Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Miðvikudagur 25. apríl 1990
Miðvikudagur 25. apríl 1990
Tíminn 9
Innheimtuþóknun bankanna ósjaldan 10% af höfuðstól lána:
Lífey rissjóðir í eigin innheimtu?
Ýmsum þykir nóg um hinar miklu og hækk-
anir, langt umfram verðbólgu, á innheimtu-
þóknum bankanna á síðustu ár. Ekki mun ótítt
að þóknun banka geti numið í kringum 10% af
hverri afborgun og þar með að lokum 10% af
heildarláninu sé t.d. um að ræða innheimlur
mánaðarlegra afborgana af langtímalánum.
Vegna þessa mun nú m.a. alvarlega komið til
umræðu innan lífeyrssjóðakerfisins að sjóðimir
annist sjálfir útsendingu innheimtu- eða gíró-
seðla vegna sinna lána, sem nokkrir sjóðir gera
raunar nú þegar. Greiðslur gætu eftir sem áður
farið í gegn um bankana — en þeir yrðu hins
vegar af tugum milljóna í innheimtuþóknun. í
samtali við Tímann taldi einn forstöðumanna
sjóðanna eðlilegra að sjóðimir sjálfir fengju þá
a.m.k. þessa milljónatugi inn í eigin rekstur
heldur en að láta bankana „fitna“ af lífeyris-
sjóðslánunum.
Flestir bankanna taka nú 750 kr. þóknun fyr-
ir að senda út innheimtubréf og taka við
greiðslu af skuldabréfum og víxlum sem þeir
hafa til innhcimtu (nema Landsbankinn 510
kr.). Bankamir hafa hækkað þessa þóknun gif-
urlega á síðustu árum. Sumarið 1988 var hún
algengust frá 350-375 kr„ sem svaraði til 490-
520 kr. nú í apríl. Kr. 750 þýðir því 43-54%
hækkun umfram verðbólgu.
Um 30.000 kr. af einu láni
Af dæmigerðu 75.000 kr. láni vegna afborg-
unarkaupa í verslun, þýðir þóknunin samtals
7.500 kr. — þ.e. 10% af lánsupphæðinni — ef
afborgun dreifist á 10 mánuði. Svipað verður
uppi á teningnum með t.d. lífeyrissjóðslán sem
algengust em til 20 ára með 2 afborgunum á ári.
Innheimtur verða þá alls 40 á lánstímanum sem
þýðir 30.000 kr. í þóknun til bankans miðað við
núvirði. Það væri t.d. 10% af300.000 kr. láni.
Þetta er samt lágmarksupphasð þ:ir sem hér
hefur verið miðað við að allar greiðslur séu
greiddar á gjalddaga. Um leið og komið er 8
daga fram yfir gjalddaga bætist við 300 kr. við-
bótarþóknun hjá fiestum bankanna (auk dráltar-
vaxtanna vitanlega). Og sendi banki út ítrekun-
artilkynningu hækkar þetta gjald í 600 kr.
Innheimluþóknun bankans er þar með komin í
1.350 kr. af einni einustu greiðslu. Benda má á
að mörg heimili boiga af tveim til fjórum lánum
sem þýðir 4 til 8 gjalddaga á ári. Þau heimili
borga bankanum sínum því þúsundir í inn-
heimtuþóknu árlega aðeins vegna lífeyrissjóðs-
lánanna, fyrir svo utan mörg önnur lán.
Mánaðarlegar afborganir
ófær leið
Tíminn hefur t.d. spumir af einum „óheppn-
um“ lántakanda sem ekki áttaði sig á því í tíma
hve dýrt það er að fara oft í bankann. Hann tók
600.000 kr. lífeyrissjóðslán og samdi um mán-
aðarlegar afborganir, sem hann taldi sér þægi-
legri. Lánið er til 20 ára og mánaðarleg afborg-
un af höfuðstólnum þvi 2.500 kr. (30.000 kr. á
ári). Lántakandinn varaði sig hins vegar ekki á
að bankinn tekur 750 kr. þóknun fyrir hveija
greiðslu. Það gerir samtals 9.000 kr. á ári eða
sem svarar 30% af alboigunum hans af láninu.
Semji þessi maður ekki um breytta greiðslu-
skilmála á skuldabréfinu mun bankinn hans því
taka a.m.k. 180.000 kr. (núvirði) í þóknun fyrir
innheimtu þessa 600.000 kr. láns — þ.e. ef
bankinn heldur ekki áfram að hækka þessi
þjónustugjöld langt umfram verðbólgu — ann-
ars ennþá meira. Og dragi maðurinn einhveija
greiðslu lengur en 8 daga hækkar upphæðin
enn og gæti farið allt upp í rúman helming af af-
borgun mannsins það sinn.
100 millj. fyrir 67 þús. lán
Lán lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga, sem að
stórum hluta eru sett í innheimtu banka gefa
dæmi um það hve háar upphæðir hér getur ver-
ið að ræða. Lífeyrssjóðimir hafa t.d. lánað sjóð-
félögum sínum um 60.000 lán á síðustu 9 árum.
Mun því óhætt að áætla að þeir eigi ein 100.000
slík Ián útistandandi. Miðað við 750 kr. inn-
heimtukostnað af 2/3 þessara lána (og tvær af-
borganir á ári) yrði innheimtuþóknun til bank-
anna um 100 millj.kr. á ári (rúmar 67 millj. kr.
ef þau væru öll innheimt af Landsbankanum).
