Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Sovéskir her- menn drápu 20 Armena og misstu sjálfir tvo menn í átökum við vopnaða arm- enska þjóðernissinna. Þetta breytti þjóðhátíðardegi Ar- mena í sorgardag að sögn armenskrar fréttastofu. Sov- éska fréttastofan Tass sagði að Yuri Shatalin hershöfð- ingi, yfirmaður innanlands- herja sovétmanna, hefði hvatt til að meiri ákveðni væri beitt til að afvopna arm- enska þjóðernissinna. KENNEBUNKPORT.BNA - Forseti Bandaríkjanna, Ge- org Bush, býr sig nú undir leiðtogafund sinn og Gorbat- sjovs. Hann sagði í gær að sér sýndist staða Mikaels Gorbatsjov enn vera sterk þrátt fyrir vaxandi vandamál í Sovétríkjunum. Bush sagði að Gorbatsjov væri líklegur til að lifa þrengingarnar af. JERÚSALEM - Einn (sra- eli dó og níu særðust þegar sprengja sprakk á Ijölmenn- um markaði í miðbæ Jerú- salem. Sprengingin jók enn á hatur milli Araba og Gyð- inga. BAGDAD - Saddam Hus- sein leiðtogi fraka hæddist í gær að Bandaríkjamönnum á ráðstefnu Arabaleiðtoga í Bagdad. SIBIU .Rúmenía - Rúm- enskur hershöföingi sagði að Nicu, sonur Nicolae Ce- ausesch, ætti sök á drápi 89 manna í miðborg Sibiu í jóla- byltingunni. STRASBERG, A-Þýskal.- Vestur- Þjóðverjar höfnuðu tillögu Sovétmanna sem var á þá lund að sameinað Þýskaland tæki þátt í stjórn- málastarfi NATO en kæmi ekki nálægt hernaðarstjórn þess. Þjóðverjar sögðu þó að tillagan sýndi að Sovét- menn væru að sætta sig við aðild Þýskalands að NATO. BELGRAD - Forseti Júgó- slavíu, Borisav Jovic, sagði að semja þyrfti nýja stjórnar- skrá sem myndi koma á stöðugleika í landinu og hindra borgarastyrjöld. HYDERABAD, Pakistan - Kynþáttaátök í suðurhluta Pakistans hafa kostað 152 menn lífið. AMRITSAR, Indland Vopnaðir Shikar stilltu upp farandverkamönnum og skutu 13 þeirra til bana. Verkamennirnir voru Hindú- ar en þetta gerðist í næturár- as Shika á bóndabæ í Punj- ab að sögn manns sem lifði árásina af. OTTAWA - Forsætisráö- herra Kanada, Brian Mulron- ey, sagðist vera vongóður um að geta leyst deilumál Quebecbúa sem tala frönsku og enskumælandi Kandadabúa. Hann hitti leið- toga Quebecbúa í gær. AMSTERDAM - Hol- lenska lögreglan telur að áströlsku ferðamennirnir tveir sem írskir skæruliðar skutu til bana hafi sennilega verið skotnir í misgripum fyr- ir breska hermenn í leyfi. Ferðamennirnir voru á breskum bíl. ÚTLÖND Þriöjudagur 29. maí 1990 Lítil kosningaþáttaka í Póllandi: Walesa stöðvar pólsk verkföll stjómmálum vegna þeirra hörðu efnahagsaðgerða sem ríkisstjóm Samstöðu hefur gripið til. Ríkis- stjómin hefur reynt að stöðva verð- bólgu og koma á markaðshagkerfi með ströngum aðhaldsaðgerðum. Lech Walesa tókst á mánudag að stöðva verkföll jámbrautar- starfsmanna. Sama dag voru birt úrslit fýrstu frjálsu kosning- anna í Póllandi og vann Samstaða yfirburðasigur en kosninga- þátttaka var lítil. Walesa tókst að fá leiðtoga verkfallsmanna til að fresta verkföll- um. Þeir höfðu krafist 20% launahækkunar og höfðu stöðvað lestarsamgöngur til hafna í Póllandi. Walesa sagði að óánægja jámbraut- armanna endurspeglaði þá erfíðleika sem vinnandi menn mættu nú þola í Póllandi. Þess yrði að gæta sérstak- lega að byrðum væri skipt réttlátlega á milli manna. Walesa hafði áður var- að við því að deilan gæti magnast upp i stjómleysi eða borgarastyijöld. Verkfall jámbrautarstarfsmanna stóð í rúma viku og þótti skyggja á sveitarstjómakosningamar sem vom fyrstu fijálsu kosningamar í landinu síðan í seinna