Tíminn - 01.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 1. maí 1990
Tímirm
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttstjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning
og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verö I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Fyrsti maí og sagan
Fyrsti maí var áður fyrr að langmestu leyti baráttudagur
hinnar eiginlegu verkalýðsstéttar. Nú hafa launþegar úr
öllum starfsstéttum helgað sér daginn og löggjafmn viður-
kennt hann sem almennan fridag í landinu.
Þótt ekki sé við því að búast að launþegar lifi sífellt í for-
tíðinni varðandi 1. maí sem sérstakan baráttudag fyrir
kjörum og réttindum erfíðisvinnumanna í horfmni þjóðfé-
lagsgerð, er ekki úr vegi að nota daginn til þess að rifja upp
sögu hans og þá félagslegu þróun sem honum tengist. í því
felst ekki síst að gera sér grein fyrir, hverju barátta dagsins
hefur áorkað um ár og áratugi með öðrum framfara- og
lýðræðisöflum að bættu og réttlátara þjóðfélagi. Sú var tíð-
in að fyrsti maí hafði á sér svip baráttuhörku sem jafnvel
var ætlað að sýna þjóðfélaginu að það gæti átt von á bylt-
ingu, þar sem ekki væri þörf fyrir aðra stjómendur en þá,
sem ynnu í „þágu verkalýðsins“. Vel má vera að stundum
hafí látið hátt í þeim sem vildu brennimerkja fyrsta maí-
baráttuna vígorðum einsflokkshugmynda lenínismans og
vel má vera að jarðvegur hafí verið fyrir slíkan boðskap
um eitt skeið hér á landi — eins og víðar um lönd —, en
saga þessa baráttu- og hátíðisdags vinnandi fólks segir
hins vegar að launþegahreyfingin hafnaði í raun, svo að
ekki verður um villst, kenningunni um „alræði hinna
eignalausu“, sem aldrei gat orðið annað en valdataka fá-
mennisstjómar undir yfirskini verkalýðsveldis þar sem
jafnrétti átti að ríkja og enginn skyldi hafa annars ráð í
hendi sér.
Þess er ástæða til að minnast sérstaklega í dag, að gæfa ís-
lenskra verkamanna og launþega var sú að hafa þróað bar-
áttu sína fyrir bættum kjömm og mannréttindum eftir al-
mennum línum lýðræðisþjóðfélags, þar sem baráttan
stendur um umbætur en ekki byltingar, síst af öllu pólitísk-
ar byltingar. Atburðir í Austur- og Mið-Evrópu, Sovétríkj-
unum, Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og
jafnvel víðar, eiga að vera launþegum og launþegaforingj-
um, allri hinni vinnandi stétt, áminning um ágalla hins len-
íniska stjómarfars með einhyggju sinni og ógnarvaldi fá-
mennisstjóma eða einræðisherra. Það er a.m.k. víst að 1.
maí 1990 mun hvergi örla á lofi um stjómarhætti lenínism-
ans, hafí einhvem tíma verið reynt að nota þann dag til
slíks.
Islensk launþegasamtök em nú fjölmenn og áhrifamikil
sem eitt af ráðandi öflum lýðræðisþjóðfélagsins. Þótt laun-
þegahreyfíngarinnar sé að vísu ekki getið meðal valda-
stofnana samkvæmt stjómarskránni frekar en annarra
hagsmunasamtaka, sem stjómarskráin vemdar, er áhrifa-
vald hennar mikið. Því ber að fagna að á undanfömum ár-
um hefur launþegahreyfíngin farið að viðurkenna valdaað-
stöðu sína og unnið að framgangi baráttumála sinna í
samráðum við hin formbundnu stjómvöld, ríkisvaldið, og
önnur hagsmunasamtök í landinu. Slík þróun samskipta
ríkisvalds og frjálsra hagsmunasamtaka er í samræmi við
eðli lýðræðislegs þjóðskipulags, enda verður slíku þjóð-
skipulagi ekki við haldið nema ráðandi þjóðfélagsöfl
kunni skil á nauðsyn valdajafnvægis sín á milli, ekki að-
eins samkvæmt gamalli tuggu um þrískiptingu ríkisvalds-
ins, heldur þeirri staðreynd nútímaþjóðfélags að fijáls
hagsmunasamtök, ekki síst samtök vinnumarkaðarins, em
valdastofnanir í reynd.
