir- tækja og þau em látin komast upp með, þótt svo eigi að heita að þau séu látin sæta ábyrgð, ef gróflega ber út af í slysum og tjónum, sem rekja má til trassa- skapar í útgerð og skipstjóm. Ef það telst vera nauðsyn að setja fyllstu kröfur um öryggi sjófarenda í einu landi, þá er það ekki síður nauðsynlegt í öðmm löndum. Á því getur enginn munur verið. Það er á þeim viðhorfúm sem alþjóða- samkeppni í siglingum á að byggjast en ekki eltinga- leik við undirmálsstaðla ófúllburða réttarríkja og sultarkjör réttindalausrar sjómannastéttar. Gasið rvkur í loaninu Þaö óhapp varð í Áburöarverk- atmnoníakslanki. Þaö er líka al- geymi er nú veriö að byggja. smiðjunni í Gufunesl á páskadag, varlegur hlutur að nitrat skuli fyr- Fundarhöldiii í gær leiddu ekki til við flutning ammoníaks úr sklpi í irfinnast í verksmiðjunni, sem er neinnar nýrri niðurstððu um geymi, að ammoníaksgasi var sprengistoff, og hætfulegra fyrir verksmiðjuna en þeirrar sem lá hleypt út af geyminum í stað þess næsta nágrenni en ammoníakið fyrir. Nýi gevmirinn verður tekinn að senda gasið aftur út i skipið, scm.efþaðstreymdiútúrónýfum i notkun í fyllingu tfmans. Talað mcð þcim aneiðingum að kviknaði geymi hefði sömu verkanir sam- verður um sprengihættu á næstu í því. Pessi eldur, sem var svona kvæmt vindátt og eiturefnahern- árum og sumir munu ieggja til eins og kyndillogi, var fljótlega aður. Áburðarverksmiðjan er innflutning á áburði. Þetfa tal slökktur, en líklega hefur enginn nefnilega þannig að nær hernaiV mun einnig koma heím og saman eldur á íslandi gert annað eins arvél komumst við ekki með gúbu við aðförina gegn landbúnaðin- rusk og gasbruninn, ef eldgos eru móti. Þegar verksntiðjan var flutt um. undanskilín. Þegar mekfarmemt hingað heyrðlst jafnvel sú rödd að Nýr sfaður fyrir áburðarverk- höfðu náð sér eftir páskafríið og heppllegast væri að bvggja hana smiðju cr ekki vandfundinn í voru hættir að svima í snjó og á við Reykjavíkurhöfn. Það var sfrálbýlu landi. I'eir eru margir skíðum, sneru þeir sér að allhast- ekki gert og nú hefur þéttbýlið í staðirnir í þessu landi, sem myndu arlegum fundahöldum sem sner- Reykjavík náð henni, þvi ekkert ekki hafa á móti því að fá þangað ust öll gegn áburðarverksmiðj- stöðvar Reykjavík, og kominn er verksmiðju sem vcitti 140 manns unni. Maður sem í fyrra cða tími til að huga að nýjum stað fyr- vinnu. Vcrði það ofan á að bifteðfyrra hafði lótið þau ógæti- ir verksmiðjuna. Reykjavík kæri sig ekki um að lifa legu orð falla aö Áburðarverk- „hæltulega" vcrða nógir tii þess smiðjan ætti að vera kyrr, varð i -4 AQ mgr|ric aó faka að sér munaðarleysingj- gær að gefa skýringu á orðum sín- ann. I>að er nú orðið svo með um, og hafa ekki í annan tima íöl- á nFðKnOlUltl Reykjavík að hér má ekkert eitur uð orð i pólitík orðið að annarri Þetta verkstniðjumál hefur áður finnast nema fiknilyf. Hætfu- einsklassík. verið til umræðu ogþávildiborg- ástandi var aldrei Ivst yfir úf af arstjórinn í Reykjavik fá verk- gasinu. Iní var affur á mnti nflýst EltriO burt srniðjuna burt en skipti síðan um og þriðjudagurinn var fundadag- Vist er það aivarlegur hlutur skoðun og kaus að byggður yrði urinn mikli án árangurs. þegar eldur verður laus ofan á tryggari ammoníaksgeymir. Þann Garri Fordómafullir vandlætarar Að íslendingar eru stútfullir af for- dómum, hatri og fáfræði var eitt höf- uðcfhi íjölmiðlapáskanna. Fólk sem höndlað hefur sjálfa þekkinguna, mannkærleikann og fijalslyndið eins og það leggur sig fiutti kórrétta kenn- ingu sína um fordómana og var kom- ið við á þeim stöðum sem þeir eru hvað hatrammastir. I einni fordómafréttinni var farið vestur um haf til að sanna fordóma- leysi fróttamanna gagnvart eyðni. I Ameríku eru fieiri skráðir sýktir og dauðir af völdum faraldursins en í öðrum plássum. Jarðarför eins fóm- arlambanna gaf frægðarfólki tækifæri að auglýsa sig og fordómaleysi sitt rækilega. Inntak þeirrar sjónvarpsþulu sem valin var til sýningar hér er að plágan em fordómamir gagnvart