Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. maí 1990 Tíminn 7 Sigurður Geirdal í Kópavogi segir framsóknarmenn þar þreytta á óráðsíu í fjármálum: VILJUM TAKA TIL HENDINNI Sigurður Geirdal skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. Hann segirað kosningamar þar snúist um hvort meiri- hluti A- flokkanna haldi velli, en á þá hefur verið mikið deilt fyrir óráðsíu í fjármálum. „Gagnrýni á meirihlutann er sú að skuldasöfhun hefur verið mjög hröð síðustu árin; óhagstasð lán, öfugt veltufjárhlutfall, nettóskuldir komnar upp í um 60 þús. af sameiginlegum tekjum. Þetta eru allt áberandí hættu- merki og þegar svona er komið, er mjög alvarlegt þegar meirihlutinn neitar að staldra við og athuga sinn gang, heldur segir allt vera í lagi." Sigurður taldi verklegar framkvæmd- ir á vegum bæjarins ómarkvissar, gömlum götum hefur verið illa sinnt og mikið er af hálfkláruðum bygging- um um allan bæ. „Við framsóknar- menn viljum taka til hendinni." Sigurður segir að það dugi ekki að bærinn sé aðili sem úthlutar eingöngu lóðum., AUar sveitarstjórnir verða að taka þátt í harðri samkeppni um að fá arðvænleg fyrirtæki til sín. Þá er ég að ýja að því, að slíkum fyrirtækjum verði veitt einhver fyrirgreiðsla." Þá benti hann á að ekki mætti gleyma þeim fjölmörgu góðu fyrirtækjum sem eru í Kópavogi, hugsanlegt er að bæjarstjórninni kynni þessi fyrirtæki og þá þjónustu sem þar er að fá. „Það er sjálfsagt að bærinn beini sínum viðskiptum til þessara fyrirtækja." Umhverfismál eru alltaf ofarlega á baugi hjá Framsóknarflokknum, að mati Sigurður. Hann benti á ýmis um- hverfismál sem framsóknarmenn ætla að beita sér fyrir, svo sem að gera Fossvogsdalinn að útivistarsvæði og fleira. „Þá eru fjörurnar mikið vanda- mál á öllu höfuðborgarsvæðinu og framtíðarlausnin hlýtur að vera mikið ræsi sem liggur út í Faxaflóa. Við ætl- um að taka á umhverfismálum og ég hvet alla bæjarbúa til þess einnig, bæði fyrírtæki og einstaklinga." Sigurður sagði að meirihlutinn hafi staðið sig ágætlega hvað varðaði fé- lagsmál. „Það sem gleymist er að Kópavogur fór að verða fyrirmynd annarra bæjarfélaga hvað félagsmál snerti, upp úr 1970. Þá voru Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðismenn í meirihluta. Við stofhuðum fyrsta fé- lagsmálaráðið og höfðum Kristján Guðmundsson sem félagsmálastjóra. Þannig voru það framsóknarmenn sem lögðu grunninn að góðu skipu- lagi í dag. Hins vegar, og maður er að reyna að orða þetta kurteislega, ríkir að okkar mati óregla hvað yfirstjóm snertir og við höfum lagt áherslu á að hver króna sem til félagsmála er var- ið, skili sér alla leið til þeirra sem eiga að njóta. Það þarf að stytta boðleiðir og einfalda srjórn." Framsóknarmenn í Kópavogi byrj- uðu snemma undirbúning kosninga. Núna rekur flokkurinn 3 skrifstofur og Sigurður sagði að vel hafi gengið að manna þær. Hann sagði að mikið af ungu fólki starfaði fyrir Framsókn í Kópavogi, en ungt framsóknarfólk rekur eina skrifstofu. „Þegar við Framsóknarmenn vorum fylgjandi lækkun kosningaaldurs niður í 18 ár, þá litum við ekki