Tíminn óskar launþegum innilega til hamingju með dag-
inn.
m I GARRI
T^yggvj
Fyrsti raai cr hátíúbdat’ur verka-
lýðsins «g einkennísí af kröfugöng-
un> og útifundum. Á undanfömum
árum befur þjóðfélagid verió altek-
íö af misiminandi erfiöum efns-
hagsdæmum og iaunabaráttan
hefur veriö hörö, eins og viö er aö
húast. Verkalýðurinn hefur eöli-
lega talið aó hann hafí orðið að
gjalda fyrir erfitt ástand i þjóðfí-
laginu og cr þá oft gripið til þeirrar
röksemdar að hinir lægsl launuðu
beri alltaf skarðastan hlut. Þetta
eru ákærur sent erfítt er aö oeita,
þóaöáþað verðiað iítáaö í mítima
Jijóðfélagi er tneð ýmusm hætii bú
iö þannig aö eínstaklingnum, að
fleira kemur honum til góða en
launatalan ein. Hann nýtur heil-
brigðisþjónustu sem kostuö er af
airoannafc og trvggiugarbóta, en
fer að auki heim með laun sín svo
tíl óskert i la unaumsluginu vegua
litils skattfrádráttar af láguro laun-
uro. En þeir sem hafa verið að
konta yfír sig þakt á undanfórnum
árum hafa lent í miklum crfiöleik-
um vcgna mikils fjármagnskostn-
aðar. Erfitt er að bæta þann kosfn-
aö upp með iaunahækkunum. Nó
hefur hins vegar tckist þjoöarsátt
um roinnkandi verðbólgu. lækk-
audi vcxti og stöóugt vérðlag og er
vonandi að sú stefna hatdi
Atvinnustefna
Á hátiðisdegi verkalýðsins verður
mörgum hugsað til fyrri daga,
einkum núna, þcgar fimmfiu ár
eru liðin frá hernámi ístands, seni
þýddi miklar breytingar fyrir ís-
Icnskan verkalýð eins og aðra
luiidsmenn. Iȇ koin atvinnan segja
menn. Og mikiö rétt, að í (vö eóa
þrjú ár höföu menu atvinnu af því
aö starfa fyrir sctuliöið. Siöan sötti
aftur í sama farið tim tíma, eða
þangaó tíl að viðurkennt var að
það væri búkstafiega réttur hvers
manns aö hafa afvinnu. Þeirri
stefnu Itefur verið haldiö I ein futt-
Ugti ár, eða frá því stjórn Ólafs J<V
hannesson var mynduð á árinu
1971. En þetta þýddi auóvitað
miklar framkvæmdir og öran til-
kostnaö á ýmsum vettvangi, sem
aftur á móti rcyndist erfitt aö mæta
vegna aukinnar þenslu, en metiö í
henni varö 130% verðbólga í
skamman tíma. Þessi atviunu-
stefna hafði lika áhrif á laun
manna.
En löngu áður en atvinnusfefnan
var tekin upp, höfóu verið til
verkamcnn á Islandi, sem stjórn-
völd þeirra tínia mótuöu enga sér-
staka atvinnustefnu fyrir. Um
þessa tírna hefur verið rcistur
óbrotgjarn roinnisvarði í því ris-
mikla verki Tryggva Eniilssoiiar,
Fátækt fólk, sem þessi gamli bar-
átfumaður úr röóum verkalýðsins
skrifaði i minningarskvni um „sína
tíma“, og er ópólitísk staðfesting á
því, hvað þjóðfélag án atvinnu-
stefnu gerir á hiuta hinna minni
máttar. Seinna skrifaði hann bók-
ina „Baráttan urii hrauðið“, sem
lýsir skipulegri samstöðu verka-
lýðsins íyrir bættum kjörum.
