Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 24. maí 1990 Tírtiinn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Batnandi þjóðarhagur Horfur í atvinnumálum eru mjög batnandi. At- vinnuvegirnir hafa bætt rekstrarstöðu sína í kjölfar endurreisnaraðgerða ríkisstjórnarinnar og betri markaðsskilyrða. Verðlagsþróunin er hagstæð, sem þakka má því allsherjarsamkomulagi sem varð um lausn kjaradeilna í febrúar og samstiga þróun kjara- mála og efnahagsmála til haustsins 1991. Áætlanir um hjöðnun verðbólgu hafa staðist eins og við var búist, enda góðar horfur um að verðbólgan haldist áfram innan ráðgerðra marka. Það er því full ástæða til að gera sér vonir um að launþegar fái kjör sín bætt með stöðugu verðlagi og minnkandi verð- bólgu eins og að hefur verið stefnt. Þrátt fyrir þá verðbólguhættu sem löngum hefur einkennt íslenskt efnahagslíf, ríkir nú meiri skilningur en áður meðal almennings og ráðamanna að sameinast um varð- stöðu gegn verðbólgu. í rauninni veltur allt á slíkri varðstöðu, hvernig framhaldið í þeim efnum verður. Hvað það snertir hvílir mikil skylda á ríkisvaldi og aðilum vinnumarkaðarins og öðrum sem standa að þjóðarsátt um skynsamlega efhahags- og atvinnu- þróun. Bankar og lánastofnanir lögðu m.a. sitt af mörkum með bættum vaxtakjörum, sem kemur launþegum til góða í lækkandi vöxtum og minnkandi greiðslu- byrði. Sú réttarbót sem felst í sanngjörnum vaxta- og lánakjörum verður seint ofmetin, enda má virða hana til kauphækkunar og betri afkomu heimilanna. Eyðslustefna íhaldsins Stundum er sagt að ekki sé kosið um almenn lands- mál í sveitarstjórnarkosningum. Ekki er þetta nema hálfur sannleikur, því að tekjur og framkvæmdageta sveitarfélaga ráðast af því hver afkoma atvinnuvega og vinnandi fólks er á hverjum stað. Þetta á við um Reykjavík eins og önnur bæjarfélög, þótt vitað sé að höfuðborgin hefur sérstöðu hvað varðar tekjuvonir og framkvæmdamöguleika. Öflug staða Reykjavíkurborgar að þessu leyti er á engan hátt til orðin fyrir tilverknað ráðandi meirihluta. Því ræður almenn þjóðfélagsþróun. Hins vegar notfærir Reykjavíkuríhaldið sér stærð og sérstöðu höfuð- borgarinnar með þeim einstæða hætti að ná af borg- urunum öllu því fé sem þeir geta, en ráðstafa tekjum borgarinnar úr öllu hófi í ónauðsynlegar og kostnað- arsamar framkvæmdir á borð við ráðhúsið og veit- ingahúsið á Öskjuhlíð, kaup á Hótel Borg og nætur- klúbbnum Broadway, gerð fáránlegs dýragarðs, sem stríðir gegn nútímadýraverndunarsjónarmiðum og alls kyns frumstæðu pjatti. Allt er þetta gert á kostn- að félagslegrar uppbyggingar og gegn þörfum hins almenna borgara, ungs fólks og aldraðra. Þessi stefna er auk þess í andstöðu við skynsamlega að- haldsstefnu í opinberum fjármálum. Fjármálastefna Reykjavíkuríhaldsins er ekki síður hneykslanleg en standið kringum einstakar útvaldar persónur í skuggatilveru nafnleysingjanna á D-listanum. GARRI Sælir eru hlutlausir Ktkisút vurpið cr stoíuun. sem á sexiiu ára ferii bcftir ástundað lilui- lnsi í sljóriiiiuiluin og frcltuflulii- ingi og gengið vandrataöa slóð án þess að verða fyru* miklum áloilum. Má það mcrkilegf heita, ehikuin á tiinuin þegar verulega heiti var i kohmuui á stjúrimiál- sviðinu, og óhjákvæmilegt var að starfsmenn, jafnt dagskrárgerðar- menn sci n fréttarítanir, hefðu stnar persónulegu skoðanir á hlutunum. A111 gekk þó stðrslysalausL Það er ekki fyrr en núna í aöfara borgar- stjórnarkosninga, sem mikill mis- brcsttir hcfur orðið á rómuðti Itltif- ieysi rikl.sljiihnióla, ©g er það athyglisverður vitnisburður um kynslóðaskiptin hjá ríkisstnfnun- inni. Dagskrárgerðarmenn þar á bæ virðast ákveðnir í að virða regl- ur og hefðir Ríkisúrvarpsins að engu, og má búast við skrautlegum útgáfum á hiutleysinu farí sem horlir i kosningum sem á eftir fylgja. Tveirflokkar í f ramboði? Mlað tnál er, og