eingöngu á rétt ein- hvers aldurshóps til að kjósa, heldur einnig réttinn til að hafa áhrif og vera með í allri ákvarðanatöku. Við sýnum Sigurður Geirdal. það í verki, því mikið af ungu fólki er ofarlega á listanum. Þetta hafa ungir kjósendur greinilega metið, enda brugðist mjög vel við kalli." Sigurður sagði að allur áróður fram- sóknarmanna hafi verið litið frekur og kurteis, alla kosningabaráttuna hafa þeir neitað að blanda sér í skít- kastið milli annarra flokka. „Áróður- inn er búinn að vera mjög grófur síð- ustu dagana og t.d. eyddu kommarnir helmingnum af síðasta blaði sínu í persónulegt skítkast á Gunnar Birgis- son. Svona gengur þetta á víxl og þegar menn eru famir að eyða meiri tíma í að ófrægja andstæðinginn i stað þess að kynna sín mál, þá er kosn- ingabaráttan á villigötum." Sigurður sagðist vera 'bjartsýnn og skoðanakannanir síðustu daga benda til þess að meirihluti A- flokkanna sé fallin. „Moldviðrið sem A- flokkarnir annars vegar og Sjálfstæðisflokkur hins vegar hafa þyrlað upp, sýnir að það er Kópavogi fyrir bestu að efla eitthvert hógvært afl i bæjarstjórn Kópavogs næsta kjörtirnabil og því er öruggast að setja X við B." -hs. Kristinn Jón Jónsson á ísafirði: FJÁRMÁLIN í BRENNIDEPLI Kristinn Jón Jónsson. „Þaö er kosiö meira á milli manna en málefna, sýnist mér, en stofnu- skrár flokka eru mjög keimlikar," sagði Kristinn Jón Jónsson á ísa- firöi. Kristinn leiðir lista Framsókn- arflokksins, sem hefur veríð í meiri- hluta þetta kjörtimabil ásamt A- flokkunum. Hann taldi þó að mest værí deilt um fjármálin. „Við teljum að fjárhagur bæjarins standi ekki illa að vigi, þrátt fyrir skuldir. Við getum greitt okkar skuldir á eðlilega hátt og þess vegna er ekki þörf á neinni leiftursókn." Framsókn- armenn vilja halda áfram með þær framkvæmdir sem hafa verið í gangi á vegum bæjarins, svo sem við íþrótta- hús, sjúkrahús, grunnskóla og dvalar- heimili aldraðra. Kristinn sagði að þetta væru allt mjög fjárfrekar fram- kvæmdir en nauðsynlegar, síðan biðu fleiri verkefhi, t.d. snjóflóðavarnir og hreinsun á neysluvatni. Framsóknarmenn leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu hefð- bundins atvinnuvegar, ekki síst sjávar- útvegs sem allt byggist á að mati Krist- ins. „Síðan viljum við að fleiri þjón- ustustofhanir á vegum rikisins verði fluttar út á land, og auka almenna þjónustu á þessu svæði. Einnig viljum við beita okkur fyrir jöfnun búsetuskil- yrða, t.d. jöfnun símkostnaðar og orkuverðs." Kristinn benti á að með bættum samgöngum milli sveitarfé- laga á Vestfjörðum, opnist möguleikar fyrir margskonar atvinnugreinar, t.d. fiskmarkað, ferðaþjónustu og fleira. Kristinn sagði að samstarfið í meiri- hlutanum hafi verið gott og minnihlut- inn haft sig lítt í frammi. Að þessu sinni býður núverandi bæjarstjóri á ísafirði sig fram gegn meirihlutanum. „Ég er undrandi á ummælum hans sem fylgdu, er hann ákvað að bjóða sig fram fyrir klofhingsbrot Sjálfstæðis- flokksins, á þá leið að hann hafi engu fengið að ráða. Sé það rétt er hann ekki trausts verður, að mínu mati." Framsóknarmenn telja það vanti að- eins herslu muninn að koma inn öðrum manni. „Við stefhum að því auðvitað og mikil samheldni rikir í okkar röð- um," sagði Kristinn að lokum. -hs. Við höfum áhyggjur af æskulýðsmálum segir Guðmundur Kr. Jónsson á Selfossi: Viljum ráða íþrótta- og tóm- stundafulltrúa í fullt starf „Ekki slegist um nein stórmál, en bless- uð fjármálin em þó aðallega á dagskrá," sagði Guðmundur Kr. Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Sel- fossi þegar hann var spurður um kosn- ingabaráttuna þar. Framsóknarflokkur- inn er einn flokka í minnihluta í bæjar- stjórninni. Framsóknarmenn hafa áhyggjur af fjár- málum bæjarins. ,J?ó að skuldimar hafi ekki náð neinum stórhættulegum stærð- um, þarf samt að gera átak til að Iækka þær." Að mati Guðmundar þarf að setja peninga í að greiða niður skuldir, svo þær vaxi ekki bænum yfir höfuð og Sel- foss lendi á gjörgæslu hjá Jóhönnu. Framsóknarmenn á Selfossi hafa áhyggjur af æskulýðsmálum. ,J>að þarf að endurskipuleggja þann málaflokk all- an frá grunni. Þau mál eru í mjög mikilli lægð eftir valdatíð meirihlutans, sem á að hafa stjórnað hér í fjogur ár. Við viljum ráða íþrótta- og tómstundarfulltrúa í fullt starf," sagði Guðmundur. „Óttaleg deyfð er í málefhum ungs fólks hér á Selfossi og bæjarsrjórnin þarf að gera meira i því sambandi en að tala." Varðandi atvinnumálin sagði Guð- mundur að brýnt væri að bæjarfélagið gangi á undan og tengi saman aðila at- vinnulifsins, þannig að þeir vinni saman sem ein heild. ,3ærinn getur t.d. stofhað hlutafélög um rekstur, en við vilju ekki að hann gerist beinn rekstraraðili." Hann taldi mögulegt að ná frekari árangri í tré- iðnaði með t.d. markaðssókn á Reykja- víkursvæðinu. „Þess vegna er brýnt að tengja fyrirtækin saman, svo þau standi sterkar að vigi út á við." Framsóknarmenn vilja stuðla að því að na niður rafmagnsverðinu með beinum samningum við Landsvirkjun. Guð- mundur taldi að það gæti verið spurning um 20% lægra raforkuverð. „Við viljum láta gera göngubrú yfir Ölf- usárbrúnna, sem er orðið mjög brýnt og margsinnis búið að lofa að gera. Því er alltaf slegið á frest og við verðum að þrýsta á Vegagerðina að standa við sin loforð. Við viljum finna nýjan stað fyrir sorpurðun og bæta umgengni í því sam- bandi. Þá þarf að byggja hreinsunar- stöðvar við skolpútrennslið í Ölfusá" sagði Guðmundur. Framsóknarmenn á Selfossi vilja jafhframt byggja upp úti- vistarsvæði í og við bæinn og bæta að- gang að opinberum stofhunum, svo fatl- aðir komist óhindraðir ferða sinna. „Við höfum náð upp góðum anda og samstöðu við gerð stefhuskrár. „Staðan er hins vegar óljós, um það eru allir sam- mála, sérstaklega með tilkomu nýs fram- boðs og samruna A- flokkanna og Kvennalista. Framsóknarmenn hafa reynt að stunda ábyrg vinnubrögð, við tókum ábyrga afstöðu er meirihlutinn sprakk og komum þar inn í. Þvi teljum við ekki fysilegt að treysta meirihlutan- um fyrir stjómuninni i fjögur ár í viðbót, því fólki sem ekki gat klárað síðast kjör- tímabil." -hs. Guðmundur Kr. Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.