Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriöjudagur 22. maí 1990 Þriðjudagur 22. maí 1990 Tíminn J Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bæjarstjórnar Akraness og efsti maður á lista Framsóknarflokksins, segir að bjartara sé framundan í atvinnumálum bæjarfélagsins: Er óhrædd við kjósenda dóm I undanfömum tvennum kosning- um hefur Framsóknarflokkurinn unnið glæsilega sigra á Akranesi. Eftir síðustu kosningar mynduðu Framsóknar- og Alþýðubandalags- Ingibjörg Pálmadóttir. menn meirihluta. Ingibjörg Pálma- dóttir hjúkrunarfræðingur var kjörin forseti bæjarstjómar. Hún leiðir nú listann í annað sinn. Ingibjörg var fyrst spurð út í fjárhagsstöðu bæjar- ins. „Okkur hefur tekist mjög vei að halda utan um fjármálin miðað við þær þrengingar sem verið hafa í at- vinnumálum þjóðarinnar. Eitt af markmiðum þessa meirihluta var að draga úr lántökum og lækka fjár- magnskostnað og það hefur tekist. Það sést best á því að fjármagns- kostnaður milli áranna 1988 og 1989 lækkaði vemlega. Fjármagnskostn- aður í fyrra varð 10 milljónum króna minni en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. A þessu ári eru lántökur áætl- aðar 30 milljónir. Arið 1985, sem var síðasta starfsár meirihluta Sjálfstæð- is- og Alþýðuflokks, vom einnig teknar 30 milljónir að láni, sem á verðlagi dagsins í dag em 78 millj- ónir króna.“ Hvemig horfir í atvinnumálum? „Ég er sannfærð um að það er mun bjartara ffamundan í þeim málum nú en verið hefur lengi. Ég hef undan- famar vikur verið að skoða reikninga hjá atvinnufyrirtækjum í útflutnings- greinum og það er greinilegur bati á milli ára. Sjálfstæðismenn em sífellt að minna fólk á að atvinnuleysi hefur aukist á þessu kjörtímabili. Þeir segja: „Þegar við skildum við vom 20 atvinnulausir en i dag em þeir 140. Ef við náum völdum mun at- vinnuleysið hverfa.“ Akumesingar vita að vandinn verður ekki strikaður út með einu pennastriki. Tillögur Sjálfstæðismanna í atvinnumálum em ekkert annað en sósíalismi. Þeir vilja gera bæinn að aðalvinnuveit- andanum á Akranesi. A kjörtímabil- inu hafa Sjálfstæðismenn aðeins flutt eina tillögu um atvinnumál í bæjar- stjóm. A yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið meira að atvinnumálum á Akranesi en nokkru sinni áður. A broddi.“ A síðasta kjörtímabili gerðir þú fleira en að vasast í pólitík, þú eign- aðist þitt fjórða bam. Ert þú ekkert farin að lýjast á stjómmálavafstrinu? „Auðvitað breytti það miklu að eignast Ijórða bamið. Ég var um það bil að verða fijálsari ffá heimilinu en sá litli togar nú fast í mig. Ég á góða að, pabbinn hefúr ekki fyrr tekið jafh mikinn þátt í uppeldinu. Eldri synir mínir og ekki síst Rannveig tengda- móðir mín hafa reynst mér mjög vel. Þetta hefúr líka sínar jákvæðu hliðar, synimir vita núna að þvottavélin fer ekki í gang af sjálfú sér. Ég finn líka styrk í því að margar konur hér í bæ hafa hvatt mig áffam, þeim fmnst það mikils virði að kona skuli hafa fengið að reyna sig i embætti forseta bæjarstjómar.“ Hvað viltu segja við kjósendur að lokum? „Við leggjum verk okkar óhikað fyrir kjósendur. Við höfúm unnið eins samviskusamlega að málum og við höfúm getað og lagt alla okkar kraffa ffam. Ég bið kjósendur að hafa þetta í huga og tryggja Jóni Hálfdánarsyni, sem skipar þriðja sæti listans, glæsilega kosningu. síðasta ári lagði bærinn um 30 millj- ónir í að styrkja atvinnustarfsemina og koma upp nýjum atvinnutækifær- um. Bæjarsjóður, með 450 milljón króna ársveltu, hefúr takmarkaða möguleika til að leggja fjármuni í hlutafjárkaup. Hann verður fyrst og ffemst að sinna þjónustuhlutverki sínu. Við þurfúm líka að horfa til lengri tíma. Við megum ekki einblína ein- göngu á það sem miður hefúr farið og fyllast einhverri svartsýni á ffam- tíðina. Akranes hefúr alla burði til að vera á toppnum ef vel árar í þjóðfé- laginu. Já, ég vil segja, vera í farar- Framsóknarmenn á Höfn: Leggja áherslu á raunhæfa stefnuskrá, „Við höfum lagt mikla áherslu á hafnar- og innsiglingarmálin í þess- ari kosningabaráttu," sagði Guð- mundur Ingi Sigbjömsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Höfn. „Annars sýnist mér þessar kosningar snúast ffemur um menn en málefni, því miður.