Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 4
12 1 HELGIN Laugardagur 28. apríl 1990 1111 ■ ' ; ■■ ■P Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri um gagnrýni á stjórn Landakots: VIÐ ERUM EKKI NOGU AUÐMJUKIR Landakotsspítali hefur talsvert verið í fréttum í vikunni, en ný- lega sendi samstarfsnefnd um rekstur spítalans frá sér skýrslu, þar sem fulltrúar fjármála- og heilbrigðisráðuneytis gagnrýna stjómendur spítalans. Þeir segja þá skorta „hæfni og vilja til að skilgreina, skilja og leysa vanda stofnunarinnar.“ í lok vikunnar bárust síðan fréttir af stórfelldum fjárdrætti eins af starfsmönnum spítalans. Logi Guðbrandsson er framkvæmdastjóri Landakots- spítala. Hann vill lítið ræða um fjárdráttinn, enda er hann lög- reglumál. Logi vísar gagnrýni tvímenninganna á bug og segir spítalann fara í einu og öllu eftir þeim samningi, sem stjómvöld gerðu við hann árið 1988. Logi var fýrst spurður af því, hvers vegna spítalinn gæti aldrei haldið sig innan ramma fjárlaga. Fjármagnsþörf spítalanna vanmetin „Þegar daggjaldakerfinu var komið á árið 1969 var strax byrjað á því, að hafa daggjaldið lægra heldur en aug- ljóst var, að þurfti. Eftir sem áður var ætlast til að spítalinn veitti ákveðið magn af þjónustu. Rekstrarstaða spítal- anna versnaði stöðugt og þess voru jafnvel dæmi, að spítalar væru reknir með allt að 20% halla. Það er kannski ekki að öllu leyti rétt að kalla þetta halla, því að eftir á var ákveðið gjald til að jafna hallann. Þeir, sem áttu að borga, kusu að borga minna fyrst og gera svo upp á eftir. Síðan var ákveðið að setja spítalana á föst fjárlög, eins og það var kallað. í fyrstu breytti þetta ekki mjög miklu fýrir spítalann, þ.e.a.s. fjárveitingin dugði ekki og mismunurinn var greidd- ur eftir á. Það komu aldrei nein ný fyr- irmæli um að menn ættu að aðlaga reksturskostnað þessari fjárveitingu. Síðan er allt í einu farið að segja við okkur: „Þið hafið farið fram yftr Qár- veitingu og þið eigið ekki að fá meira.“ Þessi uppsafnaði halli varð síðan tilefni til mikils upphlaups sumarið 1988 og talað var um að við hefðum fallið á prófi í fjármálastjóm. Við sögðum sem svo og höfum sagt það áður, að það er alveg augljóst mál, að þessar fjárveit- ingar duga ekki fyrir rekstrarkostnaði spítalans, ef á að reka hann á fullu.“ lag, en ég held því fram að við höfum gert það.“ Samningurinn frá 1988 byggður á rangfærslum og þekkingarleysi Nú lá fyrir árið 1988, að spítalinn yrði gjaldþrota, ef 200 milljón króna halli yrði ekki gerður upp. Bar stjómvöldum ekki að grípa inn í? „Stjómvöld höfðu skilning á því, að þeim bar skylda til að gera þetta upp, en þau notuðu tækifærið í leiðinni og settu fram mjög ákveðin skilyrði. Skil- yrðin vom komin upp úr svokölluðu minnisblaði í fjármálaráðuneytinu. I því koma fram alls kyns rangfærslur, misskilningur og þekkingarleysi á mál- efhum spítalans. Niðurstaðan varð síð- an sú, að upp úr þessu var soðinn samn- ingur og skipuð nefhd, sem átti að sjá um að framfýlgja honum. Meirihluti nefndarinnar segir, að við höfum ekki staðið við þetta samkomu- Ætlast er til að við séum iðrandi og auðmjúkir í skýrslunni kemur fram mjög hörð gagnrýni á hvemig spítalanum er stjómað. „Það er eiginlega hinn mesti misskiln- ingur, að slík gagnrýni sé í skýrslunni. Það er einungis slegið fram einni stað- hæfíngu í niðurstöðukafla. Ekki er hægt að fínna henni nein rök í sjálfri skýrslunni. í niðurstöðukaflanum er tekin upp klausa úr ársskýrslu spítal- ans, en þar segir: „Má í raun segja, að skýrsla nefndarinnar (innsk.: áfanga- skýrsla samstarfsnefhdarinnar frá apríl 1989) beri þess merki, að upphlaupið um sumarið 1988 hafi verið að tilefnis- lausu...