Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. apríl 1990 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Minnisvarðar um Hermann Jónasson og Ólaf Thors Um þessar mundir eru að rifjast upp atburðir sem gerðust fýrir hálfri öld, eins og hemám Danmerkur og Noregs og her- nám íslands. Það fýlgdi þessum atburðum að íslendingar urðu að flytja æðsta valdið inn í landið ásamt stjóm utanríkis- mála og landhelgisgæslunnar. Það gerði heimflutning æðsta valdsins auðveldari en ella að nokkru áður hafði verið mynduð ríkisstjóm stærstu flokkanna og gott samstarf var milli þeirra um þessi viðkvæmu og vandmeðfomu mál. Áhrifamestu menn þessarar ríkis- stjómar vom formenn tveggja stærstu flokkanna. Hermann Jónas- son og Ólaíur Thors. Þeir höfðu áð- ur komið við sögu á margan hátt og áttu eftir að gera það, en hér verður aðeins minnst á tvö mál sem vom helstu afreksverk þeirra hvors um sig og birst hafa í tveimur fyrirtækj- um sem fært hafa þjóðinni einna stærstu vinningana á undanfarinni hálfri öld. Þeir Hermann Jónasson og Ólafur Thors vom aldir upp í ólíku um- hverfi sem mótaði mjög stjóm- málaferil þeirra, en hjálpaði þeim þó oft að komast að líkri niðurstöðu þegar mest reið á. Það gerðist í sambandi við umrædd fyrirtæki. Hermann Jónasson var alinn upp í skagfirsku bændasamfélagi þar sem náttúmöflin höfðu kennt mönnum jöfnum höndum aðgætni og kjark. Þetta tvennt, aðgætnin og kjarkur- inn, vom höfuðkostir Hermanns Jónassonar sem stjómmálamanns. I flokki hans var því algert sam- komulag um það, þegar vandinn var mestur, að hann væri sjálfkjör- inn forystumaður. Flokksmenn hans vissu að hann reyndist hæfi- lega aðgætinn þegar þess þurfti með en jafnframt áræðinn og kjark- mikill, þegar aðstæður kröfðust þess að gripið yrði til djarfra og um- deildra úrræða. Þessir hæfileikar hans komu vel í ljós íyrsta árið sem hann var forsæt- isráðherra. Sunnlensk bændastétt stóð þá ffammi fyrir miklum vanda sem stafaði ekki frá óblíðum nátt- úmöflum eða harðindum heldur af því að bændur kepptust um mjólk- urmarkaðinn í Reykjavík og hefði hlotist af því svo mikil verðlækkun að gjaldþrot vofði yfir bændum. Þetta bitnaði einnig á neytendum því að þeir fengu oft skemmda mjólk og framfarir í vinnslu og sölu mjólkurvara höfðu stöðvast. Þetta varð ekki leyst með fijálsri sam- vinnu bænda sem hafði tekist vel á mörgum sviðum. Hér var ekki um annað að ræða en að grípa til lög- þvingaðrar samvinnu. Fyrsta verk hinnar nýju ríkisstjómar Hermanns Jónassonar var að koma ffam lög- gjöf um það eftii. En það gekk ekki átakalaust né heldur ffamkvæmd laganna. Þar reyndi á marga en eng- an meira en nýja forsætisráðherr- ann. I öll þau ár sem Hermann Jón- asson var forsætisráðherra reyndi ekki meira á gætni hans, hugrekki og dirfsku en í þessari deilu, þar Hermann Jónasson sem meginforystan hvíldi á honum. Sú saga verður ekki rakin hér en enn stendur minnismerki um árang- ur þessarar baráttu. Mjólkursamsal- an í Reykjavík sem í hálfa öld hefur skilað bæði bændum og neytendum ómetanlegum hagnaði. Reykvík- ingar njóta nú þessa verks í síbatn- andi mjólkurvöru og hagstæðu verðlagi þegar borið er saman við aðrar vörur. Ólafur Thors óx upp i öðrum jarð- vegi en Hermann Jónasson. Faðir hans var einn af stærstu við- skiptajöffum landsins. í sögu hans skiptust á mikil höpp og mikil töp, eins og jafnan fylgir harðri sam- keppni. Þar þurfti oft að taka áhættusamar ákvarðanir á skömm- um tíma. Aðeins djarfir menn gátu Ólafur Thors þrifist í heimi samkeppninnar. Ólaf- ur Thors sýndi það oft á stjómmála- ferli sínum að hann skorti ekki dirfsku, t.d. þegar hann gekk til stjómarsamvinnu við hörðustu Moskvukommúnista við myndun hinnar svonefndu nýsköpunar- stjómar. Að námi loknu hafði hann haft samvinnu við föður sinn og bræður og byggðu þeir upp saman stærsta útgerðarfyrirtæki landsins sem brátt varð stærsti saltfiskút- flytjandinn. Þegar í ljós kom að sala á saltfiski var gróðavænleg at- vinnugrein hófu fleiri aðilar salt- fiskssölu sem gekk sæmilega í byrj- un, en þegar seljendum fjölgaði leiddi samkeppni þeirra til sílækk- andi verðlags vegna undirboða á markaðinum sem var