Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn . . — r r Þriðjudagur 22. maí 1990 Umtalsvert tjón unnið á bílum á Ártúnshöfða: ÆTLAAÐ RÁÐA EFTIR- LITSMANN Umtalsvert eignatjón var unnið á þijátíu bifreiðum á bílasölum á Ár- túnshöfða aðfaranótt laugardags. Rúður voru brotnar í bílunum og í sumum tilfella var hljómflutnings- tækjum og hátölurum stolið. Málið hefur verið sent Rannsóknarlögreglu rikisins til rannsóknar. Ingimar Sigurðsson, eigandi Nýju bílahallarinnar, sagði í samtali við Tímann að aðkoman á laugardags- morgun hefði vægast sagt verið slæm. Hjá bílasölunni voru hliðar- rúður brotnar í fimm bílum, en engu stolið úr bílunum. „Eins og gefur að skilja er mjög leiðinlegt að koma í vinnu að morgni þegar allt er meira og minna í rúst. Manni leið ekki vel,“ sagði Ingimar. Hann sagði að bílasalar á Ártúnshöfða ætli að koma saman hið fyrsta, jafnvel strax í gær- kvöldi, til að leita leiða svo að atvik sem þetta komi ekki upp aftur. Ingi- mar sagði að líklegast yrði ráðinn maður á þeirra vegum sem eingöngu hefði eflirlit með bílasölunum. Tólf bílasölur eru á höfðanum, en eftir því sem næst verður komist voru skemmdir unnar á bílum á tíu þeirra. Bíleigendumir bera kostnað- inn af skemmdunum sem unnar vora, en heildartjónið er umtalsvert. „Við fáum ekki tryggingar gagnvart þessu og beram ekki ábyrgð ef svona kemur upp,“ sagði Ingimar. Hann sagði að bileigendumir, sem áttu þá bíla sem skemmdir vora unn- ar á hjá honum, hafi sýnt mikinn skilning. „Skemmdarverk era skemmdarverk. Þetta gæti alveg eins gerst fyrir utan heimili manns,“ sagði Ingimar. Guðmundur Gunnarsson, eigandi Bílabankans hf., sagði að aðkoman hafi verið hroðaleg, en þó hafi hann sloppið vel. Brotnar vora rúður í þrem bílum á bílasölunni hjá hon- um, en engar aðrar skemmdir unnar. Hins vegar vora hljómtæki tekin úr tveim bílanna. Guðmundur sagði að hans stefna væri sú að hafa sem flesta bíla inni. „Það er líklega eina vömin til að koma í veg fyrir svona lagað,“ sagði Guðmundur —ABÓ Bændaskólinn aö Hólum í Hjaltadal. 27 nemendur braut- skráðir frá Hólum Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal hefur verið slitið við há- tíðlega athöfn í Hóladómkirkju 5. maí í miklu bliðskaparveðri að við- stöddu fjölmenni. Sr. Sigurður Guðmundsson flutti hugvekju og Rögnvaldur Valbergs- son lék undir á orgel við alm. söng kirkjugesta. Alls stunduðu 50 nem- endur reglubundið nám við skól- ann. 25 á fyrsta ári og 25 á öðra ári, 13 stúlkur og 37 piltar. Auk þess Ijúka nú námi 2 nemendur sem ekki gátu lokið prófum fyrir ári vegna verkfalls. Samtals brautskráðust 27 nemendur, 13 af búfræðibraut og 14 af fiskeldisbraut. Nemendur fiskeldisbrautar fá námsheitið fiskeldisfræðingar. Helstu áherslubreytingar í vetur era aukning kennslu í tölvunotkun, bókhaldi og áætlanagerð. Og aukn- ing í verklegri kennslu fiskeldis- nema. Gert hefur verið átak í samantekt námsefnis í fiskeldi og fiskrækt. En DAGUR ALDRAÐRA í REYKJAVÍK B-listinn í Reykjavík býður eldri borgurum til fagnaðar og kaffiveitinga í Glæsibæ á uppstigningardag fimmtudaginn 