Tíminn - 24.05.1990, Page 6

Tíminn - 24.05.1990, Page 6
6 Tíminn Fimmtudagur 24. maí 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Batnandi þjóðarhagur Horfur í atvinnumálum eru mjög batnandi. At- vinnuvegimir hafa bætt rekstrarstöðu sína í kjölfar endurreisnaraðgerða ríkisstjómarinnar og betri markaðsskilyrða. Verðlagsþróunin er hagstæð, sem þakka má því allsherjarsamkomulagi sem varð um lausn kjaradeilna í febrúar og samstiga þróun kjara- mála og efnahagsmála til haustsins 1991. Aætlanir um hjöðnun verðbólgu hafa staðist eins og við var búist, enda góðar horfúr um að verðbólgan haldist áffam innan ráðgerðra marka. Það er því full ástæða til að gera sér vonir um að launþegar fái kjör sín bætt með stöðugu verðlagi og minnkandi verð- bólgu eins og að hefur verið stefht. Þrátt fyrir þá verðbólguhættu sem löngum hefúr einkennt íslenskt eíhahagslíf, ríkir nú meiri skilningur en áður meðal almennings og ráðamanna að sameinast um varð- stöðu gegn verðbólgu. í rauninni veltur allt á slíkri varðstöðu, hvemig framhaldið í þeim efnum verður. Hvað það snertir hvílir mikil skylda á ríkisvaldi og aðilum vinnumarkaðarins og öðmm sem standa að þjóðarsátt um skynsamlega eíhahags- og atvinnu- þróun. Bankar og lánastoínanir lögðu m.a. sitt af mörkum með bættum vaxtakjörum, sem kemur launþegum til góða í lækkandi vöxtum og minnkandi greiðslu- byrði. Sú réttarbót sem felst í sanngjömum vaxta- og lánakjörum verður seint ofmetin, enda má virða hana til kauphækkunar og betri afkomu heimilanna. Eyðslustefna íhaldsins Stundum er sagt að ekki sé kosið um almenn lands- mál í sveitarstjómarkosningum. Ekki er þetta nema hálfur sannleikur, því að tekjur og ffamkvæmdageta sveitarfélaga ráðast af því hver afkoma atvinnuvega og vinnandi fólks er á hveijum stað. Þetta á við um Reykjavík eins og önnur bæjarfélög, þótt vitað sé að höfiiðborgin hefur sérstöðu hvað varðar tekjuvonir og ffamkvæmdamöguleika. Öflug staða Reykjavíkurborgar að þessu leyti er á engan hátt til orðin fyrir tilverknað ráðandi meirihluta. Því ræður almenn þjóðfélagsþróim. Hins vegar notfærir Reykjavíkuríhaldið sér stærð og sérstöðu höfuð- borgarinnar með þeim einstæða hætti að ná af borg- urunum öllu því fé sem þeir geta, en ráðstafa tekjum borgarinnar úr öllu hófi í ónauðsynlegar og kostnað- arsamar ffamkvæmdir á borð við ráðhúsið og veit- ingahúsið á Öskjuhlíð, kaup á Hótel Borg og nætur- klúbbnum Broadway, gerð fáránlegs dýragarðs, sem stríðir gegn nútímadýravemdunarsjónarmiðum og alls kyns ffumstæðu pjatti. Allt er þetta gert á kostn- að félagslegrar uppbyggingar og gegn þörfúm hins almenna borgara, ungs fólks og aldraðra. Þessi steftia er auk þess í andstöðu við skynsamlega að- haldsstefnu í opinberum fjármálum. Fjármálastefha Reykjavíkuríhaldsins er ekki síður hneykslanleg en standið kringum einstakar útvaldar persónur í skuggatilvem nafhleysingjanna á D-listanum. ! GARRI Ríkisútvarplð cr stofnun, scni á scxtíu ára fcrti bcfur ústundað bJul- leysi í stjóriiniúluin ují fréttaflutu- íngi og gengið vandrataöa slóÖ ún þess að verða fyrir miklum áfiillum. Má það merkUegt heita, einkum á timnm þegar verulega heitt var í koltinum á stjórnmái- sviðinu, og óhjákvæmiiegt var að starfsmenn, jafnt dagskrúrgerðar- mcim scm frcttaritarar, hefðu sinar persönulegu skoðanir á hiutunum. AUt gckk þó stórslysalaust. J‘aö cr ekJú fyrr en núna i aðfara borgar* sfjórnarkosninga, sem mikUI mis- brestur Iiefur orðið á róniuðu hJut* leysi ríkisJjðlmiðla, og er það athygJisverður vitnisburður um kvnslóðaskiptin hjá ríkisstofnun- inni. Dagskrárgerðarmenn þar á bæ virðast ákveðnir í að virða regl- ur og hefðir Ríkisútvarpsins að engu, og má búast við skrautlegum útgáfum ú hiulieysiuu fari sem horfir í kosniugum sem á