takmarkaður. Ólafur Thors og bræður hans gerðu sér manna fyrstir ljóst að færi þessu ffam blasti við hrun markaðarins. Þeir beittu sér því fyrir samtökum þeirra sem fengust við saltfiskssölu. Þessi samtök, sem fengur nafnið Sölusamband íslenskra fiskffam- leiðenda, vom stofnuð 1932 og vora þeir Thorsbræður helstu for- ystumenn þeirra. Það koma hins vegar brátt í ljós að þau vora laus í reipum og þurftu aðhald. Vegna stuttrar fjarvera Magnúsar Guð- mundssonar var Ólafur Thors dómsmála- og sjávarútvegsráðherra í 40 daga í nóvember og desember 1933. Hann notaði það tækifæri til að setja bráðbirgðalög um að eng- inn mætti flytja út saltfisk nema að fengnu samþykki Sölusambands ís- lenskra flskframleiðenda. Þessi bráðbirgðalög áttu aðeins að gilda í þijá mánuði en sú skipan, sem þau komu á, gildir enn í dag. Óhætt er að fullyrða að Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda er búið að færa útgerðarmönnum, sjó- mönnum og þjóðinni í heild ómældan hagnað í meira en hálfa öld. Þessi mikilvæga stofnun er stærsti minnisvarðinn um hyggindi og snarræði Ólafs Thors sem stjóm- málamanns. Þeir Hermann Jónasson og Ólafur Thors áttu það sameiginlegt að vera fylgjandi frjálsri samkeppni innan eðlilegra takmarka. Þeir hikuðu hins vegar ekki við að grípa til rót- tækra aðgerða þegar óheft sam- keppni var að leiða þjóðina í ógöngur. TÓNLIST : Tríó Reykjavíkur. Tríó Reykjavíkur Tríó Reykjavíkur skipa þau Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvar- an knéfiðla og Halldór Haraldsson píanó. Tríóið hefur verið við lýði hátt í áratug, var mér tjáð, æft reglulega og haldið tónleika víða um heim. Með slíkan feril að baki getur ekki öðravísi farið en vel, enda vora fjórðu tónleikar Kammermúsík- klúbbsins í vetur, 25. mars í Bústaða- kirkju, afar finir og ánægjulegir. Þar vora fyrst flutt tvö tríó, í G-dúr eftir Jospeh Haydn og í a-moll eftir Maur- ice Ravel, en síðan píanókvintett Jó- hannesar Brahms op. 34 og var hann mestur. Við flutning kvintettsins bættust þau Helga Þórarinsdóttir lág- iðla og Petri Sakari fíðla í hópinn. Joseph Haydn (1732-1800) er talinn hafa skapað strengjakvartettinn og fyrstu eiginlegu píanótríóin era líka eftir hann, 31 að tölu og öll samin á áranum milli 1780 og 1800. Á 18. öldinni var píanóið óðum að leysa sembalinn af hólmi og frá hinu eldra formi tríósónötu fyrir 2 fiðlur og sembal-grannbassa þróuðust píanótr- íó sem í raun vora píanósónötur með undirleik fiðlu og sellós. í hinum fullþroskuðu píanótríóum Mozarts og Beethovens cra hljóðfærin jafn- víg, en Haydn brúar þetta bil. I hans mörgu tríóum er píanóið' að sönnu mikilvægast en þó hafa hin hljóðfær- in tvö margt fallegt til mála að leggja. Maurice Ravel (1875-1937) skrifaði eitt sinn að píanóið og fiðlan væru í eðli sínu ósamrýmanleg hljóðfæri og samdi síðan fiðlusónötu til að sýna að hið gagnstæða væri einnig rétt. Og í píanótríói sínu tekst honum einnig aðdáanlega (segja fræðimenn) að sameina hinn syngjandi tón strengj- anna og ásláttarhljóm píanósins. Halldór Halldórsson spilar raunar svo milt og syngjandi að Ravel hefði getað sleppt því að hugsa um þetta at- riði fyrir þessa tónleika — þótt ennþá skcmmtilegri þyki spænsku og bask- nesku áhrifin í verkinu, því Ravel var Baski. Svo ágætur og magnaður var flutn- ingur Brahms-kvintettsins á þessum tónleikum að flestum tónleikagestum þótti sem þeir væra þátttakendur í dá- litlum listviðburði sem sjaldan gerð- ist. Kunnáttumaður, með reynslu margra ffægra hljómplötuútgáfa að baki, taldi þessa tónleika einsdæmi í því hve vel píanóið féll inn í heildina — því flygill í fullri stærð veit ekki krafta sinna tal ef píanistinn gætir ekki að sér. En þetta varð sem sagt finasti Brahms og þá er tæplega að sökum að spyija. Þeir sem era svartsýnir um menn- ingarlega ffamtíð þjóðarinnar — og sannlega er sitthvað gert leynt og ljóst til að bregða fyrir hana fæti — mega hugga sig við það að hin harð- snúna og ósveigjanlega menningar- stofnun Kammermúsíkklúbburinn er á sífelldri uppleið: tónleikagestir nú vora taldir vísindalega með fuglatelj- ara og reyndust vera 216. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.