Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 © VERBBfKFAVWSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TIMANS 687691 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Trvggvogölu, ® 28822 6 ríniinn MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 Lagtfram á þingi í gærfrumvarp, er lögbindur 12% hækkun á áburðarverði gegn vilja meirihluta stjórnar hennar. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: RIKIÐ ABYRGIST REKSTUR ÁBURDARVERKSMIDJUNNAR Frumvarp til laga um að lögbinda 12% hækkun á verði til- búins áburðar frá Áburðarverksmiðju ríkisins var lagt fram á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn hafa lýst sig andvíga frumvarpinu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir, að ríkisstjórnin hafi boðist til þess, að taka út stöðu verksmiðjunnar í haust og ieggja til við Alþingi, að fjár- magni verði veitt til hennar, ef þörf verður á. „Þegar við samþykktum á sínum tíma, að hækkunin yrði ekki meiri en 12%, voru allar forsendur kannaðar og síðan aftur, þegar stjóm Áburðarverksmiðjunnar lagði fram sína beiðni um hækk- un,“ sagði forsætisráðherra. Það sem þarna ber á milli, er í raun svipuð upphæð og nemur fjár- mögnuninni á nýja ammoníak- tankinum. Forsvarsmenn verk- smiðjunnar vilja fá að greiða þessa fjárfestingu út úr rekstri, en það teljum við óþarft og viljum dreifa henni á lengra tímabil, en þeir gera ráð fyrir. Áburðarverk- smiðjan stendur vel eiginfjárlega séð og rikisstjómin hefur alltaf talið að 12% hækkun væri mjög þolanleg fyrir verksmiðjuna. Til vara höfum við boðist til þess, að taka stöðu verksmiðjunnar til skoðunar í haust og þá, ef þörf krefur, leggja til við Alþingi, að einhverju fjármagni verði veitt til þess að staða hennar verði viðun- andi.“ Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir, að sjálfstæðismenn muni nota sín 18 atkvæði á þingi gegn frumvarpinu um hækkun áhurðarverðs, en þeir aðhyllast meiri hækkun áburðar- verðs. „Með þeirri ákvörðun, sem ríkis- stjómin hefur tekið, hefur hún lýst því yfir, að hún ætli ekki að leysa vanda Áburðarverksmiðjunnar,“ sagði Þorsteinn í samtali við Tím- ann í gær. „Það er fullkomið ábyrgðarleysi að dæma verk- smiðjuna til 130 milljón króna hallareksturs. Það þýðir einungis, að áburðarverð mun hækka miklu meira á næsta ári, það er verið að leggja gífurlegan fjármagnskostn- að á bændur og neytendur, sem veltur út í verðlagið. Sjálfstæðis- flokkurinn er á móti slíkri verð- bólgustefnu og á móti slíku ábyrgðarleysi í fjármálastjóm." - ÁG Mengunin við Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki: Jarðvegur við verksmiðjuna rannsakaður Skoðunarmennimir Skúli Guðmundsson og Gunnar Adolfsson við eftirlitsbíla Brfreiðaskoðunar Islands. Bifreiðaskoðun í „lögguleik": Nýr bfll til vegaeftirlits Bifreiðaskoðun íslands fékk ný- lega nýjan og vel búinn sendibíl, sem nota á til eftirlits með bílum á vegum úti. Hlutverk vegaeftirlits Bifreiða- skoðunar er, að fylgjast með ástandi öryggisbúnaðar bíla og ökutækja í umferðinni sjálfri. Bifreiðaskoðun á nú tvo bíla til eftirlitsstarfa og getur nú annast eftirlit á vegum úti og á höfuðborgarsvæðinu samtímis. —sá Bæjarráð Sauðárkróks og