24. maí kl. 15.00. Sigrún Magnúsdóttir Steingrímur Hermannsson Elín Sigurvinsdóttir Sigfús Halldórsson Steinunn Finnbogadóttir Jóhannes Kristjánsson Kristján Benediktsson Ávarp: Kristján Ðenediktsson, fv. borgarfulltrúi. Söngur: Elín Sigurvinsdóttir v/ undirleik Sigfúsar Halldórssonar. Ávarp: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Lokaorð: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Kynnir: Steinunn Finnbogadóttir forstöðukona. Vinsamlega hafið samband í síma 680962 eða 679225 ef ykkur vantar akstur eða frekari upplýsingar. Framsóknarfélögin í Reykjavík mjög takmarkað námsefni er til í landinu til kennslu. Með tilkomu reiðkennsluhússins sl. haust gjör- breyttist aðstaðan til verklegrar kennslu í hrossarækt, tamningum og reiðmennsku. En nú hefst verk- leg kennsla strax að haustinu og gengur samkvæmt stundaskrá allan veturinn. Nemendur skólans era eftirsóttir til vinnu að námi loknu. T.d. hafa allir nýútskrifaðir fiskeld- isfræðingar skólans fengið vinnu í fiskeldi og fiskrækt sem það vildu. í ráði er að hækka námsstig skól- ans þannig að krefjast meiri undir- búnings og gefa nemendum kost á að ljúka framhaldsskólaprófi frá skólanum og öðlast þar með rétt til að sækja nám á tækni- og háskóla- stigi. Sveinbjöm Eyjólfsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, flutti ávarp og kveðjur frá ráðherra. Ennfremur fluttu ávörp og heilla- óskir form. landssamb. veiðifél. Böðvar Sigvaldason, settur veiði- málastj. Tumi Tómasson, Pétur Brynjólfsson, framkvstj. Hólalax og Guðmundur Guðmundsson, fram-kvstj. trésm. Borgar. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Bjöm Helgi Barkarson, Núp- dalstungu V-Hún. I. ág. eink. 9.0. Hæstu einkunn á fiskeldisbraut hlaut Ragnar Lundbert, Neskaup- stað 8,8. Anna Kristín Ámadóttir, Leifshúsum, Svalbarðsströnd hlaut 8,8 af búfræðibraut og Kristín Kjartansdóttir Þorbjargarstöðum á Skaga 8,7 af fiskeldisbraut. Mikill áhugi er á námi við skólann. Að lokinni athöfn í kirkjunni þáðu gestir veitingar í boði skólans. Samtök heyrnarlausra: Táknmálstúlkið framboösfundi Félag heymarlausra, Foreldra- og styrktarfélag heymardaufra og Heymleysingjaskólinn beina þeirri kröfu til stjómvalda og yfirmanna Ríkisútvarpsins að táknmálstúlkar verði á öllum opinberam fundum í sjónvarpi vegna sveitarstjómakosn- inganna. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá samtökunum. Þau telja að þar sem kosningarétturinn er einn af homsteinum lýðræðisins séu það sjálfsögð mannréttindi að heymarlaust fólk geti fylgst með kosningabaráttunni á sama hátt og aðrir. Pétur Guðfinnsson, framkvæmd- arstjóri Sjónvarpsins, sagði í sam- tali við Tímann að ýmsir annmark- ar væra á því að táknmálstúlka framboðsfundi Sjónvarpsins. „Ég er hræddur um að þetta sé dálítið flókið í framkvæmd, en ég hef beð- ið umsjónarmann kosningasjón- varpsins að kanna þetta mál,“ sagði Pétur. Hann taldi að frambjóðendur ættu frempr. að sækja þetta fólk heim með ^áknmálstúlk með sér, svona rétt.éjujs og þeir heimsækja vinnustaði, -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.