stríði. Þær vora líka fyrstu kosningar sem fara fram eftir að Samstaða tók við stjóm landsins af kommúnistum á síðasta ári. Nærri þrír af hverjum fimm Pólveijum greiddu ekki atkvæði en langflestir þeirra sem kusu völdu Samstöðu. Opinberra talna er ekki að vænta fyrr en á miðvikudag en talsmenn Sam- stöðu sögðu að hreyfing þeirra hefði unnið 303 af 344 sætum í Varsjá og að þeir hefðu unnið samskonar sigra í öðram borgum. Fréttaskýrendur telja að lítil kosn- ingaþátttaka sýni áhugaleysi manna á Laun hafa lækkað um þriðjung, iðn- aðarframleiðsla dregist saman um 30% og 400.000 menn hafa misst vinnuna síðan l.janúar. Tadeus Mazowiecki, forsætisráðherra Pól- lands fór í gær í tveggja daga heim- sókn til Frakklands. Hann sagði í frönsku dagblaði, „Quest-France“ að ef Pólveijar ættu að halda áfram um- bótum sínum yrðu þeir að fá hjálp til að greiða af erlendum lánum. „Án hjálpar mun „verbólgulyfið“ drepa sjúklinginn. Ég mun ekki geta sagt Pólveijum að halda þessu áfram“. Mazowiecki forsætisráðherra Póllands - Lækningin að drepa sjúkling- inn. Rússnesku forsetakosningarnar: YELTSIN BÝÐUR HARÐ- LINUMÖNNUM SAMVINNU í gær bauð Boris Yeltsin harðínu- mönnum á rússneska þinginu að deila með þeim völdum ef hann yrði kos- inn forseti. Yeltsin fékk á laugardag flest at- kvæði í rússneskum forsetakosning- um en hann náði þó ekki helmingi at- kvæða sem þarf til að ná kosningu. I gær bauð hann harðlínumönnum að deila með sér völdum þannig að þeir fengju önnur mikilvæg embætti í skiptum fyrir forsetaembættið. Hann tók þó ekki undir kröfur um að helsti andstæðingur hans, Ivan Polozkov, yrði næsti forsætisráðherra. I Moskvu var í gær reynt að koma á takmörkunum á sölu matvæla. Und- anfarna daga hefúr geisað kaupæði í Moskvu vegna tillagna um að koma á stýrðu markaðshagkerfi í landinu á fimm áram. M.a. á að hætta niður- greiðslum á matvælum sem hækka mun verð þeirra veralega. Boris Yeltsin sagði að Rússar ættu að hafna efnahagstillögunum eins og forsætis- ráðherra Úkraínu hefúr sagst vilja gera. Gorbatsjov varði efnahagstil- lögur sínar í sjónvarpsávarpi á sunnu- dag og hvatti Sovétmenn til að hætta hamstri sínu á matvælum. Hann sagði að hættuástand gæti skapast í Sovétríkjunum ef efnahagstillögum hans yrði hafnað. Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Nikolai Ryzhkov, sem kynnti tillögumar í síðustu viku sagð- ist þá myndi segja af sér ef þær fengju ekki stuðning almennings. Kasparov metur stöðuna á heimsbikarmóti Stöðvartvö. Heimsmeistaranum þykir fórnin of mikil: Flokkur Garry Kasparovs mótmælir verðhækkunum Flokkur Garry Kasparovs heims- meistara í skák hefúr hvatt til að al- menningur mótmæli efhahagstillög- um Sovétstjómar. Flokkurinn hvatti sovéska námamenn til að fara í verk- fall til að mótmæla verðhækkunum á mat en þeir greiða um það atkvæði í Ukraínu 9. júní. Garry Kasparov sagði á mánudag að „við verðum að milda umskiptin yfir í nýtt efnahagskerfi. Annars lifir fólk þau ekki af‘. Kasparov sem er þingftilltrúi á sovéska þinginu hefúr sagt skilið við kommúnistaflokk Sovétríkjanna og leiðir nú flokk demókrata í Rússlandi. í febrúar afn- am kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna valdaeinokun sína og fjöldi nýrra flokka var stofnaður. Enginn þeirra hefúr þó gengið jafn langt í að andmæla kommúnisma og flokkur Kasparovs. A ráðstefnu flokksins um síðustu helgi var ritum dreift þar sem Stalínisma og Leninisma var hall- mællt og margir