Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 31. maí 1990 Tískulína Guðrúnar Hrannar er rómantísk, kvenleg lína sem dregur lítillega fram kyn- þokka. Línan var útfærð í tvær áttir, samkvæmislínu og létta sportlínu KEPPNI Tískulína Önnu Guðrúnar Jóns- dótturerfijáls lína þar sem háríð fellurfram í andlitið og mjúkar línur eru alls ráðandi. Tískulína Heið- ar Óttarsdóttur er nýtískulína þar sem liturinn á hárínu er skerptur og bartamir dregn- irfram. Háríð er síðan perman- entaö að ofan Föstudaginn 18. maí síðastliðin fóru fram á Hótel íslandi úrslit í Módelkeppni World Class, FM 957 og tímaritsins Hárs og fegurðar. Þátttakendur í úrslitakeppn- inni voru átta og varð Sonja Margrét Scott, 17 ára Reykja- víkurmær, sigurvegarinn. Einnig voru kynntar vinnings- greiðslur úr Tískulínukeppni morgundagsins sem fram fór í byrjun mars. Kvöldið hófst með fordrykk og borðhaldi og síðan var boðið uppá glæsilega skemmtidag- skrá þar sem m.a. komu fram Bubbi Morthens, Dansandi íjölskylda, Dísa, Bjargey og Jóna þolfimikennarar í World Class, Símon Ivarsson gítar- leikari, Anna Sigurðardóttir margfaldur íslandsmeistari í Ungfrú fsland, Ásta Sigríður Einarsdóttir, ásamt sigurvegara Módelkeppninnar, Sonju Mar- gréti Scott Frístældansi og Icelandic Mod- els sýndu fatnað frá 7 verslun- um. Úrslitin fóru svo fram um miðnætti og var það ungffú ís- land, Asta Sigríður Einarsdóttir, sem tilkynnti úrslitin. Hér sýnum við nokkrar mynd- ir ffá keppninni sem sýna vel hversu glæsileg þessi sýning hefur verið. Tískulína Jóns H. Guðmunds- sonar er snögg og hrein og litur- inn á hárínu dýpkaður og skerpt- ur. Alþjóðlegi tóbaksvamadagurinn: Tvíhliða þróun til reykleysis Nú reykja 31% íslendinga á aldrin- um 18-69 ára daglega, eða um það bil þrír af hveijum tíu, samanborið við fjóra af hverjum tíu árið 1985. Þessi breyting hefúr átt sér stað jafnt og þétt með hverju ári. Þetta er meginniðurstaða kannana sem Hagvangur hefur gert fyrir Tóbaksvamanefnd þrisvar á ári frá og með 1985. Tvær hafa þegar ver- ið gerðar í ár og þeim ber saman um fyrmefnda tölu. Raunar ná þessar kannanir nú til fólks á aldrinum 15-79 ára. Sé mið- að við þann hóp allan em það 29% sem reykja daglega. Athyglisvert er að innan við 20% reykja daglega í yngsta fimm ára aldursflokknum, 15-19 ára, og í þeim flokki em þeir langsamlega flestir að tiltölu sem aldrei hafa reykt, eða hart nær þrir af hverjum fjómm. í næsta fimm ára aldursflokki þar fyrir ofan, 20- 24 ára, er það rúmlega helmingur sem hefúr aldrei reykt en í öllum öðmm flokkum mun færri. Niðurstöður þessara kannana Tób- aksvamanefndar benda til að stöð- ugt minnkandi reykingar meðal bama o^ unglinga samkvæmt könn- unum í grunnskólum og framhalds- skólum séu farnar að „skila sér“ i minnkandi reykingum meðal fólks á þrítugsaldri. Þar við bætist mikil og stöðug hreyfing meðal reykingamanna um það að hætta að reykja en hún virð- ist ná hámarki um hver áramót og á reyklausum dögum sem nú em haldnir árlega. Síðasta könnun Tób- aksvamanefndar bendir til dæmis til þess að hátt á annað þúsund manns hafi hætt að reykja á reyk- lausa deginum 1. apríl sl. Þetta tvennt, að æ færri byija að reykja og æ fleiri hætta að reykja, stuðlar hvort um sig að þróun til þess reyklausa samfélags scm að er stefnt, og hvor þátturinn eflir hinn. Sérstök athygli skal vakin á því af tilefhi alþjóðlega tóbaksvamadags- ins, 31. maí, að þeir sem hætta að reykja hafa ekki einungis af því margvíslegan ávinning fyrir sjálfa sig, heldur em þeir jafnframt að leggja sitt af mörkum til hagstæðara umhverfis fyrir ungu kynslóðina og stuðla að því að hún geti vaxið úr grasi laus við tóbaksneyslu, þennan harðskeytta ávana sem hefur orðið eldri kynslóðum svo ákaflega skeinuhættur. (Frétt frá Tóbaksvarnanefnd) Breytingar á reykingavenjum íslendinga frá 1985-1990 (18-69 ára) 1985 1986 1987 1988 1989 1990

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.