“ Þrír listar eru í ffamboði á Höfn, Framsóknarflokkur, listi óháðra og Sjálfstæðisflokkur. A því kjörtíma- bili, sem er að líða, hafa framsóknar- menn verið í minnihluta. „Við erum búnir að leggja ffam okkar tillögur sem miða að því að tryggja innsigl- inguna fyrir næsta vetur, sem er eitt okkar brýnasta verkefni hér á Höfn. Jafhffamt þessu leggjum við áherslu á að bærinn eignist allt land um- hverfis innsiglinguna og að þeim rannsóknum, sem nú eru fyrirhugað- ar á innsiglingunni verði flýtt, án þess að það komi niður á gæðum rannsóknanna," sagði Guðmundur. Að mati' ffamsóknarmanna er það ekki í verkahring bæjarins að taka þátt í atvinnurekstri við eðlileg skil- yrði. „Bærinn á hins vegar að vera tilbúinn til að koma inn með áhættu- fjánnagn ef þess gerist þörf, líkt og gert var þegar Samstaða var stofnuð. Með þessu erum við að leggja til að bærinn skapi atvinnulífinu hagstæð Frá Höfn. ekki óskalista Bjarni Aðalgeirsson á Húsavík: Þurfum aflaheimild að jafngildi eins togara ■ Frá Húsavík. „Mál málanna hjá okkur að þessu sinni eru atvinnumálin," sagði Bjami Aðalgeirsson á Húsavík í samtali við Tímann, en hann leiðir lista Fram- sóknarflokksins þar. Bjami var bjart- sýnn fyrir kosningamar, sagði að ffamsóknarmenn ætluðu sér að vinna mann, en síðast vantaði þrjú atkvæði upp á að ná manni af Alþýðubanda- lagi. „Við höfúm ekki haldið okkar hlut í aflanum og þess vegna þurfúm að ná okkur í auknar aflaheimildir. Þá erum við að tala imi heimildir, sem svarar til kvóta eins togara. Einnig þurfúm við að koma okkur inn í umræðu um meiriháttar iðnaðarffamleiðslu, efla ferðamannaiðnað, en eitt brýnasta verkefnið er að fjölga atvinnutækifær- um hér á Húsavík,“ sagði Bjami. „Við leggjum áherslu á að bærinn taki þátt í uppbyggingu atvinnulífsins og verði tengiliður milli aðila til að koma á ákveðinni sókn í atvinnumálum. Við þurfúm að hafa okkur upp úr öldu- dalnum og skapa fyrirtækjum viðun- andi rekstrarskilyrði.“ Hann sagði að bæjarsjóður stæði all vel, en Framsóknarflokkur myndar núverandi meirihluta ásamt Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki. ,Átak í at- vinnumálum kostar auðvitað útgjöld, en við viljum að þau útgjöld verði fyrst og ffernst til að skapa tekjur,“ sagði Bjami. Bjami sagði að margir hefðu lagt hönd á plóginn í kosningaundirbún- ingi Framsóknarflokksins. „Starfið hefur verið líflegt og margir hafa lagt leið sína til okkar. Ég er bjartsýnn á að við náum inn þriðja manni, en til þess að svo megi verða megum við ekki slá slöku við. Framsóknarflokkurinn hef- ur verið kjölfesta í bæjarmálum hér á Húsavík og það verður hlutverk hans um ókomna tíð.“ -hs. Bjami Aðalgeirsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Húsa- vík. Frá Siglufírði. Skarphéðinn Guðmundsson á Siglufirði: Leggjum áherslu á lækkun skulda „Kosningamar snúast að langmestu leyti um fjárhagsstöðu bæjarins, sem er mjög erfið,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Siglufirði í samtali við Tímann. Hann sagði helsta stefnumál ffamsóknarmanna að þessu sinni vera lækkun skulda og bætta íjár- hagsstöðu bæjarins. