Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 16
 RÍKISSKIP S VERBBRÉFAVtBSKIPTi NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvogötu, SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 L0ND0N - NEW Y0RK - ST0CKH0LM PÓSTFAX DALLAS T0KY0 TÍMANS nardlfbct? 687691 V «7 Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1990 Séra Ragnar Fjalar Lámsson veitir hér viðtöku andvirði einnar orgelpípu sem aðstandendur séra Jakobs Jóns- sonar gáfu. Það er Jón Einar Jakobsson (th.) sem afhendir peningana. Timamynd g.i Margir vilja eiga hlut í orgeli Hallgrímskirkju: Safnast hefur á þriðju milljón Nú er hafin fjársöfnun til kaupa á pípuorgeli fýrir Hall- grímskirkju. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst kostur á að kaupa pípur í orgelið, en hljóðfæríð kemur til með að kosta á milli 60 og 70 miljónir króna. Þegar hafa selst píp- urfyrír á þríðju milljón króna. Átakið hófst síðastliðinn laugar- dag en þá voru haldnir tónleikar í kirkjunni. Tónleikamir hófust kl. 11 að morgni og stóðu samfellt til kl. 22. Á annað hundrað tónlistar- menn komu fram; þar á meðal: Hörður Áskelsson, Módettukór Hallgrímskirkju, Marteinn H. Friðriksson, Olöf Kolbrún Harð- ardóttir, Garðar Cortes, Rut Ing- Lólfsdóttir, Ann Torkil Lindstad, Inga Backman og Kór Neskirkju. Mjög margir lögðu leið sína í kirkjuna til að hlýða á tónlistina ■ og kaupa orgelpípur. Það var Þóra Einarsdóttir, ekkja séra Jakobs Jónssonar, og börn þeirra sem keyptu fyrstu pípuna, en séra Jak- ob var prestur í Hallgrímskirkju. Rúmlega 5200 pípur verða í nýja orgelinu og hefur þeim verið skipt niður í fjóra verðflokka eftir stærð, ftá kr. 2000 til kr. 100.000. Nöfn gefenda verða varðveitt og tengjast þau ákveðnum tóni org- elsins. Að sögn Sigurðar Helga- sonar, sem er einn þeirra sem standa að söfnunarátakinu, fór fjársöfnunin mjög vel af stað og raunar betur en bjartsýnustu menn bjuggust við. Orgelpípumar verða til sölu milli kl. 3 og 5 í Hallgrímskirkju. Kvenfélag Hallgrímskirkju seldi veitingar og páskablóm til ágóða fýrir orgelsjóð og gekk salan vel. Kvenfélagið hefur þegar ákveðið að kaupaum 170 orgelpípur. Á laugardaginn voru einnig kynntar teikningar af hinu nýja konsertorgeli kirkjunnar, en verið er að smíða það í Bonn i Þýska- landi. Orgelið kemur til með að vega 25 tonn. Áætlað er að orgel- ið verði tilbúið í kirkjunni um mitt ár 1992. -EÓ Bráðabirgðatölur Fiskifélags (slands fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins: 181 þúsund tonn úr sjó í marsmánuði Heildarafli landsmanna í mars mán- uði sl. nam samtals 181.600 tonnum. I sama mánuði í fyrra var heildarafl- inn 295.500 tonn eða um 114 þúsund tonnum meiri þá en nú. Munurinn felst einkum í minni loðnuafla í mars nú, miðað við sama mánuð í fyrra. Nú veiddust 105 þúsund tonn af loðnu en í mars í fýrra 212 þúsund tonn. Þetta kemur fram í aflayfirliti Fiskifélags íslands um heildarafla landsmanna ffá áramótum. Botnfiskaflinn í mars sl. nam 75.200 tonn en í fyrra var hann 82.500 tonn. Þorskurinn í aflanum nú var 47 þúsund tonn en í fyrra var hann 53.400 tonn. Þar af var þorsk- afli togara nú tæp 18 þúsund tonn, hlutur báta rúm 25 þúsund tonn og hlutur smábáta tæp 4000 tonn. Ýsu- aflinn í mars var samtals rúm 4 þús- und tonn, ufsaaflinn var tæp 11 þús- und tonn og karfaaflinn rúm 7 þús- und tonn. Heildaraflinn fyrstu þrjá mánuði ársins var samtals 780.600 tonn. Sem fyrr skakkar mestu í loðnuaflanum en hann er nú rúmlega 42 þúsund tonnum meiri þrjá fýrstu mánuðina nú en í fýrra. Heildar botnfiskaflinn fýrstu þrjá mánuðina er rúm 155 þúsund tonn en á sama tíma í fýrra var hann 164 þús- und tonn, eða um 9 þúsund tonnum minni nú. Á sama tímabili er þorsk- aflinn nú rúm 96 þúsund tonn en í fýrra var hann 110 þúsund tonn. Af einstökum verstöðvum hefur mestu af botnfiski verið landað í Vestmannaeyjum fýrstu þrjá mánuð- ina, eða rúmum 15 þúsund tonnum. Þar af er botnfiskur tæp 6000 