raunar í takf við tiniuuii, að i hinuiii ýmsu ileiltliiin Kikisúlvurps starfar fólk sein er íriolausl aí tið geta ekkt sljóruað iandinu eða einstökuin liluiuni þess. Þetta er stöðugt tið koina í Ijós i himiiii nýrri fjiilmioluin, sero reynst hafa meira en litið varasam- ir af þessinn siikum. l>ar eiga hltn að ináli fjöimiðlafræðingar, sem virðust ckki hafa lærf ýkjamikið tim hlutleysi, cu telja að fjölmiðiU sem stikiir eigi að taka þátt í púlil ik þótt valdið sé ekkert og getí ekkert orðið tietna á vetlvangi áróðurs. Á þriojudagitiu urou hluslcitdur á Rás 2 vitni að einu stórfeUdu brotí á I il ti l ley si sregl u m R i k is ú i va r psi n s. þegar frambjóðendur tveggja llokka voru kvaddir á vettvang tíl að ræða í útvarpið um dagvistunar- mál. Anna K. Jóusdóllir á fram- boðslista Sjáifstæðisfiokksins og Ólína borvarðardótlit' á lista Nýs vettvangs. Dagskrárstjóra, Siefáni I lat'steiii, sem teltir sig inikinn bðgí fjöimiðlafræðum og heftir gefið út bók uin fjöimiðlun, ætti að vera fuUkunnugt um að lleiri llokkar cru i framboði í Reykjavík en þcir Iveir sem hér hafa vcríð nefndir til sögu, og hafa alli r ýmislegt uro dag- vistiinarinál að segja. Fjölmiólaframboó Ólínu Það grófa hlutleysisbrot í miðri kosningahríð að kveðja aðeins tö tvo frambjóðendur á sér ekkert for- dæmi hjá Rikisútvarpinu. Með þessu háttariagi er útvarpið að feta i spor aiinarra ríkisrekiniiu út- varpsstoðva, þar sem starfsfóik hef- ur tekió reglugerðir i eigiu liendur. Svo er i Noregi og Svíþjóð og svo er iim BBC i Bretlandi. I lins vegar er spurning hvort við enini reiðubnin f il að taka þegjandi við sjálfssfjórn sfarlslios úvarpsins. Áður hefur koiiiið i Ijós, að fyrrtini slailsííiag- ar Ólíiiu I»or\ arðardótlur á l'rétia- slofu sjónvarps, lial'a verið uudau- láissamir við hana Og leyfl heinii að þusa í fréilaliiita sjónvarps uin íramhoðsniál án þess að tiin :•)- mentia rcglti sé að ræða í því efni hvað aðra frambjððendur snertír, Olina reyndi ennfremur að komast í frcttatíma Siiiðvar 2, en þar var máiið stöðvað, enda hefur hún ekkf verið slarfsfélagi á þeirri frélta- stofu. Síðau koin Slefán Hafstein og t iiltli sig kjörinn til að veita Olinu og Öniiii K. þau sérstöku fríðindi að pexa um stund á Kás 2 uiti fram- boðsmai. Með veldissprof a íhendi Stefán Ilalsttin varáður fréftarit- ari í Washiuglon og liildu hhisleiul- ör að þar færi raaður, sem væri í stjórnarandstiiðti við Ronaid Keag- an. Hvort sem þaö orðspor var rétt- tnætt eða ekki hefur hann nú fekið af skarið um að honum er heldur ósýitt um hlutleysi og hefur Ukiega ekki lesið rcglugerðir útvarpsins þar að lútandi, )>ótt liaiin hafi skrif- að bók um fjiilmiðlun. Þá virðist hanii ekki hal'a beyrt af þeirri venju Kikisúi\ ai ps að boða tíl einskonar framboðsfundar. þar sero hver fiokkur í frarahoði fæi* skammtað- an ræðutima. I staðinn tekur Stefán Hafstein sér i hfind veldissprotann og geríst sjálfur eins konar yfir- maður Rikisútvarps, víkur til hlið- ar sextíu ára gamaUi reglu, og kem- ur að einhliða sjónariiiiðum Olíiiu. eins og enginn annar sé að berjast við meiríhluta ibáldsins i borginni nema þetta sjonvarpsbárn. Ekkí værí gott að búa við viðsýni Stefáns kæmist hann einhvcrn tinia til valda, sem ér mjðg líklegt Þau dæmi virðast hafa gefist vel, svona kosningalega séð, sé fjölmiðlafólk drifið á lista. Olina Þórvarðardóttir er gott dæmi um það. Tilvisl henii- ar í framboði hefur sýnf okkur hvað Kíkisúfv urpió er sneyti þviað vera lilutlausi, taki fraraagosar é þeim bæ villdin yfir dagskránni í trássi við reglugerðir þess. Miðað við spái uni útkoinu Alþýðiihanda- iagsins i komandi kosningum gæti fyrsta sætið þar veríð lausf handa Stefáni nxst þegar þeir reyua. Þangað tii getur haiiu sctið i statfi sínu virndaður af hlutleysi og l'tind- ið bve sæli það er að lijálpa tíl á þjóðmáiavettvanginuro. Garri