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- Skarphéðinn Guðmundsson, kenn- ari. flokkur og Alþýðubandalag mynda núverandi meirihluta í bæjarstjóm Siglufjarðar. Reyndar hófst kjörtíma- bilið á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, en upp úr því slitnaði eftir tæpt ár. Mikið hefúr verið um framkvæmdir á vegum bæjarins s.l. þijú ár, sem hefur komið niður á fjár- hagnum. „Framkvæmdir voru hins vegar nauðsynlegar vegna þess að við vomm orðnir svo langt á eftir að við urðum að gera eitthvað róttækt. Nú er hins vegar kominn tími til að greiða skilyrði. Við höfum bent á í sam- bandi við atvinnulíf að ferðaiðnaður sé sá vaxtarbroddur sem við Skafl- fellingar eigum að hyggja að. Þess vegna höfúm við m.a. lagt til að haf- in verði kennsla í ferðamálum við ffamhaldsskóla sýslunnar. Það gæti stuðlað að aukinni uppbyggingu á þessu sviði,“ sagði Guðmundur. Guðmundur gagnrýndi starfsað- ferðir meirihlutans. Hann sagði upp- lýsingastreymi til bæjarbúa vera í al- gjöm lágmarki. „A yfirstandandi kjörtímabili hefur t.d. aðeins verið haldinn einn borgarafundur. Þá em vinnubrögð meirihlutans ekki til fyr- irmyndar, því lögskipaðar nefndir á vegum bæjarstjómar em sniðgengn- ar, sem hefúr sett mark sitt á starf bæjarstjómar. Núverandi bæjarstjóm hefúr gert átak í því að greiða niður skuldir, sem við teljum auðvitað vera af hinu góða. En á sama tíma og tekjur bæj- arins hafa aukist, t.d. með stað- greiðslu skatta og lögunum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, þá hefur þeim ekki verið varið í framkvæmdir fyrir bæjarbúa, en ffamkvæmdir hafa að okkar mati verið í lágmarki. Við leggjum áherslu á byggingu nýrrar hjúkmn- arálmu við heilsugæslustöðina og að þjónusta við aldraða verði stórauk- mn. Guðmundur sagði að mikið starf hafi verið unnið hjá framsóknar- mönnum fyrir þessar kosningar. Þeir byijuðu snemma á undirbúningi stefnuskrár og að þeirri vinnu hafa mjög margir staðið. „í stefnuskránni er tekið á flestum málum sem okkur varðar, en fyrst og síðast var lögð áhersla á raunhæfa stefnuskrá sem við gætum unnið eftir og staðið við, en ekki óskalista." Hann sagðist vera bjartsýnn á út- komu kosninganna. „Þegar við þurf- um að leysa stórmál á borð við inn- siglinguna, eigum við framsóknarmenn trausta og virta þingmenn. Við höfum sýnt það með vönduðum og traustum vinnubrögð- um, að Framsóknarflokkurinn er besti valkosturinn fyrir kjósendur í komandi kosningum," sagði Guð- mundur að lokum. -hs. Guðmundur Ingi Sigbjömsson. niður skuldir og laga fjárhagsstöð- una.“ Skarphéðinn sagði að rekstur bæjar- ins hafi verið endurskipulagður, sem er að skila sér í betri afkomu. „I fjár- hagsáætlun fyrir þetta ár er gert ráð fyrir rekstrarafgangi. Sem dæmi um það má nefna að um 40% verða eftir þegar búið er að greiða rekstrargjöld, sem er betri staða en verið hefúr lengi,“ sagði Skarphéðinn. Framsóknarmenn á Siglufirði leggja einnig áherslu á öflugt og blómlegt at- vinnulíf. „Grundvöllurinn fyrir því að fólk byggi bæinn er gott atvinnulíf, þess vegna er nauðsynlegt að vera vakandi yfir atvinnulífinu," sagði Skarphéðinn. Nokkur deyfð er búin að vera í kosn- ingaundirbúningi allra flokka á Siglu- firði. Skarphéðinn sagðist ekki muna eftir því að kosningabaráttan hafi farið eins seint af stað og nú. „Það virðist samt vera að lifna yfir þessu núna, enda eru nokkrir framboðsfúndir í þessari viku, ásamt því að RÚVAK út- varpar frá framboðsfúndi.“ Annars var Skarphéðinn bjartsýnn fyrir kosningamar, en Framsóknar- menn vantaði 8 atkvæði síðast til að fá tvo menn inn. „Nú stefnum við að því að ná tveimur mönnum. Og þegar við erum búnir að koma fjárhagsstöðu bæjarins í betra horf, þá getum við Siglfirðingar átt hér bjarta framtíð,“ sagði Skarphéðinn að lokum. -hs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.