Hin íslenska
barátta
Með bókum sinuni hefúr Tryggvi
Erailsson gerst bclsti höfundur
verkalýðsstéttarinnar á þessari öld.
Margir hafa verið kallaðir til að
skrifa um verkaiýösmál og sósíai-
isma, eo eogioo anoar en Tnggvi
með þeim árangri og höföa til
hverrar einusfu manneskju sem
hækur hans les án tillits til þess
bvar hún hefur skipað sér í pólitík.
Þetta út af fyrir sig er einstælf af-
rck á tíma, þegar svunefnd verka-
lýöspólitík var hörð og óvægin og
raörgum J'annst að hún hefði verið
óréttláf. TYyggvI Eroilsson hefur
haft raelri áhrif I þá átt að benda
stói-yðalaust á þær aðstæður sent
sköpuðu kröfurnar, en þeir for-
ysfumenn sem roeó stóryrðafíaumi
og blaðaskrifum urðu hetjur dags-
ins oft af litlum tiielnum.
Nú eru aö verða breyíingar í
heiminuni. sem valda þvi aö pólit-
ísk forysta vcrkalýðshreyfingar-
innar er ekki eins einsýo og óvægin
og hún var á dýróardögom öreiga-
rikisins, þegar nienn áttu um þá
kosti aö velja aö vera annaó
tveggja dauður eða rauður. Þetta
gæti þýft áö : verkalýöshrevfingin
yröi án kjöifestu. Þá er gott aö
minnast bóka Tryggva Emilsson,
vegna þess aö þar má finna upp-
sprettur þess mikiiverðasta í bar-
áttuni uoi brauóió og við fátækf-
iua, Verkalýðshrcyfingin gleymir
auðvitíið ekki hlutverki sínum, þótt
réfttrúnaðurinn sé tekin frá henni
með pólitisku hruni eins þáttar
hennar. I.cngi var það rnesta mein
verkalýðshreyfingarinnar aö
sækja fyrirmyndir sínar og jafnvél
fyrirsögn til útlandaj og blandast
þannig ómcrkri alþjöðahyggju.
Bækur Tryggva Emiissonar eru
um íslenska verkalýðsbaráttu. Þess
vegna eru þær Ijós á vegurn verka-
lýösins ogiampi fóta hcnnar.
Garri
lliMil
VÍTT OG BREITT
Keppni um samkeppni
Fijáls samkeppni, frjáls markaður
og frjálsar peningastofnanir og
brennivínsbúðir er undirstaða þeirr-
ar hugmyndfræði sem gerir nútima-
manninn frjálsan. Sumir eru frjálsir
af því að vera ríkir og enn fleiri eru
alfrjálsir og eignalitlir einstakling-
ar. Þar skilur samkeppnin milli
feigs og ófeigs ásamt óveru eins og
erfðum og upplagi.
í stórríkinu Islandi má samkeppn-
in síst án sín vera, eða svo segja
þeir sem sífellt rugla saman keppn-
isandanum og frelsinu og vita
sjaldnast hvort er hvað.
En í anda samkeppninar er farið að
brydda á hugmyndum og jafnvel
gjörðum sem benda til að sam-
keppnin geti verið vægast sagt hæp-
in fjármála- og atvinnustefna, þegar
fámennar einingar eins og íslenska
þjóðfélagið eiga í hlut.
I allri þeirri einhliða og villandi
umræðu sem fram fer um framtíð-
arstöðu Islands meðal þjóðanna
gætir á víxl stórmennskubijálæðis
og minnimáttarldenndar þegar farið
er að bera saman íslenskar stærðar-
gráður og erlendar, jafnvel fjölþjóð-
lcgar.
