Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 25. apríl 1990 FRÉTTAYFIRLIT Beirút - Horfur eru á, að belgísk Ijölskylda fáist brátt leyst úr haldi, en fjölskyld- unni hefur veriö haldið í gísl- ingu af öfgasinnuðum skæruliðum Palestínu- manna undir stjórn Abu Ni- dal. Palestínskir heimildar- menn Reuters segja, að þetta megi þakka árangurs- ríkum viðræðum belgískra og lýbískra embættismanna við forystumenn skæruliða. Moskva - Mikil mótmæli hófust við komu forseta Kína Lí Peng til Moskvu. Lí Peng, sem hyggst hefja viðræður við Mikhaíl Gorbatsjof, ertal- inn hafa átt mikinn hlut í því, þegar friðsamleg mótmæli stúdenta voru brotin á bak aftur í júní síðastliðnum. Tuttugu og tveir borgarráðs- menn Moskvuborgar tóku meðal annarra þátt i mót- mælunum. Búkarest - Um 3000 and- stæðingar rúmensku ríkis- stjórnarinnar ruddust inn í miðbæ höfuðborgarinnar, þrátt fyrir þá yfirlýsingu Jon lliescu, að hann myndi ekki leyfa frekari óróa. Lögregla notaði kylfur til að berja á mótmælendum, sem seinna ruddust gegnum raðir vopn- aðra lögreglumanna inn á torg háskóla í miðbæ höfuð- borgarinnar. Kathmandú - Nýskipuð umbótastjórn í Nepal hvatti almenning til stuðnings við sig i tilaun hennar til að koma á konungdæmi með lýðræðisstjórn. Stjórnin neyddist til að kalla til lög- reglu og setja á útgöngu- bann til að draga úr ofbeldis- verkum. Ríkisútvarpið sagði, að fundist hefðu fleiri lík og að minnsta kosti 14 menn hefðu látiö lífið í uppþoti síð- astliðinn mánudag. Bangkok - Bardagar skæruliða við stjórnarher- menn á bæjarmörkum þorps í norðvesturhluta Kambódíu, vörpuðu skugga á nýlegar tilraunir til að koma á friði í þessum heimshluta. Fulltrú- ar þjóðfrelsishreyfingar Kmera segjast hafa náð á sitt vald þremur varðstöðum stjórnarhersins við þorpið Svay Chek, sem er í rústum eftir að hafa tvisvar skipt um stjórnendur á síðastliðnum sex mánuðum. Kinshasa - Forseti Zaire, Mobutu Sese, hét því í gær að leyfa fjölflokkalýðræði. Með því vill hann hamla gegn alvarlegasta stjórn- málaóróa, sem orðið hefur á 25 ára valdaferli hans. ■IIÚTLÖND llíllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllBIIBIIIIllBlllllllllllllllllllliailllllllllilllillllllilllllliMlllllllllMlllllllllllllllllllllllMlllllllllllllllillllllllllllll Þýsku ríkin skrefi nær sameiningu eftir fund leiðtoga þeirra í gær: Sameiginlegt efna- hagskerfi 2. júlí De Maizere (tv.) og Helmut Kohl (t.h.) sjást hér saman. Á milli þeirra er klerkurinn Eppelmann. Helmut Kohl, kanslari V- Þýskalands, og Lothar de Ma- iziere, forsætisráðherra A- Þýskalands, hafa komið sér saman um að miða við 2.júlí sem þá dagsetningu, þegar gjaldmiðill og efnahagur þýsku ríkjanna sameinist Leiðtogamir sátu á þriggja tíma löng- um fundi í gær, þar sem sameiginlegur gjaldmiðill og efnahagsleg eining vom á dagskrá. Að Ioknum fundinum var gefin út yfirlýsing, sem talsmaður vestur- þýsku stjómarinnar, Dieter Vogel las upp. í yfirlýsingunni kemur fram, að báðir aðilar hafi staðfest vilja ríkisstjóma sinna um að peningaleg, efnahagleg og félagsleg sameining gæti orðið að vemleika þann 2. júlí næstkomandi. Forsenda fyrir þessu samkomulagi er tilboð Bonn-stjómarinnar frá því á mánudag, um að hið austur-þýska mark, sem nú er næsta verðlitið, muni verða tekið jafngilt og vestur- þýska markið, - eitt á móti einu, þegar um er að ræða launatekjur, lífeyrisgreiðslur og sparifé. Þessi þróun hefúr sett mark sitt á pen- ingamarkaðinn í Þýskalandi; þannig hækkaði gengi austur-þýska marksins strax í gær úr einu á móti fimm í eitt á móti íjómm. Fjármálasérfræðingar í vestur-þýska bankakerfinu óttast þó, að ákvörðunin um að gjaldmiðlar Austur- og Vestur-Þýskalands skuli jafngildir í þetta ríkum mæli, muni leiða til aukinnar verðbólgu. Það er ljóst, að ákvörðunin og viljayf- irlýsingamar í gær stjómast nokkuð af flokkspólitískum hagsmunum kanslar- ans annars vegar og forsætisráðherr- ans hins vegar, en báðir em þeir í for- ystu fýrir Kristlegum demókrötum. Kristilegir demókratar í Austur-Þýska- landi hafa nú fengið gott veganesti í sveitastjómarkosningamar í byijun maí. Kohl og flokkur hans, sem hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna gjald- miðlilsákvörðunar sinnar, stefna að því, að breytingin verði um garð geng- in, þegar kemur að næstu kosningum í desember. A næstu