Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 12
,12 Tíminn Fimmtudagur 24. maí 1990 Styrkir til doktorsnáms í verkfræði og raunvísindum Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristjánssonar kaupmanns auglýsir hér með eftir umsóknum um tvo styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvís- indagreinum sem leggja nú stund á doktorsnám. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands og berrjafnframt að skila umsóknum þangað. Umsókn^rfrestur er til 1. júlí n.k. og er fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir júlílok. Hvor styrkur mun nema kr. 500 þúsund. DAGBOK Lausar stöður Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar eftirfarandi kennarastöður: Heilar stöður: Viðskiptagreinar, stærðfræði, danska, franska. Hálfar stöður: Enska, íslenska, íþróttir, sálarfræði, tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólameistara M.E. fyrir 28. maí. Upplýsingar gefnar í síma 97-11140. Einnig er laus til umsóknar staða skólameistara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólanefnd M.E. fyrir 1. júní. , Upplýsingar gefa formaður skólanefndar, sími 97-11757, og skólameistari, sími 97-11140. Skólameistari. IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK Skólaslit verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 25. maí kl. 14.00. Útskriftarnemendur hvattir til að mæta, ættingjar þeirra og velunnarar skólans velkomnir. Sveit Ég heiti Agnes og er að verða 14 ára. Ég óska eftir að komast í sveit á Suðurlandi. Er vön sveita- og barnfóstrustörfum. Garðyrkjustörf koma einnig til greina. Hafið samband í síma 98-22182. Brúnn 3ja vetra foli af góðum ættum, óskar eftir að komast í girðingu í sumar. Verður sendur og sóttur hvert á land sem er. Upplýsingar eftir kl. 21.00 í síma 91-77455. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar Magnús E. Guðjónsson framkvœmdastjóri verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar líknarstofnanir. Alda Bjamadóttir Kolfinna S. Magnúsdóttir Alda S. Magnúsdóttir Hauftur Helga Stef ánsdóttir Skagfiröingafélagið Skagfirðingafélagið í Reykjavík er með boð fyrir eldri Skagfirðinga í Drangey, Síðumúla 35, í dag, uppstigningardag, kl. 14:30. Bílasími fyrir þá sem þess óska: 685540. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður laugardaginn 26. maí. LagtafstaðfráDigranesegi 12 kl. 10:00. „í tilefni sveitarstjórnar- kosninganna bjóða allir stjórnmálaflokkamir í Kópa- vogi Gönguklúbbnum að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og þiggja vcitingar. Mætið á Digranesveg 12 um kl. hálftíu og við leggjum af stað á slaginu 10:00. Allir velkomnir. Ekkert mola- kaffi!!" segir í fréttatilkynningu. Frá Félagi eldri borgara Opið hús verður i Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudaginn 24. maí. Kl. 14:00 fijáls spilamennska. Lokaðfrákl. 18:00. Göngu-Hrólfar hittast laugardaginn 26. maí kl. 11:00 að Nóatúni 17. Margrét Thoroddsen, frá Tryggingar- stofnun ríkisins, verður til viðtals þriðju- daginn 31. maí kl. 14:00 á skrifstofu fé- lagsins, Nóatúni 17. Ferð í Skagafjörð verður farin 13. - 15. júní n.k. Upplýsingar og pantanir á skrif- stofu félagsins. Háskólafyrirlestur um stjórnmálasögu 20. aldar í Þýskalandi Dr. Ekkehard Wagner, prófessor í sagn- fræði og vararektor Georg Simon Ohm tækniháskólans í Nurnberg, flytur opin- beran fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands föstudaginn 25. maí kl. 17:15 ístofu 101 íOdda. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, nefnist: „What is Germany? — after the war — today" og fjallar um stjórnmálasögu 20. aldar í Þýskalandi. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Grafíksýning í Asmundarsal Fimmtudaginn 24. maí, uppstigningar- dag, kl. 14:00, verður opnuð grafíksýning i Asmundarsal. Þar sýna Dagrún Magn- úsdóttir, Guðr. Nanna Guðmundsdótt- ir, íris Ingvarsdóttir og Þórdís Elín Jó- elsdóttir. Þaer útskrifuðust úr grafíkdeild M.H.