VITT OG BREITT Logið með þögninni „Vilji kjósendur veita þeim styrk sem þeir þekkja og vita að hafa stað- ið vel að stjórn Reykjavíkur leggja þeir Sjálfstæðisflokknum lið til að halda áfram meirihlutastjórn á skýr- um forsendum. Þeir sem vilja sund- urlausa stjórn með óljósa steíhu í Reykjavik kjósa andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins." Þeim til upplýsingar sem bulla í fjölmiðla um fjölmiðlun af litlu viti og enn minni þekkingu er rétt að taka fram að þessi klausa er úr leið- ara hins hlutlausa og vammlausa Morgunblaðs, sem samkvæmt áróð- ursmaskínunni miklu tekur ekki flokkspólitíska afstöðu til mála. Fjölmiðlunarfríkunum, sem tyggja hvert upp úr öðru að öllu sé treyst- andi nema „litlu flokksblöðunum sem enginn vill lesa", til enn frekari vitneskju er vert að athuga að til- vitaunin er úr 115. tbl. 1990. Hinn óttalegi leyndardómur lærðr- ar fjölmiðlafræði er að Morgunblað- ið er fyrst og síðast málgagn Sjálf- stæðisflokksins og ekki ögn frjálslyndara eða hlutlausara en önnur málgögn sem gefin eru út á íslandi þótt maður gangi undir manns hönd og reyni að sanna hið gagnstæða með dyggri aðstoð virðulítilla ftæðigreina. Þægilegur andstæóingur Og Moggi gerir betur en að hvetja lesendur sína til að kjósa Sjálfstæð- isfiokkinn og engan annan. Hann kýs flokknum einnig höfuðandstæð- ing í höfuðborginni og í það hlut- verk velur blaðið auðvitað það framboð sem því er hugstæðast, næst á eftir borgarstjóraflokknum. Það er Nýr vettvangur. Á aðra flokka er ekki minnst auka- teknu orði i herhvöt málgagns Sjálf- stæðisflokksins. Afstöðu sína byggir blaðið á því að borgaríhaldið sé afburða duglegt að uppfylla kosningaloforð og að Nýr vettvangur geti aðeins gefið kosn- ingaloforð og hafi engin verk að verja og sé þar ofan í kaupið svo dónalegur að gagnrýna íhaldið. Óskaplega þarf góða sjálfstæðis- menn til að sporðrenna svona rök- um. En fyrst þau eru í Mogga hljóta þau að vera pottþétt. Það eru einnig gerðar firnamiklar kröfur til minnisleysis kjósenda þegar þvi er haldið ftam t „hhit- lausa" málgagninu, að ítambjóð- endur séu nánast pólitískt hreinar meyjar og þar af leiðandi haft Nýr vettvangur engin verk að verja. Það eru aðeins tveir af þrem efstu mönnum á lista Nýs vettvangs sem sæti eiga í borgarstjóm og hafa átt allt síðasta kjörtímabil. Það telur málgagn Sjálfstæðis- flokksins að sé „að hafa hreinan skjöld í borgarmálum." Nýtt framboð, gamlir frambjóðendur Málgagn Sjálfstæðisflokksins leik- ur það samtímis að fara með rangt mál og þá vafasömu list, að ljúga með þögninni. Andstæðinga íhaldsins í kosninga- baráttunni er víðar að finna en innan nýja flokksins með gömlu fram- bjóðenduma. Vtljandi er farið á svig við þann frambjóðanda sem næstur er því að ná manni af Sjálfstæðis- flokknum samkvæmt síðustu skoð- anakönnun. Málgagnið vísar til kannana þegar það kýs flokki sínum andstæðing og væri því eðlilegt að veitast að þeim sem næstur er því að brjóta skarð i íhaldsmúrinn, en það er Sigrún Magnúsdóttir, ftambjóð- andi Framsóknarflokksins. Dyggilega er þagað yfir því að hún hefur verk að verja eftir það kjör- timabil sem nú er að renna út. Full- trúi Framsóknarflokksins í borgar- stjóm og varamaður hans, Alfreð Þorsteinsson, hafa lagt ftam margar tillögur í borgarstjóminni og flest- um hefur verið hafhað en þó nokkr- ar náð ftam að ganga. Þau hafa einnig lagt öðrum góðum málum lið og era áftam reiðubúin að styðja hverja þá tillögu sem til farsældar horfir fyrir borgarbúa, hvaðan svo sem hún er upprunnin. En þar sem Framsóknarflokkurinn er ihaldinu greinilega skeinuhætt- astur og flokka líklegstur til að draga úr ofurvaldi þess í höfuðborg- inni sneiðir málgagn Sjálfstæðis- flokksins hjá B-listanum til að velja sér notalegri höfuðandstæðing. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.