Sem áður segir sjá einhveijir lífeyrissjóð-
anna, a.m.k. lífeyrissjóðir; verslunarmanna og
starfsmanna ríkisins, sjálfir um útsendingar
greiðslutilkynninga vegna lána til sinna sjóðfé-
laga. sinna. Að sögn forstjóra Lífeyrissjóðs
verslunannanna eru greiðslutilkynningar vegna
lána sjóðsins keyrðar út úr tölvu á skrifstofu
sjóðsins og sendar lántakendum um tveim vik-
um fyrir gjalddaga. Þeir geta svo greitt af lánun-
um í hvaða banka sem er án nokkurrar sérstakr-
ar innheimtuþóknunar, hvorki til sjóðsins eða
banka.
Þá má t.d. geta þess að Húsnæðisstofnun
tekur enga innheimtuþóknun fyrir útsendingu
greiðsluseðla vegna húsnæðislána.
Landsbankinn ódýrastur
Tekið skal fram að þessi innheimtuþóknun
á við um skuldir sem bankamir taka í inn-
heimtu. Innheimtukostnaður á lánum þeirra
sjálíra er miklu lægri, eða 100 til 210 kr. ef
greitt er á gjalddaga.
Jafnífamt skal bent á að hin ýmsu þjónustu-
gjöld geta verið mjög mismuandi fra einum
banka til annars. I fiestum tilfellum er bæði út-
lagður kostnaður og þóknun lægst hjá Lands-
bankanum.
Forstöðumaður eins lífeyrissjóðs sem Tím-
inn hafði tal af sagðist m.a. vilja fá skýringu á
því af hverju munar hundruðum króna í kostn-
aði við hverja innheimtu hjá stærstu bönkunum.
Hvemig t.d. Landsbankinn geti annast þessa
þjónustu fyrir miklu lægra gjald en hinir bank-
amir. Jafnframt telur hann brýnt að þeir sjóðir
sem á annað borð setja lán sín til innheimtu í
banka gæti þá hagsmuna sjóðfélaga sinna með
því að koma þeim í þá banka sem lægst gjald
taka fyrir þessa þjónustu hveiju sinni. Miðað
við núverandi gjaldskrár bankanna mundi það
t.d. spara skuldurum lífeyrissjóðslána tugi
milljóna efþau væm innheimt af Landsbankan-
um í stað hinna bankanna.
Getur fólk neitað að greiða?
Viðmælandi Tímans í Seðlabankanum
varpaði fram þeirri spumingu hvort fólk sem
greiðir af skuldabréfi á gjalddaga geti ekki neit-
að að greiða innheimtuþóknun. Hann benti á að
lögum samkvæmt sé engin skilda að tilkynna
gjalddaga á skuldabréfum. Bankamir taki því
upp hjá sjálfum sér að senda út greiðsluseðla
sem lántaki hefur ekki óskað eftir og bönkunum
ber ekki skilda til — en þeir innheimti eigi að
síður mörg hundruð króna fyrir það sem þeir
þurfa ekki að gera.
Þessi viðmælandi blaðsins telur heldur ekki
vafa á að 750 kr. gjaldið sé langt umffam raun-
verulega útlagðan kostnað. Vandamálið sé
kannski m.a. það, að þjónustugjöld bankanna
ráðist ekki af raunverulegum kostnaði i hveiju
tilfelli, heldur séu sum gjöldin allt of há en önn-
urkannski oflág.
Mörgum kemur á óvart hversu mikinn aukakostnað þeir þurfa að greiða af lánum sem innheimt ern í gegnum bankakerfið. Ekki er óalgengt að innheimtukostnaður nemi um 10% af höfuðstól lánanna.
„Aukaskattur“ á lántakendur?
Stjómendur bankanna hafa t.d. í áraraðir
talað um gjald fyrir tékkahefti sé allt of of lágt.
En af hveiju hefur verð þeirra „aðeins“ hækk-
að um 26-47% á sama tíma (s.l. 22 mánuði) og
innheimtugjöld hafa viðast hvar hækkað um
100-140%?????
Algengasta verð fyrir tékkahefti er nú 220 kr.
Sú 750 kr. þóknun sem banki tekur fyrir að
senda eitt bréf og taka við einni greiðslu nægir
því á hinn bóginn fyrir 3,4 tékkheftum og þar
með umsýslu í kringum 85 tékka (móttöku,
færslur, talningu o.sv. ffamv.). Sú spuming
vaknar því hvort bankamir skattleggi skilvísa
skuldara sérstaklega til að niðuigreiða tékka-
hefti til annarra viðskiptavina.
Duga næstum fyrir
launakostnaði
Þóknun og þjónustutekjur banka og spari-
_
sjóða hafa stöðugt hækkað hlutfallslega möig
undanfarin ár. Arið 1984 námu þessar tekjur t.d.
1,5% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings inn-
lánsstöfnana í heild. Árið 1988 hafði þetta hlut-
fall hækkað í 2,27%, sem var mun hærra — og
jafnvel margfalt hærra - - hlutfall heldur en i
öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum árið
—
1986 (sem síðustu tiltækar upplýsingar ná til).
Samt hafa mörg þessara gjalda, sérstaklega þau
sem leggjast á innheimtur, hækkað langt um-
ffam almennar verðlagshækkanir ffá 1988.
Það ár námu þessar þjónustutekjur banka og
sparisjóða alls 3.333 millj. kr. hvar af 1.030
m.kr. vom þóknun af eigin útlánum. Þessar
Timamynd: Ami Bjama
tekjur samsvömðu þá t.d. 42% af hreinum fjár-
magnstekjum banka og sparisjóða og/eða rúm-
lega 2/3 alls launakostnaðar bankastofnana
þetta ár. Kannski þau nálgist nú að nægja fyrir
öllum launagreiðslum?