Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 25. apríl 1990 Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hagnaðist á verslun en tapaði á útgerð: Um 6. hluti veltunnar fór í fjármagnskostnað Um 1,3 millj. kr. hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirð- inga á síðasta ári samkvæmt skýrslu kaupfélagsstjóra, Gísla Jónatans- sonar, á aðalfundi félagsins s.l. laug- ardag. Hins vegar varð 11,3 m.kr. tap á rekstri dótturfyrirtækis félags- ins, Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar h.f. Fiskvinnslan sjálf skilaði 18 m.kr. hagnaði em þar á móti kom 25 m.kr. tap á útgerð togaranna Ljósa- fells og Hoffells. Sá halli skrifast að Akureyri: Hagnaður hjá Ú.A. Á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa sem haldinn var s.l. mánudagskvöld kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári nam 91.5 milljónum króna, og er það til muna betri afkoma en árið á undan en þá var hagnaðurinn 5.6 milljónir króna. Eiginfjárstaða félagsins batnaði á árinu, og nemur raunhækkun eig- in fjár ríflega 12.5%. Ekki varð þó einhliða hagnaður af rekstri Útgerðarfélagsins. Vinnslan var rekin með ríflega 126 milljón króna hagnaði, en á útgerð skip- anna varð 35 milljón króna halli, sem kemur til af því að rekstrar- skilyrði til vinnslu bötnuðu á árinu, en á móti koma verulegar skerðingar á kvóta sem rýra af- komu skipanna. í efnahagsreikningi kemur fram að bókfærðar eignir um áramót námu um 2.142 milljón- um króna, en skuldir þess voru 1.362 milljónir króna. Eigið fé í árslok nam 780 milljónum króna og hlutfall þess orðið 36.5%. Skuldastaðan batnaði á árinu, og lækkuðu skuldir að raunvirði um 162 milljónir króna. Útgerðarfé- lagið gerir út 5 ísfisktogara og 1 frystitogara, og var heildarafli þeirra um 22.073 tonn á árinu, sem er um 1000 tonnum minna en árið á undan. Kvótaskerðingin nam hins vegar um 1600 tonnum, en á móti kemur að Útgerðarfé- lagið keypti talsverðan kvóta á árinu. Mest allur aflinn var unn- inn hjá fiskvinnslustöðvum fyrir- tækisins. Saltfiskframleiðsla var 613 tonn, skreiðarframleiðsla 10 tonn, hertir hausar 215 tonn og freðfiskframleiðslan 6.883 tonn. Auk þessa var freðfiskframleiðsla frystitogarans Sléttbaks 2.362 tonn. hiá-akureyri Neytendasamtökin: Vilja kaupa út- lendar kartöflur Neytendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem minnt er á þá stefnu samtakanna að leyfa beri frjálsan innflutning á kartöflum og grænmeti, þegar ekki er fyrir hendi innlend gæðaframleiðsla á hóflegu verði. Neytendasamtökin segja að kartöflurnar sem nú eru á boðstólum séu langt frá því að vera viðunandi og vísa í því sambandi til kvartana frá neytendum. Samtökin krefjast þess vegna að heimilaður verði innflutningur á kartöflum. -F.rt mestu á stóraukinn fjármagnskostn- að og afskriftir vegna nýlegrar endurbyggingar og breytinga beggja togaranna í Póllandi. Heildarfjár- magnskostnaður félagsins hækkaði um 88% milli ára og varð nú rúmar 149 m.kr., eða nær 6. hluti af 919 m.kr. veltu félagsins á árinu. Fjárfestingar Kf. Fáskrúðsfirð- inga voru 67,2 m.kr. á árinu, sem aðallega fóru til áðurnefndra breyt- inga á togaranum Ljósafelli og nýrr- Nýtt stórfyrirtæki á gömlum merg var opnað formlega sl. föstudag. Petta fyrirtæki er Jötunn hf., en við stofnun þess voru sameinuð undir einu nafni þrjú fyrirtæki í eigu Sambands íslenskra samvinnufé- laga; framleiðslu- og innflutningsfyr- irtækið Jötunn, Bílvangur sf. og Búnaðardeild Sambandsins. Jötunn hf. skiptist í fimm deildir sem hver annast sitt sérsvið: Bif- reiðadeild stýrir Bjarni Ólafsson en deildin annast innflutning og sölu bíla frá General Motors. Par má nefna Isuzu bíla frá Japan af ýmsum stærðum og gerðum, Opel frá Þýska- landi og Chevrolet frá BNA. Arnór Valgeirsson er deildarstjóri fóðurdeildar Jötuns. Deildin annast sölu á öllu fóðri og fræi sem fóður- vörudeild búnaðardeildar SÍS ann- aðist áður en deildin hafði um 50% markaðshlutdeild í þessari vöru. Jöt- ar ísverksmiðju við hraðfrystihúsið. Fjármunamyndun í rekstri beggja fyrirtækjanna varð 57,5 m.kr. Eigið fé fyrirtækjanna nemur 30% af niðurstöðu efnahagsreiknings, sem er óbreytt hlutfall frá fyrra ári. Samanlögð velta árið 1989 var 919 m.kr. sem var 38% aukning frá árinu áður. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og dótturfyrirtæki þess greiddu á árinu 226,5 m.kr. (fjórðung af veltu) í unn hefur til sölu íslenskt vallarfox- gras af afbrigðinu Korpa sem dr. Sturla Friðriksson þróaði á sínum tíma. Fræið er framræktað fyrir Jötun í Kanada og verður frá og með þessu vori til sölu á heimsmarkaði en ekki aðeins á Islandi. Raftæknideild Jötuns annast inn- flutning og framleiðslu á raftækjum og rafmótorum og alla almenna rafiðnaðarstarfsemi á sjó og landi. Deildarstjóri raftæknideildar er Grétar Strange. Véladeild Jötuns hefur umboð fyrir fjölmargar tegundir véla og tækja fyrir iðnað og allar vélar fyrir landbúnað. Meðal tegunda má nefna Massey Ferguson dráttar- og þunga- vinnuvélar, PZ, Claas, Kuhn og Kemper heyvinnuvélar af öllu tagi, þar á meðal rúllubaggavélar, Yama- ha utanborðsmótora, snjósleða o.fl. Deildarstjóri véladeildar er Þorgeir vinnulaun til 429 starfsmanna sem komust á launaskrá. En að jafnaði vinna um 180-200 manns hjá fyrir- tækjunum. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar verður 50 ára þann 25. apríl og heldur upp á afmælið með hátíða- dansleik í Félagsheimilinu Skrúð n.k. laugardag, 28. apríl. Þangað eru allir velunnarar fyrirtækisins boðnir velkomnir. -HEI Örn Elíasson. Þjónustu- og varahlutadeild ann- ast varahluta- og viðgerðaþjónustu fyrir bíla og vélar sem Jötunn hefur umboð fyrir en flytur auk þess inn varahluti í fjölmarga japanska og evrópska bíla. Að auki rekur deildin sérstaka hraðþjónustu á sviði vara- hluta og viðhalds. Deildarstjóri þjónustudeildar er Guðbjartur E. Jónsson. Framkvæmdastjóri Jötuns er Sig- urður Á. Sigurðsson. Á blaða- mannafundi við opnun Jötuns sagði hann að megintilgangur með stofnun Jötuns hefði verið þríþættur: í'fyrsta lagi að ná fram aukinni hagræðingu með því að sameina skrifstofuhald og staðsetningu þriggja fyrirtækja, í öðru lagi að geta veitt betri þjónustu og í þriðja lagi að gera markaðs- starfsemina markvissari. -sá Fremst á myndinni situr Sigurður Á. Sigurðsson framkvæmdastjóri. Fyrir aftan hann standa deildarstjórar Jötuns. Frá vinstri Arnór Valgeirsson fóðurdeild, Guðbjartur E. Jónsson þjónustu- og varahlutaseild, Steinar Magnússon skrifstofustjóri, Þorgeir örn Elíasson véladeild, Grétar Strange raftæknideild og Bjarni Ólafsson bifreiðadeild. Tímamynd: Árnl Bjarna. Endurskipulagning Sambandsins heldur áfram: Jötunn skapast úr þrem fyrirtækjum Tímarit Máls og menningar Út er komið fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar árið 1990. Tíma- ritið hefur nú komið út í hálfa öld. Það hefur verið eitt helsta bók- menntatímarit landsins frá því það hóf göngu sína. Tímaritið flytur blandað efni, frumsaminn skáldskap og greinar um bókmenntir og önnur menningarmál, svo og um þjóðmál. Undanfarið hefur Guðmundur Andri Thorsson ritstýrt tímaritinu, en við síðustu áramót tók Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur við því starfi. f nýjasta heftinu er m.a. grein um Platón eftir Eyjólf Kjalar Emilsson, grein um Halldór Laxness eftir Matt- hías Viðar Sæmundsson og ritgerð um Václav Havel. Sautján höfundar eiga efni í heftinu og tveir þýðendur að auki. Meðal höfunda má nefna, auk þeirra sem þegar er getið, Einar Má Jónsson, Guðmund Andra Thorsson, Olgu Guðrúnu Árnadótt- ur, Sólveigu Einarsdóttir, Ugga Jónsson og Véstein Ólason. Eyjafjörður: Þrír hreppar sameinaðir? í hreppunum þremur innan Akur- eyrar; Hrafnagilshreppi, Saurbæjar- hreppi og Öngulsstaðahreppi verður samhliða sveitarstjórnarkosningun- um 26. maí n.k. gerð skoðanakönn- un meðal íbúanna, um það hvort þeir vilji að þessi sveitarfélög verði sameinuð í eitt. Niðurstöður könn- unarinnar eru ekki bindandi, en nýkjörnar hreppsnefndir munu meta þær, og ákveða hvort gengið verði til formlegrar atkvæðagreiðslu um sam- einingu. Nú sitja fimm manna hreppsnefndir í hverjum hreppi, en ef þau verða sameinuð, verður að öllum líkindum kjörin ný sjö manna sveitarstjórn, og ráðinn sveitarstjóri. Samkvæmt upplýsingum Tímans hefur sameining sveitarfélaganna verið í deiglunni undanfarin ár, og samvinna þeirra hefur sífellt verið að aukast, sér í lagi á sviði hvers kyns félags- og heilbrigðisþjónustu. Má í því sambandi nefna uppbygg- ingu og rekstur Hrafnagilsskóla ásamt glæsilegu nýreistu íþróttahúsi. Þá er í bígerð að hrepparnir byggi í sameiningu íbúðir fyrir aldraða við Kristnesspítala. Hrepparnir þrír halda nú sameiginlega skrifstofu og starfsmann, auk þess sem oddvitar hreppanna hafa gott samstarf. Sam- eining hreppanna er ekki tilkomin vegna lagasetningar um fólksfæð og sameiningu vegna þess. Heldur þess að sameining hefði aukna hagræð- ingu í för með sér, auk þess sem eitt sveitarfélag kæmi betur út fjárhags- lega miðað við ný lög um tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Margt bendir til að meirihluti íbúa hrepp- anna þriggja sé hlyntur sameining- unni, og til að kynna nánar hvað í sameiningunni felst, verður efnt til kynningarfunda á næstunni. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.