vikum og mánuðum bíður efhahagssérffæðinga og lögffæðinga frá báðum ríkjum gífúrleg verkefni við að samræma og lög og reglur, áður en til sameiningar kemur, en það er skiln- ingur beggja, að um leið og hin efha- hagslega og peningalega sameining hefúr átt sér stað, sé pólitísk fullnaðar- samemúig þýsku ríkjanna skammt undan. Lithaugaland eykur enn á alþjóðlegan taugatitring: SOVÉTMENN VARA VIÐ ÞVINGUNUM FRÁ BNA Sovéska utanríkisráðuneytið var- aði í gær við öllum hugmyndum Bandaríkjamanna um að grípa til þvingunaraðgerða gegn Sovét- ríkjunum vegna þess þrýstings sem Sovétmenn be'rta Lithauga þessa dagana og sagði að slíkt gæti aðeins orðið til þess að spilla fýrír og auka á spennu milli stór- veldanna. Það var Vadim Perfilyev, opinber talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins, sem kom þessum skilaboð- um á framfæri á reglulegum blaða- mannafúndi ráðuneytisins í gær og undirstrikaði hann þar þá von sína að bandarísk stjómvöld myndu ekki grípa til efnahags- eða viðskipta- þvingana gegn Sovétríkjunum. Tals- maðurinn sagði það skoðun ráðu- neytisins að ef til slíkra aðgerða kæmi, myndu metnaðarfullir þjóð- emisofstækismenn í Lithaugalandi gera sér mat úr slíku og niðurstaðan gæti aldrei orðið önnur en sú að tor- velda lausn deilunnar. Slíkt myndi valda aukinni alþjóðlegri spennu og ekki þjóna hagsmunum Lithauga. Perfilyev gerði þessar hugmyndir um efnahagsþvinganir Bandaríkja- manna ekki að umræðuefni að fyrra bragði, heldur svaraði eingöngu spumingum blaðamanna. Ffann sagði að önnur ríki hefðu haldið að sér höndum varðandi sjálfstæðisyfirlýs- ingu Lithauga og undirstrikaði þá skoðun stjómarinnar í Moskvu að hér væri um innanríkismál að ræða. „Það er erátt að ræða um hugsanlegar efnahagsþvinganir, þegar ekki hefúr einu sinni verið ákveðið hvort til þeirra verður gripið eða ekki, og ég vona að svo verði ekki,“ sagði Perf- ilyev. Eins og kunnugt er lýstu bandarísk- ir embættismenn því yfir á mánudag að búist væri við að Bush forseti myndi grípa til einhverra refsiað- gerða gegn Sovétríkjunum vegna efnahagsþvingana þeirra gegn Lit- haugum. Hins vegar er ljóst að slíkar refsiaðgerðir muni ekki felast i því að hætta að selja kom til Sovétríkjanna, og auk þess virðast viðræður um við- skiptasamninga milli stórveldanna enn á dagskrá og ekki verði við þær viðræður hætt. Þann 30. mai stendur til að þeir Ge- orge Bush og Mikhail Gorbatsjof hittist í Bandaríkjunum á fimm daga fundi. Fréttaskýrendur segja að Bush sé nokkuð hikandi við að beita hörð- um refsiaðgerðum vegna ástandsins í Lithaugalandi, en slíkt ylli Gorbat- sjof auknum erfiðleikum heima fyrir og gæti stefnt í voða þýóingarmikl- um hagsmunum, s.s. lýðræðisþróun- inni í Austur-Evrópu og afvopnunar- viðræðum. Geimskutlunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða í Banda- rikjunum i gær. Hún hefúr innan- borðs fúllkomnasta stjömukíki, sem smíðaður hefur verið. Sjónaukanum verður skotið frá ferjunni í dag og er það von vísindamanna, að hinn full- komni sjónauki muni verða til þess að leysa hinar margvíslegu ráðgátur geimsins. En jafhffamt því sem sjón- aukinn er sá fullkomnasti, er ljóst, að hann er einnig sá dýrasti, sem fram- Fjöldamorða minnst Hundruð þúsund sovéskra Ar- mena minntust i gær fjöldamorða Týrkja á Armcnum árið 1915. Sjónarvottar segja, að fólk, hvaðan- æva að úr Sovétríkjunum, hali gengið gegnum götur Jeravan, höf- uðborgar Armeníu. Fólk hópaðist að minnismcrki urn jfjöldamorðin tQ bænahalds og fil að lcggja þar blómsveiga. Armenar saka Tyrki um að hafa myrt eina og hálfa miDj- ón saklausra Armena, en tyrknesk st jóro völd hala jafiian neitað þeirn ásökunum. Armenar hafa minnst fjöldamorðanna áriega, en raar^ir þeirra minnast nú einnig nýliðúma átaka mifli kristinna Armena og múhameðskra ibúa Aserbaitsjan. leiddur hefúr verið. Kostnaður við smíði gripsins eru litlar 2,5 billjónir, já billjónir, Bandaríkjadala. Menn geta svo margfaldað það með sextíu til að fá út, hvað þessi sjónauki kost- ar miðað við íslenskar krónur. Fimm geimfarar eru um borð i Discovery og munu þeir sjá til þess, að Huble Space sjónaukinn komist óskemmdur á þann stað, sem honum er ætlað að senda gervihnattamyndir ffá til jarðar. Discovery með dýrmætan farm: Sjónaukinn á loft

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.