eftir Tveir flokkar í framboöi? Vitað múl er, og raunar í talct við timann, að í hinum ýmsu dcUdum Rfkisútvarps starfar fólk scm er friðlaust af að geta ekJd stjórnað landinu eða einstökum hlutum þess. hetla er stððugt að koma í Jjðs í hinum nýrri ijölmiðJum, sent reynst hafa meira en lítið varasam* ir af þessum sðkum. Þar eiga hlut að múli fjðlmiðJafræðingar, sem virðast ekJd hafa Jært ýkjatnikið um hlutieysi, en teJja að fjölmiðill scm sh'kur cigi að taka þátt í pólitik þóft valdið sé ekkert og gctí ekkert orðið nema á vetfvangi áróðurs. Á þriðjudaginn urðu iiiusfendur ú Rás 2 vitni að einu stórfelldu brotíú hJutleysisreglum Ríkisútvarpsbts, þegar frainiijóðendur tvcggja flokka voru kvaddir á vcltvang íil að ræða í útvarpið um dagvistunar- mál, Aoua K. Jónsdóttír á fram- boðsHsta Sjáifstíeðisflokksins og Ólína Þorvaróardóflir á Jista Nýs vettvangs. Dagskrárstjóra, Stefáni Hafstein, sem telur sig mikinn hóg í fjölmiðlafræðum og hefur gefið út bók u«n Ijölmiðlun, ætti aó vcra fullkunnugt um að fleiri flokkar cru í framboði í Reykjavík cn þcír tvcir scin licr luifa vcrið ncfndir til sögu, og hafa alUr ýinislcgt um dag- vistunarmúl að segja, Fjölmiðlaframboð Ólínu Það grófa hlutJeysisbrnt í niiðri kosningahríð að kveðja aðeins til tvo frambjóðendur á sér ekhcrt for- dæmi hjú Ríkisútvarpinu. Mcð þcssu háttariagi cr úfvarpiö að fcta i spor annarra ríktsrckinna út- varpsstöðva, þar sem starfsfólk hef- ur tekið reglugeröir í cigin hendur. Svo er í Noregi og Svíþjóð og svo er um BRC í Bretlandi. Hins vegar er sptirning hvort við erum reiðubúin iii að taka þegjandi \ið sjálfsstjóm starfsliðs úvarpsins. Aður hefur komiö í ljós, að fyrrum starfsfélag- ar Ólínu iHirvarðardóttur á fréfta- stofu sjúnvarps, hafa verið undan- látssamir við hana og leyfl henni að þusa í fréttatíma sjónvarps um framboösmú) ún þess að um al- menna reglu sé að ræða í þyi efni hvað aðra framhjóðendur snertir. Ólína reyndi ennfremur að komast í fréttafíma Stöðvar 2, en þar var máiið stöðvað, cnda hefur hún ekJd vciið starfsféiagi á þcirrí frctta- stofu. Siðan kom Stefún Hafstein og taldi sig kjörinn til að vcita Ólínu og pexa um stund ú Rús 2 um fram- boðsmáL Með veldissprota í heridi Stefán Hafsfein var úður fréttarit- ari í Wasliington og löldu hJustciul- ur að þar færi maður, sem væri í stjómarandsföðu við Ronald Reag- an. Hvort sem þaö orðspor var rétt- mæft eða ekki hefur hann nú fekið af skarið um að honum er heldur ósýnt um hlutieysi og hefur bklcga ckld lesiö rcglugerðir útvarpsins þar að Jútandi, þótt hann hafi skrif- að bók um fjölmiðiun. I>ú virðisl hauu ekki hafa heyrt af þeirri venju Rikisútvarps að boða til einskonar framboðsfuodar, þar sem hver flokkur í framboði fær skammtað- an ræðutima. í staðinn tekur Stefán Hafstein sér í hond vcidLssprotann og gerist sjálfur eins konar yfir- maður Ríkisútvarps, víkur til iilið- ar sextíu úra gamalli reglu, og kem- ur að einhliða sjónarmiðum ÓJínu, cins og enginn annar sé að berjasl við mcirihluia íbaJdsins i borginni nema þetfa sjónvarpsbarn. Ekki væri gott að búa við víðsýnl Stefúns kæmist hann einhvern tinia til valda, sem er mjög líklegt Þau dæmi virðast hafa gefist vei, svona kosningaicga sM, sc fjöhniðlafólk drifid á Usta. Ólína Þorvarðardótfir er gott dæmi um það. TUvist henu- ar í framboði hcfur sýnt okkur hvað Rikisúlvarpið er sneytf því að vera hlutlaust, taki framagosar ú þeim bæ völdin yflr dagskránni i trássi við reglugeröir þess. Miðað við spár um útkomu Alþýðubanda- Stefáni næsl þegar þcir reyna. Þangaö tii getur hann sctiú í starfi sínu verndaður af hlutíeysi og fund- ið hve sælf það er að hjáipa tíl á þjóðmálavetivanginuni. VÍTT OG BREITT ■ Logið með þögninni „Vilji kjósendur veita þeim styrk sem þeir þekkja og