Í. vorið 1988 og eru meðlimir mynd- listarhópsins „Áfram veginn". Sýningin stendur til 4. júní og er opin daglegakl. 14:00-18:00. Kjarvalsstaðir Nú standa yfir að Kjarvalsstöðum tvær sýningar. í vestursal er sýning Steinunnar Þórar- insdóttur á höggmyndum sem unnar eru úr stálí og pottjárni. í austursal og báðum forsölum eru til sýnis útskrifiarverk nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands. Síðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Myndlistarsýning — í Gamla-Lundi á Akureyri Hin árlega sýning „Myndhópsins á Ak- ureyri verður opnuð í Gamla-Lundi á uppstigningardag, 24. maí kl. 14:00. Sýn- ingin stendur í fióra daga, eða fram á sunnudaginn 27. maí kl. 14:00-20:00. Sýnd verða um 50 myndverk af ýmsum toga. Kabarett í Norræna húsinu Vegna mikillar aðsóknar verður söng- dagskráin „Þeir héldu dálitla heimsstyrj- öld.." lög og ljóð í striði, endurtekin sunnudaginn 27. maí kl. 21:00. Það eru leikararnir Ása Hlín Svavars- dóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ól- afsson og Jóhahn Sigurðarson, sem hafa tekið saman dagskrána og eru textarnir sóttir m.a. til Steins Steinarrs, Gunnars M. Magnúss, Elíasar Mar og fleiri. Aðrir textahöftindar eru m.a. Hulda, Halldór Laxness, Jón úr Vör og Bertolt Brecht. Lögin eru m.a. eftir Cole Porter. Aðgöngumiðar eru seldir við inngang- inn. AF ENGLUM OG KELTUM Sýning í Bogasal Þjóðminjasafhs íslands Laugardaginn 26. maí verður opnuð í Bogasalnum sýningin Af Englum og Keltum — English and Celtic Artefacts and Influence, en þar verða, eins og nafnið gefur til kynna, sýndir enskir og keltneskir munir úr eigu safnsins. Eru þeir frá ýmsum tímum, þeir elstu frá 8.- 10. öld. Meðal sýningargripa eru enskar altar- istöflur úr alabastri frá 15. öld, hinar mestu gersemar. Þá verða til sýnis varð- veittir hlutar af gullsaumuðum skrúða frá Hólum i Hjaltadal frá dögum Guðmundar góða, höklar þrír talsins frá Skálholti, Odda og Njarðvik. Einnig eru á sýning- unni tvö islensk útsaumsverk frá 17. öld, sem bera ensk einkenni. Vatnslitamyndir úr leiðöngrum Englendinga á íslandi fyrr á öldum, silfurmunir og fleiri góðir gripir. Prentuð hefur verið sýningarskrá þar sem gestir geta ftæðst um sýningargrip- ina. Sýningin stendur til septemberloka og er opin eins og aðalsalir Þjóðminjasafhsins frá kl. 11:00- 16:00 alla daga vikunnar nema mánudaga. Tryggvi Ólafsson sýnír í Slunkaríki Tryggvi ólafsson listmálari opnar sýn- ingu í Slunkaríki á ísafirði fbstudaginn 25. maí kl. 16:00. Þetta er önnur sýning Tryggva í galleríinu, en hann sýndi i Slunkariki siðast fyrir réttum 5 árum. Slunkariki mun fagna heimsókninni með lúðrablæstri og látum á onunardaginn og býður alla listunnendur velkomna til veislunnar. Sýningin verður opin fimmtudaga - sunnudaga kl. 16:00-18:00 fram til sunnudagsins lO.júni. Biblíulestur um hvítasunnu íSkálholti „Með opna biblíu um hvítasunnu i Skál- holti 1 .-4. júní 1990" er fyrirsögn á frétta- tilkynningu frá Biskupsstofu í Reykjavík. Þar er boðið upp á dvöl í Skálholti frá föstudegi fram á annan hvítasunnudag, 4. júní. Þar mun Jónas Gíslason, Skálholts- biskup leiða biblíulestur. Lesin verður Postulasagan og hugleitt í sameiginlegri tilbeiðslu, lestri og bæn í fógru umhverfi. Skráning er á Biskupsstofu í Reykjavík, sími 91-621500. Áætlunarferð er frá Reykjavík. Sérleyfisbílar Selfoss (BSÍ) á föstudagkl. 