Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. apríl 1990 Tíminn 3 Sérstakur saksóknari hefur sóknarræðu sína í Hafskipsmálinu: Sex dagar ætlað- ir í sóknarræðuna Jónatan Þórmundsson sérstakur saksóknari hóf í gærmorgun sóknarræðu sína fyrir Sakadómi Reykja- víkur í Hafskipsmálinu. Jónatan gerir ráð fyrir að hann Ijúki sinni ræðu nk. mánudag, en hann áætlar að sóknarræðan taki rúma 20 klukkutíma í flutningi. Þá má gera ráð fyrir að varnarræður verjenda hinna ákærðu standi í tvær til þrjár vikur. Dómkröfur saksóknara voru þær að hinir ákærðu í málinu, 17 talsins, verði dæmdir til hæfilegrar refsingar að mati dómsins og til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar á meðal saksóknaralauna í ríkissjóð. Þá krafðist sérstakur saksóknari þess einnig að ákærði, Helgi Magn- ússon verði með dómi svipur rétt- indum löggilts endurskoðanda. Jónatan sagðist mundu í lok sóknarræðu sinnar á mánudag gera nánari grein fyrir hugmyndum og ábendingum ákæruvaldsins varð- andi ákvörðun um væntanlegrar refsingar hinna ákærðu. Eftir að hafa rætt um útgáfu ákæruskjala og sameiningu mál- anna tveggja, þ.e. Hafskipshlutans og Útvegsbankahlutans, þá vék hann að málarekstri varðandi þrotabú Hafskips. Hann sagði að enginn vafi léki á því að gjaldþrot Hafskips sé stærsta gjaldþrot í íslandssögunni. Samkvæmt úthlut- unargerð Skiptaréttar Reykjavíkur frá 9. júní 1989 námu lýstar kröfur 1.358 milljónum króna, en þar af námu almennar kröfur 1.071 millj- ón króna. Með því að framreikna þessar tölur með lánskjaravísitölu frá desember 1985 til apríl 1990, án þess að tekið sé tillit til vaxta þá nema lýstar kröfur 2.905 milljón- um króna og almennu kröfurnar 2.290 milljónum. 50% komu til úthlutunar upp í almennar kröfur á nafnvirði, en raungildi úthlutunar er 17 til 18%. Jónatan sagði að ástæða væri að ætla að fjárhæð Jónatan Þórmundsson, sérstak- ursaksóknari í Hafskipsmálinu. raunverulegra skulda hafi verið mun hærri, þ.e. kröfur er lýst var of seint, kröfum er var hafnað, auk annarra krafna sem ekki var lýst, þá bæði innlendar og erlendar. Stærsti kröfuhafinn í þrotabú Hafskips var Útvegsbankinn. Sam- kvæmt bréfi frá vararíkisendur- skoðanda frá 5. apríl sl. varðandi tap Útvegsbankans kemur fram að lauslegt mat á tapi Útvegsbankans við stofnun hlutafélagsbanka er talið nema um 380 milljónum króna. Þessi fjárhæð er miðuð við árslok 1985. Ætla má að við endan- legt uppgjör þrotabúsins fáist um 100 milljónir króna. Þá rakti sérstakur saksóknari það sem hann kallaði „Sorgarsögu Hafskips hf.“. Hann sagði aðmálið snérist að mestu um viðskipti Haf- skips hf. við Útvegsbanka íslands. Því sagði hann að nauðsynlegt væri að rekja í stórum dráttum bak- grunn og sögu þeirra viðskipta. Hann sagði að yfirlit þessarar sögu sýndi hversu mjög þessir aðilar voru háðir hvor öðrum og að samkrullið hafi náð hámarki þegar sami maður, í tvö og hálft ár, hafi gegnt stjórnarformennsku í Haf- skip og bankaráðsformennsku í Útvegsbankanum. Eins og áður sagði gerir sérstak- ur saksóknari ráð fyrir að ljúka sóknarræðu sinni á mánudag nk. og áætlað er að hann tali í um fjóra tíma á dag. Að sóknarræðunni lokinni munu verjendurnir taka við og flytja varnarræður sínar fyrir dómnum. -ABÓ Smábátahöfn og iöngaröar fyrir smá- iðnað í Grafarvogi: Björgun að nema land „Starfsemi Björgunar fer fram um mest allan Grafarvoginn. Við erum að snyrta til í kring um okkur og byggja upp lóð fyrir innan aðal athafnasvæði okkar þar sem við hyggjumst byggja upp iðnaðar- og þjónustuhverfi," sagði Sigurður Helgason framkvæmdastjóri Björg- unar hf. Nú er unnið að því ’á vegum Björgunar að fylla upp fjörurnar inn með Grafarvoginum að sunnan- verðu í átt til Gullinbrúar. Sigurður sagði að búast mætti við að uppfyll- ingin taki tvö til þrjú ár en að því loknu munu framkvæmdir hefjast við hið fyrirhugaða iðnaðar- og þjón- ustusvæði. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarmanna sagði að þarna væri verið að byrja á fram- kvæmdum við smábátahöfn og við iðnaðarhverfi þar sem eingöngu smáiðnaður af ýmsu tagi mun fá inni. Borgin hefði gert samning við Björgun hf. Samkvæmt honum ann- ast fyrirtækið allar framkvæmdir við smábátahöfnina og iðngarðana en fær í staðinn nokkuð rýmri aðstöðu auk þess sem umhverfið þarna verð- ur mun álitlegra að öllu leyti. -sá Vinnuvélar unnu að því að afmarka svæði í Grafarvogi þar sem rísa á nýtt iðnaðar- og þjónustuhverfi. Tfmamynd: Árni Bjarna. Flestir vilja óbreytta stjórnun fiskveiöa eða byggðakvóta: AÐEINS 1 % ISLENDINGA VILL GEFA ÚTGERDINNIKVÓTANN Um 45% landsmanna vilja að fiskveiðum verði stjórnað með sama hætti og nú en 35% vilja byggða- kvóta. Aðrir stjórnunarkostir eiga því litlu fylgi að fagna. Aðeins rúmlega 4% eru hlynntir skrapdaga- kerfi, rúmlega 7% vilja að veiðileyfi verði seld og einungis rúmlega 1% að kvótinn verði eign útgerðar- manna. Þetta eru helstu niðurstöður sem Félagsvísindastofnun fékk er hún skoðaði hug almennings til stjórnun- ar fiskveiða fyrir Sjávarútvegsstofn- un Háskóla íslands. Spurningarnar voru lagðar fyrir 1.074 manns um land allt. Samkvæmt könnuninni er yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna á því að stjórn fiskveiða eigi að tengj- ast byggðastefnu, því spurningu þar að lútandi svöruðu um 82% játandi. Spurðir nánar vildi drjúgur þriðjung- ur þessa hóps festa núverandi byggðamynstur í sessi og álíka hópur vildi þéttingu byggðar. Um 16% vill annað fyrirkomulag og álíka hópur veit ekki alveg hvað hann vill. Þá kom m.a. fram í könnuninni að skoðanir háskólamenntaðra manna eru í sumum atriðum nokkuð aðrar en landsmanna almennt. Sala veiði- leyfa nýtur t.d. þrefalt meira fylgis (22%) meðal þeirra en í könnuninni almennt og þétting byggðar tvöfalt meira (62%) fylgis. -HEI Framtíðin, nýr listi í Reyk- hólahreppi Þann 1. apríl sl. var haldinn kynn- ingar- og stofnfundur félags áhuga- fólks um framtíðaruppbyggingu Reykhólahrepps. Fundurinn var mjög vel sóttur og mættu á hann um 60 manns. Á fundinum voru flutt framsöguerindi um tilgang og mark- mið félagsins og gengu 35 manns í félagið á fundinum sem eru u.þ.b. 10% íbúa sveitarfélagsins. Kosin var undirbúningsstjórn og tvær starfs- nefndir til að vinna undirbúnings- vinnu fyrir framboð félagsins til sveitarstjórnar í vor. Framhaldsstofnfundur var síðan haldinn 12. apríl í félagsheimilinu Vogalandi, þar sem m.a. var gengið frá lögum félagsins, rætt um stefnu- skrá og gerð skoðanakönnun meðal félagsmanna um röðun á framboðs- lista þess. Eins og fram kemur í heiti félags- ins er markmið þess að efla byggð í Reykhólahreppi. í þeim tilgangi mun félagið beita sér fyrir því að íbúar sveitarfélagsins njóti þeirrar þjónustu og réttinda af hendi samfé- lagsins sem þeir eiga að hafa, auk þess sem félagið mun beita sér fyrir öllu því sem auðgað getur og bætt mannlífið í héraðinu, eins og segir í lögum þess. Félagið mun fara þær leiðir að markmiðum sínum sem félagsmenn meta vænlegastar hverju sinni, en ein þeirra leiða er að hafa áhrif innan sveitarstjórnarinnar og því býður félagið fram lista til sveit- arstjórnarkosninganna nú í vor. Gengið var frá vali frambjóðenda á framboðslista félagsins á almenn- um félagsfundi 21. apríl og er hann þannig skipaður: 1. Einar Hafliðason bóndi, Fremri- Gufudal. 2. Vilborg Guðjónsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, Reykjabraut 13. 3. Jóhannes Geir Gíslason, bóndi, Skáleyjum. 4. Karl Kristjáns- son, bóndi, Kambi II. 5. Málfríður Vilbergsdóttir, húsmóðir, Kletti, Geiradal. 6. Sólrún Ósk Gestsdóttir, forstöðumaður, Hellisbraut 38. 7. Gunnbjörn Jóhannsson, verktaki, Kinnarstöðum. 8. Egill Sigurgeirs- son, nemi, Mávavatni. 9. Halldóra Elín Magnúsdóttir, verkamaður, Reykjabraut 1. 10. Bergsveinn Reynisson, þangskurðarmaður, Gróustöðum. 11. Ingibjörg Björg- vinsdóttir, leiðbeinandi, Reykhól- um. 12. Reinhard Reynisson, sveit- arstjóri, Hellisbraut 8a. 13. María Björk Reynisdóttir, hjúkrunarfr., Hellisbraut 10. 14. Áshildur Vil- hjálmsdóttir, húsmóðir, Króksfjarð- arnesi. Stofnadur verði lýðræðissjóður Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu frá menntamálaráðherra að fela nefnd allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi að semja frumvarp til laga um lýðræðissjóð. í frumvarpinu á að leggja áherslu á að tryggja svo sem kostur er lýðræðis- legan rétt stjórnmála- og málefna- samtaka til þess að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Nefndinni er m.a. ætlað að fjalla um hvernig haga beri stuðning við dagblöð, landshlutablöð og stjórn- málasamtök hér á landi. Hún á að hafa hliðsjón af skipan þessara mála á Norðurlöndunum og reynslu grannþjóða okkar f þessum efnum. Þá á nefndin að hafa til hliðsjónar skýrslu um fjölmiðla- og menningar- sjóð og skýrslu frá framkvæmda- stjórum stjórnmálaflokkanna. Nefndin mun starfa á vegum forsæt- isráðuneytis. Ríkisstjórnin samþykkti ennfrem- ur að fela menntamálaráðherra að undirbúa frumvarp til laga um menn- ingarsjóð á grundvelli áðurnefndar skýrslu um fjölmiðla- og menningar- sjóð. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.