Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 29. maí 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Að loknum kosningum Eftir sveitarstjómarkosningamar snýst umræðan eðlilega um sigur og tap. Slík umræða endar gjam- an með því að leita að „sigurvegaranum", ef ekki einstakri persónu þá einstökum og afmörkuðum flokki. Þessi leit að hinum eina sigurvegara er eigi að síð- ur flókið mál, vegna þess að þeir sem taka þátt í umræðunni um úrslitin hafa ekki koinið sér saman um við hvaða forsendur eigi að miða töp og sigra. Þetta stafar ekki eingöngu af pólitískri nærsýni og áróðurstilhneigingum, heldur beinlínis af því að það er erfitt að benda á hina einu sönnu viðmiðun- arforsendu, svo að hún geti gilt um úrsjitin í landinu í heild og út frá henni megi tilnefna „íslandsmeist- arann“ í pólitík og segja fyrir um þróun stjómmála á næstunni, stöðu ríkisstjórnarinnar eða væntanleg úrslit alþingiskosninga, þegar þar að kemur. Sam- kvæmt eðli sínu geta úrslit sveitarstjómarkosninga aldrei orðið annað en óljós vísbending um stöðu stjómmálaflokkanna á landsmælikvarða, vegna þess að framboð í sveitarstjómarkosningum em í minna mæli flokksbundin en gerist í alþingiskosn- ingum. Nú er þvi hins vegar ekki að neita að Sjálfstæðis- flokkurinn kemur sterkur út úr kosningunum sem verður þeim mun augljósara að hann varð fyrir miklu fylgistapi í alþingiskosningum 1987. Úrslitin eru vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sigrast á þeim klofningi sem varð í hans röðum fyr- irþremur ámm. Reyndar þurfti ekki sveitarstjómar- kosningar til að fá vísbendingu um þetta, þróunina í þessa átt mátti sjá fyrir og líta á sem pólitíska stað- reynd sem hlaut að setja mark sitt á kosningamar. Þótt viðurkennt sé að Sjálfstæðisflokkurinn hafi náð góðum árangri í kosningunum, er ekki þar með sagt að allir aðrir flokkar hafl farið halloka og ekki náð þeim árangri sem að var stefnt. Ef litið er á heildarúrslit kemur t.d. í ljós að Framsóknarflokk- urinn heldur styrkri stöðu meðal kjósenda og vann eftirtektarverða sigra víða um land. Þar er ekki að- eins átt við stórsigra á Akureyri, Húsavík, Sauðár- króki og víðar, heldur þann árangur sem náðist í Reykjavík eftir sífelldar hrakspár, sem byggðar vom á skoðanakönnunum. Sigrún Magnúsdóttir er meðal sigurvegaranna í kosningunum. Hins vegar leiddu þessar kosningar í ljós að sam- fylkingarpólitík af því tagi sem lá til gmndvallar Nýjum vettvangi í Reykjavík sé ekki sigurstrang- leg. Nýr vettvangur beið alvarlegan ósigur miðað við hversu hátt hann reiddi til höggs og skoðana- kannanir vom honum hliðhollar. Reyndar má draga þá almennu ályktun af reynslunni af samfylkingar- framboðum í þessum kosningum að þau séu ekki ætíð það sameiningarafl sem látið er í veðri vaka þegar til þeirra er stofnað. Oftar en ekki, og þeim mun meira sem í þau er lagt af stómm yfirlýsing- um, valda þau vonbrigðum hjá þeim sem að hafa staðið. GARRI Vargöld A-flokkanna Þótt Sjálfstæðisraenn hafi látið i það skína, að úrslit sveitarstjórn- arkosninganna sýni og sanni að rikisstjórnin eigi að fara frá hið fyrsta, benda þessi úrsiit ekki til neinna slíkra vlðbragða. Að visu fengu Sjálfstæðisraenn tiu full- trúa kjðrna i Reykjavík, en hafði verið spáð ailt að fjórtán fulltrú- um þegar hæst lét i straumi kann- ana. Til glöggvunar skal þess get- ið að Gunnar Thoroddsen leiddi flokkinn til saraa sigurs er hann bauð sig fram til borgarstjórnar i síðasta sínn í Rcykjavik og höfðu þá ekkl verið unnin nein krafta- verk i borgarmálum um sinn; m.a. talað um að enn vantaði gangstéttarhellur á Njálsgötunni. Aftur á móti var Gunnar vinsæU maður og skrifaði bréf tU kjós- enda sem var vinsæl aðgerð. Eng- ínn gerði kröfur tU þess að þeim tíma, að slik kosning i Revkjavik ætti að hafa einhver áhrif á stjórnarsamstarf. En nú eru ung- ir og bráðlátir menn í forystu Sjáflstæðisflokksins, og þeim finnst að mikið eigi að ganga á, þegar flokkurinn fær sæmUega kosningu. Kosningasigrar Sjálf- stæðisflokksins voru hvorki