Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 1
 28.-29. APRÍL 1990 Hálf öld er Nðin síðan breskt herlið steig á land í Reykjavík, raunverulega í framhaldi af innrás Þjóðverja í Danmörku og Noreg. Þótt menn yrðu almennt mjög forviða á þessum tíðindum, þá kom Hermanni Jónassyni forsætisráðherra þessi framvinda mála ekki með öllu á óvart. Auðvitað mátti gera ráð fyrir því að breska flotaveldið myndi ekki láta óvinum haldast uppi að ná fótfestu á íslandi og einnig höfðu bresk yfirvöld gefið sitthvað í skyn um að slíkar aðgerðir kynnu að reynast óhjákvæmilegar. Hvað sem um það er, þá var það efst huga, er menn vöknuðu eldsnemma föstudagsmorgun- inn 10. maí 1940 í Reykjavík við það að flugvél sveimaði yfir bænum og herskip sáust sigla inn flóann, hvorir væru hér á ferð, Bretar eða Þjóðverjar. Áreiðanlega létti flestum þegar Ijóst varð hverjir komnir voru. Auðvitað hefðu menn kosið að hlutleysið væri raunveruleg og nægileg vörn, en eftir hernám Danmerkur og Noregs mátti búast við öliu illu. Égsateittár, en sumirvoru skemur þvísætiþað erregni og vindum háð, þó er ég fús að þoka fyrir þremur sem þrá að komast upp ístjórnarráð. Strax við hernám Danmerkur 9. apríl bar margan vanda að höndum hér á landi. Þótt konungsvaldið væri ekki mjög áberandi í daglegri stjórn- sýslu, þá þurfti að bregðast við því að konungur landsins varð í einu vetfangi ófær um að gegna þeim skyldum sem stjórnarskráin lagði honum á herðar, svo sem að stað- festa lög frá Alþingi með undirskrift sinni, skipa í embætti, þ.á m. ráð- herraembætti, o.s.frv. Einnig voru Danir nú orðnir ófærir um að fara með utanríkismál íslands. í samráði við færustu sérfræðinga gerðu ríkis- stjórn og Alþingi tafarlaust brýnustu ráðstafanir í þessu sambandi. Kon- ungsvaldið var lagt í hendur ráðu- neyti íslands og Islendingar tóku utanríkismál sín í eigin hendur, hvort tveggja að sjálfsögðu til bráða- birgða. Lýsti konungur sig samþykk- an þessari meðferð konungsvaldsins, þegar honum var skýrt frá hinni nýju bráðabirgðaskipan, þótt hann léti jafnframt í ljós að hann hefði kosið fremur að þetta hefði verið lagt fyrir sig og þá í tillöguformi. „Egsateittár..." Þegar breska hernámsliðið gekk hér á land var við völd svokölluð þjóðstjórn. Hermann Jónasson var forsætis- og dómsmálaráðherra, Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráð- herra, Jakob Möller fjármálaráð- herra, Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra og Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra og fór einnig með utanríkismál. Ríkisstjórn þann- ig skipuð hafði verið við völd síðan 17. apríl 1939, en áður höfðu átt sæti í stjórn Hermanns Jónassonar frá 28. júlí 1934 Eysteinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson og var sú stjórn kölluð stjórn hinna vinnandi stétta. Haraldur fékk lausn úr stjórn- inni 20. mars 1938 og 2. næsta mánaðar var Skúli Guðmundsson alþingismaður skipaður ráðherra. Hann hvarf svo úr stjórninni 17. apríl 1939 og gerði þá þessa vísu: Það voru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur sem stóðu að þjóðstjórninni. Styrjaldarótti og efnahagsvandi höfðu knúið á um þessa samstöðu, og Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var mikill áhrifamaður, beitti sér manna mest fyrir henni, og átti þó ekki til vina að hverfa þar sem sjálfstæðismenn voru. Samskiptin við Þýskaland Eftir að veldi nasista hófst í Þýska- landi eignuðust þeir fylgjendur í mörgum löndum, þar á meðal fs- landi. Löngum hafði verið gott sam- band milli íslands og Þýskalands, bæði á sviði verslunar og menningar- mála. Margir íslendingar sóttu menntun sína til Þýskalands og góðir og illir straumar frá því landi áttu greiða leið hingað. Þjóðverjar höfðu oft ferðast um ísland og nú komu hér ýmiss konar vísindamenn í rann- sóknarskyni, en grunsemdir tóku að vakna um að ekki væru þeir hér einungis til að stunda fræði sín, heldur og njósnir, einkum að kanna aðstöðu fyrir lendingar flugvéla og hafnarskilyrði fyrir herskip og kaf- báta. En allt var þetta einungis orðrómur. Stundum er erfitt að draga mörkin milli venjulegrar upp- lýsingaöflunar og njósna. Á stríðs- óttatímum kallast það njósnir sem við venjulegar aðstæður telst ekki til tíðinda og er ekki gaumur gefinn, og auðvitað afla öll sendiráð ýmiss konar vitneskju fyrir þjóð sína eftir ýmsum leiðum. Njósnastarfsemi markast þó fyrst og fremst af öflun upplýsinga með ólöglegum eða vafa- sömum hætti, t.d. um öryggismál, iðnaðar- og framleiðsluleyndarmál og einkahagi manna. Þegar þróun flugmála færðist í aukana erlendis vaknaði áhugi fram- takssamra manna hér á landi um þau :•!# ^m-m wm ¦*;; Wm<(<r 1 tJBSfam Werner Gerlach, sendiherra. Hér rekur Birgir Thorlacius, fyrrum ráðuneytisstjóri, at- burði og persónulegar minningar varðandi athafna- semi Þjóðverja hér fyrir stríð og meðferð þýskra sendiráðs- eigna eftir hernám Breta efni, enda auðsætt hvílíkar hagsbæt- ur það gætu orðið í stóru landi með lélegt vegakerfi og kostnaðarsaman skiparekstur, ef flugvélar gætu leyst hluta af samgönguþörfinni innan- lands og þá ekki síður rofið einangr- un að því er varðaði samskipti við önnur lönd. Til leiðbeiningar og aðstoðar var leitað til þýskra manna. Amerísk flugfélög höfðu um þess- ar mundir áhuga á íslandi sem millilendingarstað í Evrópuferðum og fór Transamerican og síðar Pan- american-flugfélagið fram á og fékk leyfi til lendingar hér. Jafnframt fékk þýska flugfélagið Lufthansa loforð um jafngóða aðstöðu á íslandi í sambandi við flug og ameríska félagið fengi. Ekki varð af því að Panamerican gerði alvöru úr því að hefja flugferðir um ísland eða nýta sér þau fyrirheit sem gefin höfðu verið í því sambandi. En þýska ríkisstjórnin fór fram á það í mars- mánuði 1939 að Lufthansa fengi hér leyfi til flugrekstrar þ.á m. til að gera flugvelli og koma upp veðurat- hugunarstöðvum og vitnaði til lof- orðs um sömu aðstöðu og Panamer- ican-félagið hafði fengið vilyrði um. Iskyggileg tilmæli Tilmæli þýsku ríkisstjórnarinnar, hins mikla herveldis nasista sem flest í Þjóðminjasafninu getur að líta skildi ræðismanna Þýskalands frá því fyrir stríðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.