Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 25. apríl 1990 AlexanderStefánsson Davíð Aðalsteinsson EgillHelðar Framsóknarfélag Borgarness Aðalfundur Fundurinn veröur haldinn í Framsóknarhúsinu, Brákarbraut 1, miðvikudaginn 25. apríl og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávörp gesta. 3. Umræður. Á fundinn mæta þingmaður og varaþingmaður kjördæmisins og erindreki Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarness Framsóknarfólk Húsavík Umræðufundir um mótun stefnuskrár B-listans fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Húsavík verða haldnir í Garðari sem hér segir: Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30. íþrótta- og æskulýðsmál. Heilbrigð- is- og félagsmál. Mánudaginn 30. apríl kl. 20.30. Umhverfis- og skipulagsmál. Hafnarmál. Miðvikudaginn 2. maí kl. 20.30. Skólamál. Menningarmál. Fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30. Atvinnumál. Fjölmennum. Frambjóðendur. Ráðstefnu um sveitastjórnarmál sem halda átti laugardaginn 28. apríl er aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka. Framsóknarflokkurinn Miðstjórnarfundur S.U.F. Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn að Grensásvegi 44 Reykjavík föstudaginn 27. apríl 1990 og hefst kl. 17.30. Miðstjórnarmenn S.U.F. og frambjóðendur á S.U.F. aldri eru hvattir til að mæta. Framkvæmdastjórn S.U.F. Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið i fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögín Akranes - Bæjarmál Athugið breyttan fundartíma vegna stefnuskrárvinnu í Framsóknar- húsinu, Sunnubraut 21. Fundur um atvinnumál verður 3. maí kl. 20,30. Fundur með eldri borgurum verður sunnud. 6. maí kl. 15.30. Allir áhugamenn velkomnir. Frambjóðendur. Landsstjórn - Framkvæmdastjórn Sameiginlegur fundur landsstjórnar og framkvæmdastjórnar LFK verður haldinn föstudaginn 27. apríl n.k. í Lækjarbrekku kl. 19.30. Aðalefni fundarins verður komandi sveitarstjórnarkosningar. Framkvæmdastjórn LFK Reykjavík - kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Kosninganefndin. Akranes - Framsóknarhúsið Opið hús 1. maí. Kaffi og meðlæti. Létt spjall. Frambjóðendur. llllllllllllllllllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllll Gestur Björnsson Akranesi Fæddur 19. nóvember 1897 Dáinn 28. janúar 1990 Svo ver dauðinn velkominn, vér vitum, Jesús, dauði þinn frá dauóans valdi leysti lýð, þér lof og dýrð sé fyrr og síð. (Welsse, V.13) Að morgni dags 5. febrúar sl. var stillilogn, hlýja í lofti og föl aðeins á jörð. Þann dag fór fram kveðjuat- höfn frá Akraneskirkju um Gest Björnsson sem borinn var til grafar í Garðakirkjugarði, jarðsettur þar við hlið konu sinnar. Eins og sjá má af fæðingar- og dánardegi var Gestur orðinn gamall maður. Hann var búinn að dvelja á sjúkrahúsi Akraness um 6 ára bil. Lengst af sárþjáður maður, haldinn erfiðum og ólæknandi sjúkdómi. Þessi orð hafði hann um veikindi sín: „Þegar ég fæ verstu köstin ræð ég hvorki við líkama minn né sál.“ Honum var vel ljóst og viðurkenndi að hann var á slíkum stundum erfiður sjúklingur. Auk líkamlegra þjáninga var hann til margra ára blindur maður, sá hvorki ljós né sólargeisla á glugga. Um þjáninguna sagði Kahlil Gibr- an í Spámanninum, þýð. G. Dal: „Eins og kjarni verdur að sprengja utan af sér skelina til þess að blóm hans vaki upp í Ijósið, eins hljótið þið að kynnast þjáningunni. “ En Gestur hafði góða heyrn og frábært minni, hélt hann því þar til 2 vikur voru eftir í hans lokadægur. Þau voru fyrstu kynni mín af Gesti að ég var öðru hverju að líta inn á sjúkrastofu þar sem ég þekkti mann ■ kvæntan frænku minni. Hann hafði í sínum veikindum misst möguleika á að tjá sig, en skildi það sem við hann var talað. Ég heilsaði auðvitað ætíð blinda manninum í hinu rúm- inu. Svo fór að ég talaði meira og meira við Gest, en heilsu hins fór hnignandi, sem ég var í raun og veru að heimsækja. Eftir að Gestur flutt- ist á fjölbýlisstofu sáu margir hve koma mín til hans var honum mikils virði. Stundum eða alltaf fannst Gesti langt á milii komu minnar til hans. Þá suðaði hann án afláts í starfsfólkinu að síma til mín. Hér með þakka ég þeim fyrir hans hönd þá tímatöf og fyrirhöfn sem þessar hringingar ollu þeim, bæði til mín og hans nánustu. Gestur fæddist í Ólafsvík. Hann átti 3 bræður, þar af er einn á lífi í Hafnarfirði. Ekki var hann nema frumbernsku sína í Ólafsvík, þó bar hann hlýtt þel til staðarins. Ekki er ætlun mín að rekja ættir eða æviferil Gests í þessum línum. Enda dvaldi hann víða á langri ævi en lengst mun hann hafa átt heima í Reykjavík og unnið þar við ýmis störf. Samferða- menn hans sögðu hann duglegan, vel verki farinn og áreiðanlegan í viðskiptum. Gestur reyndi mikið í lífinu. Hann