Mannljöldasamanburður er Mör-
landanum algjörlega ofviða en hér
eru allir góðir með sig þegar kemur
að því að tala um stóran markað eða
lítinn markað og stjómmálamenn
tala sig rauða og bláa um að ein-
hvers staðar hittist íyrir fólk sem
„skilur sérstöðu okkar.“ Áfram-
haldið lendir í einhveiju óútskýrðu
eyðimerkurráfi.
Stórt er smátt
En allt í einu kveður við nýjan tón
og um byggðimar berst ómur um að
kannski væri ekki svo vitlaust að
stærstu fiskútflutningsfyrirtækin
fæm að sameinast og vinna saman í
stað þess að vera í sífelidri og skað-
legri samkeppni. Sá skilningur er
að myndast í kollunum á íslensku
stórlöxunum, að sölusamtökin séu
ekki tiltakanlega stór né öflug á
samkeppnismörkuðum stórþjóð-
anna.
Guð láti gott á vita og að þeir aðil-
ar sem treyst er íyrir nær allri út-
flutningsversluninni fari að skilja
að við eigum fyrst og fremst í sam-
keppni við útlendinga en ekki hvem
annan.
Hér á landi hefur þeirri trú verið
haldið að lýðum, að mikla nauðsyn
beri til að hafa samkeppni í milli-
landaflugi. Ella mundi verð á far-
gjöldum hækka og einokun gæti
sett landsmönnum stólinn fyrir
dymar hvað varða samband við
umheiminn.
Sfyst er frá að segja að annar sam-
keppnisaðilinn hefrir verið í dauða-
teygunum ámm saman og hve lengi
hann á enn eftir að engjast veltur á
fijálsu samkeppninni.
Hvað fargjaldaverðið snertir
virðist svo sem samkeppnin hafi lít-
il áhrif til lækkunnar.
En málið er að íslendingar eiga í
samkeppni við flest af stærstu flug-
félögum heims og ætti það að duga
ef samkeppnisandinn ræki menn
ekki áfram í endalausar gönur.
Keppnisandinn
Samkeppni bankanna endaði með
því að verið er að sameina þá í gríð
og ergi og em ýmsir yfir og ýmsir
undir í þeirri keppni.
Sumir flagga í hálfa stöng þegar
aðrir fagna sameiningum og Is-
landsbanki, sem Morgunblaðið seg-
ir að þýði hómhús á arabísku, sam-
einast sjálfum sér af slíku ofurefli
að heil sjónvarpsstöð skiptir um
eigendur nokkmm sinnum á dag
eftir því hvemig kaupin gerast á
eyrinni og boðafollin ganga á land
upp.
Eignarhaldsfélög nýja bankans og
hinna gömlu em svo mörg að
stjómir þeirra mundu duga í banka-
ráð allra ríkisbankanna og spari-
sjóðanna að auki ef út í það færi.
En einhveijum tekst einhvem tíma
að skýra fyrir almúganum hvaða
skepna svona félag er, gætu leik-
menn ef til vill áttað sig á hvaða
samhengi er á milli banka sem búið
er að leggja niður, banka sem búið
er að stofha og er tekinn til starfa og
keyptra eða vangoldinna hlutabréfa
í sjónvarpi sem skuldar milljarða og
er rekið með hundmð milljóna tapi
og hver verður formaður bankaráðs
sem enn á eftir að kjósa.
Fréttaflutningur af þessari fijálsu
samkeppni er með þeim hætti að
maður er hættur að skilja hvort Stöð
2 er sjónvarpsstöð, eignarhaldsfé-
lag eða banki og hvaða hlutverki
allir keppendumir gegna.
En samkeppni hvað það vera og
hún af íslensku sortinni. OÓ