eyðninni og þeim sem sýktir eru fremur er sjálfur faraldurinn. Þessu veldur þekkingarleysið og verður því kippt í liðinn með „fræðslu." Útlistun fréttanna var sú að óþverr- amir í eyðnidæminu vom foreldrar bama, sem dæmd vom til að ganga í skóla með eyðnisýktum skólabróður. Áhyggjur foreldranna em kallaðir fordómar og fáfræði. Fræðsla fréttaljósanna samanstóð svo af því hvemig eyðni smitast ekki. Fréttapunkturinn var að sýna amer- íska atkvæðaveiðara og margum- skorið skurðgoð, sem hvarvetna leggur góðum málcfnum lið með nærvem sinni og auðgast gífurlega af. Ekki maðkurinn í mysunni þar. Heift gegn fugli Sama liðið og teygir og togar smokka framan í veröldina þegar það er að mgla fólk í hvemig á að varast eyðnismit snýr blaðinu svona hressi- lega við þegar hægt er að ráðast með ofsóknaræði gegn þeim sem búið er að ala upp ótta i gegn banvænni veirusýkingu. Þá heita það fordómar að óttast að böm sýkist af smituðum. REGLUGERÐ m uiii breyliiiKU á renluKerð nr. 100/ I97J, uin eyðiugu arlbnks »j» hrafns, nieð áorðnum hreyliuj>um. I. gr. 9. gr. rcglugcrðarinnur orðisi svo: Frátí fyrir ákvæði I.. 2., og 3. gr. reglugcrðarinuar er hcimilt að fela vciðistjóra og allt að S triiuaðarnionnum hansað nota i tiliaunaskyni fciicmalog trfbrómctanól til fækkunar hrafni ociiðruin skaðlcL’iim iiiávalcL’Unduin. þó ckkí í Kjósarsýslu. Borgarfjarðarsýslu, Mýrarsýslu. Rétt á eftir ameríska boðskapnum um fordómaleysi skurðgoðs og at- kvæðaveiðara og „fræðslu" um hvemig böm smitast ekki af eyðni var sýnd ein af þessum indælu nátt- úmlífsmyndum og var sú íslensk og fjallar um hettumávinn. Fyrr en varði var þulurinn farinn að þylja þuluna um fordóma og hatur Is- lendinga gagnvart hettumávinum og stafaði það af landlægum heiflarhuga og skorti á „fræðslu." Hvaðan höfundi textans kemur þessi vísdómur hlýtur hann sjálfur að vita. Á öðmm stað hefur verið haldið uppi eilítilli eftirgrennslan um hug Frón- búa til hettumáva og kemur út úr þeirri skoðanakönnun að enginn að- spurðra hefur heyrt því fleygt að hettumávur sé verri eða óæskilegri fugl en hver annar mávur. Hins vegar létu nokkrir þá skoðun i ljósi að hel- vítis svartbakurinn væri skaðræðis- gripur, sem réttast væri að losa landið og miðin við. Er hann þó með ís- lenskustu fuglum. Aðkomufordómar En textahöfundur myndarinnar um hettumávinn er vel lærður í sínum vísindum og veitti þá „fræðslu" að fordómar og ofstæki íslendinga gegn hettumávi væri til kominn vegna þess að hann er aðkomufrigl. Tegundin verpti fyrst hér á landi fyr- ir mörgum áratugum og Islendingar em haldnir heiftarhug gegn aðkomu- fuglum, taldi náttúrurý-nirinn og benti á starrann máli sínu til sönnunar. -Hvað finnst þér um starrann,? spurði skoðanakönnuður víðsýna og fádæma umburðarlynda menntakonu og langaði að frétta af afstöðu þjóðar- sálarinnar til aðkomufuglsins. -Hel- vítis starrinn hefur lús. Ég var að reka einn út í gær, hvæsti gæðakonan góða, og þar með var hætt að kafa í þjóðarsálina að sinni. En fróðlegt væri að frétta hjá þeim sem sjá um opinbera náttúmffæðslu handa almenningi hvort fordóma gæti gagnvart farfuglunum og hvers vegna er yfirleitt verið að ftiða það flækingslið. En þar sem fordómar byggjast á fá- fræði er ekki langt að leita svara við hvert hennar er að leita. I febrúar s.l. gaf menntmálaráðu- neytið út reglugerð um breytingar á reglugerð um eyðingu svartbaks og hrafns. Þar er ákvæði um útrýmingar- tækni til fækkunar hraíns og annarra skaðlegra mávategunda. Þar sem menntamálaráðuneytið hef- ur ákveðið að hrafn sé skaðlegur mávur er ekkert lygilegra þótt fjöl- miðlafrikin í náttúmfræði fýlli þjóð- ina heift og fordómum gegn hettu- mávi eða jafnvel öðrum skaðlegum hröfnum, sem samkvæmt nýjustu náttúmfræðum hlýtur að vera erlend- ur aðkomufugl. Og eftir stendur spumingin hvert þeir em ekki fordómafyllstir sem sí og æ ala á því að einhveijir aðrir séu haldnir fordómum og ennffemur hver á að fræða hvem um hvað? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.