for- ystunni eða flokknum að þakka, heldur misheppnuðum samruna í Mosfellssveit og á Seltjarnarnesi, sem gerði Iftið annað en efla Sjálf- stæðisflokkinn. Síðan kom í ljós að H-Iistaframboðið í Reykjavik var lítið annað en vindur og reyk- ur, misheppnað framboð í hæsta máta, sem sést best á því að annar flokkurinn, sera átti aðild að þcim lista fékk sex menn kjörna i Hafn- arfirði og vann frægan varnarsig- ur í Kópavogi. Alþýðuflokksmenn höfðu því ekkert að óttast í Reykjavík nema það banvæna faðmlag þeirra og tveggja kvenna sem ýtti fuUtrúa krata í borgar- stjórn til hliðar. H-listinn til upprunans Sé einhverra breytinga að vænta i ríkisstjórn eftir þessar kosning- ar munu þær breytingar eiga lítið skylt við Sjálfstæðisflokkinn. Tveir stjórnarflokkanna hafa nú prófað samstarf seni fór heldur óhöndugiega, og ekkert heillegt af þvi að hafa nema kjör á Alþýðu- bandalagskonu, sem getur strax og átakalaust gengið tU samstarfs við Sigurjón Pétursson i borgar- stjórn. Bent hefur verið á, að það eina sem gæti stefnt að núverandi ríkisstjórn eftir þessar kosningar sé eins konar uppgjör innan Al- þýðuhundnlagsins, en þar sitja menn sem telja sig eiga ýmislegt óuppgert viö formann bandalags- ins og Qármálaráðherra. Sigur hans í þessum kosningum virðist hafa orðið einna minnstur. Nú er vitað mál að Alþýðu- bandalagið taldi sig iiia í stakk búið fyrir kosningar vegna þess að um alla Austur-Evrópu voru menn að kveðja kommúnista- flokka og taka upp frjálslegri pól- itík. í einu vetvangi var hug- myndafræði Alþýðubandalagsins kippt úr sambandi, en í síaðinn korain einskonar sósíölsk jafnað- arstefna, sem lengi hafði verið, eða frá 1930, talin óalandi. Við þessar aðstæður fór Alþýðu- bandalagið eins og grátkona fyrir hvers manns dyr í leit að sam- starfi. Það tókst ekki alltaf, og hér í Reykjavík gekk málið ekki upp með þeim afleiðingum aö H-list- inn kom í staðinn fyrir samstarf. Hins vegar sat kjarni Alþýðu- bandalagins eftir og fékk G- list- inn eftir atvikum sæmileg kosn- ingu, eða nógu góða til að herða í þeim sem eftir sátu. Veit nú eng- inn hvað vendettan verður ströng. Umrót og kosningar Ólafur Ragnar Grímsson er um margt glæsilegur foringi. Enginn frýr honum vits, en stnndum ber ofurhugurinn hann ofurliði. Hann mun hafa talið að dagar Al- þýðubandalagsins væru svo gott sem taldir, og þvi væri ástæða til að byggja ný samtök á grunni bandalagsins og f samvinnu við formann Alþýðuflokksins. Um Alþýðuflokkinn er það að segja, að nýtt foringjaefni er að rísa á legg í Hafnarfirði, en í bandalag- inu sóttu gamlir harðlínumenn að nýju í skotgrafirnar og hafa nú ekki á breiðara skolmark að miða en Ólaf Ragnar. Það er híns vegar staðreynd, að skammt gerist nú til kosninga, og umrótið, sem væntanlegt er í A- flokknum verður varla komið á sæmilegt skrið fyrr en svo stutt er til þingkosninga, að varla mun taka því að fara að hræra í ríkis- stjórninni þótt tii einhverra átaka muni koma, einkum i Alþýðu- bandalaginu. Garri VITT OG BREITT Sigur flokkakerfisins íslenska flokkakerfið er tvímælalaust sigurvegari nýafstaðinna sveitastjóm- arkosninga. Það stendur af sér allar at- lögur lukkuriddara sem rísa upp ann- að slagið og ákvarða upp á eigin spýtur að nú sé tími til kominn að stokka upp úr sér gengið flokkakerfi og ætla sjálfum sér stóran hlut í þeirri umsköpun. Avallt ákveða umbylting- armenn að það sé krafa fólksins að þeir komist til valda, eða krafa tímans eða krafa unga fólksins eða jafhvel kvenfólksins. Nýir flokkar og framboð eiga sín stuttu eða löngu gönuskeið og lognast svo út af og allt fellur í gamla góða farveginn. Sú flokkaskipan sem við búum við er orðin meira en hálírar aldar gömul og hafa innbyrðis hlutföll kjöríylgis ver- ið fúrðulík. Skipst hafa á sldn og skúr- ir hjá flokkunum, en þegar upp er staðið eru valdahlutföllin söm við sig. Hve gamalkunnug em ekki úrslit eins og þau, að Sjálfstæðisflokkurinn fær góðan meirihluta í Reykjavík, Al- þýðuflokkurinn nær áratuga gömlum styrkleika í Hafharfirði og