Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 29. maí 1990 Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra. Jón Baidvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Forystumenn ríkisstjómarinnar segja kosningaúrslitin ekki breyta neinu um ríkisstjórnarsamstarfið. ___________________________________Steingrímur Hermannsson segir:_______________________________________ „Framsóknarmenn á réttri leið“ „Við höfum veríð að rétta við þetta þjóðfélag eftir þá erfiðleika sem hér höfðu skapast Það er að takast og mér sýnist fólk meta það. Túlka má úrslitin sem skilaboð til okkar Framsóknarmanna um að við séum á réttrí leið. Ég er sannfærður um að Framsóknarflokkur- inn mun styrkjast með hverjum mánuði þegar árangurínn af því starfi sem við höfum veríð að vinna kemur betur í ljós,“ sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra um kosningaúrslitin. „Því verður hins vegar ekki neitað að það hefur orðið töluverð hægri- sveifla. Sjálfstæðisflokkurinn er sig- urvegari kosninganna en sigur hans er fyrst og fremst á höfuðborgar- svæðinu en alls ekki víða á lands- byggðinni. Mér sýnist að það sé ein- ungis í Stykkishólmi og Vestmanna- eyjum sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á, utan höfuðborgarsvæðis- ins.“ Steingrímur sagði vandamál Al- þýðubandalagsins öllum kunn en taldi að þau myndu ekki hafa áhrif á stjómarsamstarfið. Hann sagðist ekki eiga von á að skiptar skoðanir innan Alþýðubandalagsins um stór- iðju og samstarf við EB myndu valda erfiðieikum í stjómarsamstarf- inu. Alþýðubandalagið sem heild hefði færst nær hinum ríkisstjómar- flokkunum í þessum tveimur mála- flokkum. Eftir kosningamar ráðlagði Davíð Oddsson borgarstjóri forsætisráð- herra að boða til kosninga þar eð staða Framsóknarflokksins væri sterk og þróun efnahagsmála á réttri leið. Steingrímur sagðist taka ráðum Davíðs með velvilja. „Það er rétt hjá Davíð að mér er það kappsmál að þessi vinstristjómartilraun takist. Það er allt sem bendir til að hún sé að takast. Eg tel það mikilvægt fyrir framtíðina að það sýni sig að þessir flokkar geti unnið sarnan." Steingrimur vildi koma á framfæri þökkum til Framsóknarmanna um allt land fyrir mikið og gott starf við kosningamar. Jón Baldvin Hannibalsson: Uppgjör í Alþýöubanda- laginu gæti valdið ríkis- stjórninni erfiðleikum Jón Baldvin Hannibalsson formað- ur Alþýðuflokksins sagði að Al- þýðuflokkurinn hefði styrkt stöðu sína í þessum kosningunum. „Fylgi Alþýðuflokksins hefúr verið mjög sveiflukennt. Flokknum hefur hing- að til ekki tekist að halda utan um kosningasigra sína. Núna er þetta breytt. Alþýðuflokkurinn hefúr styrkt stöðu sína þrátt fyrir það sem skoðanakannanir hafa kallað tap flokksins vegna þátttöku í hinni óvinsælu ríkisstjóm.“ Jón Baldvin sagði að Framsóknar- og Alþýðuflokkur kæmu vel út úr kosningunum og því sé ekki hægt að túlka niðurstöðu þeirra sem skilaboð um að þessi ríkisstjóm eigi að fara frá. Jón Baldvin sagði hins vegar erf- itt að spá um afleiðingar kosninga- ósigurs Alþýðubandalagsins. „Það em uppi háværar kröfúr um uppgjör í Alþýðubandalaginu um að gerils- neyða flokkinn af umbótasinnuðu fólki og stofna einhvem þjóðlegan íhaldsflokk eða fortíðarflokk. Ef þeim sem þetta vilja tekst ætlunar- verk sitt verða þeir að skilgreina sig í anda þess flokks í öllum málum. Það þýðir væntanlega harðari andstöðu gegn þátttöku íslands í evrópsku efnahagssvæði, gegn opnun fjár- magnsmarkaðar, gegn stórvirkjun- um, gegn álveri o.s.frv. Ef