ræðumenn sögðu að ríkisstjómin ætti að segja af sér. Flokksmenn era einhuga um að leyfa eigi einstaklingum að eiga eignir og að mildari ráðstafanna sé þörf til að bæta efnahaginn. Þeir era hins vegar ósammála um ýmis atriði varðandi eigið flokksstarf. T.d. vilja sumir ekki leyfa fyrrverandi komm- únistum aðild að flokknum. Ka- sparov sagði að ágreiningurinn myndi ekki draga úr áhrifúm flokks- ins. „Ég er bjartsýnn vegna þess að þetta er gott tækifæri fyrir okkur að læra á lýðræðið og hvemig eigi að beita því“ Lafontaine í andstöðu við flokksbræður sína Sameining Þýskalands og Evrópu: NATO sem næöi til Úralfjalla? Oskar Lafontain mætir vaxandi mót- þróa eigin flokksmanna við stefnu sína í sameiningarmálum þýsku ríkj- anna. V-Þýskir kjósendur virðast hafa auknar áhyggjur af kostnaðinum við væntanlega sameiningu. Oskar Laf- ontain leiðtogi jafnaðarmanna hefúr viljað fara sér hægt í sameiningar- málum og nýtur vaxandi fýlgis. Sam- kvæmt skoðanakönnunum hefúr hann mun meira fylgi en Helmut Kohl báðum megin við landamærin. Þýskir jafnaðarmenn vilja þó ekki leggjast eindregið gegn samningi ríkjanna um sameiningu enda styðja flokksbræður þeirra austan landmær- anna samninginn. Lafontaine hefúr lagt til að jafnaðarmenn greiði at- kvæði gegn samningnum í neðri deild þýska þingsins þar sem þeir era í minnihluta en hefúr gefið í skyn að jafnaðarmenn ættu að láta vera að fella hann í „Bundesratinu“ þar sem þeir hafa meirihluta. Margir v-þýskir jafnaðarmenn hafa ekki viljað greiða atkvæði gegn sameiningu og leiðtog- ar þeirra hittust í gær til að ræða þessi mál. Richard Schröder þingflokks- formaður jafnaðarmanna í A-Þýska- landi sagði í blaðaviðtali í gær að Lafontain mætti ekki láta flokk jafn- aðarmanna verða þann flokk í sögu Þýskalands sem lagst hefði gegn sameiningunni. Hann sagði að ef um- bótastefna Gorbatsjovs yrði undir í Sovétríkjunum eða neyðarástand skapaðist í Austur-Þýskalandi, t.d. vegna fjölda-atvinnuleysis, myndu ríkin verða að sameinast í skyndi. Það væri unnt með því að grípa til greinar 23 i stjómarskrá V- Þjóðverja en hún segir að hvert það þýskt land- svæði sem lýsir yfir stuðningi við v- þýsku stjómarskrána verði sjálfkrafa hluti af V- Þýskalandi. Schröder sagði að i neyð myndu Austur-Þjóð- veijar grípa til þess ráðs. Utanríkisráðherra V-Þjóðveija hvatti til þess á sunnudag að stofnað yrði nýtt Norður- Atlantshafsbanda- lag sem hæfði nýrri Evrópu. Banda- lag sem næði austur til Úralfjalla. Hans-Dietrich Genscher sagði í ræðu í Heidelberg að gefa ætti CSCE nýtt hlutverk i ljósi þess að Austur- Evrópuríki snérast nú hvert af öðra í átt til lýðræðis og að hlutverk NATO og Varsjárbandalagsins færi minnk- andi. CSCE er ráðstefna 35 ríkja um öryggi og samvinnu í Evrópu sem halda á í sumar. Genscher vill að haldnir verði CSCE fúndir reglulega og að möguleikar slíkra funda verði fullnýttir. „Þetta er spuming um stærri Evrópu sem tengd væri öflug- um samstöðuböndum við Norður- Ameríku. Innan marka svæðis um- hverfis Norður-Atlantshaf yrði náið stjómmálasamstarf, ftjó samvinna og stöðug velmegun." Genscher sagði að Vestræn ríki ættu að styðja dyggilega tilraunir ríkja Austur-Evrópu, þar með talin Sovét- ríkin, við að koma á ftjálsu markaðs- kerfi. Takist að gera þessi ríki að nú- tímaríkjum og opna efnahagskerfi þeirra mun það gefa Evrópu og heim- inum öllum nýja möguleika á vexti og stöðugleika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.