fúlltrú- ar heilbrigðiseftirlrts Norðuriands vestra, Mengunarvama Hollustu- vemdar rikisins og Steinullarverk- smiðjunnar h.f., héldu sameiginleg- an fund um mengunina á lóð Steinullarverksmiðjunnar í gær. Fundurinn harmaði villandi umfjöll- un fjölmiðla um málið. Jarðvegur við verksmiðjuna verður rannsak- aður á næstunni. Steinullarverksmiðjan urðaði á lóð verksmiðjunnar um mitt ár 1986 nokkrar stáltunnur, sem innihéldu fast bindiefni. Efnið féll til vegna byijunar- erfiðleika í framleiðslunni. Ekki hafa verið urðuð samskonar úrgangsefni síðan 1986. Steinullarverksmiðjan mun eyða þeim úrgangsefnum, sem upp voru grafin. Þá mun verksmiðjan og Meng- unarvamir Hollustuvemdar rannsaka vandlega jarðveg á lóð verksmiðjunn- ar, með tilliti til hugsanlegrar mengun- ar af völdum ofangreindra efna og þá sérstakiega á þeim stað, sem eitthvað af eíhum fóm niður við uppgröítinn síðastliðinn föstudag. í framhaldi af niðurstöðu þeirra rannsókna verður síðan metið, hvort ástæða er til frekari hreinsunar á lóð verksmiðjunnar. -EÓ Vísindasamstarf íslands og EB? Samstarfsnefnd Islands og Evr- ópubandalagsins kom saman í Reykjavík til síns fyrsta fúndar í fyrradag. I tengslum við fund neíndarinnar var samtímis hald- inn annar fundur, þar sem fúlltrú- ar framkvæmdanefhdar EB kynntu rammaáætlun bandalags- ins íyrir íslenskum vísindamönn- um og forstöðumönnum rann- sóknastofnana. Samstarfsnefhdin samþykkti á fundinumreglurum starfshætti og varð sammála um að stetha að því, að koma á samningi milli ís- lands og EB um greiðari sam- skipti vísindamanna við iðkun fræða sinna, enverið hafa hingað til. Næsti fundur samstarfsnefnd- arinnar verður haldinn að ári í Brassel. —sá Tillaga lögð fram um breytingar á Stéttarsambandi bænda: Bændur greiði atkvæði um samninga Búnaóarfélagsfundur í Reykja- ' dal í S-Þlngeyjarsýslu samþykktl , fyrir skömmu áiyktun, um aö kosning fulltrúa á fulitrúafundi Stéttarsambands bænda fari fram í almennri leynilegri atkvæða- greiósfri. í áiyktun frá fundinum er einnig iagt til, að fram fari al- menn^ atkvæöagreiðsla meðai bænda, ef fulitrúar á þingum Stéttarsambandsins óska eftir því. Lagt er tii, að sami háttur vcrði hafður á við allar meiriháttar ákvarðanir, sem Stéttarsambandið tekur. Kveikjan að tillögunni eru samn- ingarnir, sem Stéttarsambandið gerði við aðUa vinnumarkaðarins í byrjun febrúarmánaðar. Þær raddir hafa heyrst meðal bænda, að Stéítarsambandið hafi ekki haft umboð tii að ganga tíl samning- í búvörulögunum um, hvernig verð er til anna, en kveðið á bænda skuli ákveöið. Ámundi Loftsson bóndi, sem bar tíllöguna upp á fundinum, sagði, að ef ákveða eigi búvöruverð tíl bænda í framtíðinni með samning- um svipuðum þeim, sem gerðir voru í febrúar, verði samtök bænda að láta greiöa atkvæði um samnlngana líkt og aðrar stéttír þessa lands gcra. Ámundí tók fram, að tíUagan væri ekki komin fram vegna óánægju með efni samninganna, heldur hvernig staðið var að gerö þeirra. f dag eru fuUtrúar á fulltrúafundi Stéttarsambandsins kosnir af kjörmönnum, sem búnaðarfélags- fundir kjósa, en ýmsum þýkir sem þar sé um að ræða óþarflega Uókið fyrirkomulag. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.