16:45. Einnig er áætlunarferð síðdegis á annan í hvítasunnu til Reykja- víkur. Kostnaður er kr. 5000 og allt inni- falið nema ferðir og rúmföt. Sængur og kaddar eru til taks í Skálholti, en ver og lök þurfa þátttakendur að taka með. Stutt er í sundlaugar. Gott er að hafa útivistarf- öt cf farið er í hópgöngur. Upplýsingar gefur Sigurður Ámi Þórðarson, Skálholti, s. 98-68872 og 68972. Sjáumst fagnandi á hvítasunnunni, segir að lokum í fréttatil- kynningu. Kirkjudagur aldraðra — Uppstigningardagur 1990 Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar minnir sóknarpresta og söfhuði á „Kirkjudag aldraðra" uppstigningardag, hinn 24. maí. Safnaðarfólk er hvatt til að sækja guðs- þjónustur dagsins og gera þeim öldnu kleift að taka einnig þátt í því kirkjulega starfi sem fram fer á þessum degi um allt land. „Upp á síðkastið hefur það æ færst í vöxt, að þeir öldruðu taki sjálfir þátt í guðsþjónustunni á þessum degí, svo sem með ritningarlestri og kórsöng í samráði við safhaðarprest. Stuðlar þessi nýjung mjög að auknu samstarfi eldri sem yngri við presta og starfsfólk kirkjunnar og er það vel," segir í fréttatilkynningu frá Elli- málanefhd Þjóðkirkjunnar. Hallgrímskirkja: Dagur aldraðra — Uppstigningadagur 24. mai. Messa kl. 11.00. Á eftir er boðið upp á mat á hóflegu verði. Síðan verður ekið til Þingvalla og þar bíður kaffihlað- borð í Hótel Valhöll. Þátttaka tilkynnist Dómhildi í síma 10745 eða 39965. Hafnarfjarðarkirkja — uppstigningardagur: Guðsþjónusta kl. 14:00. Öldruðum boð- ið sérstaklega i kirkju. Guðný Árnadóttir messósópran syngur. Kaffisamsæti í Álfa- felli eftir guðsþjónustuna. Hanna Eiríks- dóttir les þar ljóð. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Safhaðarstjórn Ferming í Innra-Hólmskirkju sunnud. 27. maí. Prestur: Sr. Jón Einarsson, prófastur. Fermdir verða: Aðalgeir Bjömsson, Galtarlæk Sævar Ingi Jónsson, Ásfelli II Vignir Már Þorgeirsson, Sólvöllum Kópavogur Á föstudagskvöld kl. 20:30 efhir Félag eldri borgara í Kópavogi til skemmtunar í félagsheimilinu Fannborg 2. Spiluð verð- ur félagsvist og dansað. MINNING Pétur Albertsson Fæddur 23. febrúar 1929 Dáinn 19. maí 1990 Laugardaginn 19. maí sl. var fagur vordagur í Borgarfirði og góð fjalla- sýn. Síðdegis barst sú fregn til Borg- arness að Pétur Albertsson, bóndi á Kárastöðum, væri látinn. Mér er minnisstætt þegar ég var bam og kom að Kárastöðum, sem er næsti bær við Bjarg, heimili mitt. Á Kárastöðum bjuggu foreldrar Péturs, Albert Jónsson og Guðrún Péturs- dóttir. Á heimilinu ríkti einstök gest- risni og hjálþsemi. Nágrannarnir nutu góðs af þessum eiginleikum. Milli okkar og fólksins á Kárastöðum var mikill samgangur. Það var ekki ósjaldan, þegar eitthvert óhapp henti eða aðstoðar var þörf, að hjálp barst frá Kárastöðum. Pétur lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann stundaði síðan búskap með foreldr- um sínum og eftir að þau létust bjó hann einn. Samhliða búskapnum hafði hann með höndum önnur stðrf. Á seinni árum gafst Pétri tími til ' ferðalaga um óbyggðir landsins sem hann hafði mikið yndi af. Það var fengur í að fá Pétuftil starfa í félagsmálum þvi var oft til hans leit- að. Þau störf sem hann tók að sér voru í öruggum höndum. Þar fóru saman góðar gáfur og velvilji í garð annarra. Pétur átti sæti í varastjórn Verka- lýðsfélags Borgarness í.þrjú ár og gegndi um tíma ritarastörfum. Hann var endurskoðandi félagsins um ára- bil. Framsóknarfiokkurinn átti traustan stuðningsmann þar sem Pétur var. Hann átti sæti á listum fiokksins í sveitarstjórnarkosningum og var varamaður t hreppsnefnd Borgarness um tíma. Pétur var í áratugi fulltrúi á aðalfiindum Kaupfélags Borgfirð- inga. Slysavarnamál voru honum hugleikin og sýndi hann þar sem ann- ars staðar dugnað og áræði. Hann gegndi um tíma formennsku í Björg- unarsveitinni Brák. Á síðastliðnu sumri veiktist Pétur af krabbameini og gekkst undir mikla skurðaðgerð. Hann sagði mér skömmu eftir aðgerðina að hann ætl- aði að berjast, enda þótt ljóst væri að það yrði erfið barátta. Pétur sýndi óbilandi kjark og dugnað í veikindum sínum þar til yfir lauk. Með Pétri Albertssyni er fallinn frá heilsteyptur maður sem naut trausts og virðingar allra er kynntust honum. Ég og fjölskylda mín sendum að- standendum samúðarkveðjur. Jón Agnar Eggertsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.