þetta fer á þennan veg mun það vafalaust valda erfiðleikum í þessu stjómarsam- starfi." Em úrslitin ekki áfall fyrir þá sem vilja sameiningu jafúaðarmanna? „Nei, þau er það ekki. Menn hafa ekki skilið hvað fyrir okkur hefúr vakað. Það hefúr aldrei verið á dag- skrá að sameina Alþýðuflokk og Al- þýðubandalag. Það sem fyrir okkur vakir er að byggja brú fyrir þann hluta, sérstaklega yngri kynslóðar- innar í Alþýðubandalaginu, sem á ekki samleið með gömlu fortíðar- kommunum. Það hefur gerst í Reykjavík og það mun halda áfram að gerast, sérstaklega ef flokkseig- endafélagið í Alþýðubandalaginu bregst við með þeim hætti sem það nú gefúr til kynna,“ sagði Jón Bald- vin. Ólafur Ragnar Grímsson: Sigur Sjálfstæöisflokks- ins ekki stór Ólafúr Ragnar Grímsson sagði að í úrslitunum fælist ekkert vantraust á ríkisstjómarsamstarfið. „Þótt að Sjálfstæðisflokkurinn vinni umtals- verða sigra á höfúðborgarsvæðinu, reyndar ekki í Hafnarfirði, þá er út- koman nánast óbreytt hjá Sjálfstæð- isflokknum á landsbyggðinni. Sjálf- stæðisflokkurinn fær þess vegna ekkert landsumboð út úr þessum kosningum til breyttrar stjómar- stefnu. Utkoma þeirra þriggja stjóm- arflokka sem tóku þátt i þessum kosningum er á þann veg að sums staðar vinna þeir myndarlega kosn- ingasigra.“ Ólafur sagði athyglisvert að Kvennalistinn, sem gagnrýnt hefúr ríkisstjómina fyrir að beita sér ekki fyrir nægilegum jöfhuði, færi illa út úr kosningunum. Ólafúr sagði ljóst að sameiginlegu framboðin hefðu ekki náð þeim ár- angri sem vænst hefði verið en þó hefði árangurinn verið góður á nokkrum stöðum. „Bönd hins hefð- bundna flokkakerfis em ennþá ærið sterk. Það var ekki rétt metið að tími væri komin til þess að veita kjósend- um kost á því að velja breiðar sam- starfsfylkingar félagshyggjufólks eða andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins. Við munum ræða þessi mál í okkar hópi,“ sagði Ólafur. Halldór Ásgrímsson: Þurfum á festu aö halda Halldór Ásgrimsson varaformaður Framsóknarflokksins sagði útkomu Framsóknarflokksins góða. Halldór sagði að Framsóknarmenn hefðu unnið vel að sveitarstjómarmálum á Bjarni Aðalgeirsson oddviti framsóknarlistans á Húsavík: „Málefnaleg vinna“ Framsóknarmenn á Húsavík unnu stór- fjóra fúlltrúa í bæjarstjóm í stað tveggja sigur í kosningunum á laugaidaginn. Þeir áður. bættu við sig tveimur mönnum og eiga nú ,,Ég vil nota tækifærið og koma á ffam- X-90 ÚRSLIT Allar tölur sem birtar eru í blaðinu i dag um kosningaúrslit í bæjar- og sveitarstjómarkosningunum á laug- ardag em niðurstöðutölur sem unnar em af Reiknistofnun Háskólans fyr- ir fréttastofú ríkisútvarpsins. Þessar tölur em birtar með fyrirvara hlut- aðeigandi um að í þeim kunni að leynast einhverjar skekkjur í út- reikningi. fasri þakldæti til allra sem unnu með okk- ur fyrir kosningamar og þeirra sem studdu ftamboðið", sagði Bjami Aðalgeirsson efsti maður á lista Framsóknarmanna í samtalið við tímarm í gasr. Að sögn Bjama var vel og málefnalega unnið fyrir bæjarstjómarkosningamar af hálfú ffamsóknarmanna á Húsavflc. Fram- sóknarmenn, kratar og sjálfstasðismenn fóm með meirihluta á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðismenn bættu óvenflega við sig fýlgi, en kratar töpuðu manni. „Málefna- skrúin var góð og ýtarleg og við buðum ffam ágætan lista," sagði Bjami. - ÁG síðasta kjörtímabil. Hann sagði flokkinn hafa gott fólk í framboði sem kjósendur bera traust til. Halldór sagðist ekki sjá að úrslit þessara kosninga komi ríkisstjómar- samstarfinu við. „Mér finnst með ólíkindum þegar menn segja að úr- slitin séu skilaboð til ríkisstjómar- innar um að henni beri að efna til kosninga. Það er mælt gegn betri vit- und. Hér er um sveitarstjómarkosn- ingar að ræða og það era alþingis- kosningar sem eiga að ráða um hvemig ríkisstjóm er mynduð í þessu landi.