vita að hafa stað- ið vel að stjóm Reykjavíkur leggja þeir Sjálfstæðisflokknum lið til að halda áfram meirihlutastjóm á skýr- um forsendum. Þeir sem vilja sund- urlausa stjóm með óljósa stefnu í Reykjavik kjósa andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins." Þeim til upplýsingar sem bulla í fjölmiðla um fjölmiðlun af litlu viti og enn minni þekkingu er rétt að taka ffam að þessi klausa er úr leið- ara hins hlutlausa og vammlausa Morgunblaðs, sem samkvæmt áróð- ursmaskinunni miklu tekur ekki flokkspólitíska afstöðu til mála. Fjölmiðlunarfríkunum, sem tyggja hvert upp úr öðm að öllu sé treyst- andi nema „litlu fiolcksblöðunum sem enginn vill lesa“, til enn ffekari vitneskju er vert að athuga að til- vimunin erúr 115. tbl. 1990. Hinn óttalegi leyndardómur lærðr- ar fjölmiðlaffæði er að Morgunblað- ið er fyrst og síðast málgagn Sjálf- stæðisflokksins og ekki ögn ffjálslyndara eða hlutlausara en önnur málgögn sem gefin em út á íslandi þótt maður gangi undir manns hönd og reyni að sanna hið gagnstæða með dyggri aðstoð virðulítilla ffæðigreina. Þægilegur andstæöingur Og Moggi gerir betur en að hvetja lesendur sína til að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn og engan annan. Hann kýs floklaium einnig höfuðandstæð- ing í höfuðborginni og í það hlut- verk velur blaðið auðvitað það ffamboð sem því er hugstæðast, næst á eftir borgarstjórafloklcnum. Það er Nýr vettvangur. Á aðra flokka er ekki minnst auka- teknu orði í herhvöt málgagns Sjálf- stæðisflokksins. Afstöðu sína byggir blaðið á því að borgaríhaldið sé afburða duglegt að uppíylla kosningaloforð og að Nýr vettvangur geti aðeins gefið kosn- ingaloforð og hafi engin verk að vetja og sé þar ofan í kaupið svo dónalegur að gagnrýna Utaldið. Óskaplega þarf góða sjálfstæðis- menn til að sporðrenna svona rök- um. En fyrst þau em í Mogga hljóta þau að vera pottþétt. Það em einnig gerðar fimamiklar lcröfur til minnisleysis kjósenda þegar því er haldið tfam í „hlut- lausa“ málgagninu, að ffambjóð- endur séu nánast pólitískt hreinar meyjar og þar af leiðandi hafi Nýr vettvangur engin verk að veija. Það em aðeins tveir af þrem efsm mönnum á lista Nýs vettvangs sem sæti eiga i borgarstjóm og hafa átt allt síðasta kjörtímabil. Það telur málgagn Sjálfstæðis- flokksins að sé „að hafa lireinan skjöld í borgarmátum.“ Nýtt framboð, gamlir frambjóðendur Málgagn Sjálfstæðisflokksins leik- ur það samtímis að fara með rangt mál og þá vafasömu list, að Ijúga með þögninni. Andstæðinga íhaldsins í kosninga- baráttunni er víðar að finna en innan nýja floklcsins með gömlu fram- bjóðenduma. Viljandi er farið á svig við þann ffambjóðanda sem næstur er því að ná manni af Sjálfstæðis- flokknum samlcvæmt síðustu skoð- anakönnun. Málgagnið vísar til kannana þegar það kýs flokki sinum andstæðing og væri því eðlilegt að veitast að þeim sem næstur er því að bijóta skarð í íhaldsmúrinn, en það er Sigrún Magnúsdóttir, ífambjóð- andi Framsóknarflokksins. Dyggilega er þagað yfir því að hún hefiir verk að veija eftir það kjör- tímabil sem nú er að renna út. Full- trúi Framsóknarflokksins í borgar- stjóm og varamaður hans, Alffeð Þorsteinsson, hafa lagt ffam margar tillögur í borgarstjóminni og flest- um hefiir verið hafnað en þó nokkr- ar náð ffam að ganga. Þau hafa einnig lagt öðmm góðum málum lið og em áífam reiðubúin að styðja hvetja þá tillögu sem til farsældar horfir fyrir borgarbúa, hvaðan svo sem hún er upprunnin. En þar sem Framsóknarflokkurinn er íhaldinu greinilega skeinuhætt- astur og flokka líklegstur til að draga úr ofurvaldi þess í höfuðborg- inni sneiðir málgagn Sjálfstæðis- flokksins hjá B-listanum til að velja sér notalegri höfuðandstæðing.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.