“ Nefndarmennimir tveir virðast líta svo á, að það hafi verið mikið afbrot af minni hálfu, að ég skuli hafa vogað mér að halda því fram, að við höfúm ekki átt skilið það upphlaup, sem varð í hittiðfýrra. Eg átti sem sé helst að standa berfættur og iðrandi. Við emm ekki nógu auðmjúkir. Þetta er allur rök- stuðningurinn fýrir fullyrðingunni um að stjómendur spítalans hafi ekki skilið vanda spítalans. Þeir virðast álíta, að það sé synd af okkar hálfu að líta svo á, að fjárveitingar til spítalans hafí verið of lágar og að spítalinn sé sjálfstæð stofhun. Skýrsla þeirra Péturs Jónssonar og Rúnars Jóhannssonar heitir „Skýrsla um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda St. Jósefsspítala, Landakoti“. Þessari nefnd var ekki falið að leysa rekstrar- vanda Landakotsspítala. Hún átti að- eins að gera einn hlut, að fylgjast með að samkomulagið væri framkvæmt og um það fjallar skýrslan, sem ég gerði. Þeir félagar gera sér reyndar grein fyrir þessu, því að þeir segja: „Ljóst er þó, að samstarfsnefndin hefúr ekki getað gegnt því hlutverki í samkomulagi fjár- málaráðherra og heilbrigðisráðherra frá í ágúst 1988, að leysa rekstrar- og stjómunarvandann. Til þess skorti nefndina beint vald og stuðning stjóm- valda.“ Þeir em hins vegar greinilega ekki ánægðir með að hafa ekki meiri völd. Rúnar Jóhannsson lagði fram minnis- blað í nefndinni, þegar hún hóf störf sín. Þar segir hann m.a., að stjómendur spítalans verði að breyta um stíl. Þessi breyting á að felast í því, að stofnunin viðurkenni, að hún sé ekki sjálfstæð stofnun. Hún sé það ekki í raun og vem og eigi ekki að vera það. Ætlast er til, að við beygjum okkur undir, að stofnun sé bara ríkisstofnun og þar með verði samskiptin við ríkisvaldið góð. Hér er um að ræða einhvers konar eignamám með andlegri kúgun. Við emm að sjálf- sögðu ekki tilbúnir til að fallast á, að allir samningar, sem gilda um starfsemi þessarar stofnunar, falli úr gildi, jafn- vel þó að einhverjum aðila fínnist að samningamir ættu að vera öðruvisi.“ Samskiptin við stjómvöld em mjög stirð Skaðar þetta ekki spítalann sem stofnun að standa í svona stríði við stjómvöld? Verða menn ekki að koma þessum samskiptum í lag? „Jú, ég er alveg sammála því. Nánast öll okkar samskipti við stjómvöld fara í gegnum heilbrigðisráðuneytið. Sam- skiptin við fjármálaráðuneytið hafa verið mun minni. Fjármálaráðuneytið talar við okkur eins og við séum hluti af þeirra starfsliði. Ef ráðuneytið viður- kenndi þá samninga, sem kveða á um sjálfstæði stofnunarinnar, löguðust samskiptin.“ í skýrslu tvímenninganna em gagn- rýnd áform ykkar um miklar lokanir deilda á þessu ári og talað er um að svo geti farið, að spítalinn verði óhæfur til að gegna hlutverki sínu. „Þessi gagnrýni er mjög fúrðuleg vegna þess, að þeir sjálfir lögðu fram tillögur um mjög umfangsmiklar lok- anir. Við lokuðum að visu heldur meira, en þeir lögðu til, en það var vegna þess, að áætlanir um spamað á öðmm sviðum gengu ekki upp.