tonn og af heildarbotnfiskafla Eyjamanna hafa um 4500 tonn verði flutt út í gámum til sölu erlendis. Auk þessa hafa fiskiskip frá Vestmannaeyjum selt erlendis rúmlega 700 tonn af botnfiski. —ABÓ „Glatt á baki“ um bænadagana: Ölvaöir.hesta- menn á Alftanesi Lögreglan I Hafnarfirði þurftí samkomur og verða til vand- að hafa afskipti af nokkrum ölv- ræða, en þó voru eftirmálar við- uðum hcstamönnum á Álftancsi ráðanlegir og engin teljandi slys á skírdag. Hestamenn voru með urðu á mönnum. kaffisölu i tilefni dagsins í DV greindi frá því í gær að Garðaholti á Álftanesi. Fleiri drukkinn hestamaður hefði hundruð manns voru þar saman- komið riðandi á hesti sínum inn í korain úr sveitarfélögunum á ibúðarhús við Breiðvang í Hafn- höfuðborgarsvæðinu. Að sögn arfirði á skírdagskvöld. í ljós lögreglu eru alltaf einhverjir inn- kom að maðurinn hafði farið an um sem setja blctt á slíkar húsavillt. —ABÓ íslenski dansflokkurinn stendur á tímamótum: Vorvindar um Borgarleikhúsið íslenski dansflokkurinn fnjmsýnir á sumardaginn fyrsta ballettsýningu undir nafninu „Vorvindar". Á sýn- ingunni verða íjögur verk eftir þrjá sænska danshöfunda, þau Birgit Cullberg, Per Jonsson og Vlado Jur- as. Islenski dansflokkurinn stendur nú á vissum tímamótum. Hann er núna kominn í eigið húsnæði, flokk- urinn er í samstarfi við Borgarleik- húsið í fyrsta skipti og íyrir Alþingi liggur frumvarp um að dansflokkur- inn heyri beint undir menntamála- ráðuneytið en ekki Þjóðleikhúsið eins og verið hefur. Birgit Cullberg er íslendingum að góðu kunn, en Islenski dansflokkur- inn sýndi árið 1983 „Fröken Júlíu“ eftir hana. Að þessu sinni sýnir dansflokkurinn eftir hana tvídansinn „Adam og Eva“. Þegar Fröken Júlía var sýnd hér dansaði Vlado Juras sem gestur í nokkrum sýningum, en hann er nú listdansstjóri í Norrköp- ing. I framhaldi af heimsókn sinni hingað til lands samdi hann „Myndir frá Islandi" sem fjallar um fimm sjó- mannskonur sem biða komu manna sinna af sjónum. Per Jonsson er einn athyglisverð- asti danshöfundur Svía af ungu kyn- slóðinni. Á sýningunni verða sýnd eftir hann tvö dansverk, annað heitir „Schakt“, sem er um 25 mínútna ballett íýrir þijá karldansara, hitt er styttra verk samið sérstaklega fyrir kvendansara íslenska dansflokksins. Verkið heitir „Vindar frá Merkúr". Vorvindar er óvenjuleg og fjöl- breytt sýning sem ætti að höfða til flestra listunnenda. Þetta er í fyrsta skipti sem ballett er dansaður í Borgarleikhúsinu og jafn- framt er þetta í fyrsta sinn sem dans- flokkurinn er með stóra danssýningu utan Þjóðleikhússins. Islenski dansflokkurinn hefur alltaf verið með tvær danssýningar í Þjóð- leikhúsinu á ári, þar af eina í áskrift. Ekki reyndist unnt að koma ballett- sýningu fýrir í Þjóðleikhúsinu áður en því var lokað og þess vegna var ákveðið leita á önnur mið. Vorvindar verður eina danssýning íslenska dansflokksins í vetur. Ekki er fullljóst hvemig starfsemi dansflokksins verður hagað næsta vetur. í nýju lagafrumvarpi um ís- lenska dansflokkinn sem mennta- málaráðherra hefur lagt fram á Al- þingi er gert ráð fýrir að dansflokk- urinn verði sjálfstæð stofnun og heyri beint undir ráðuneytið en ekki undir Þjóðleikhúsið eins og verið hefur. Salvör Nordal, framkvæmda- stjóri dansflokksins, segist telja að ef fhimvarpið nær ffam að ganga skap- ist nýir möguleikar fýrir dansflokk- inn. Hægt verði að efna til samstarfs við Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, Óperuna og fleiri aðila. Salvör segir mjög brýnt fýrir flokkinn að Qölga sýningum því aðeins með því móti sé unnt að byggja upp stóran áhorf- endahóp í kringum dansflokkinn. Nýlega fékk dansflokkurinn og ballettskólinn nýtt og glæsilegt æf- ingahúsnæði að Engjateig 1 í Reykjavík. Áætlaðar era fimm sýningar á Vor- vindum. Önnur sýning verður 20. apríl og sú þriðja verður 22. apríl. Allar sýningarnar hefjast klukkan átta. -EÓ t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.