var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Vigdísi Pétursdóttur, missti hann frá ungri dóttur þeirra, Gunnhildi að nafni. Hún ber móðurnafn hans. Gunnhildur vinnur og hefur unnið til fjölda ára á Landakotsspítala. Hennar sonur er Páll Björnsson á Krókatúni 11, Akranesi. Árið 1981 fluttu gestur og kona hans, Ingveldur Þórarinsdóttir, til Páls og konu hans, þá bæði orðin aldurhnigin. Ekki auðnaðist þeim að eiga þar heimili nema í þrjú ár. Þá voru þau farin að heilsu og kröftum, því var sjúkrahús Akraness þeim eina og besta skjólið. Þaðan áttu þau hvorugt afturkvæmt í lif- anda lífi. Eftir 2 ár eða nálægt því dó kona hans og mun sjónin hafa horfið með öllu um líkt leyti. Gestur var aðfluttur maður og átti af þeirri ástæðu enga samferða- menn. Eftir konumissinn hlaut hann að verða mikill einstæðingur. Ekkert gerði ég fyrir þennan sjúka og gamla mann nema hlusta á frásagnir hans. Kannski var ég góður hlustandi? Hann þuldi mér af sinni frábæru framsögulist ættfræði, frásagnir af samferðafólki, mundi fæðingar- og dánardægur þess og ártöl. Ég tók eftir því sem oft kom fyrir að hann sagði mér sömu atburðina að aldrei skeikaði orði eða tölu til eða frá. Allraf sagði hann meira frá björtu minningunum en þeim döpru og því sem var honum að skapi. En þær snerust mest um fátækt og allsleysi fólks fyrr á árum, en ég ætla að minnast á tvær góðar minningar hans. Besta húsmóðir sem hann taldi sig hafa eignast í lífinu var frú Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ í Skaga- firði. Síðar prestsfrú að Hesti. Þar var hann eitt sinn kaupamaður. Kvöld nokkurt eftir mikinn heyhirð- ingadag og þreytt fólk gengið til náða leit frú Sigríður út að hlöðu til þess eins að sjá árangur dagsins. Var þá mikill heyslæðingur úti fyrir hlöðudyrum, nokkrar sátur komnar úr böndum sem látnar voru mæta afgangi í önnum dagsins. Þetta sárn- aði Sigríði að sjá og sér í lagi vegna þess að veðurútlit var rigningarlegt. Gestur var ekki háttaður og komst að þessu. Hann bauðst til að laga þetta allt saman. „Þetta kvöld dró ég ekki af mér,“ sagði Gestur. Hann hreinrakaði allt um kring og kom hverju strái undir þak. Þakkarorðum Sigríðar sagðist hann aldrei gleyma og þeim góðgerðum sem hún launaði honum með. Gestur bjó í Brúnvallakoti á Skeiðum í 4 ár. Þá hann var nýfluttur þangað, heimsótti hann fullorðinn mektarbóndi úr sveitinni þeirra einna erinda að bjóða hann innilega velkominn og óska honum allra heilla. Þessi vinsemd yljaði honum alla ævi. Gestur sagðist bera nafn Gests Pálssonar, skálds og rithöfundar (1852-1891). Ef ég man rétt var faðir Gests alinn upp hjá Páli, föður Gests Pálssonar. Auðheyrt var að nafngift- in var mesta stolt hans. Gestur var ættrækinn maður. Dáði mjög móður sína og unni heitt dótturinni. Langafadætur hans á Króktúni voru allar stundir samvafð- ar hans bænum og heillaóskum um bjarta framtíð. Gestur var eftir að ég kynntist honum orðinn trúaður maður. Hann var fyrir löngu tilbúinn umskiptun- um og þráði hvíldina. Enginn efi var í huga hans um líf eftir dauðann og þá mundi hann mæta horfnum ást- vinum. í hvert sinn er ég kvaddi hann eftir heimsókn bað hann mér allrar Guðs blessunar. Ég er sann- færð um að bænir hans fylgdu mér út á götu. Ég átti langt heim frá sjúkra- húsinu og var ekki manneskja að ganga alla leið heim til mín. Annað- hvort var einhver niðja minna á ferð skammt frá, kunningjafólk eða bráð- ókunnugt fólk keyrði mig heim að dyrum. Alltaf var einhver sendur á götu mína og þakka ég öllum sem hjálpuðu mér heim. Að lokum þakka ég hinum látna alla kynningu og kveð hann með sömu orðum og hann var vanur að kveðja mig og segja af alhug. Guð blessi hann. Ólína I. Þorvarðardóttir Leiðrétting í ljóði, sem Jón Þórisson vitn- aði í og birtist með minningar- grein um Gunnar Jónsson frá Breiðabólstað, varð prentvilla sem breytti inntaki kvæðisins. Rétt er erindið svona: „Félagsbróðir, granninn góði, greiði ég þér í smáum óði hlýja kveðju hinsta sinn. Lít ég yfir iíf til baka iítið meir en næturvaka sýnist farni feriiiinn. “ BILALEIGA með útibú allt í kringum landið. gera þér mögulegt að leigja bíl áeinum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bfla erlendis ínterRent Europcar Afmælis* og minningargreinar Peim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minning- argreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Pær þurfa að vera vélritaðar. TOMSTARSKOLim A AKUREW Tónlistarkennarar Tvo píanókennara, fiðlukennara og básúnu- kennara vantar til starfa næsta vetur. Einnig eru lausar til umsóknar stööur í klarinett, flautu og píanó. Umsóknarfrestur ertil 10. maí. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma (91) 2 17 88.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.