“ Davíð Oddsson telur að nú sé rétti tíminn fyrir Framsóknarmenn að fara út í kosningar. Hvert er þitt álit? „Ég tel að það sé rétt að við Fram- sóknarmenn svörum fyrir okkur sjálfir en ekki forystumenn Sjálf- stæðisflokksins. Ég er almennt þeirr- ar skoðunar að rikisstjómir eigi að miða við að sitja út kjörtímabilið. Ef að þær aðstæður koma upp að ekki er hægt að halda starfinu áfram ber að sjálfsögðu að efna til kosninga. Við þurfúm á festu að halda í okkar þjóðfélagi. Endurteknar kosningar era aðeins til bölvunar. Það eru merkilegar fréttir ef Sjálf- stæðisflokkurinn telur stöðu Fram- sóknarfiokksins það góða að hann eigi að fara út í kosningar. Mér finnst það hins vegar ekki styðja þá kenn- ingu þeirra að við höfúm fengið þau skilaboð að við eigum að fara úr rík- isstjóm. Ég tek undir það með for- ystumönnum Sjálfstæðisflokksins' að ég tel að staða Framsóknarflokks- ins sé sterk,“ sagði Halldór. Þorsteinn Pálsson: Sjálfstæðismenn hafa sameinast Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði úrslitin mjög góð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og heldur betri en hann hefði búist við. „Þetta era fyrstu kosningar sem fara ffarn eftir að Sjálfstæðisflokkurinn klofúaði í þingkosningunum 1987. Þessar kosningar, aðeins þremur ár- um síðar, staðfesta að flokkurinn er sameinaður á ný og hefúr ekki ein- asta náð sama fylgi og áður heldur bætt veralega við sig frá fyrri stöðu. Kosningamar staðfesta að það era ný pólitísk valdahlutfoll í landinu." Munu þessi úrslit hafa áhrif á lands- stjómina? „Sú veika staða sem Sjálfstæðis- flokkurinn var i eftir síðustu kosn- ingar inn á Alþingi og leiddi til þess að það var hægt að mynda þessa „hrossakaupastjóm", er nú úr sög- unni. Skilaboð kjósenda era skýr; þeir vilja að Sjálfstæðisflokkurinn taki við landsstjóminni. Ég á hins vegar ekki von á að stjómarflokkam- ir taki tillit til þessara viðhorfa kjós- enda nú frekar en endranær.“ Þorsteinn sagði ljóst að samein- ingatilraunir A-flokkanna hefðu far- ið út um þúfúr og að Alþýðubanda- lagið væri klofið. Uppgjör á vinstri kanti stjómmálanna væri framundan. Þorsteinn sagði að þetta uppgjör myndi veikja ríkisstjómina og draga mátt úr henni. -EÓ Jónas Hallgrímsson bæjarfulltrúi á Seyðis- ■ jjDJUwl wlVVmJ viö þe< »su“ „Ég bjóst ekki við því, eftir erfiðan vetur atvinnulega séð og mikla bar- áttu hér, að við ffamsóknarmenn hefðum þetta mikla traust þó að það sé alveg ljóst að við höfúm reynt að gera allt það sem í okkar valdi stend- ur til að breyta þessu ástandi," sagði Jónas Hallgrímsson efsti maður á lista Framsóknar á Seyðisfirði. Framsóknarflokkurinn vann vera- lega á á Seyðisfirði, hélt þremur mönnum í bæjarstjóm og fékk rúm- lega þriðjung greiddra atkvæða, en flokkurinn hefúr aldrei fengið fleiri atkvæði í bæjarstjóm. „Þessi útkoma er náttúrlega gleðileg að við skulum hafa bætt við okkur 5% þrátt fyrir mikla erfiðleika eins og hafa verið hér síðan í haust“, sagði Jónas. Það Jónas Ha||grímsson efsti maður á symr kannski best i hvaða att folk lit- lista Framsóknarflokksins á Seyð- ur eftir lausn þegar skoinn kreppir jsfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.