Tíminn - 01.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.05.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. maí 1990 Tíminn 3 Þróunarverkefni sem höfða til kvenna geta fengið 50% hærri styrki: Byggðaþróun í Noregi veltur á kvenþjóðinni „Menn hafa áttað sig á að möguleikar héraðanna til að halda uppi blómlegri starfsemi til lengri tíma velta algeriega á að skipting milli kynjanna verði jafnari. En á brottflutningssvæð- um eru konur venjulega fýrri til að flytja brott“, segir m.a. um endurskoðun á hinum viðvarandi byggðavandamálum í Nor- egi, í nýrri bók frá okkar íslensku Byggðastofnun um byggða- mál á Norðuriöndunum. í kafla um þróunarvinnu Byggða- sjóðs Noregs (Distriktenes Ut- byggingsfond) segir m.a.: „það er mikilvægt markmið byggðastefnu að auka atvinnuþátttöku kvenna á landsbyggðinni og reyna að hamla á móti hinum mikla brottflutningi kvenna, sérstaklega ungra kvenna, til kjamasvæðanna“. I samræmi við þetta lætur Byggðasjóður Noregs þróunar- verkefni sem hafa það markmið að bæta atvinnumöguleika kvenna hafa forgang. Jafnframt eru gefnir út sérstakir upplýsingabæklingar um þá starfsemi sjóðsins sem sér- staklega varðar konur. Og þróun- arverkefni sem beinlínis höfða til kvenþjóðarinnar geta fengið 50% hærri styrki en almenn þróunar- verkefni, það er að segja allt upp að 75% af kostnaði. Fyrmefnd forgangsverkefni geta haft eftirtalin markmið: - Að auka hlut kvenna í hefð- bundnum „karlagreinum“og að þróa frekar hefðbundnar „kvenna- greinar'* - Að auka þekkingu kvenna og bæta stöðu þeirra í atvinnulífi framtíðarinnar. - Að skapa gott umhverfi og að- stæður sem hafa áhrif á hvar kon- ur vilja setjast að. - Að fá konur til að stofnsetja eig- in fyrirtæki og auka möguleika þeirra í því efni m.a. með skipu- lagðri fræðslu fyrir konur sem stofnendur fyrirtækja. Þetta er kannski umhugsunarvert fyrir Islendinga einnig, því flótti kvenna fremur en karla úr dreif- býli í þéttbýli er vel þekkt fýrir- brigði á íslandi ekki síður en Nor- egi. I Reykjavík em konur t.d. um 3 þúsund fleiri en karlar (svo er einnig á Akureyri). í öllum öðmm kjördæmum landsins em konur hins vegar mun færri (allt upp í 10% á Austurlandi) en karlar, eða alls um 4 þúsund konum færra. - HEI Heitt í kolunum á ríkisútvarpinu Talsverður hiti er nú í mönn- um á Fréttastofu Ríkisútvarps- ins vegna afskipta útvarpsráðs af fréttaflutningi stofunnar. Sl. föstudag var í lok kvöldfrétta- tíma lesin upp athugasemd frá útvarpsráði við frétt fréttastof- unnar um teikningar VT-teikni- stofunnar á Akranesi. Fréttin fjallaði um að þær teikningar sem teiknistofan flaggaði mest væru Ijósrit úr sænskum aug- lýsingabæklingi. í athuga- semd útvarpsráðs segir að fréttin hafi verið hlutdræg og því brot á útvarpslögum. Eftir að fréttastofan hafði lesið upp athugasemd útvarpsráðs lét hún frá sér fara yfiriýsingu um að fréttastofan stæði enn við frétt sína. Slíku undi útvarpsráð ekki og á sér- stökum fúndi sl. laugardag sam- þykkti útvarpsráð ályktun þar sem ráðið úrskurðaði þá yfirlýsingu ítéttastofúnnar ómerka að hún gæti staðið við frétt sína. Félag fréttamanna brá við og fúnd- aði um þessa seinni ályktun útvarps- ráðs og hyggst láta á það reyna hvort útvarpsráði sé heimilt samkvæmt lögum að þvinga fréttastofúna til að birta ályktanir gegn vilja fréttastjóra. í framhaldi af því hefúr félagið ráðið sér lögfræðing til að kanna réttar- stöðu fréttastofúnnar gagnvart út- varpsráði. Útvarpsráð telur sig hins vegar einungis vera að framfylgja settum lögum og reglum sem gilda um málsmeðferð þegar upp kemur kærumál. í gær samþykkti stjóm Blaða- mannafélags íslands ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við fréttamenn á Ríkisútvarpinu og á það bent að í þessu máli hafi útvarpsráð gengið þessu máli hafi útvarpsráð gengið lengra í afskiptum sínum af Frétta- stofúnni en áður hafi tíðkast. Stjóm BI er þeirrar skoðunar að með því að neyða fréttastofuna til að ómerkja frétt sem hún stendur að öllu leyti við sé verið að skerða gróflega völd og ábyrgð fréttastjóra sem og sjálfstæði fréttamanna Ríkisútvarpsins. að skrifstofur okkar verða opnar frá kl. 8:00 til kl. 16:00 frá 2. maí nk. w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Bændaskólinn á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda í Bændadeild skólaáriö 1990-1991 Kennsla er nú hafin eftir nýrri námskrá Helstu breytingar frá fyrri námskrá eru: 1. Aukin kennsla í bústjórn og rekstrartækni. Þær greinar veröa nú sérstakt námssviö. 2. Umhverfisfræði og landnýting veröa sérstakar námsgreinar. 3. Valmöguleikum í náminu erfjölgað. 4. Nemendur hafa nú möguleika á framhalds- námi í bændadeild, sem nemur einni önn. Búfræöinámiö er tveggja ára nám (4 annir). Stúdentar geta lokið náminu á einu ári. Beiðni um inngöngu næsta skólaár, ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 10. júní n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-70 000. Skólastjóri Jtamvimujýfpíjin áma vimmdi fvf/ti tif ójáuar oíj jveita aífra fmffa á faráttu-ocj nátííiscfccji affjjóbfccjrar ircrkafijbófmjfincjar. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.