“ Hefúr spítalinn þá markað sér þá stefnu að halda sér innan ramma fjár- laga? „Að sjálfsögðu er það stefna spítalans að fara eftir fjárlögum og því em get- gátur um að spítalinn stefhi í gjaldþrot innan fárra ára algerlega út í hött. Við höfúm fengið fyrirmæli um að laga rekstur spítalans að fjárveitingum frá ríkinu og við hlýðum því.“ sem stjómvöld segja. Ég get nefnt dæmi: 1 mars 1988 var ljóst, að fjár- veiting til spítalans dygði ekki, ef hann ætti að halda sig innan ramma fjárlaga, eins og okkur hafði verið sagt að gera. Þá spurðum við heilbrigðisráðuneytið, hvað við ættum að gera, hvar við ættum að draga saman og lögðum til, að við lokuðum tveimur deildum þar sem eftir væri ársins. Ráðuneytið bað okkur þá að draga ekki saman og við fórum eftir því.“ Finnst þér óeðlilegt, að stjómvöld skuli vilja fylgjast með hvemig fjár- munum þeirra er varið? „Nei, það fínnst mér ekki og það geta stjómvöld gert. Ég tel hins vegar, að við eigum að ráða innri málum okkar, en um það er ágreiningur milli stjóm- valda og stjómar spítalans.“ Reksturskostnaður Landakotsspítala ekki hærrí en annarra spítala Við seljum ríkisvaldinu þá þjónustu, sem það biður um Þið getið samt ekki hagað ykkur, eins og ríkisvaldið sé ekki til. Það er jú fjár- málaráðuneytið, sem borgar þá reikn- inga, sem þið reiðið fram. „Við gemm okkur að sjálfsögðu grein fyrir þessu. Heilbrigðisráðuneytið er yfirstjómandi heilbrigðismála í land- inu. Við fáum fyrirmæli ffá þeim um hvaða þjónustu við eigum að veita. Við einfaldlega veitum þá þjónustu, sem kaupandi þjónustunnar vill fá. Við em ekki að gera eitthvað, sem okkur dettur í hug. Hvemig við forum að því að veita þá þjónustu, er okkar mál vegna þess að þetta er sjálfstæð stofhun lög- um samkvæmt. Að sjálfsögðu tökum við tillit til þess, Hafa stjómendur spítalans gætt ýtr- ustu sparsemi í rekstri hans? „Við höfúm reynt að spara, en það er alltaf hægt að gera betur. Spítalinn veltir árlega um 1200 milljónum króna og ömgglega má spara eitthvað í svo umfangsmiklum rekstri. Við höfúm verið í þessari kreppu lengi og þess vegna höfúm við haft ákaflega mikinn hvata til að spara. Sé rekstur Landa- kotsspítala borinn saman við aðra spít- ala, kemur í ljós, að reksturskostnaður- inn hér er síst hærri en hjá öðmm. Allur samanburður milli spítala er reyndar mjög erfiður. Ég lít svo á, að markmið númer eitt sé að reka góða heilbrigðisþjónustu og það er gert á Landakoti. Markmið núm- er tvö er að reka hana ódýrt. Sumir virðast hins vegar telja, að meginmark- mið heilbrigðisstofnanna eigi að vera að spara.“ Telur þú, að það hefði kannski farið betur á því, ef ríkið hefði algerlega tek- ið yfir þennan spítala árið 1976 og jafhvel sameinað hann öðmm spítöl- um? „Ég veit, að það litu ýmsir til þess með nokkurri tilhlökkun, þegar ríkið keypti spítalann, að hann yrði ríkisspít- ali. Það kom á óvart, að klausa um sjálfstæði hans skyldi vera sett inn i samninginn. Sjálfstæði spítalans hefúr hins vegar stöðugt verið minnkað. Samningurinn ffá 1988 skerti t.d. sjálf- stæði hans mikið.“ Verður Landakotsspítali sameinaður Borgarsprtala? Hver er framtíð spítalans? „Þessi samningur rennur út eftir sjö ár. Hugsanlega ráðstafar ríkið þá spítalan- um, eins og því hentar. Það má einnig hugsa sér eitthvert annað fyrirkomulag. Uppi hafa verið hugmyndir um samein- ingu Landakotsspítala og Borgarspít- ala. Þær hafa hlotið ágætan hljómgmnn hjá báðum þessum stofnunum.“ - EÓ i “---— ■■■■•n.u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.