Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. maí 1990 Tíminn 3 Hálendisvegir lokaöir umferö Vegagerð ríkisins og Náttúruverndarráð hafa gefið út kort sem sýnir hvaða vegir eru lokaðir allri umferð, þar til annað verður ákveðið. Kort þetta er annað í röðinni og gildir það frá og með deginum í dag, 24. maí. Fyrsta kortið kom út fyrir viku og kort númer þrjú kem- urút31. maínk. Sigurður Hauksson hjá vegaeftir- liti Vegagerðar ríkisins sagði í sam- tali við Tímann að útgáfa kortanna kæmi til af tveim ástæðum. Annars vegar er um að ræða fjallvegi sem tilheyra þjóðvegakerfinu og eru lokaðir vegna snjóalaga. Sem dæmi um þá eru Lágheiði, Axar- fjarðarheiði, Hólssandur og vegur- inn í Mjóafjörð. Hins vegar eru það hálendisfjallvegimir sem lokaðir eru bæði vegna snjóa eða aur- bleytu, svo og vegna náttúruvernd- arsjónarmiða. Aðspurður hvort menn mættu þá ekki fara á sérútbúnum fjallabílum á þessar slóðir, sagði Sigurður að ekki mætti fara inn á þá vegi á há- lendinu sem lokaðir væru vegna náttúruverndarsjónarmiða. Hvað þá vegi varðar er tilheyra þjóðvegakerfinu, sagði Sigurður að ekki væri langt í land með að þeir opnuðust, hins vegar væri mislangt í það. Til dæmis er enn talsverður snjór á Lágheiði og dæmi um tveggja til þriggja metra háa skafla hér og þar á heiðinni. Vegaeftirlitið hefur tekið saman töflu þar sem fram kemur áætlaður opnunartími fjallvega á hálendinu. Þar kemur fram að stefnt sé að því að opna veginn um Sprengisand 7. júlí og veginn um Sprengisand og Kjöl 28. júní. Fjallabaksleið nyrðri opnast í þrennu lagi. Fyrst úr Skaft- ártungum í Eldgjá í kringum 24. júní, næsti hluti milli Sigöldu og Landmannalauga er áætlað að opni um mánaðamótin júní-júlí, en áætl- að er að leiðin milli Landmanna- lauga og í Eldgjár, þannig að fært verði frá Sigöldu niður á Suður- landsveg, opnist í kring um 11. júlí. Sigurður sagði að svo virtist sem snjóalög á hálendinu og ástand fjallvega þar væri nokkuð svipað og var í fyrra. Hins vegar sagði hann að það færi mjög eftir tíðar- fari hver þróunin yrði, en nú er Eimskip kaupir gámaskip Eimskip hefur fest kaup á 7.700 tonna gámaskipi, sem afhent verður í byrjun árs 1991. Kaupverð skips- ins er tæplega 700 milljónir króna. Skipið er systurskip Bakkafoss, tæplega 107 metra langt og getur flutt um 460 gáma. Kaup skipsins er liður í stöðugri endurnýjun skipaflota Eimskips, en fyrir einu og hálfu ári keypti félagið ekjuskipin Brúarfoss og Laxfoss. I fréttatilkynningu frá Eimskip segir að kaupverð og leig^iverð skipa hafi hækkað sl. tvö ár. Á sama tíma hafi orðið erfiðara að leigja skip með ís- lenskum áhöfnum, sem m.a. hafi orðið til þess að ráðist var í kaup þessa skips í stað þess að leigja. Nýja skipið er smíðað hjá Sietas skipasmíðastöðinni í Hamborg árið 1982 og hentar það vel til siglinga á ýmsum leiðum félagsins m.a. til Norðurlandahafna og Norður-Am- eríku. —ABÓ nokkuð kalt í veðri á fjöllum og því tekur snjó seinna upp. —ABÓ Þeir vegir sem liggja um skyggð svæði á kortinu eru lokaðir allri umférð þar til annað verður ákveðið. Er þetta gert vegna snjóalaga á vegum svo og vegna náttúruvemdarsjónarmiða. Astand fjallvega Condition ofmountain tracks Vegíf á akyggöum svasöum «u tokaölr stirt ESS| Tracks in tfte snaded aroas are ciosad.\ umterö þar tlt annaö wöur augtýat ||P||tor atl iratfíc urtta further nottce .,¦;. '" Kort nr. 2 Map no.2- - Puhlisfteá24th oíMay i$9Q W#i( ntap w<e bn putbWJxt 3lsí ví Md»- \r^ Vegagerö ríkisins . ^KW PvbOc Röaðs Administration Náttúruverndarráö Natvre Conservation Councíi k^-a?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.