Framsókn- arflokkurinn cr aftur kominn með það fylgi sem hann á skilið á Akureyri og þrátt fyrir öll boðaföll er Alþýðu- bandalagið enn sem fyrr sigurvegari kosningana í Neskaupstað. Afa og ömmu heföu þótt þetta eðli- leg og sjálfsögð úrslit um það bil sem þau vom að komast á kosningaaldur. Nýir flokkar og framboð sem klambrað er upp úr brotum úr göml- um flokkum reynast ávallt hrólfatild- ur án nokkurra burðarstoða þegar á reynir, þótt hersingamar leggi stund- um upp með glæsilegum lúðrablæstri og pilsaþyt. I kosningunum á laugardaginn sýndi það sig enn einu sinni og líklega betur en nokkm sinni fyrr að hugmyndir um samfylkingu flokka gegn tilteknum flokki eða flokkum er út í hött. Þau dærni ganga ekki upp. Undantekningarlítið gekk stjóm- málaflokkunum betur þar sem þeir buðu fram eigin flokkslista, en þar sem meira og minna óskyldir flokkar ætluðu sér sameiginlega stóran hluL Fijálshyggjulið Boigaraflokks og vinstri róttæklingar úr stúdentapólitík og verkalýðssinnaðir kratar em ekki trúverðugt sameiningarafl og ein- hveijir em svo bláeygir að halda að femínistar og karlar eigi samleið í valdabaráttu. Það er ekki nema von að kjósendur kalli gróið flokkakerfi yfir sig hátt og snjallt. Fleiri mynstur em lífseig í pólitík- inni en sjálft flokkakerfið. Það er orð- in gamalgróin hefö að kratar bjatga kommum þegar illa stendur á hjá þeim síðamefndu. Þær björgunarsveitir em samfýlking- arsinnar. Héðinn samfylkti kommum 1937 og sameiningarflokkur alþýðu, Sósíal- istaflokkurinn varð til. Hannibal hjálpaði sameiningarflokki að verða Alþýðubandalag og Jón Baldvin hélt, þangað til um miðnætti 26. maí, að leiðin til öflugrar jafhaðarstefhu lægi um hlaðið hjá kommúnistum og já- systrum þeirra. Nýir flokkar fá eitt eða tvö kjörtíma- bil áður en þeir víkja fyrir gamalgrónu flokkakerfi. Þeir sem lifa af tvennar kosnsingar veslast upp allt síðara kjörtímabilið og hverfa inn í söguna. Þjóðvamarflokkur átti stutt og lag- gott tímabil. Fijálslyndir vinstrimenn unnu einn glæstan kosningasigur þeg- ar Hannibal og þeir rifú sig lausa úr Alýðubandalaginu. Volæði þeirra endaði með því að Karvel var skilað inn í Alþýðuflokk og Ólafi Ragnari í Alþýðubandalag. A hvaða mið þeir róa í næstu kosning- um ræður hverfúlleikinn einn. Bandalag jafnaðarmanna varð til i miklum hvelli, eins og alheimurinn (Big Bang) en hvarf líka í hvelli. Borgaraflokkurinn dugði til ágætra embætta og er ekki kurteisi að spá um langlífi hans ffemur en annarra þeirra sem allir vita að era að beija nestið. Stjómmálaflokkur femínista hefur orðið langlífari en aðrar skyndiuppá- komur stjómmálanna og unnið fleiri góða kosningasigra en tíðkast hjá öðr- um þeim sem reyna að bjóða íslenska flokkakerfmu biigrnn. Stærsta sigur- inn vann flokkurinn samt í skoðana- könnunum. En nú er tími femínistanna útrunn- inn. Borgarfúlltrúi rétt slapp inn í Reykjavik og samkrall við karla- flokka skilaði einum feminista inn i bæjarstjóm á Selfossi. A heildina litið fækkaði kjósendum fcmínista alls staðar og þar að auki fækkar konum i sveitarstjómum. Hið lífseiga flokkakerfi er stundum nefnt fjórflokkurinn af andstæðingum flokkana sem það samanstendur af. Eitthvað kann að vera til í þeirri nafh- gift, en málið er það, að sagan sýnir að allir þessir flokkar geta starfað saman og öllum er það lagið að vera bæði í stjóm og stjómarandstöðu. Þeir geta myndað meirihlutastjómir á víxl og í sveitarstjómum er allur gangur á hvemig meirihlutar era skipaðir. Islensku flokkamir gleypa ekki hvem annann og þeir loða heldur ekki saman þrátt íyrir lengri og skemmri samvinnu f stjóm. Og þeir láta heldur ekki skyndiframboð komast upp á milli sín nema um skamma hrið. Því er flokkakerfið eins sterkt og raun ber vitni. Og í framtíðinni munu kratar enn og aftur halda sér mátulega smáum með þvi að fara að bjarga kommunum þeg- arþeireigabágt. Og íslenska þjóðin mun halda áffam að velja sér þá flokka og stjómarfar sem hún á skilið og vill aldrei missa. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.